Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Buthelezi segir of stóran sigur hættulegan fyrir ANC Jóhannesarborg, Höfðaborg. Reuter. The Daily Telegraph. BLÖKKUMENN urðu í gær við áskorun Nelson Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC) og verðandi forseta Suður-Afríku, og héldu til vinnu og skóla, en þeir höfðu fagnað kosningasigri ANC í alla fyrrinótt. Er helmingur atkvæða hafði verið talinn í gær hafði ANC hlotið 62,5% atkvæða en Þjóðarflokkurinn 22,2%. Þjóðarflokkur F. W. de Klerks, fráfarandi forseta, vann sigur í fylkiskosningum í Vestur-Höfða (Western Cape) og mun fara með stjóm fylkisins. Allt stefndi í þá átt að Inkatha-hreyfing Zúlúmanna hlyti meirihluta í heima- löndum sínum KwaZulu-Natal en Inkatha var með 7,5% atkvæða í þingkosningunum. Frelsisfylking hvítra, sem hefur á stefnuskránni stofnun heimalands hvítra, hafði hlotið 2,8% atkvæða. KOSNINGARNAR I SUÐUR-AFRIKU Samkvæmt bráöabirgöa- tölum er Neison Mandela sigurvegari kosninganna Tölur kl. 14:15 Atrlska þjtöarráíiö á þriöjudag AFRÍSKA ÞJÓÐARRÁÐIÐ 62,5% Nelson Mandela ÞJÓÐARFLOKKURINN 22,2% F.W.de Klerk INKATHA- FRELSISHREYFINGIN 8,3% Mangosuthu Buthelezi FRELSISFYLKINGIN 2,7% Constand Viljoen ________________ DEMÓKRATAFLOKKURINN 1,7% Zach de Beer PAN-AFRÍSKA RÁÐIÐ 1,3% Clarence Makwetu AÐRIR FLOKKAR 1,3% eftirab 12,04 milljónir atkvæöa, f~7 af 23 milljónum LJ atkvæða, höföu veriö talin. REUTER Er tveir þriðjuhlutar atkvæða höfðu verið talin í Vestur-Höfða hafði Þjóðarflokkur de Klerks hlotið 55% atkvæða en Afríska þjóðarráð- ið 30% og tryggði flokkurinn sér þar með stjórn fylkisins. Er talið að sigur Þjóðarflokksins sé ekki síst að þakka miklu fylgi hans meðal litaðra. Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha, sagði að það gæti orðið ANC hættulegt að vinna of stóran sigur í kosningunum. Kvaðst hann myndu halda áfram viðræðum við ANC um aukna sjálfsstjóm í Kwa- Zulu-Natal. Um miðjan dag í gær hafði Inkatha hlotið 53,4% atkvæða í KwaZulu en ANC 32%. Síðasta vonin Stjórnmálaskýrendur og efna- hagsspekingar telja Suður-Afríku síðustu vonina fyrir heimshluta í afturför og að næsti leiðtogi lands- ins, Mandela, sé líklegastur allra til að til að koma á stöðugleika og jafnræði kynþáttanna. Margir eru sannfærðir um að þar sem Mandela taki við stjóm ríkasta lands álfunnar, muni honum takast það sem Kwame Nkrumah, forseta Ghana og Juliusi Nyerere, forsta Tansaníu mistókst. En verkefnið sem hans bíður er gríðarstórt og þeir eru einnig ljölmargir sem hafa Næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB Dehaene talinn Sigurhátíð Reuter STUÐNINGSMENN Afríska þjóðarráðsins fögnuðu kosninga- sigrinum í alla fyrrinótt. Er um helmingur atkvæða hafði vérið talinn um miðjan dag í gær, var fylgi ANC 62,5%. ekki trú á að Mandela ráði við það, ekki síst vegna áætlana ANC um að veija 11 milljörðum dala á næstu fimm árum til byggingar húsa, til að fjölga störfum, lengja skóla- göngu og endurbóta í heilbrigðis- málum. Hvers konar utanríkisstefna? Þá bíður utanríkisráðherra lands- ins erfitt starf. Á liðnum áratugum hafa suður-afrísk stjórnvöld átt náið samstarf við ríki á borð við ísrael og Tævan en ANC hefur hins vegar notið stuðnings Kúbverja, Kínveija og Palestínumanna. Fjölmargar þjóðir telja sig tengj- ast landinu á einn eða annan hátt, svertingjar í Bandaríkjunum telja sig eiga hönk upp í bakið á ANC fyrir stuðning sinn, vinstristjórnir hafa tengst kommúnistaflokki Suð- ur-Afríku, sem kann að hafa um- talsverð áhrif á nýju stjórnina, að ógleymdum Afríkuríkjunum, sem vonast til aðstoðar frá hinum efn- aða „bróður" í suðri. líklegasti eftir- maður Delors JEAN-Luc Dehaene, forsætisráð- herra Belgíu, er nú talinn líklegasti eftirmaður Jacques Delors, sem næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB). Sam- kvæmt frétt í The European hefur hann náð töluverður forskoti á helsta keppinaut sinn, Ruud Lub- bers, forsætisráðherra Hollands. Dehaene mun meðal annars njóta stuðnings Frakka, Þjóðveija og Dana. Hvorugur þeirra hefur form- lega lýst því yfir enn að hann sæk- ist eftir embættinu. Helsta ástæða þess að þeir báðir koma helst til greina er að undanfarin tíu ár hef- ur sósíalisti frá stóru aðildarríki verið forseti framkvæmdastjórnar- innar. Er nú talið tímabært að kristilegur demókrati frá litlu ríki taki við. Brittan úr leik Um tíma var talið að Bretar myndu bjóða fram sinn fulltrúa í framkvæmdastjóminni, Leon Brítt- an, ekki síst í ljósi þess, hve vel honum tókst til er hann hafði for- ystu fyrir ESB í GATT-viðræðun- um. Nýleg bók Brittans, þar sem hann lýsir Evrópuhugsjón sinni ýtti einnig undir vangaveltur um fram- boð hans. Heimildir European herma hins vegar að Bretar hafi nú gefið þessi áform á bátinn, þar sem nær óhugsandi er talið að fyrr- um ráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher muni ná nægilegu fylgi. Þá vilja Bretar ekki eiga á hættu að vera sakaðir um að reyna að koma í veg fyrir framboð Dehaene. írinn Peter Sutherland, sem und- anfarið hefur gegnt embætti fram- kvæmdastjóra GATT, hefur einnig verið nefndur til sögunnar en ólík- legt er talið að hann eigi nokkra möguleika. Lubbers lengi líklegastur Lubbers, sem meðal annars var í forsæti ráðherraráðsins er Ma- astricht-samkomulagið var undir- ritað, var lengi vel talinn sá, sem mesta mjöguleika hafði. Það hefur þó dregið úr líkum hans að hann hefur ekki viljað segja af eða á um hvort hann hafí áhuga á embættinu fyrr en eftir hollensku þingkosning- arnar, sem voru haldnar í gær. Þá er Lubbers sagður hafa glatað stuðningi Þjóðveija m.a. vegna þess hve illa hann tók í sameiningu Þýskalands á sínum tíma. Norrænt samstarf sjónvarpsstöðva Sj ónvarpskeppni um popptónlist „ÞAÐ er hægt að slá því föstu að Kontrapunktur fari fram 1996 og ákveðið hefur verið að þættirn- ir verði teknir upp í Malmö í Sví- þjóð. Vegna þess hve þættinum hefur verið vel tekið hafa nú kom- ið fram hugmyndir um að hafa fleiri þætti í þessum dúr. í því sambandi hefur verið rætt um spurningaþætti um jasstónlist og jafnvel popptónlist," sagði Svein- þjöm Baldvinsson dagskrárstjóii Sjónvarpsins í samtali við Morg- unblaðið. í norska blaðinu Aftenposten frá í fyrradag segir að ætlunin sé að hætta spurningaþáttum um klassíska tónlist, Kontrapunkti, en taka upp spumingaþætti um popptónlist í staðinn. Sveinbjörn sagði það ekki alls kostar rétt, heldur hefði dagskrárstjóri norska sjónvarpsins varpað fram hug- mynd þess efnis að hefja einnig spurningaþætti um popptónlist. Var honum falið að móta hana betur svo hægt yrði að skoða hana þegar menn bæru næst sam- an bækur sínar. Þá hefðu tónlist- Mozart verður áfram við- fangsefni í Kontrapunkti og ef til vill verður spurt um Billy Gibbons gítarleikara ZZ Top í norrænni spurn- ingakeppni um popptónlist. arstjórar norrænu stöðvanna lagt til á fundi í síðasta mánuði að hefja spurningaþætti um jass. „Þessar hugmyndir eru meðal fjölmargra hugmynda sem menn eru að velta fyrir sér í samstarfi norrænu stöðvanna og kanna möguleika á að láta verða að veru- leika. Þar hefur til að mynda skot- ið upp hugmynd um að koma á keppni í norrænni sögu,“ sagði Sveinbjörn. Craxi hót- ar öllu illu BETTINO Craxi, fyrrver- andi forsætis- ráðherra ítal- íu, hótaði í gær að koma upp um fjölda stjórnmála- og kaupsýslu- manna, sem hefðu verið á kafi í þeirri miklu spillingu, sem olli straumhvörf- um í ítölskum stjórnmálum. Kvaðst Craxi ekki ætla að verða blóraböggull en hann varð að segja af sér embætti vegna fjármálahneykslis. Iranir leituðu til IRA BRESKA blaðið Independent birti í gær frétt þess efnis að foringi í íranska hernum hefði boðið Írska lýðveldishernum (IRA) vopn 'og reiðufé í nóvem- ber sl., ef IRA myrti háttsettan íranskan flóttamann. IRA neit- aði boðinu. Svíar ganga til Friðarsam- starfs SÆNSKA þjóðþingið sam- þykkti á föstudaginn að gerast aðili að friðarsamstarfi NATO. Fulltrúar allra flokka lögðu áherslu á að þar sem samstarf- ið gerði ekki ráð fyrir beinni þátttöku í varnarsamstarfi væri þátttakan ekki brot á hlutleysi Svíþjóðar. Flokkarnir eru hins vegar ósammála um ýmis fram- kvæmdaatriði samstarfsins, meðal annars fjármögnun þess. Víetnömsk bjórinnrás BANDARÍSKIR bjórunnendur geta brátt slökkt þorstann í víetnömskum bjór, sem brugg- aður er í gömlu keisaraborginni Hue og ber hennar nafn. Eru fyrstu átta gámarnir með 192.000 flöskur á leiðinni yfir Kyrrahaf og mun flaskan kosta innan við 18 kr. Umferðar- átak í Moskvu LÖGREGLAN í Moskvu fann 89 stolna bíla og sektaði 67.000 ökumenn fyrir umferðarlaga- brot í sérstöku umferðarátaki sem stóð yfir á mánudag. Þá lagði lögreglan hald á töluvert magn vopna. Um 1.400 lög- reglumenn tóku þátt í aðgerð- inni. Fjórða morðákæran á frú West ROSEMARY West, eigin- kona Fred- ericks West, sem ákærður hefur verið um tíu morð í breska bænum Glouchester, var í gær ákærð fyrir aðild að fjórða morðinu. Er frú West sökuð um að eiga þátt í dauða svissn- esku stúlkunnar Therese Sieg- enthaler, sem hvarf árið 1974, þá 21 árs. Rosemary West Bettino Craxi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.