Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1994 Jóhannes L. Gunn- arsson - Minning Fæddur 5. september 1952 Dáinn 24. apríl 1994 Ég undirrituð ætla að minnast með nokkrum fátæklegu orðum ást- kærs föður míns. Hann verður til moldar borinn í dag eftir langa bar- áttu við erfiðan sjúkdóm. Pabbi minn var fæddur í Reykja- vík en ólst upp í Kópavogi hjá for- eldrum sínum, -þeim Friðriku Líka- frónsdóttur og Gunnari Guðmunds- syni sem nú er látinn. Hann gekk í •^arna- og gagnflæðaskóla í Kópa- vogi eins og gengur og gerist. Snemma varð hann vinnusamur og vann með skóla bæði við blaðasölu og á bryggjunni eins og það er kall- að. Hans aðaláhugamál, íþróttir, tóku einnig sinn tíma. Pabbi stund- aði sund á yngri árum en seinna urðu hand- og fótbolti hans aðal- greinar. Eftir gagnfræðaskólapróf fór hann ásamt föður sínum að vinna við uppbyggingu Búrfellsvirkjunar og var þar í tvö ár. Seinna stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, en lærði síðan bílamálun sem hann vann við meða! heilsan leyfði. Um tvítugt kynntist hann móður minni, Árnýju Elsu Þórðardóttur, og hófu þau fljótlega sambúð. Þau eign- uðust tvö börn, undirritaða og Guð- mund Þór. Leiðir þeirra skildu síðan er við vorum ung að árum. Vegna þess að ég og bróðir minn bjuggum fyrir austan fjall voru samskipti okk- ar því minni við pabba þegar við vorum yngri. En við fórum á hveiju sumri í heimsóknir til hans. Ég á margar skemmtilegar minningar frá þessum heimsóknum, eins og ferða- lag sem við systkinin og pabbi fórum > í sumarbústað rétt hjá Akranesi eina páskahelgi, og svo öllum bíó- og skemmtiferðunum. Pabbi leyfði mér líka alltaf að koma með sér á alla leiki þegar hann var að spila hand- bolta með Breiðabliki þó ég væri ung að árum. Þegar ég varð eldri sýndi pabbi skólagöngu minni mikinn áhuga og vildi að ég stæði mig vel í námi. Þó samband okkar að vetri til væri mestmegnis um síma þá var það engu að síður náið og trúði ég hon- um fyrir mörgum mínum hjartans málum. Á unglingsárum mínum reyndist hann mér vel í þeim vandamálum sem þá koma oft upp og hvatti mig , ti! heilbrigðs lífernis. Einnig hafði hann mikinn áhuga á því þegar Guðmundur bróðir minn fór að stunda handbolta á Selfossi og síðar í Reykjavík og reyndi að sjá alla leiki sem hann spilaði í. Árið 1987 fór að bera á þeim sjúk- dómi sem að lokum dró hann til dauða. Á yngri árum var pabbi minn ERFIDRYKKJUR perlan sími 620200 Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við ðll tilefni. mjög stór og íþróttamannslega vax- inn og sérstaklega hraustur, jafnvel talinn með sterkari mönnum eins og sést á því að þegar hann var 17 ára að vinna í Búrfelli, þá var Banda- ríkjamaður þar sem vildi fá hann út með sér til að spila amerískan fótbolta. Öll hlunnindi fylgdu með, íbúð, háskólaganga, bíll og pening- ar. Þessi Bandaríkjamaður gekk lengi á eftir honum og kom meira að segja heim til pabba til að reyna að fá hann til að koma. En pabba fannst hann of ungur til að fara. Það var því mikið áfall fyrir okkur öll fyrir um sjö árum þegar fór að bera á þessum fyrstu einkennum MND-sjúkdómsins. Hann fór að missa mátt í höndum, var oft að detta og tal fór að verða óskýrara. Á þessum sama tíma var pabbi bú- inn að sjá um að Guðmundur bróðir færi í Verzlunarskóla íslands og byggi hjá honum. Á tveimur árum fór honum ört hrakandi en hann var þó ótrúlega viljasterkur að beijast við þennan sjúkdóm og var í sífelldum æfingum til að halda sér í formi bæði á Reykjalundi og Grensás. Að lokum fór hann á Hátún 12 sem var hans heimili til síðustu stundar. Ég var svo heppin að vera hér í skóla á veturna og gat heimsótt hann á hveijum degi. Pabbi var yfir- leitt í góðu skapi og hress þangað til að mikið var af honum dregið. Hann var ákveðinn í að fá heilsuna aftur og talaði stundum um það en 'einnig komu tímabil sem hann var aðeins niðurdreginn. Samband okkar varð enn nánara og töluðum við um heima og geima þó að við værum auðvitað ekíd alltaf sammála. Það gaf mér mikið að heimsækja hann því það var alltaf svo gott að tala við hann. Eftir að ég byijaði í sálfræði í HÍ þá fékk hann mikinn áhuga á sálfræði og stundum var ég að lesa fyrir hann það sem ég hafði lært um daginn. Það sem átti stóran þátt í hversu vel hann hélt sér andlega var um- hyggjusemi starfsfólks í Hátúni 12. Ég við þakka þessu fólki kærlega fyrir alveg sérstaka umönnun og læknum og hjúkrunarfólki en alveg sérstaklega starfsstúlkunum á hæð fimm sem önnuðust hann mest. Þar var alltaf slegið á létta strengi og gamansemin var í hávegum höfð sem létti pabba mikið sitt sjúkdóms- stríð. Ég vil líka þakka föðursystur minni, Rósu Sigríði, fyrir aðhlynn- ingu og umhyggjusemi í veikindum hans. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem komu til hans og áttu þátt í að stytta honum stundir. Og vil ég sérstaklega minnast á einn besta vin pabba, Helga Þórisson. Hann sýndi pabba tryggð og vináttu allt til síð- ustu stundar. Elsku pabbi minn, það er erfitt að þurfa að kveðja þig svona allt of snemma og það er svo tómlegt núna að fara ekki lengur í heimsókn til þín. En allar góðu minningarnar um þig eiga eftir að lifa. Þakka þér fyrir allt. Margrét Auður Jóhannesdóttir. Erfidrykkjur Glæsileg kíiíli- hlaðbonl fidlegir Sídir og nijög góð þjóniistít Upplýsingar í síma 2 23 22 JS FLUGLEIDIR iÍTEL LOFTLEIIIII í dag er til moldar borinn minn kæri frændi, Jóhannes Líkafrón Gunnarsson, f. 5. september 1952, d. 24. apríl sl. Hann var sonur hjón- anna Friðriku Betu Líkafrónsdóttur og Gunnars Guðmundssonar, sem nú er látinn. Jonni, eins og hann var alltaf kallaður, sleit barnsskónum á Álf- hólsvegi 66 í Kópavogi og átti þar alla tíð heima. Hann var næstelstur fimm systkina, en þau eru Gunnar Björgvin, tvíburasysturnar Sigríður og Solveig og yngst er Hrönn Guðný. Jonni var hár vexti og vel á sig kominn og mikill að líkamsburðum. Hann gegndi ýmsum störfum, meðal annars var hann dyravörður í dans- húsi á Smiðjuvegi í Kópavogi, á meðan kraftar leyfðu. Jonni eignað- ist sem barn marga vini í Kópavogi og stóð vinátta þeirra alla tíð. Sann- aðist þar orðtakið að sá er vinur sem í raun reynist. Árið 1987 fór að bera á þeim sjúkdómi, sem nú hefur orðið honum að aldurtila, hinum ill- víga MED-sjúkdómi. Fyrstu árin annaðist móðir hans og fjölskylda hann á heimili sínu, af frábærum dugnaði og umhyggju- semi, en heilsu hans hrakaði svo ört, að ekki varð hjá því komist að hann færi þangað sem hann fengi alla þá hjálp, hjúkrun og umönnun, sem honum mætti hlotnast. Hátún 12 varð því heimili hans síðustu árin. Hann var algerlega háður hjólastó! og einnig átti hann á allan hátt erf- itt með að tjá sig. En vinir hans og systrasynir gleymdu ekki vini sínum, Jonna. Naumast leið sá dagur að þeir heimsæktu hann ekki og reyndu á allan hátt að gera honum lífið bærilegra. Þá má ekki gleyma systur hans, Sigríði, sem er sjúkraliði í Hátúni 12, og gerði hún í hvívetna allt sem henni var unnt honum til hugarhægðar, svo og maður hennar, Hannes, sem einatt var tilbúinn að flytja hann í hjólastólnum í heimsókn til móður hans, sem helgaði honum allar sínar stundir af miklum dugn- aði og umhyggju. Tvö börn átti Jonni, þau Margréti Auði og Guðmund Þór, hin mestu efnisbörn, sem bæði stunda nám í Háskólanum. Þau voru augasteinar hans og hann var þeim afar kær. Á stundum sem slíkum eru engin orð, sem megna að svara þeim spurningum sem á hugann leita. Við, sem fylgjumst með hvernig heilsu hans hrakaði stöðugt, vissum að hveiju stefndi, en dauðinn er samt eitthvað, sem ávallt eins og kemur á óvart. Minningarnar eru ótalmargar og þær verða ekki frá okkur teknar. Ég votta þér, Beta mín, Möggu, Guðmundi, systkinum og mökum þeirra, systrasonum og öllum hans góðu vinum dýpstu samúð mína. Megi Guð blessa ykkur og veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Kristín L. Hrafnfjörð. í dag kveð ég frænda minn og vin Jóhannes L. Gunnarsson bíla- málara, sem lést sunnudaginn 24. apríl í Hátúni 12 í Reykjavík eftir löng og erfið veikindi. Jóhannes var fæddur 5. september 1952 í Reykja- vík og var hann næstelstur í hópi fimm bama þeirra hjóna Gunnars Guðmundssonar og Friðrikku B. Líkafrónsdóttur til heimilis á Álf- hólsvegi 66 í Kópavogi. Ég var lít- ill drengur þegar ég kynntist Jonna fyrst, en man þó enn hversu vel hann tók mér og hve skemmtilegur hann var og hvað ég leit upp til þessa stóra frænda míns. Hann hafði mikill áhuga á íþrótt- um og þá sérstaklega fótbolta og handbolta, sem hann stundaði í mörg ár með Breiðabliki á árum áður, auk þess var áhuginn fyrir taflmennsku mjög mikill. Jonni var rétt um tvítugt er hann hóf sambúð með Árnýju Elsu Þórðardóttur og eignuðust þau tvö bráðmyndarleg börn, þau Margréti Auði sem nú stundar nám í Háskólanum og Guð- mund Þór sem lokið hefur stúdents- prófi frá Verslunarskólanum. Árný Elsa og Jonni slitu samvistir. Jonni lærði bílamálun hjá Agli Vilhjálms- syni og starfaði við þá iðn upp frá því. Það var fyrir sjö árum að Jonni greindist með mjög alvarlegan sjúk- dóm. í fyrstu voru einkennin væg en ágerðust svo smám saman svo að hann þurfti að nota hjólastól síð- ustu þijú árin. Árið 1991 fluttist hann í Hátún 12, Sjálfsbjargarhús- ið, þar sem öll aðstaða var miklu hentugri fyrir hann. Naut hann góðrar umönnunar starfsfólks þar, uns yfir lauk. Nú þegar sem lífsgöngu Jóhann- esar er lokið vil ég votta börnum hans, þeim Margréti Auði og Guð- mundi Þór, móður hans Friðrikku Betu og systkinum hans innilegustu samúð mína. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. yið barm þinn greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn guð að vaka yfír þér. (V.F.S.) Ægir Haraldsson. Okkur langar til að kveðja elsku- legan móðurbróður okkar sem lést 24. þesa mánaðar í Hátúni 12 eftir langvarandi veikindi. Erfitt er að kveðja þennan hressa og skemmtilega mann sem átti svo auðvelt með að sjá það spaugilega í lífinu. Ef okkur langaði til að gera eitthvað sem mamma okkar vildi ekki að við gerðum þá sagði Jonni, eins og hann var kallaður, að við mættum gera allt sem við vildum. Hann áleit að börn ættu að fá að vera böm, en lifa fijálslegu lífi svo framarlega sem engin óregla fylgdi því. Áhugi hans á íþróttum var mik- ill og komst stundum ekkert annað að og þá aðallega hand- og fót- bolti. Það gat því verið nokkuð erf- itt að ná sambandi við hann þegar íþróttir voru í sjónvarpi eða útvarpi. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BS. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SIMI 91-76677 Jonni hvatti okkur systkinin til að stunda íþróttir og einnig fylgdist hann vel með skólagörigu okkar. Hann vildi að við stunduðum skól- ann vel og vonandi förum við ætíð eftir þeim leiðbeiningum í framtíð- inni. Elsku Jonni, okkur finnst leitt hvað við hittum þig sjaldan eftir að við fluttum á Djúpavog. Við vonuðumst eftir að þú yrðir heil- brigður á ný eins og þú ætlaðir þér, en sú varð ekki raunin. Að endingu kveðjum við þig, elsku frændi, með þessu erindi: Sælir þeir, er sárt til fínna sinnar andans nektar hér; þeir fá bætur þrauta sinna, þeirra himr.aríkið er. (V. Briem) Anna Lovísa, Friðrik og Jón Oddur, Djúpavogi. Ég finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér, því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér. (K.N.) í dag kveð ég vin minn, Jóhann- es Gunnarsson. Manni verður tregt um tungu, það er mikill söknuður og tómleiki sem fyllir huga minn, það er erfitt að kveðja slíkan vin, sem hefur verið stór hluti af lífi marins í svo langan tíma. Jóhannes fæddist í Reykjavík, foreldrar hans voru Gunnar F. Guð- mundsson, sem látinn er fyrir fáum árum, og Friðrika B. Líkafrónsdótt- ir, sem býr í Kópavogi, en þangað fluttu þau 1953. Jóhannesi kynntist ég fyrir 34 árum og varð okkur strax vel til vina, enda áhugamálin þau sömu, íþróttir. Jóhannes æfði handbolta með Breiðabliki í mörg ár og spil- aði fjölda leikja með meistaraflokki þess félags. Knattspyrnu hafði hann einnig mikinn áhuga á og það voru fáir sem vissu eins mikið um ensku knattspyrnuna og hann. Hann var mikill húmoristi, ljúfur og lipur í allri umgengni, greiðvikinn og vildi öllum vel. Jóhannes var lærður bíla- sprautari og vann við það meðan heilsan leyfði. Árið 1970 hóf hann sambúð með Árnýju Elsu Þórðar- dóttur, þeim varð tveggja barna auðið. Þau eru: Margrét Auður, nemi í HI, og Guðmundur Þór, stúd- ent. Guðmundur Þór fór í fóstur til prýðishjóna, þeirra Ólafar Krist- jánsdóttur og Ágústs Guðjónssonar sem eru búsett á Hrygg í Hraun- gerðishreppi og stunda þar búskap. Margrét Áuður ólst upp hjá móður- afa sínum og ömmu, Þórði Gísla- syni fyrrverandi skólastjóra Gaul- veijarbæjarskóla, og Guðfinnu Jón- asdóttur. Jóhannes var mjög stoltur af skólagöngu barna sinna og fylgd- ist mjög vel með hvernig þeim gekk. Veikindi Jóhannesar byijuðu að gera vart við sig 1987, ágerðust með árunum og leiddu til þess að hann andaðist að kvöldi sunnudags- ins 24. apríl. Síðustu þijú ár ævi sinnar bjó hann í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Mig langar að þakka því fólki, lækni, hjúkrunarfólki, íbúum húss- ins og starfsfólki á fímmtu hæð, fyrir þann hlýhug og góðleik sem það sýndi honum. Jóhannesi þakka ég kynnin í þessu lífi. Börnum hans, móður og systkinum, ættmennum og vinum er vottuð innileg samúð. Helgi Þórisson og fjölskylda. Fallinn er frá langt fyrir aldur fram félagi okkar og vinur, Jóhann- es L. Gunnarsson, eða Jonni eins og hann var jafnan kallaður. Jonni var næstelstur fímm systk- ina, en þau eru: Gunnar elstur, tví- burarnir Rósa og Bjarney og Hrönn yngst. Bjuggu þau ásamt foreldrum sínum, þeim Gunnari Guðmunds- syni, sem nú er látinn, og Friðriku Betu Líkafrónsdóttur á Alfhólsvegi 66 í Kópavogi. Við félagarnir ólumst upp saman í austurbæ Kópavogs og vorum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.