Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR 28. MAI Kosningabarátta á lágu plani eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Ýmsir frambjóðendur á sameign- legum lista Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins, Kvennalist- ans og Alþýðuflokksins fyrir borgar- stjórnarkosningarnar virðast halda að með stöðugum rangfærslum, dylgjum og útúrsnúningi megi búa til slíka mynd af Reykjavík að þar „ sé allt í kalda koli. Hugsun þeirra er sú að með því að endurtaka ós- annindin, nægilega oft megi koma því inn hjá kjósendum í Reykjavík að bráðnauðsynlegt sé að skipta um meirihluta í borginni. Þessir frambjóðendur hamra á því að fjárhagsstaða borgarinnar sé slæm, stjórnkerfi lokað og láta í veðri vaka að nánast allt fram- kvæmdafé borgarinnar á sl. kjör- tímabili hafi farið í Perlu og Ráð- hús. Staðreyndirnar eru allt aðrar. Sterk fjárhagsstaða Frambjóðendur vinstri manna fullyrða að fjárhagsstaða borgar- inna sé slæm, þannig að í óefni stefni. Þetta eru íjarstæðukenndar fullyrðingar. Staðreyndin er sú að fjárhags- og eignastaða borgarinnar er mjög sterk, eins og borgarstjóri sýndi fram á í grein sinni í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag. Ekki síst vegna sterkrar fjárhagsstöðu hefur borgaryfirvöldum tekist að fjölga atvinnutækifærum í borginni með margvíslegum hætti. Þetta hefur átt sér stað þrátt fyrir að almennur samdráttur í þjóðfélaginu hafí gert það að verkum að tekjur borgarinn- tar hafi dregist saman, m.a. lækk- andi útsvarstekjur og minni tekjur vegna niðurfeliingar aðstöðugjalds. Framkvæmdaumsvif borgarinnar kjörtímabilið 1990-1994 Yfírlit yfir framkvæmdaumsvif Reykjavíkurborgar árin 199L til Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „Staðreyndin er sú að borgarkerfið hefur aldrei verið jafn lokað og óskilvirkt og fjar- lægt íbúunum og þegar vinstri menn stjórnuðu borginni 1978-1982.“ 1994 sýnir að miklu fé hefur verið varið til verklegra framkvæmda af hálfu borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar á yfirstandandi kjör- tímabili. Á meðfylgjandi yfirliti má sjá að af 34,5 milljarða króna framkvæmd- um hafa umsvif fyrirtækja borgar- innar verið um 11,3 milljarðar króna, en borgarsjóðs 23,2 milljarð- ar króna sem skiptast í megindrátt- um eins og sjá má á meðfylgjandi töflum. með íbúum borgarinnar einu sinni á ári (ekki hefur heyrst hvað aðrir meðframbjóðendur hennar ætla að gera) og það á að „aftengja" emb- ættismenn borgarinnar o.s.frv. Allt er þetta innantómt hjal og gamlir frasar sem einnig heyrðust frá frambjóðendum vinstri flokk- anna fyrir kosningarnar 1978. Vinstri menn hafa fleiri fulltrúa í borgarráði en meirihlutinn. Þeir hafa fulltrúa sína í öllum ráðum og nefndum borgarinnar. Allar fundar- gerðir borgarstjórnar, borgarráðs, nefnda og ráða eru opinberar. Meirihlutinn hefur lagt mikia áherslu á að hafa gott samband við borgarbúa og á kjörtímabilinu hafa verið haldnir mörg hundruð fundir með íbúasamtökum, foreldrafélög- um, kennarafélögum, einstaka hóp- um íbúa, fulltrúum fyrirtækja og stofnana í þeim tilgangi að kynna og fara yfir ýmis mál sem tengjast m.a. hverfaskipulagsgerð, leikskól- um, skólamálum, skiipulagsmálum, umferðarmálum og umhverfismál- um. Varla líður sá dagur að ekki sé haldinn fundur með tilteknum hópum til að fara yfir ábendingar og athugasemdir sem varða ofan- greinda þætti. Fullyrðingar fram- bjóðenda vinstri manna um lokað stjórnkerfi í Reykjavík virka því broslegar þegar þessi staðreynd liggur fyrir. Auk borgarstjóra eru ýmsir borg- arfulltrúar með fasta viðtalstíma og þúsundir borgarbúa hafa nýtt sér þessa viðtalstíma til að koma fram ábendingum, leita upplýsinga og aðstoðar varðandi ýmis borgarmál. Lokað stjórnkerfi 1978-1982 Staðreyndin er sú að borgarkerfið hefur aldrei verið jafn lokað og óskiivirkt og fjarlægt íbúunum og þegar vinstri menn stjórnuðu borg- inni 1978-1982. Engir hverfafundir voru haldnir á því kjörtímabili og samráð við íbúa um ýmis mikilvæg skipulags- og umhverfismál voru í núlli. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjáifstæðisflokkinn. Sumaríþróttir, leikir og vinna 3M Málningarlímbönd Opið stjórnkefi Frambjóðendur vinstri manna segjast ætla að koma á hverfís- stjórnum og „opna stjórnkerfíð“, eins og þeir sögðu gjarnan fyrir austan járntjald á sínum tíma. Ingi- björg Sólrún ætlar að halda fundi AKSTUR 0G SIGLING Brottför 30. maí frá Keflavík til Luxemborgar, þar sem fararstjóri tekur við hópnum og verður farið um Þýskaland, Sviss, Ítalíu, Austurríki, Danmörku og Noreg. Siglt veröur frá Bergen þann 14. júní og komið til fslands þann 16. júní. Verð: 139.500,- krónur á mann. Innifalið í verði: Flug, akstur meö hópbifreið samkvæmt leiðarlýsingu, gisting í tveggja manna herbergjum með baði, morgunverður og kvöldverður. Sigling með NORRÆNU í fjöaurra manna káetum með baðherbergi, íslensk fararstjórn og flugvallarskattur. Ekki innifalið: Fæði á ferjunni NORRÆNU. Ferðaskrlfstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR Hf. Borgartúni 34, simi 683222 fyrir unglingana í Kópavogi * _____________ eftir Asdísi Ólafsdóttur í Kópavogi eins og annars stað- ar reyna flestir unglingar að fá sér vinnu í sumarfríinu. Síðustu ár hefur verið samdráttur í atvinnu landsmanna og bitnar það fyrst á unglingunum. Vinnuskólinn tekur á móti grunnskólanemum fæddum 1978-1980 og fá þeir mismunandi mikla vinnu. Þeir sem fæddir eru 1978 fá vinnu í um 7 klukkustund- ir á dag fjóra daga vikunnar og er það viðunandi því þá ættu þeir að hafa nægan tíma aflögu fyrir tómstundaáhugamál sín. Aftur á móti fá þeir sem fæddir eru 1979 og 1980 aðeins vinnu í um 3*/2 klukkustund á dag fjóra daga í viku. Þessir hópar hafa ekki að neinum störfum að hverfa langan tíma á hveijum degi og er hætt við að margir verði iðjulausir og viti ekki hvað þeir eigi af sér að gera. Því er nauðsynlegt að koma til móts við þá með einhvers konar tilboðum um holla afþreyingu. íþróttafélögin bjóða ýmiss kon- ar íþróttanámskeið fyrir yngri hópa á daginn og hinar hefð- bundnu æfingar fyrir þá sem stunda keppnisíþróttir á kvöldin eins og t.d. knattspyrnu, tennis o.fl. Þeir sem ekki eru í þessum hópi verða að finna sér aðra af- þreyingu. Spornað við óheillaþróun iðjuleysis Mikið myndbandagláp ásamt pizzuáti í tíma og ótíma er á með- al þess afþreyingarefnis sem nýtur sívaxandi vinsælda há unglingum í dag og er stíft haldið að þeim með miklum auglýsingum. Þetta Ásdís Ólafsdóttir „Unglingar sem vinna fyrir hádegi geta þá farið á námskeið í 3 klukkustundir eftir há- degi og þau sem vinna síðdegis fara á nám- skeið fyrir hádegi.“ er óheillaþróun og er nauðsynlegt að sporna við henni. Kyrrsetur yfir sjónvarpi með skyndibitafæði og tilheyrandi gosdrykkjaþambi er engum hollt, síst á viðkvæmu þroskaskeiði unglingsáranna að ekki sé talað um vægast sagt mis- jafnt andlegt fóður myndanna sem horft er á. Til þess að bregðast við þessu vandamáli á jákvæðan og upp- byggjandi hátt lagði ég fram síð- astliðið haust í íþróttaráði Kópa- vogs tillögu um að við myndum bregðast við minnkandi vinnu hjá unglingum með því að bjóða upp á sumartilboð, ýmiss konar nám- skeið hjá þeim hópi unglinga sem aðeins vinnur í 3% klukkustund á dag í vinnuskólanum. Jákvæð og uppbyggjandi sumartilboð Tillögunni var mjög vel tekið og var hún nánar útfærð þannig að haft verður samráð við ungl- inga varðandi námskeiðsval, en þar kemur t.d. til greina náttúru- skoðun, siglingar, körfuknattleik- ur, hokkí, tennis og fiskveiðar. Unglingar sem vinna fyrir hádegi geta þá farið á námskeið í 3 klukkustundir eftir hádegi og þau sem vinna síðdegis fara á nám- skeið fyrir hádegi. Unglingarnir velja 2 námskeið hið minnsta og þurfa að sýna góða viðveru til að öðlast rétt til að fara í útilejgu sem verður í lok vinnuskólans. A föstu- dögum er engin vinna og er þá tilvalið að hóparnir innan vinnu- skólans reyndi með sér í hinum ýmsu greinum sem í boði verða og þannig ætti að geta skapast góður andi. Fastur liður I unglingastarfi í framtíðinni Með þessu kemur Kópavogsbær myndarlega til móts við þarfir ungliga fyrir afþreyingu og þeir geta leikið sér saman og kynnst á heilbrigðan og uppbyggjandi hátt. Ef góð reynsla verður af þessu sumartilboði ætti það að geta orð- ið fastur liður í unglingastarfi í framtíðinni hér í Kópavogi og von- andi víðar. Höfundur er íþróttakennari og á sæti í íþróttaráði Kópa vogs af hálfu Sjálstæðisfiokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.