Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B 99. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundir fram á nótt vegna ágreinings milli ísraelsstjórnar og PLO Arafat krefst titils sem for- seti Palestínu Kaíró. Reuter. ÁGREININGUR reis í gær milli ísraela og Frelsissamtaka Palestínu- manna (PLO) um orðalag og efnisatriði friðarsamkomulags sem til stóð að undirrita í Kaíró í morgun klukkan átta að íslenskum tíma. Mikil og áköf fundarhöld áttu sér stað í gær og fyrrakvöld til þess að freista þess að leysa ágreininginn. Meðal deiluatriða er hvaða titil Yasser Arafat, leiðtogi PLO, mun bera en hann vill sjálfur láta kalla sig forseta. Gengu Warren Christopher og Björn Tore Godal, utanríkis- ráðherrar Bandaríkjanna og Noregs, milli aðila. Ætlunin var að Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Arafat freistuðu þess einnig í gærkvöldi að leysa ágreining um mörk sjálf- stjórnarsvæðis Jeríkóborgar og hvort palestínskir varðliðar taki stöðu á brúnni milli Vesturbakkans og Jórdan. Arafat kom í gær til Kaíró frá Túnis og sagðist hafa gert það eftir mikinn þrýsting af hálfu Go- dals. Sagði hann ísraela hafa viljað breyta ýmsu sem áður hefði verið um samið. Mikil spenna ríkti um það hvort samkomulag tækist. Gert hafði verið ráð fyrir að Arafat og Rabin undirrituðu endanlegt friðarsam- komulag í Kaíró í dag. í því felst stofnun palestínsks lands með sjálfstæða tilveru. Að undirritun lokinni munu hundruð sérþjálfaðra palestínskra lögreglusveita streyma inn á Gaza-svæðið og í Jeríkó og taka við löggæslu af ísra- elskum hersveitum sem munu yfir- gefa svæðin. Fjöldi fulltrúa er- lendra ríkja verður viðstaddur at- höfnina í Kaíró. Verður Sighvatur Björgvinsson fulltrúi ríkisstjórnar íslands og sem staðgengill utanrík- isráðherra, Jóns Baldvins Hannib- alssonar. Reuter Smíðað fyrir Mandela Smiðir unnu að því hörðum höndum í gær að ganga frá palli, sem notaður verður við embættisvígslu Nelsons Mandela sem fyrsta svarta forseta Suður-Afríku. Við at- höfnina verður fluttur kon- sert, sem hlotið hefur nafnið „Margvísleg menning — ein þjóð“. ■ Stór sigur hættulegur/löt -----» ♦ ♦---- Síðasta orrustan? Belgrad. Reuter. YFIRVOFANDI orrusta um bosn- íska bæinn Brcko, sem er á valdi Serba, gæti orðið sú síðasta og ráð- ið úrslitum í stríðinu í Bosníu, að sögn fréttaskýrenda í gær. Bærinn var aðallega byggður múslimum fyrir stríðið og er við fljót- ið Sava, sem skilur að Bosníu og Króatíu. Brcko er á mjórri landræmu sem tengir svæði Serba í Bosníu og Króatíu við Serbíu. Bosníu-Serbar hafa um 70% Bosníu á sínu valdi eftir meira en tveggja ára stríð og yfirráðasvæði þeirra er eins og skeifa í laginu. * Israelsher á förum Reuter ÍSRAELSKIR hermenn voru í óðaönn að taka saman föggur sínar á Gaza-svæðinu í gær, en samkvæmt friðarsamningum ísraela og Palestínumanna eiga þeir að vera farnir innan 21 dags frá því að samningarnir hafa verið undirritaðir. Skrekkur í breska A Ihalds- flokknum Lundúnum. Reuter. MIKILL kosningaskrekkur virtist kominn í breska íhalds- menn í gær, aðeins tveimur dögum fyrir sveitarstjórna- kosningar. Búist er við að Ihaldsflokkurinn tapi tals- verðu fylgi í kosningunum. Verkamannaflokknum er spáð 41% atkvæða og hann hefur hamrað á því að kosn- ingarnar jafngildi þjóðarat- kvæði um frammistöðu Johns Majors forsætisráðherra. íhaldsmenn gætu einnig gold- ið afhroð í kosningum til Evr- ópuþingsins í næsta mánuði og tvöfaldur ósigur yrði að öllum líkindum til þess að Major hrökklaðist frá völdum. Hvatt til einingar Malcolm Rifkind varnar- málaráðherra hvatti í gær íhaldsmenn til að láta af inn- byrðis deilum og lúta flokks- aga. „Það er mikilvægt fyrir okkur að muna að íhaldsflokk- urinn snýst um völd. Hann er ekki rökræðufélag,“ sagði Rif- kind í útvarpsviðtali. 15 ár eru nú liðin frá því flokkurinn komst til valda í Bretlandi og undanfarin miss- eri hefur hann einkennst af mikilli óeiningu, einkum í málum sem varða aukið sam- starf ríkja Evrópusambands- ins. íhaldsmenn binda helst von- ir sínar við, að vaxandi hag- vöxtur í Bretlandi, sem hefur verið meiri en annars staðar í Evrópu, muni loksins skila sér i stuðningi við flokkinn. Verulegt fylgistap hjá báðum stjórnarflokkunum í Hollandi Mestar líktu’ á sam- stjóm þriggia flokka Haag. Reuter. SAMSTJÓRN Kristilega demókrataflokksins og Verkamannaflokksins missti þingmeirihluta sinn í kosningunum, sem fram fóru í Hollandi í gær. Þau umskipti urðu einnig, að Verkamannaflokkurinn er nú stærstur hollensku stjórnmálaflokkanna þótt hann hafi tapað verulegu fylgi. Var útlit fyrir að hann fengi 37 þingsæti en hafði 49 en kristi- legir demókratar virtust ekki ætla að fá nema 34 menn kjörna en hafa haft 54. Hugsanlegt ér, að í fyrsta sinn í hálfa öld verði kristileg- ir demókratar utan stjórnar á næsta kjörtímabili. Þessar tölur voru byggðar á taln- ingu 51% atkvæða og líkur voru á, að hinir tveir stóru flokkarnir, Fijálslyndi flokkurinn, sem er hægrisinnaður, og vinstriflokkurinn D66 bættu við sig miklu fylgi. Var þeim fyrmefnda spáð allt að 30 þingmönnum og þeim síðarnefnda 24. Auk þess fengu tveir nýir flokk- ar eftirlaunaþega mikinn stuðning og allt að sjö þingsæti. 76 þing- menn þarf til að mynda starfhæfan meirihluta á þingi. Ljóst þótti í gær, að næsta stjórn í Hollandi yrði þriggja flokka stjórn og spáðu því sumir, að Verka- mannaflokkurinn, frjálslyndir og D66 myndu standa að henni. Það yrði þá í fyrsta sinn í 50 ár að kristilegir demókratar yrðu utan stjórnar. Stjórnarmyndun í Hollandi tekur hins vegar oft mjög langan tíma og sem dæmi má nefna, að 1977 tók hún rúma 200 daga. Ruud Lubbers, sem gegnt hefur forsætisráðherraembætti í Hollandi í 12 ár, lengur en nokkur annar, staðfesti í gær, að hann hygðist sækjast eftir því að verða eftirmað- ur Jacques Delors sem forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins en Delors segir því starfi af sér í janúar á næsta ári. Reuter Ruud Lubbers, fráfarandi for- sætisráðherra, á kjörstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.