Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR I Umboðsmaður Alþingis um veiðibann í Smugunni Heimild til setningar reglugerðar ótvíræð UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að ekki sé ástæða til athuga- semda við þá ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að setja reglu- gerð um verndun smáfisks á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi, þ.e. í Smugunni svokölluðu. Reglugerðin hafi byggst á lögum frá 1976, sem kveði á um að ráðherra sé heimilt að setja reglur um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi íslands. Tilefni álits umboðsmannsins er að í september sl. barst honum símskeyti áhafna nokkurra fiski- skipa. Þar er kvartað yfir setningu reglugerðar um verndun smáfisks í Smugunni, en samkvæmt reglu- gerðinni voru allar togveiðar ís- lenskra fiskiskipa bannaðar þar frá 24. september 1993 til ára- móta. Umboðsmaður leitaði álits sjáv- arútvegsráðuneytisins vegna kvörtunarinnar og í svarbréfi ráðuneytisins kom fram, að fljót- lega eftir að veiðar íslenskra skipa hófust í Smugunni hafí komið fram í fjölmiðlum í Noregi að mik- ið væri um mjög smáan þorsk í afla skipanna. Þá eru raktar stærðarmælingar norsku strand- gæslunnar, sem og íslensks eftir- litsmanns, sem mældi afla íslensku skipanna. Að fengnum upplýsing- um hans gerði Hafrannsókna- stofnun tillögu um lokun svæðis í 26600 allir þur/a þak yfir höfudid Nönnugata Falleg nýuppgerð ósamþ. risíb. í góðu steinh. Laus. Verð 3,5 millj. Ásholt - lækkað verð 2ja herb. íb. ásamt stæði í bílg. í nýl. lyftuh. Laus. V. 5,5 m. Stórholt Falleg rúmg. ný uppgerð 2ja herb. íb. á jarðh. Laus. Verð 5,3 millji Vantar gott einb. í Reykjavik fyrir fjársterkan kaupanda. Þarf ekki að vera fullb. en tosna 1. júní. Verð allt að 15 millj. Bræðraborgarstfgur 3ja herb. ca 90 fm björt og fal- leg kjíb. Verð 6,5 millj. Engihjalli 25 3ja herb. rúmg. íb. á 2. hæð í lyftuh. Þvottaherb. á hæð. Park- et. Tvennar svalir. Útsýni. Laus. Krummahólar - skipti Góð 4ra herb. íb. á 6. hæð í blokk. Æskileg skipti á minni íb. í hverfinu. Ártúnsholt Glæ8il. 5-6 herb. íb. á 1. hæð í litlu fjölbh. Vandað- ar innr. Parket. Bílsk. Áhv. 4,5 millj. langtl. Engjasel Raðh. á þremur hæðum samt. ca 180 fm auk stæðis f bílskýli. Laust fljótl. Verð 10,9 millj. Súðarvogur 140 fm gott atvinnuhúsn. Stórar innkeyrsludyr. Verð 5 millj. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Skúlagötu 30 3.h. Lovísa Kristjánsdóttir, lg. fs. suðvesturhluta Smugunnar og sama dag var gefin út reglugerð sem bannaði veiðamar og tók hún gildi daginn eftir. Umboðsmanni bárust athuga- semdir við bréf ráðuneytisins frá Farmanna- og fiskimannasam- bandinu fyrir hönd áhafna fiski- skipanna og kom þar fram sú skoðun að reglugerðina skorti lagastoð, auk þess sem undirbún- ingur hefði verið ónógur og Haf- rannsóknastofnun skorti heimild til þess að gera tillögur um veiðar utan fiskveiðilögsögu íslands. Reglugerðin gengur ekki lengra en lögin Umboðsmaður vitnar til hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna og segir ljóst að íslenska ríkið hafí að þjóðarétti sama rétt til þess að stjórna fiskveiðum ís- lenskra skipa á úthafinu og í eigin efnahagslögsögu. Hann bendir á 1. grein laga nr. 34 frá 1976, sem hljóðar svo: „Sjávarútvegsráð- herra setur með reglugerð þær reglur um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi íslands, sem nauðsynlegar þykja til þess að framfylgt verði ákvæðum al- þjóðasamninga, sem íslendingar eru að gerast aðilar að, eða þá samninga, sem gerðir eru milli íslenskra og erlendra stjórnvalda. Ráðherra er auk þess heimilt að setja aðrar þær reglur um þess- ar veiðar, sem honum þykir þurfa, svo sem til samræmingar við regl- ur þær er gilda um veiðar ís- lenskra skipa í fiskveiðilögsögu íslands." Umboðsmaður telur að heimild laganna nái almennt til _ svæða utan fiskveiðilandhelgi íslands. Reglugerðin sé sett á grundvelli laganna og verði ekki talið að hún gangi lengra en lögin heimili. Telja verði Hafrannsóknastofnun bæra til að veita umsögn sína og gera tillögur um takmarkanir á veiðum utan lögsögunnar. Nægilega sé fram komið að reglugerðin hafi byggst á lögmætum sjónarmiðum og að forsvaranlega hafi verið að undirbúningi hennar staðið. Veitingastaður í miðborginni Vorum að fá í einkasölu veitingastað með vínveitingaleyfi á einum besta stað í miðborginni. Góður rekstrartími framundan. Veitingastaður i fallegu húsnæði í hjarta borgarinnar. Upplýsingar eingöngu veittar á skrifstofu okkar, ekki í síma. Skeifan - fasteignamiðiun, Suðurlandsbraut 46, sfmi 685556. Vantar einbýli, par-, eða raðhús kr. 12-15 millj. í skiptum fyrir 2 íbúðir: 4ra-5 herb. íbúð á 2. hæð við Vestur- berg og 2ja herb. 67 fm íbúð á jarðh. við Rekagranda. Nánari upplýsingar gefur: Húsið - fasteignasala, Skeifunni 19, sími 684070. Eyþór Eðvarðsson, hs. 679945. t 21150-2137Í \ LÁRUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjori / KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali 1 Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Á mót suðri og sól Vel byggt og vel með farið steinh., ein hæð, 165 fm, skammt frá Árbæj- arskóla. Rúmg. stofur furuklæddar. 4 svefnherb. með innb. skápum. Bílskúr. Glæsil. lóð 735 fm. Vinsæll staður. 3ja herb. ný og glæsileg íbúð í lyftuh. við Vallarás á 5. hæð, 82,5 fm. Parket. Sólsvalir. 40 ára húsnl. um kr. 5,1 millj. Frág. fylgir á lóð með bílast. Á kyrrlátum stað í Skerjafirði Nýl. endurb. og stækkað einnar hæðar timburh. um 150 fm á eígnar- lóð 816 fm. Nýtt parket. Ný sólstofa. Góð eign á frábæru verði. Fyrir smið eða laghentan 3ja herb. stór íb. á neðri hæð í tvíbýlish. í Laugarásnum. Eldh. og bað þarf að endurn. Frábært útsýni. Einn af vinsælustu stöðum borgarinn- ar. Tilboð óskast. Stór og góð - hagkvæm skipti Mikið endurn. 4ra herb. íb. á 1. hæð við Hraunbæ. Gott herb. fylgir í kj. með snyrtingu. 40 ára húsnl. 3,3 millj. Skipti mögul. á minni íb. í nágrenni Jaðarsels Á söluskrá óskast gott einbhús, má vara timburh. Til greina kemur gott endaraðh. Traustur kaupandi. • • 3ja herb. séríb. á mjög góðu verði í Árbæjarhverfi. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASItlGNASAL AW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 í Morgunblaðið/Erik JCristjánsson Höfnin dýpk- uð í 7 metra Undanfarið hefur verið unnið dag og nótt að dýpkun Reykja- víkurhafnar og að sögn Hann- esar Valdimarssonar, hafnar- sfjóra, nemur dýpkunin um 1 til 1 lA metra að meðaltali. Að dýpkun lokinni verður höfnin orðin að minnsta kosti 7 metra djúp og allt að 8 metrar við ein- staka bakka. Ráðist var í dýpk- unina til að skemmtiferðaskip og frystitogarar ættu greiðari aðgang að höfninni, en hingað til hefur þurft að sæta sjávar- föllum til að þau kæmust inn, segir Hannes. í fyrra hafi rúm- lega 20 skemmtiferðaskip kom- ið hingað til lands og sífellt fleiri frystitogarar komi til hafnar í Reykjavík. Efnið sem tekið er úr höfninni er síðan flutt upp í Sundahöfn þar sem það er notað til landstækkunar á þróunarsvæði hafnarinnar. Á fjárhagsáætlun fyrir árið 1994 er gert ráð fyrir að um 82 millj- ónum verði varið til fram- kvæmdanna sem munu standa fram á haust. Ekiðá aldraðan hjólreiða- mann EKIÐ var á sjötugan mann á reiðhjóli á gönguljósum á Stekkjarbakka á móts við Kaupstað í Mjódd um klukkan 21 í fyrrakvöld. Maðurinn var að hjóla norður Stekkjarbakka og kom að gönguljósum, þar sem gatan skiptist í tvennt. Ökumaður bíls sem á eftir honum kom fannst hann fara of hægt og hugðist sveigja öfugu megin fram hjá, samtímis og hjólreiðamaðurinn beygði til vinstri,. og skall á hjólreiðamanninum. Reiðhjóla- maðurinn öklabrotnaði og rif- beinsbrotnaði auk þess að fá nokkra höfuðáverka, en var með fullri meðvitund þegar hann var fluttur með sjúkrabif- reið á slysadeild. | I' í Sá sem hefur tvö störf láti frá sér annað Rýmt verði til fyrir yngra fólki í PREDIKUN sr. Ingólfs Guðmunds- sonar í Seltjarnarneskirkju, 1. maí lagði hann út frá ritningargreininni: „Sá sem á tvo kirtla, gefi þeim, er engan á ...“ og sagði: „Sá sem hef- ur tvö störf, láti frá sér annað til þess sem ekkert hefur“. Með þessum orðum sagðist hann vilja beina þeim tilmælum til ellilífeyrisþega og eftir- launafólks að það legði niður störf til að rýma fyrir atvinnulausu ungu fólki. Ingólfur sagði að viðurkennt væri í þjóðfélaginu að fólk hætti að vinna um sjötugt. Það gerðu prestar og ýmsar kirkjulegar stofnanir hafi tek- ið það upp að láta þá sem komnir væru á þann aldur hætta störfum til að rýma fyrir þeim sem yngri eru. „En það er ekki alstaðar svo hjá söfnuðum að starfsmenn hætti við ellilífeyrisaldur,“ sagði hann. Launalaust leyfi Ingólfur sagði að þegar skera átti niður hjá finnsku kirkjunni þá hafi það verið eldra starfsfólk sem tók sér tímabundið launalaust leyfi. Það hafí verið gert til að tryggja ungu fólki vinnu, sem bar meiri fjárhags- legar skuldbindingar og mátti síður við því að missa vinnuna. „Það eru dæmi um það innan kirkjunnar að menn eru komnir með ellilífeyri og á eftirlaun og eru þar að auki í fullu starfi hjá kirkjunni á meðan aðrir ganga atvinnulausir," sagði Ingólfur. „Þetta kalla ég að þeir, sem eiga tvær skikkjur ættu að gefa þeim sem enga hefur aðra eða sá sem hefur tvö störf eftirlaun og ellilífeyri ætti að láta þeim eftir sín störf sem enga eða takmarkaða vinnu hafa.“ í mars voru 86 manns á atvinnu- leysiskrá á Seltjarnarnesi í söfnuði sem í eru rúmlega fjögur þúsund íbúar, sagði Ingólfur. „Ef reiknað er með að fjórir til fimm séu í kringum hvern mann þá eru 500 manns í þessu litla byggðarlagi sem væntan- lega þekkja til atvinnuleysis meðal nákominna," sagði hann. Ólaunuð störf Benti hann á að vitanlega gætu þeir sem eru á eftirlaunum tekið þátt í ólaunuðum störfum sem áhugamenn. Það væri nóg af verk- efnum hjá kirkjunni og ekki meining- in að ýta mönnum frá þátttöku í kristilegu starfi. Sagði hann á að á árlegri Leik- mannastefnu íslensku þjóðkirkjunnar hefði verið samþykkt ályktun, þar sem því hefði verið beint til sóknar- nefnda, að við ákvörðun um starfslok starfsmanna kirkjunnar verði tekið tillit til ríkjandi atvinnuástands í landinu og þeir starfsmenn, sem þeg- ar eru komnir á eftirlaunaaldur láti hinum yngri eftir störf sín. i i I i i f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.