Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Heggur sá er hlífa skyldi eftirHjálmar Arnason Nýlega hélt Verslunarráð íslands málþing mikið þar sem einkum var fjallað um hagræðingu og spamað — hugtök sem hátt er haldið á lofti um þessar mundir í samfélagi voru. Um þetta framtak Verslunarráðs er ekkert nema gott eitt að segja. Ályktanir þingsins um spamað valda hins vegar vonbrigðum. Skilji enginn orð mín svo að ráðdeildar- semi sé óæskileg en verslunarspek- ingar hljóta að gera greinarmun á aðgerðum eftir lengd og tíma. Þann- ig geta sumar ákvarðanir haft í för með sér vinsælan sparnað um skamma hríð en til lengri tíma litið kann hann að leiða til fátæklegra „viðskiptaumhverfis" þar sem heild- arárhrifín verða dým verði keypt. í rauninni fannst mér ótrúlegt að lesa hvemig samkoma Verslunarráðs taldi sig í stakk búna til að skera niður t.d. menntakerfið og heilbrigð- iskerfið um nokkra milljarða — rétt si svona. Röksemdir fyrir niður- skurði í menntakerfínu vom afskap- lega einfaldar — bara skera svolítið hér og meira þama og málið er leyst. Skelfíng vildi ég að mér hefði verið opinberaður einfaldur leyndardómur til hagræðingar í menntakerfinu með þessum skýra samþykktum þingfulltrúa. Ég kann að hafa rangt fyrir mér en hygg þó að enginn „skólamaður“ hafí verið hafður með í ráðum við að skoða þessar dýr- mætu spamaðarleiðir í menntakerf- inu. Slík vinnubrögð kunna varla góðri lukku að stýra og em vís leið til vafasamra ákvarðana. Eða varla telja fulltrúar Verslunarráðs skóla- menn hafa djúpar forsendur til að taka „einhliða" ákvarðanir um það hvemig lækka skuli vömverð í landi vom með einföldum aðgerðum — rétt si svona. Menntun og fjárfesting í skýrslu OECD era íslendingar gagnrýndir fyrir að verja allt of litl- um hluta fjár síns til menntamála. Þar njótum við þess vafasama heið- urs að vera í kompaníi við ýmsar þær þjóðir er helst hafa úr lestinni í efnahagslegu tilliti. OECD-menn, sem byggja á reynslu þróaðra ríkja, telja aukna menntun höfuðforsendu fyrir bættum efnahag íslendinga. Þá er átt við almenna menntun og ekki síst vemlega aukna starfs- menntun á öllum sviðum. Þess vegna em hinar köldu kveðjur Verslunarráðs til þjóðarinnar í hróp- andi mótsögn við úrræði að bættum fjárhag okkar. Ég hefði talið eðlilegt að sjá tillögur Verslunarráðs fela í sár áskomn til félagsmanna sinna og ríkisvaldsins um að styrkja menntakerfi með öllum tiltækum ráðum þannig að sú dýra fjárfesting gæti skilað fyrirtækjum og þjóðar- búi góðum arði í framtíðinni. Þá gætu líka fulltrúar verslunar reikn- að með auknum umsvifum í sínu veltukerfi. Staðreyndin er einfaldlega sú að skólafólk hefur „staðið blóðugt upp að öxlum“ í hagræðingu og spam- aði á síðustu ámm. Að auki hefur rekstri framhalds- og háskóla í vax- andi mæli verið varpað yfír á nem- endur sjálfa. Er nú svo komið málum að ekki verður lengra gengið nema hreinlega lækka menntunarstig þjóðarinnar til muna. Þar með em forsendur hagsældar og framfara, jafnt í efnahagsmálum sem öðram, brostnar og munu skipa heldur hraklegan sess í samfélagi okkar. Of hátt vöruverð Verslunarráð mun á stofn sett til að gæta hagsmuna íslenskrar versl- unar. Ráðið hlýtur því að eiga marga bandamenn meðal þjóðarinnar. Ur- ræði þess á sviði menntamála geta á hinn bóginn á engan hátt flokkast undir almannaheill og virðast unnin af nokkurri vanþekkingu á umrædd- um málaflokki. Nú má snúa dæminu við og spyrja hvort ráðinu léti ekki betur að einbeita sér að lækkun vömverðs á íslandi. Þar má nú segja að mikið verk sé óunnið. Hátt vöm- verð hérlendis virðist beinlínis reka landsmenn þúsundum saman til út- landa árlegá þar sem þeir veija milljörðum til kaupa á alls kyns vöram á verði sem er í mörgum til- vikum mun lægra en við þekkjum Umræðan um einsetinn skóla Hjálmar Árnason „Hátt vöruverð hér- lendis virðist beinlínis reka landsmenn þús- undum saman til út- landa.“ í fyrirtækjum Verslunarráðs. Af hveiju kosta t.d. sumar vömr þre- falt meira hér en annars staðar? ' Hvernig getur t.d. innflutt Coke verið ódýrara úr búð hér en hið inn- lenda, þrátt fyrir farmgjald þess innflutta alla leið frá Ameríku? Hvers vegna getur borgað sig fjár- hagslega að „fata“ fjölskyldu upp í einni utanlandsferð? Og áfram mætti telja. Þetta ef líklega eitt brýnasta mál almennings á Islandi og um leið Verslunarráðs. En ekki virðist ráðinu hafa orðið mjög ágengt í hagræðingu eða árangri á því sviði með hörmulegum afleiðing- um fyrir íslenska verslun. Þess vegna verða skammtímalausnir í tillögum þings kauphéðna um spamað í menntun heldur ótrúverð- ugar. Niðurstaða mín er því sú að efla beri menntun til að auka hagsæld og þar með verslun. Til þess ríkir fullur vilji meðal skólafólks og trúi ég vart öðra en virðulegt Verslunar- ráð sé í raun sama sinnis. Skólafólk er örugglega reiðubúið til að gefa ráðinu hollráð um hvar megi spara í versluninni. Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. eftir Kára Arnórsson Mikil umræða á sér nú stað um einsetningu á grannskólanum. Vax- andi þrýstingur virðist hafa skapast í sveitarfélögunum til að aðlaga skólann að því samfélagi sem við búum í. Þeir sem barist hafa fyrir þessu ámm saman hljóta að fagna þessum aukna skilningi á málefnum skólans og því kalli tímans að sinna þurfi betur þörfum barnanna og um leið heimilanna. í leiðara Morgunblaðsins 13. apríl var því haldið fram að unnið hafí verið mikið undirbúningsstarf á undanförnum ámm til þess að koma einsetningunni á. Það er mikill mis- skilningur því það er fyrst á haust- mánuðum síðasta árs sem áhuga forráðamanna í skólamálum Reykjavíkur verður vart. Fram til þess tíma var einsetning ekki keppi- kefli þeirra. Fossvogsskóli einsetinn Árið 1988 sótti Fossvogsskóli um leyfi til að fá að gera tilraun með einsetinn skóla og lengdan skóla- dag. Sótt var um til menntamála- ráðuneytisins og fræðsluráðs Reykjavíkur. Samkvæmt þágildandi lögum um grannskóla var gert ráð fyrir að þessir aðilar stæðu sameig- inlega undir kostnaði af tilraunum af þessu tagi. Svar kom frá Skóla- skrifstofu Reykjavíkur í febrúar 1989 þar sem þátttöku var hafnað. Þáverandi menntamálaráðherra ákvað hins vegar að þessi tilraun skyldi framkvæmd og sú reynsla sem þannig fengist nýtt til að byggja upp einsetningu í gmnn- skólakerfínu. Samkvæmt þeirri kostnaðaráætlun sem fyrir lá var gert ráð fyrir að þessi tilraun kost- aði átta milljónir króna sem skipt- ust á þijú ár. Framlag Reykjavíkur hefði því verið fjórar milljónir króna í þijú ár eða ein milljón og þijú hundmð þúsund á ári. Þessu hafn- aði skólamálaforysta Reykjavíkur hins vegar eins og fyrr segir. Miklu eðlilegra hefði verið að borgin tæki því fegins hendi að taka þátt í slíku verkefni og hrinda þar með af stað þeirri þróun sem löngu var tíma- bær. Fossvogsskóli hefur nú verið Hvar eru svörin, skólamálaráð? eftir Áslaugu Haraldsdóttur Foreldrar barna á skóladagheim- ilum borgarinnar sendu borgaryfir- völdum erindi undirritað af 768 kjós- endum þann 8. mars 1994. Í erind- inu er farið fram á að hætt verði við breytingar á rekstri skóladag- heimila þangað til skólarnir hafa sýnt fram á að þeir geti annað eftir- spurn eftir dagvistun og frístunda- starfi fyrir skólaböm og um leið uppfyllt þær gæðakröfur sem for- eldrar gera til slíkrar þjónustu. Foreldrar bíða enn eftir svari við erindi sínu. Embættismenn og kjörn- ir fulltrúar í borgarstjórn hafa nýtt orku sína í að skrifa blaðagreinar um þetta mál, án þess að í þeim sé að fínna svör við spurningum for- eldra. Við spyijum: Hvaða skóladag- heimili verða starfandi á næsta skólaári? Verður áfram boðin heils- dagsvistun á skóladagheimilunum? Ef börnin fá einungis hálfsdagsvist- un á skóladagheimilunum, og „heils- dagsskólinn" verður látinn „brúa bilið“ á frídögum skólanna, hvernig verður þeirri „brúun“ háttað? Hvert verður innihald þess starfs, hvernig verður næringarþörf bamanna sinnt, hvemig húsnæði verður notað og hver verður menntun og þjálfun starfsfólksins? Hvenær og hvernig verða foreldrar og böm látin vita af svo veigamiklum breytingum á þeirra högum? Foreldrar draga þá ályktun af viðbrögðum skólayfirvalda að þau geti ekki gefíð svör við spumingun- um, vegna þess að ekki er hægt að framkvæma þessar breytingar án þess að koma vemlegu róti á böm, foreldra og starfsfólk. Þessa ályktun má einnig draga af lestri skýrslu Kára Arnórssonar „Heilsdagsskóli í Reykjavík 1993“ (Skólamálaráð, desember 1993), en í henni er erfíð- leikum „heilsdagsskólans" lýst ýtar- lega. Þörfin fyrir umönnun skólabarna utan heimilisins hefur stóraukist síð- an fyrsta skóladagheimiiið var stofn- sett 1971 og því var hugmyndinni um „heilsdagsskólann" fagnað á sín- um tíma. Öll emm við sammála um að skömmtun á félagslegri þjónustu er óæskileg, en hið opinbera verður þó að gæta þess að bjóða ekki í stað- inn þjónustu sem ekki uppfyllir gæð- akröfur. Uppfyllir „heilsdagsskól- inn“ þær gæðakröfur sem foreldrar gera til slíkrar þjónustu? Ráðamenn kvarta mikið um óhagkvæmni í rekstri skóladagheimilanna. Sú óhagkvæmni er bein afleiðing af stuttum og ruglingslegum skóladegi barnanna sem veldur því að starf3- fólk skóladagheimila (og heimavinn- andi foreldrar) geta ekki skipulagt sinn vinnudag af neinni skynsemi. Skólayfirvöld á hinum Norðurlönd- unum hafa fyrir löngu komist að því að einsetinn skóli er forsenda fyrir því að skóladagheimilaþjónusta sé hagkvæm. Ráðamenn í Reykjavík tala líka um slæma nýtingu skóla- dagheimila, en hálfsdagsplássin sem Áslaug Haraldsdóttir bætt var við 1992 áttu að bæta nýtinguna. Hálfsdagsplássin nýtast hins vegar fáum einstæðum foreldr- um og em ekki boðin öðrum. Um eitt hundrað böm einstæðra foreldra em því enn hjá dagmæðrum í heils- dagsvistun, á meðan hálfsdagspláss- in standa auð. „Slæm nýting" á skóladagheimilunum er því afleiðing af því að bömunum er boðinn ófull- nægjandi vistunartími. Foreldrar minna á að menntun og umönnun barna er ekki einkamál embættismanna og að foreldrar og börn sem viðskiptavinir eiga heimt- ingu á svömm við sínum spurning- „Einsetinn skóli er mik- ilvægasta skilyrðið fyr- ir hagkvæmni í rekstri skóladagheimila og í kjölfar einsetningar verða breytingar á starfi þeirra sjálfsagð- ar og mun auðveldari í framkvæmd en nú.“ um. Embættismönnum og kjörnum fulltrúum ber að sinna þörfum borg- aranna og það gera skólayfirvöld best með því að leita eftir samstarfi við foreldrafélög skóla og skóladag- heimila og vinna þannig heilshugar að lausn vandamálanna. Einsetinn skóli er mikilvægasta skilyrðið fyrir hagkvæmni í rekstri skóladagheim- ila og í kjölfar einsetningar verða breytingar á starfi þeirra sjálfsagðar og mun auðveldari í framkvæmd en nú. Því ber okkur að leggja áherslu á að einsetja skólana og hætta að setja skyndiplástra á skólaskipulag sem löngu er gengið sér til húðar. Foreldrar í Reykjavíkurborg bíða nú, á ári fjölskyldunnar, eftir raunveru- legu tækifæri til að vinna með skóla- yfírvöldum og kennurum að þeim miklu umbótum sem nauðsynlegar eru á skólastarfi borgarinnar. Höfundur er verkfræðingur og móðir skóladagheimilisbarns. Kári Arnórsson „Fossvogsskóli hefur nú verið einsetinn í fimm ár en það var ekki Reykjavík sem varð fyrst til að nýta sér þá reynslu sem fengist hafði, þó skól- inn væri þar hverfis- skóli, heldur var það annað sveitarfélag, nefnilega Seltjarnar- nes.“ einsetinn í fímm ár en það var ekki Reykjavík sem varð fyrst til að nýta sér þá reynslu sem fengist hafði, þó skólinn væri þar hverfisskóli, heldur var það annað sveitarfélag, nefnilega Seltjarnames. Einsetning- in þar og lengdur skóladagur er byggður á reynslu sem þegar var fengin í Fossvogi. Seltjamamesbær verður því að teljast forystusveitar- félag á þessu sviði. Mikill niðurskurður í framkvæmdum Það hefur margoft komið fram í umræðunni nú sem skólamenn hafa ítrekað bent á að tvísetinn skóli þekkist ekki meðal þjóða í Evrópu eða Ameríku. Þetta er séríslenskt fyrirbæri og löngu úrelt. Tvísetning- in hefur hamlað ótrúlega mikið þró- un í skólamálum auk þess að vera nánast heimilisböl. Breytinga er því mikil þörf. Það er hins vegar dapurlegt að svo illa hefur verið staðið að uppbyggingu skólahúsnæðis í Reykjavík á síðasta áratug að gífurlegt átak þarf til að koma upp því húsnæði sem þarf til að hægt sé að einsetja alla grunn- skólana. Skólamál voru afgangsmál lengst af þessum tíma í borgarkerf- inu þó að þau séu málaflokkur sem snertir nánast öll heimili í borginni. Á þetta hef ég áður bent í mörgum greinum og viðtölum. Reykjavíkur- borg hefði fyrir löngu getað verið búin að byggja þannig yfír skólana að hægt væri að einsetja þá alla ef borgaryfirvöld hefðu viljað veija fjármununum með þeim hætti. Sú upphæð sem fór í ráðhúsið umfram áætlun hefði dugað til þess svo dæmi sé tekið. Það skýtur því skökku við í þeirri miklu umræðu sem um einsetna skólann er að framlag til skólabygginga á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 1994 skuli vera skorið svo hrikalega niður sem raun ber vitni. Á þetta hef ég bent áður hversu það fer í bága við yfirlýstan áhuga á einsetningu. Mér er raunar óskilj- anlegt hvers vegna svona er staðið að málum. Með slíku háttalagi er vonlítið að lokið verði einsetningu allra gmnnskólanna fyrir aldamót hver sem í hlut á. Höfundur erfyrrv. skólastjóri Fossvogsskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.