Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ 1994 Kork*o*Plast Kork*o*Plast: í 20 gerOum KORK-gólfflísar meO vlnyl-plast áferO Kork O Floor er ekkert annað en hið viðurkennda KorkOPIast, límtá þéttpressaðar viðartrefjapiötur, kantar með nót og gróp. UNDIRLAGSKORK IÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGT, ITVEIMUR ÞYKKTUM. co Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 Excel námskeið Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim, er minntust mín d áttræöis afmœli mínu 21. apríl sl. Guö blessi ykkur öll. KristbjörgS. Olsen, Þverbrekku 4, Kópavogi. Matreiðslunámskeið - grænmetisréttir Elín Garðarsdóttir kennir einfalda grænmetisrétti og gefur góð ráð. Námskeiðin taka eina kvöld- stund og uppskriftamappa fylgir. Næstu námskeið: Miðvikudaginn..4. maí kl. 19.00. Laugardaginn...7. maí kl. 13.00. Miðvikudaginn.11. maí kl. 19.00. Laugardaginn.14. maíkl. 10.00. Mánudaginn..16. maí kl. 19.00. Miðvikudaginn.18. maí kl. 19.00. Skráning og nánari upplýsingar á kvöldin í síma 620661. Verður íriðhaldimi í sumar sinnt reglugerð? Hefur þú, húseigandi hugleitt eftirfarandi: 1. Að samkvæmt byggingarreglugerð er viðhaldsvinna tilkynningarskyld. 2. Að hjá iðnmeisturum er mesta reynslan. 3. Að viðhaldsvinnu er best borgið í höndum fagmanna. 4. Að iðnmeistarar eru þeir einu, sem eru ábyrgir gagnvart byggingaryfirvöldum. 5. Að við sölu fasteignar getur það ráðið urslitum nver hefur framkvæmt viðhaldsvinnuna. 6. Að meistarafélögin í Reykjavík veita alla þá tækniþjónustu sem með þarf varðandi viðhald og endurbætur á fast- eignum, sem og nýsmíði, og alla þá þjónustu er þarf vegna útboðs. 7. Þessa þjónustu getið þið fengið hjá Meistaraafli hf., Skipholti 70, Reykjavík í síma 36282. samkvæmt byggingar- I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á al- þjóðlega Dos Hermanas mótinu á Spáni sem lauk fyrir helgina. Ungverska stúlkan Judit Polgar (2.630) hafði hvítt og átti leik, en Veselin Topalov (2.640) frá Búlgaríu var með svart. Svartur lék síð- ast 33. - Ha8-a2 og virðist vera í stórsókn eftir tvöföld- unina á annarri reitarröð- inni. 35. De5!! (Án þessa leiks væri svartur á grænni grein.) 35. - Hxf2, 36. Rg4+ - Kh8, 37. Dxe6+ og Búlgarinn þurfti ekki að sjá meira en gafst upp. Eft- ir 37. - Kg7, 38. De5+ - Kg8, 39. Dxd5+ - Kg7, 40. Rxf2 - Hxf2, 41. Dd4+ og síðan 42. Dxf2 hefur hann tapað báðum hrókunum. Um helgina: Helg- arskákmót á Suðureyri við Súgandafjörð hefst föstu- daginn 6. maí kl. 20 og lýk- ur á sunnudag. Fjöldi verð- launa er í boði í ýmsum flokkum. Skráning og upp- lýsingar hjá Tímaritinu Skák í símum (91)-31975, 31335 og 31391. VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags ÞEKKIR EINHVER VÍSUNA? BJARNI G. Tómasson hringdi og spurð- ist fyrir um vísu sem hann langar til að fá í heild ef einhver kann hana. Fyrsta lína kvæðisins er svohljóðandi: Harmonikkan einasta yndið mitt er. Ef einhver kann afganginn af vís- unni er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við Bjarna í síma 17352. LÍF HROSSA MEIRA METIÐ EN LÍF MANNA ÁSTA Jónsdóttir hringdi og vildi lýsa furðu sinni á því hvað allir ijúka upp til handa og fóta vegna veikinda nokk- urra hrossa og þeirra skjótu viðbragða í þágu þeirra. Henni sýndist á öllu að líf þessara hrossa væri mun meira met- ið en þess fólks sem nú bíður, hundruð- um saman, eftir læknisþjónustu og að- gerðum. Dagblöð, útvarp og sjónvarp eru uppfull af fréttum af fársjúkum hestum, en fréttir af dauðsjúku fólki, sem ekki kemst inn á sjúkrahús vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu, eiga þar ekki jafn greiðan aðgang. Tapað/fundið Hanskar töpuðust SVARTIR gærufóðraðir leðurhanskar með þremur saumum á handarbaki töp- uðust laugardaginn 23. apríl sl., líklega á Laugavegi fyrir utan Laugavegsapó- tek. Finnandi vinsamlega hringi í síma 693287 eða heimasíma 676682 eftir kl. 18. Lyklar töpuðust FJÓLUBLÁTT þríbrotið lyklaveski með fjórum lyklum, þar af er einn lítili, tapað- ist sl. föstudagskvöld. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 811816. Gæludýr Grafarvogsbúar! ÞETTA er hún Trýna. Hún er hvít og svört með rauða hálsól. Hún fór að heim- an sl. fimmtudag og gæti hafa lokast einhvers staðar inni. Hafið þið orðið vör við hana vinsamlega látið vita í síma 670647. Kettlingar ÞRÍR sætir 8 vikna kassavanir kettling- ar, tveir högnar og ein læða, fást gef- ins. Mamman er mjög barngóð. Upplýs- ingar í síma 671990. Hvolpar TVEIR yndislegir tveggja mánaða hvolpar, móbrúnn hundur og svört og hvít tík, fást gefins á gott heimili. Upp- lýsingar í síma 673708. Kettlingar ÞRÍR gullfallegir kassavanir kettlingar fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 814719 eftir kl. 18. Rósa og Guðrún styrkja Rauða kross íslands ÞESSAR stúlkur héldu fyrir nokkru hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 2.459 krónur. Þær heita Rósa Björk Ámadóttir og Guðrún Ósk Stefánsdóttir. LEIÐRÉTTINGAR Hljómkórinn og Elsa Hljómkórinn, sem er kór einsöngvara, söng við útför Hans G. Andersen, sem getið var í Morgunblaðinu í gær, en ekki Dómkórinn, eins og þar sagði. Þá var ranglega farið með nafn einsöngvarans, Elsu Wa- age, sem söng við útförina. Þá var ranglega sagt að Guðmundur Eiríksson hafi verið einn þeirra, sem bar kistuna, en hann er erlend- is. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. 55, en ekki 5 Prentvillupúkinn komst í bréf hér í blaðinu eftir Björgvin Brynjólfsson, Skagaströnd, sem birtist 29. apríl sl. og bar fyrir- sögnina: Skoðanaskipti eða hvað? Málsgreinin sem breyttist á að vera svona: Áðskilnaður ríkis og kirkju á fjöldafylgi með þjóðinni, sem greinilega kom fram í skoðanakönnun Gallups sem var gerð hér fyrir einu ári. Þar töldu 55% þeirra sem afstöðu tóku sig vera hlynnta aðskilnaði. Ekki skoðun- argjald í töflu sem birtist með frétt í blaðinu í gær um verð- myndun nautakjöts stóð að bóndinn þyrfti að greiða skoðunargjald þegar hann seldi grip til slátrunar, en hið rétta er að hann þarf að greiða sjóðagjöld þegar hann selur gripinn. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Víkverji skrifar... egar maður verður fyrir óskemmtilegri reynslu, er alltaf hægt að reyna að setja sig í Pollyönnustellingar og hugsa sem svo, að maður sé þó alltént reynsl- unni ríkari. Svona nær Víkveiji sjaldnast að hugsa, þegar hann ratar í einhveijar ógöngur, a.m.k. ekki fyrr en nokkru eftir að leið- indin eru afstaðin. í síðustu viku þurfti Víkveiji að ná símasambandi við mann að kvöldi til, en svo óheppilega vildi til, að alltaf var á tali. Víkveiji greip því til þess ráðs, að færa sér tækni símtækis síns í nyt, og valdi endurvalstakkann. Síminn endur- valdi með reglulegu millibili, þar til loks hringdi og Víkveiji greip tólið, bauð gott kvöld og bað um sambandI við þann sem hann leit- aði að. Örg kvenmannsrödd tjáði Víkveija að enginn með slíku nafni byggi í hennar húsakynnum og skellti við svo búið á. xxx Ekki gafst Víkveiji upp við svo búið, valdi símanúmerið á nýjan leik og enn var á tali. Endur- valstæknin var nýtt á nýjan leik og með sama árangri, nema hvað að þessu sinni svaraði grimmdar- leg karlmannsrödd. Víkveiji bauð gott kvöld og bað um þann sem hann vildi tala við, sem kallaði fram slíkan fúkyrðaflaum þess sem við hinn enda línunnar var, að Víkveija setti hljóðan. Kallar hann þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Er hinn fúllyndi símsvari hafði ausið úr skálum reiði sinnar, bætti hann um betur, hótaði því að láta rekja viðkom- andi símtal og siga lögreglu á Víkveija, ef Víkveiji hætti ekki þessu stöðuga símaáreiti, að nóttu sem degi. Víkveiji kynnti sig og bauð fram upplýsingar um eigið símanúmer, og kvaðst telja lík- legt, að þegar hann notaði endur- valstakkann á síma sínum, þá veldist rangt númer, eftir visst margar tilraunir, ef númerið sem hringja ætti í, væri á tali. Ekki lægði þessi skýring rost- ann i durtinum á hinum enda línunnar, því hann lauk máli sínu, með því að ítreka fyrri hótanir um að láta rekja símtalið og siga lög- reglu á Víkveija, áður en hann að líkindum missti tólið á símtæk- ið, því vart hefur blessaður maður- inn farið að skella á Víkveija án þess að kveðja! Þessi fáránlega símauppákoma gerði það að verk- um að Víkveiji fór að hugleiða umgengnisvenjur Landans og tals- máta, þegar honum rennur í skap, og þá er nú ekki alltaf von á fögr- um kveðskap, úr reiðum munnum. Skyldi bara ekki vera grundvöllur fyrir hana Andreu, sem var hér fyrir skömmu að upplýsa lesendur Morgunblaðsins um að „dörnur dingla ekki höndunum" að opna skóla sinn á nýjan leik og auglýsa sérstaklega námskeið fyrir dóna, þar sem hún lofar að sníða verstu vankantana af nemendum sínum, svo að þeir verði, kannski ekki umhverfisvænir, en alla vega ekki umhverfismengandi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.