Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Einstakur og almennur veruleiki MYNPLIST Gallcrí Sólon í s I a n <1 u s HÖGGMYNDIR OG TEIKNINGAR Sigurður Guðmundsson. Til 27. júní. Aðgangur ókeypis. TILVERAN tekur á sig ýmsar myndir, sem eru oftar en ekki hættar að vekja athygli okkar nægilega til að þær snerti okkur; við horfum án þess að sjá, heyrum án þess að hlusta. Að vissu marki er þetta nauðsynlegur eiginleiki í daglegu lífi, þar sem flóðbylgja upplýsinga og ímynda steypist yfir okkur hvern dag; með ein- hverjum hætti verðum við að sía og skilja frá þessu flóði það eitt sem við teljum okkur þurfa á að halda, ef ætlunin er að halda sæmilegri andlegri heilsu. Listamenn vinna hins vegar oft úr því sem eftir verður, og benda þannig á ýmislegt áhugavert, sem annars hefði farið framhjá okkur; Sigurður Guðmundsson myndlist- armaður hefur í gegnum tíðina verið einkar drjúgur við þetta starf, og á sýningunni í Gallerí Sólon íslandus nær hann að beina athyglinni að sjaldséðari hliðum veruleikans með almennum jafnt sem sértækum hætti. Hráefni Sigurðar hér er af ólík- um toga. Annars vegar eru fá- brotin og fjöldaframleidd Ikea- húsgögn, sem eru þáttur í dag- legri tilveru milljóna manna um allan heim, hlutir sem eiga sér almennt enga sjálfstæða tilveru; hér festir Sigurður á húsgögnin einfaldar bronsmyndir og um- breytir þeim þannig í einstök verk, nýja heild með persónulegan svip. Anóstæðurnar sem koma fram í hveru verki fyrir sig eru næsta spaugilegar, og verða ef til vill eftirminnilegar fyrst og fremst þess vegna; einfalt efni húsgagn- anna og áfastar ríkulegar brons- myndir eru ekki hlutir sem ætla mætti að féllu vel saman, en hér gerist það, og nýr veruleiki verður til, óiíkur hinum fyrri. Markverðasti hluti sýningar- innar er hins vegar fólginn í tutt- ugu og þremur teikningum, bæði með olíukrít og blýanti. Hér teng- ir listamaðurinn einnig saman ólíka veruleika; annars vegar eru dreifiblöð Amnesty International um samviskufanga í Perú, Eþíóp- íu, Paragvæ, ísrael, Angóla o.s.frv., sem hver býr að sinni sögu réttleysis, pyndinga og jafn- vel dauða, og hins vegar er form- ræn úrvinnsla listamannsins á þessum bakgrunni; mjúkar form- teikningar, einföld tákn og draumsæjar landslagsmyndir. Þrátt fyrir að Sigurður vinni ekki beint út frá upplýsingagildi hvers blaðs fyrir sig, þá má finna vissa endurómun þess í vali lita, forma og jafnvel titla hinna ein- stöku mynda. Þessar teikningar bera með sér sterka pólitíska und- iröldu; pappír er ekki bara pappír, og upplýsingarnar sem þar eru prentaðar eru ekki bara stafir og tákn, heldur vitnisburður um mannlega þjáningu, niðurlæg- ingu, seiglu og uppreisn andans, sem aldrei verður heft til lengdar. Um leið eru þær áminningar um almenna uppgjöf okkar gagnvart grimmd mannsins gegn með- bræðrum sínum, og sinnuleysi okkar um þessar staðreyndir lífs- ins, svo lengi sem þær snerta okkur ekki persónulega; á meðan það gerist ekki eru þær aðeins orð og tölur á pappír. Úrvinnsla formteikninga og landslagsmynda er í svo hróplegu ósamræmi við þennan bakgrunn, að það eitt hlýtur að nægja til að hreyfa við áhorfandanum. Upp- lýsingar Amnesty International eru ávallt storkandi í einfaldleik sínum, og hér bætir listamaðurinn svo sannarlega við áhrifamátt þeirra. Stærsta verk sýningarinnar virðist í fyrstu vera nokkuð úr samhengi við annað hér; einföld landslagsmynd mörkuð sterkum litum og láréttum línum. Við nán- ari skoðun reynist myndin hins vegar bjóða upp á þátttöku áhorf- andans með íbjúgum speglum til beggja handa — óbein ábending um að áhorfendur ættu ekki síður að gerast þátttakendur í þeim veruleika, sem önnur verk sýning- arinnar benda á. Það er ferskur blær yfir þess- ari sýningu Sigurðar, því eins og svo oft fyrr hefur hann fundið réttu leiðina að því takmarki að hreyfa við áhorfandanum. Hann nær hér að spinna við almennan veruleika, illskeyttan sem hvers- dagslegan, með þeim hætti að hvort tveggja verður einstakt og eftirminnilegt. Eiríkur Þorláksson INNRITUN 1994 fer fram á skrifstofu skólans. ©> Nemendur með grunnskólapróf: |@> Nemendur með verslunarpróf: Umsóknarfrestur um nám í 3. bekk Umsóknarfrestur um nám í 5. bekk rennur út föstudaginn 3. júní, kl. 18.00. rennur út mánudag 6. júní kl. 16.00. 7? (íg> Stúdentar: Umsóknarfrestur um nám í kerfisfræði við Tölvuháskóla Verzlunarskóla (slands rennur út 16. júní nk. @> Öldungadeild: Tekið verður á móti umsóknum um nám í öldunga- deild í byrjun september. Nánar auglýst siðar VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ1994 21 Fjölskyldan f Hewlett- Packard bleksprautu- prenturum: Einn sá allra sniðugasti á markaðinum. Fyrirferðalítill, vandaður, hljóðlátur og auðveldur I notkun. Fæst með arkamatara og sem fullkominn litaprentari. HP DeskJet 310, sv/hv, án arkamatara: Kr. 33.500,°-2 staðgreitt m/vsk. HP DeskJet 310, sv/hv, m/arkamatara: Kr. 39.900,22 staðgreitt m/vsk. HP DeskJet 310 litaprentari Kr. 46.900,22 staðgreitt m/vsk. HP DeskJet 520 Sterkur og hraðvirkur. Gæðaútprentun. 300x600 dpi + RET* Kr. 34.900. staðgreitt m/vsk. 00 HP DeskJet 550C Öflugur og ódýr litaprentari. Tviskipt bleksprautun. Samslða svört og litaprentun. 300x300 dpi* HP DeskJet 560 Kr. 56.900,22 staðgreitt m/vsk. Nýjung frá HP. Öflugur og hraðvirkur. Colorsmart. 300x600 dpi + RET* og spamaðarhamur. Kr. 85.500,22 staðgreitt m/vsk. HP DeskJet 1200C oTH^eskjén2ÖÖcipS Hraðvirkur hágæða litaprentari sem hefur slegið i gegn um allan heim. Fjórskipt bleksprautun. 300x600 dpi + RET* HP DeskJet 1200C (2MB): Kr. 189.000,22 staðgreitt m/vsk. HP DeskJet 1200C/PS (4MB m/Postscript) Kr. 269.900,22 staðgreitt m/vsk. Kynntu þér heila fjölskyldu af bleksprautuprenturum frá Hewlett-Packard hjá okkur! ------------------► * dpi = Upplausn punkta á tommu. RET = HP upplausnaraukning Tæknival Skeifunni 17 Simi 681665 - Fax 680664 ++k+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.