Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 26.04.1994, Blaðsíða 60
TUlagaað nýjunafni á Þjóðar- bókhlöðu MENNTAMÁLANEFND Al- þingis leggur til að sameinað Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn beri heitið Lands- bókasafn íslands Háskóla- bókasafn en ekki Þjóðarbók- hlaða, eins og gert var ráð fyrir í stjórnarfrumvarpi um Þjóðarbókhlöðu. Telur nefndin að ekki sé heppilegt að nota nafnið Þjóðarbók- . hlaða þar sem það sé heiti hússins sem muni hýsa hið nýja safn. Menntamálanefnd skilaði í gær áliti um lagafrumvarp um Þjóðarbókhlöðu en samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn verði sameinuð í Þjóð- arbókhlöðunni. í áliti nefndar- innar kemur fram, að æskilegt sé að hinu rótgróna nafni Landsbókasafn íslands verði við haldið með áðurgreindum hætti. Jafnframt telur nefndin rétt að nafn Háskólabókasafns verði tengt aðalheitinu þar sem starfsemi nýja safnsins muni öðrum þræði byggjast á þeirri starfsemi sem nú fer fram í Háskólabókasafni. Fyrirhugað er að nýja safnið verði formlega opnað 1. desem- ber í haust. Tvísýnar kosningar á fjölmennum aðalfundi íslandsbanka hf. Morgunblaðið/Þorkell Hluthafabylting PÉTUR H. Blöndal hlaut góða kosningu í bankaráð íslandsbanka hf. á fjölmennum aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði hlutverk sljórn- ar fyrirtækis vera að setja fyrirtækinu markmið og skipurit og hafa siðan eftirlit með því að hvorutveggja sé fylgt eftir. Hann vilji beij- ast fyrir því að markmiðin séu fyrst og fremst sett fyrir hluthafa og bankann ætti að reka eins og hvert annað fyrirtæki. Mikilvægt væri að stjórnendur fengju meiri ábyrgð og stæðu þeir sig ekki, yrðu þeir látnir fara. Þingi frestað á þriðjudag Pétur Blöndal felldi Orra NÚ ER stefnt að því á Alþingi að þingi verði frestað þriðju- daginn 3. maí og að eldhúsdags- umræður verði mánudagskvöld- ið 2. maí. Komið hefur fram hjá sjávarút- vegsráðherra að þinginu verði ekki frestað fyrr en lokið hefur verið við að afgreiða frumvarp um stjórn fískveiða og önnur frumvörp því tengd. Samkvæmt áætlun um þingstörfin er gert ráð fyrir að 2. umræða um sjávarútvegsmálin verði næstkomandi fimmtudag en sjávarútvegsnefnd þingsins var á fundi í gærkvöldi. Vigfússon úr PÉTUR H. Blöndal varð annar í kjöri til bankaráðs Islandsbanka á aðalfundi bankans í gær, sem stóð í röskar fimm klukkustundir og um 800 manns sóttu. Pétur hlaut 13,34% atkvæða en Kristján Ragnars- son, bankaráðsformaður, varð efstur í kjörinu með 15,9% atkvæða. Átta voru í framboði, bankaráðsmennirnir sjö auk Péturs, og það var Orri Vigfússon sem þurfti að láta sæti sitt af hendi. Orri, sem var efstur í kjöri bankaráðs á aðalfundi bankans í fyrra, hlaut 10,58% atkvæða næstur á eftir Sveini Valfells með 10,68%. Tap íslandsbanka á síðasta ári nam 654 milljónum króna samanborið við 176,5 milljóna tap árið áður. Þá voru 2,2 milljarðar lagðir í afskriftareikning. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 4% arð. 7 liðsmenn drengja- landsliðs tóku sam- ræmd próf í Dublin SJÖ liðsmenn drengjalandsliðs íslands í knattspyrnu tóku samræmt próf í dönsku á Burlington hótelinu i Dublin í gær- morgun en landsliðið er statt í borginni til þess að leika í 16-liða úrslitum Evrópumóts drengjalandsliða í knattspyrnu sem hefst í dag. í dag taka þeir samræmt próf í ensku og spila síðan sinn fyrsta leik þremur timum síðar. Áður en þeir héldu utan höfðu dreng- irnir þreytt próf í í íslensku og stærðfræði en með þeim í för auk annarra Iiðsmanna, liðs- og far- arstjóra er Elín Þorgeirsdóttir fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins, sem gætir þess að farið sé eftir settum reglum við próftök- una. Knattspyrnusamband ís- lands kostaði för Elínar sem held- ur heim á morgun með úrlausn- irnar. Hún mun þó væntanlega horfa á fyrsta leik landsliðsins, sem er við Tyrki. Pétur sagði í samtali við Morgun- blaðið að niðurstaðan hefði komið sér verulega á óvart. Hann hefði verið nokkuð öruggur um 2% at- kvæða en meira hefði ekki verið tryggt. Aðspurður hvernig hann túlkaði niðurstöðuna sagði Pétur að þarna væri um að ræða atkvæði litlu hluthafanna sem væru óánægðir með sinn hlut, en eins mæti hann málið þannig að margir innan stóru fylkinganna væru uggandi um hag bankans og vildu fá fagleg sjónar- mið inn í bankaráðið. Óánægja með afkomuna en bjartsýni á framhaldið Á aðalfundinum kom fram gagn- rýni á Pétur fyrir fullyrðingar sem m.a. lutu að afskriftum bankans þar sem hann sagði furðulegt að áætlan- ir um framlag í afskriftasjóð á síð- asta ári hefðu ekki staðist. Annað hvort væri þar um reikningsskekkju að ræða hjá stjórnendum bankans eða þá að þeir væru að gera sömu mistökin í útlánastýringunni. Valur bankaráðínu Valsson svaraði því til að málið væri ekki svona einfalt, það þyrfti að meta aðstæður hvetju sinni og taka tillit til breytinga á þeim. Óánægja með afkomu íslands- banka á síðasta ári og hátt framlag í afskriftareikning var áberandi hjá þeim aðilum sem tóku til máls á aðalfundinum. Sömu menn lýstu yfir ánægju með þann sparnað sem náð- ist í rekstrinum á þessu ári og rekstr- arhorfur á þessu ári. Þannig sagði Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyris- sjóðs verslunarmanna, m.a. að ánægjulegt væri að heyra að bankinn væri kominn yfir stærsta afskrifta- hjallann og að áætlanir gerðu ráð fyrir hagnaði á árinu. Þorgeir minntist á fund sem bankaráð og bankastjórn hélt 23. nóvember sl. með nokkrum stærstu hluthöfum bankans þar sem kynnt var líklegt tap á árinu að fjárhæð 252 milljónir. „Jafnframt kom þar fram í máli bankastjóra að framlag í afskriftareikning útlána yrði sam- tals tæpar 1.500 milljónir. Það kem- ur hluthöfum sem sóttu þennan fund mjög á óvart þegar við uppgjör fimm vikum síðar kom fram að framlag í afskriftareikning hefur þarfnast hækkunar um 700 milljónir," sagði Þorgeir. Valur Valsson, bankastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið á aðalfundinum, að þær tölur sem kynntar hefðu verið fyrir hluthöfum á umræddum fundi hefðu verið fram- reiknaðar samkvæmt átta mánaða milliuppgjöri. Ánægja með 4% arðgreiðslu Þorgeir sagði að arðgreiðslutil- laga bankaráðs hefði sætt nokkurri gagnrýni enda umdeilanleg. Hann sagðist telja að bankaráðið hefði tekið rétta ákvörðun í þessum efn- um. Það væri ekki gæfulegt fyrir hluthafa að þurfa að selja hluta af bréfum sínum til greiðslu á eignar- skatti á sama tíma og hlutabréfin gengju kaupum og sölum á gjafvirði. Á fundinum gagnrýndi Bengt Sch. Thorsteinsson þær útskýringar for- ráðamanna bankans að hinar miklu afskriftir væru fortíðarvandi.' „Van- skilahlutfallið 31. desember 1990 var 20,7% en um sl. áramót var það 21%. Hækkunin nam 1,7 milljörðum á þremur árum,“ sagði Bent. Hann fagnaði síðan þeim 400 milljóna sparnaði sem náðst hefði í rekstri bankans og að stjórnendur undir- strikuðu þá sannfæringu sína að tap- rekstur væri að baki með því að leggja til 4% arðgreiðslu til hluthafa. Tveir bankaráðsmenn, Orri Vig- fússon og Sveinn Valfells, tóku til máls á fundinum þar sem þeir föluð- ust eftir áframhaldandi stuðningi hluthafa. Á eftir Kristjáni og Pétri í bankaráðskosningunni kom Magn- ús Geirsson með 12,9% atkvæða, Örn Friðriksson hlaut 12,64%, Gúð- mundur H. Garðarsson 12,03% og Einar Sveinsson 11,92%. Síðan kom Sveinn Valfells og að lokum Orri. Sjá einnig frásögn af aðal- fundinum á bls 24-25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.