Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþýðuflokkurinn ■"V/, Wuj?# 0, C.3-1ró'^y^ <?</ Þetta er mikil synd hr. Oddsson, svona fallegt hár. ^GrMOAlD v- Svalbaröasvæöiö: rrrr III1 ~ ,1 „Að beita klippum er bara eitt af I mörgum ráðum sem við getum gripið til í því skyni að stöðva ólöglegar veiðar við Svalbarða. í Fulltrúar á flokks- þingi verða liðlega 300 FLOKKSÞING Alþýðuflokksins fer fram í íþróttahúsi Suður- nesjabæjar helgina 10.-12. júní. Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að framkvæmda- og málefna- starf gangi vel. Hann á von á liðlega 300 fulltrúum alls staðar af landinu á þingið. • • Olvaður piltur velti stolnum bíl FIMMTÁN ára piltur stal bíl á Sel- fossi aðfaranótt sunnudags, en velti honum eftir stutta ökuferð. Piltur- inn, sem var ölvaður, slapp að mestu ómeiddur, en bíllinn skemmdist töluvert. Pilturinn var að skemmta sér á Selfossi, en þurfti að komast heim til Reykjavíkur. Þegar hann kom að ólæstum bíi, sem lyklarnir stóðu í, ákvað hann að aka sjálfur. Þar sem hann var mjög ölvaður tókst ekki betur til en svo, að eftir 500 metra ökuferð ók hann út af og velti bílnum. Hann slapp nær ómeiddur, en kvartaði undan eymsl- um í öxl. Lögreglan sá til þess að pilturinn fengi gistingu um nóttina, en að vísu fjarri heimahögunum. Sigurður sagði að dagskrá væri ekki fullmótuð. „En undirbúnings- hópar hafa tekið til starfa og taka á málum eins og atvinnu- og efna- hagsmálum, landbúnaðar- og neyt- endamálum, Evrópumálum og umhverfismálum svo eitthvað sé nefnt,“ sagði hann. Hann sagðist eiga von á að þingið yrði lifandi og skemmtilegt. Stefndi í að gera þyrfti upp og móta stór mál og mætti í því sambandi nefna Evr- ópumálin. Afstöðuna til frekari tengingar við Evrópu. Kosið í Reykjavík Hvað kosningu fulltrúa varðaði sagði Sigurður Tómas að stærsta Alþýðuflokksfélagið í Reykjavík hefði kosið 51 fulltrúa á þingið um helgina. Þátttaka hefði verið í meðallagi og ekki mikið um breytingar. Félög væru í óða önn að kjósa fulltrúa fyrir landsbyggð- ina. RÁÐSTEFN A, MÁiNlSKil© EÐA FUNDSR k ÖÖFllMNl? í Múlalundi færð þú fundarmöppur, barmmerki (nafnmerki), áletranir, merkingar og annað sem auðveldar skipulag og eykur þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir, margar stærðir, úrval lita og áletranir að þinni ósk! HafSu samband vi& söiumenn okkar í síma 68 84 76 e&a 68 84 59. Múlalundur ■$'% j t. Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c ' Sfmar: 68 84 76 og 68 84 59. Hagnaður hjá Vinnslustöðinni hf. Vonumsttil að geta greitt út arð í haust Hagnaður hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum varð 308 millj. kr. á tímabil- inu frá 1. september sl. til 30. apríl, en á sama tíma- bili í fyrra var tapið 183 millj. Sighvatur Bjarnason framkvæmdastjóri fyrir- tækisins segir að loðnuvert- íðin spili mjög stórt hlutverk í þessari afkomu og loðnu- vinnsla sé orðin helmingur af rekstrartekjum fyritækis- ins. „Um 65% af hagnaðinum fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað er tilkomið af loðnunni. Við tókum áhættu á þessari loðnuvertíð og ákváðum að leggja allt undir til að geta framleitt sem mest. Þannig unnum við ekki bolfisk á sama tíma 'og loðnuna heldur keyrðum við hann beint í salt og seldum frá okkur. Það má því segja að þessi áhætta hafi gengið mjög vel upp, því eftir rekstur fyrirtækisins haustmánuðina úóra stóðum við frammi fyrir að vera komnir með 140 miiljóna króna tap, en það er ljóst að vetrarvertíð- in gaf okkur 260 milljónir í hagn- að.“ - Nú er spáð álíka mikilli loðnu á næstu vertíð. Mun það hafa sömu áhrif á reksturinn á kom- andi ári? „Vonandi verður næsta vertíð álíka góð að magni til, en ég held að markaðslega verði hún ekki jafn góð. Kaupendur okkar hafa séð að við getum framleitt mikið og því verður ekki sama spennan í verði og í fyrra. Ég á því von á að vertíðin verði að mörgu leyti ekki eins góð og í fyrra, en þá ræður úrslitum að þau fyrirtæki sem hafa mikla reynslu í fram- leiðslu loðnuafurða og hafa gert það hagkvæmt í gegnum tíðina bera meira úr býtum en aðrir. - Hvenær átt þú von á að fyrir- tækið skili raunverulegum arði? „Við erum svo bjartsýnir að vonast til að við getum greitt arð til hluthafa í haust, og jafnframt að þetta sé upphafið að betri tím- um fyrir okkur. Auðvitað mun áframhaldandi niðurskurður á þorskkvóta spila inn í þetta, en út frá því tókum við líka þá áhættu að breyta rekstri fyrirtækisins á þann veg að leggja mun meiri áherslu á síld, loðnu og ------ humar. Þá munum við keyra mikið á úthafs- karfann í sumar og einnig erum við með skip í saltfiskvinnslu í Smugunni. Við erum því að reyna að nýta kvótann sem mest fyrir önnur skip til að fá sem allra mest hér í gegn. Rekstri fyrirtæk- isins hefur því verið breytt gríðar- lega mikið og áherslur eru aðrar.“ - Hvaða áhrif hefur lækkun raunvaxta haft á rekstur fyrirtæk- isins? „Hún hefur haft geysilega mik- il og jákvæð áhrif hjá fyrirtæki eins og okkar sem skuldar allt of mikið. Við sjáum fram á að borga á næsta reikningsskilaári 80-90 millj. kr. minna í vexti en á síð- asta reikningsskilaári, eða þessu yfirstandandi, þannig að það er ljóst að þetta telur mjög fljótt. Eitt það besta sem þessi ríkis- stjórn hefur gert er að beita sér fyrir þessari raunvaxtalækkun, en hún á hins vegar að halda áfram á sömu braut því vextirnir eiga að geta farið lengra niður. Eins og Morgunblaðið hefur margoft bent á þá er það einmitt þetta sem Sighvatur Bjarnason ► SIGHVATUR Bjarnason er fæddur í Vestmannaeyjum 4. janúar 1962. Hann lauk prófi í rekstrarhagfræði frá Árósar- háskóla 1987, en frá 1981 starf- aði hann samhliða námi hjá Sölusambandi íslenskra fisk- framleiðenda. Hann starfaði síðan hjá SÍF 1987 til 1990, en þá varð hann framkvæmda- stjóri dótturfyrirtækis SÍF í Frakklandi, og gegndi hann því starfi til 1. júlí 1992 er hann tók við starfi framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum. skiptir atvinnulífið svo mjög miklu máli.“ - Nú er að því stefnt að auka hlutafé fyrirtækisins á þessu ári. Hvað er verið að tala um mikla hlutafjáraukningu þá? „Við erum með samþykkt frá síðasta aðaifundi um að auka hlutafé um ailt að 400 millj. kr., og ætlum við að reyna að fara út í útboð á bréfum, en í sjálfu sér hefur hver sem er alltaf getað fengið keypt bréf í Vinnslustöð- inni. Við ætlum hins vegar að láta endurmeta gengi bréfanna og þá vonandi fara með þau í útboð. Eg vona að þessi bréf verði eftirsótt á almennum markaði, en hins veg- ar hef ég ekki séð að sjávarútvegs- fyrirtæki hafi notið mikillar hylli á markaðnum almennt. Af hveiju þetta er svo veit ég ekki, því ég held að þau fyrirtæki í sjávar- útvegi sem eru að bjarga sér í dag komi til með að vera mjög áhuga- verður kostur í fjárfest- ingu,. Ég held því kannski að það sé frek- ar hægt að vinna í lok- uðum útboðum heldur "" en opnum.“ - Hvernig telur þú rekstrarum- hverfi sjávarútvegsfyrirtækja aI- mennt vera í dag, og hvernig geta fyrirtækin helst hagrætt í rekstri? „í bolfiskvinnslunni er rekstrar- umhverfið almennt erfitt. Mark- aðsverð er lágt, það er dýrt að ná í fiskinn, veiðin er lítil og allur tilkostnaður er frekar dýr, t.d. er olían alltof dýr. Þó má segja að vextimir sem eru þetta stór hluti af gjöldunum telji mjög grimmt. Það er því ekkert bjart framundan fyrir fyrirtæki sem eingöngu eru í bolfískvinnslu og sá róður hlýtur að vera mjög þungur. Hvað hag- ræðingu varðar þá held ég að sjáv- arútvegurinn sé að verða búinn að gora það sem hægt er en alltaf má betur fara og ég held að við munum sjá mikla breytingu innan greinarinnar á næstu árum. Áherslan verður kannski frekar lögð á einhverja ákveðna vinnslu og þá tel ég að fyrirtækin eigi eftir að þjappa sér meira saman.“ Ahætta að breyta rekstrinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.