Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRIMARKOSNINGAR 1994 Reykjavík Nýr borg- arstjóri um miðjan júnímánuð BORGARSTJÓRASKIPTI fara fram um miðjan júní. Ekki liggur enn fyrir hvort þáu fara fram á hefðbundnum borgarstjórnarfundi sem verð- ur 16. júní, eða hvort haldinn verður aukafundur þremur dögum fyrr en samkvæmt sveitarstjórnalögum tekur ný- kjörin sveitarstjórn við 15 dög- um eftir kjördag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að segja af sér þing- mennsku fyrir Kvennalistann þegar hún tekur við embætti borgarstjóra. Gert er ráð fyrir að Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri, fyrsti varaþing- maður Kvennalistans í Reykja- vík, taki sæti Ingibjargar á Alþingi en boðaður hefur verið þingflokksfundur á miðviku- dag þar sem fjallað verður um þessi mál. Ingibjörg Sólrún verður for- maður borgarráðs jafnframt því sem hún gegnir borgarstjó- rastöðu. Guðrún Ágústsdóttir verður forseti borgarstjórnar en Sigrún Magnúsdóttir verður formaður borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans. Reglulegur borgarstjórnar- fundur verður á fimmtudag og er það síðasti fundur sem nú- verandi borgarstjórn heldur. Um 2.400 kjósendur breyttu kjörseðlum Flestar útstrikanir voru á Sigrúnu Magnúsdóttur UM 2.400 kjósendur í Reykja- vík, 1.700 kjósendur R-lista og 700 kjósendur D-lista, breyttu atkvæðaseðlum sínum, annað- hvort með því að strika út ein- staka frambjóðendur eða breyta röð þeirra. Fullnaðar- vinnsla þessara atkvæðaseðla mun taka 7-10 daga, að sögn Jóns Steinars Gunnlaugssonar, formanns yfirkjörstjórnar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins bar mest á því að kjósendur R-lista strikuðu út nafn Sigrúnar Magnúsdótt- ur, efsta manns á R-lista, en aðrir frambjóðendur skáru sig ekki úr að því leyti. Fullnaðarniðurstaða um út- strikanir mun ekki liggja fyrir fyrr en eftir 7-10 daga en ljóst er að þær voru ekki í þeim mæii að þær muni breyta upp- röðun frambjóðenda. Skýrir sveiflu í síðustu tölum Fjöldi breyttra atkvæða til R-lista er, að sögn Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar, skýringin á því hve bilið milli flokkanna breikkaði frá því sem verið hafði fyrr um nóttina. Það er vegna þess að hinir brejAtu seðlar voru teknir frá og taldir síðast. R-listinn átt'i 1.000 fleiri atkvæði en D-listi í þeim bunka eins og fyrr sagði. Hins vegar var ekki teljandi munur á atkvæðahlutföllum listanna meðal utankjörfundar- atkvæða. Vísbendingar um sveiflur á fylgi flokkanna í kaupstöðum frá síðustu kosningum Fylgi G-listans eykst um 56% D-LISTI Sjálfstæðisflokks fékk 56.444 atkvæði í kaupstöðunum 30 í kosningunum um helgina, liðlega 2.500 atkvæðum færra en hann fékk á þessum stöðum fyrir fjórum árum. Hlaut flokkurinn tæplega 42% gildra atkvæða í kaupstöðunum á móti lið- lega 49% árið 1990. A-listi Alþýðuflokks fékk 10.660 atkvæði í kaupstöðunum, 2.000 at- kvæðum minna en síðast. Hlutfall hans af heildaratkvæðum minnkaði úr 12 í liðlega 10%. Við báðar kosn- ingarnar átti flokkurinn aðild að öðr- um fi'amboðum í Reykjavík og bauð ekki fram A-lista. 56% aukning hjá Alþýðubandalagi Erfiðara er að bera saman fylgi annarra flokka vegna þess að þeir buðu sjálfir fram í Reykjavík fyrir fjórum árum en buðu ekki fram und- ir eigin listabókstaf í þessu stærsta bæjarfélagi landsins að þessu sinni. B-listi Framsóknarflokks hlaut nú 14.007 atkvæði, G-listi Alþýðu- bandaíags 11.138 og V-listi Sama- taka um kvennlista 1.853 atkvæði. Við samanburð á fylgi flokkanna í kaupstöðum þar sem flokkarnir buðu sjálfir fram, bæði núna og árið 1990, fæst vísbending um fylg- isbreytingar á þessum tíma. Fylgi Samtaka um kvennalista hefur lið- lega tvöfaldast á þeim tveimur stöð- um sem eru samanburðarhæfir, fylgi Alþýðubandalagsins hefur aukist um 56% á 13 samanburðarhæfum stöð- um og fylgi Framsóknarflokksins hefur aukist um 30% á þeim 17 stöð- um sem teknir eru út til samanburð- ar. Suðurnesjabær er tekinn með í samanburðinum hjá Alþýðubanda- laginu þótt flokkurinn hafi ekki boð- ið fram í Njarðvík og getur það skekkt myndina aðeins, honum í vil. Fulltrúatala Alþýðu- bandalagsins tvöfaldast Fjöldi fulltrúa flokkanna í borg- arstjórn og bæjarstjórnum breytist í takt við þetta. Sjálfstæðisflokkurinn fær 95 fulltrúa, 10 færra en fyrir kosningar, Framsóknarflokkurinn fær 50 fulltrúa, 7 fleiri en nú, Al- þýðubandalagið 32 en hefur 17 nú, Alþýðuflokkurinn fær 26, 9 færra en nú, og Samtök um kvennalista fá 2 bæjarfulltrúa en hafa 1 nú. Fulltrúar flokkanna á blönduðum Fylgi flokkslistanna í 30 kaupstöðum 1990 og 94 Greidd atkvæði A-listi B-listi 58.975 30 — Fjöldi staða '90 '94 '90 ’94 ’90 '94 4% Greidd atkvæði, samanburðar- hæfir staðir A-listi, B-listi, 14staðir 17 staðir -16% +30% 11.761 '90 '94 '90 ’94 '90 '94 '90 ’94 V-listi, 2 staðir +115% 606 '90 '94 Hlutfali af gildum atkvæðum A-listi B-listi '90 ’94 ’90 ’94 D-listi 49,4% ’90 ’94 G-listi V-listi '90 ’94 '90 '94 Fjöldi fulltrúa A-listi B-listi ’90 ’94 ’90 '94 D-listi 105 G-listi 32 íl '90 ’94 '90 '94 V-listi 1 2 '90 '94 Flokkamir sem standa að ríkisstjóminni tapa fylgi í kaupstöðum landsins á meðan flokkar stjórnarandstöðu bæta verulega við sig, samkvæmt athugun Helga Bjarna- sonar á fylgisbreytingum frá síðustu sveit- arstjórnarkosningum. Alþýðubandalagið tvöfaldar tölu bæjarfulltrúa sinna og verð- ur með fieiri bæjarfulltrúa en Alþýðuflokk- urinn í nýju bæjarstjórnunum. listum, eins og til dæmis R-listanum í Reykjavík, eru ekki taldir með í þessari samantekt. Ef það væri gert fengi til dæmis Alþýðubandalagið 34 fulltrúa og hefur þá tvöfaldað full- trúatölu sína við kosningarnar. Kvennalistinn fengi samkvæmt þeim útreikningi 5 fulltrúa í stað eins fyr- ir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur und- anfarin fjögur ár verið með 105 borg- ar- og bæjarfulltrúa í Reykjavíkur- borg og kaupstöðum landsins, fleiri en hinir fjórir meginlistarnir samtals. Hinir flokkarnir stóðu þó sums stað- ar fulltrúa á sameiginlegum listum sem ekki tengdust flokkunum beint. Dæmið snýust nú við og og verða flokkarnir fjórir með talsvert fleiri fulltrúa en Sjálfstæðisflokkurinn þegar nýju bæjarstjórnirnar taka við. Kosningaþátttakan jókst um 5 prósent Stuðningur við sameininguna Vaðbrokku, Jökuldal. KOSNINGAÞÁTTTAKA í sveitarstjórnarkosningunum um helgina var 86,7% að meðaltali. Er það nærri því 5 prósenta meiri þátttaka en við síðustu kosningar er hún var 82%. Kjörsókn í sveitar- stjórnarkosningum hefur ekki verið meiri í 20 ár. Víða um landið jókst kjörsóknin mikið, til dæmis í Reykjavík og á Akureyri. Kosningaþátttaka í Reykjavík var 88,8%, 7,7 pró- sentum meiri en við síðustu borgarstjórnarkosningar. Er kjörsóknin mun meiri en hún hefur verið við fernar síðustu kosningar og orðin svipuð og í kosningum frá því um 1950 til 1974. Kjörsókn hefur verið áber- andi lítil á Akureyri við und- anfarnar kosningar, til dæm- is aðeins 71,7% við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Kjörsóknin jókst nú um 7,5 prósent og var 79,2% sem er meira en við þrennar síðustu kosningar. Kosningaþátttaka í sveitar- stjórnarkosningum 1950-94 77,7% Allt landið '50 '54 '58 '62 '66 '70 '74 78 '82 '86 ’90 '94 90,2% gaBv. 75 '50 '54 ’58 '62 '66 70 74 78 '82 '86 '90 '94 FJÓRIR af fimm hreppum sem tóku þátt í skoðanakönn- un um sameiningu sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði sam- þykktu sameiningu. Annars vegar var gerð tillaga um sameiningu Jökuldalshrepps, Hlíðarhrepps og Tungu- hrepps. I Tunguhrepp sögðu 38 já en 9 nei, auðir og ógildir seðlar voru 5. í Hlíðarhreppi sögðu 28 já, 8 nei og auðir og ógildir seðlar voru 3. I Jökuidalshreppi sögðu 36 já en 54 nei. Hins vegar var gerð tillaga um sameiningu Valla- hrepps, Skriðdalshrepps og Fljótsdalshrepps. í Valla- hreppi sögðu 52 já, en 21 nei og auðir og ógildir seðlar voru 8. í Skriðdalshreppi sögðu 27 já en 18 nei og auðir og ógildir seðlar voru 4. Ekki var kosið í Fljótsdals- hreppi að þessu sinni. Sátt um Vesturbyggð YFIRGNÆFANDI nieirihluti íbúa í nýju sveitarfélagi á sunnanverðum Vestfjörðum samþykkti að gefa sveitarfé- laginu nafnið Vesturbyggð. Atkvæðagreiðslan var bind- andi. Mjög góð sátt tókst um þessa nafngift. Skiptar skoðanir eru hins vegar um nafn á nýju sveitar- félagi fjögurra sveitarfélaga í Mýrasýslu. í skoðanakönn- un sem fram fór um helgina fékk nafnið Borgarnesbyggð flest atkvæði eða 296, en Borgarbyggð fékk 292 at- kvæði. Borgarþing fékk 141, Borgarfjarðarbyggð 140, Borgarfjarðarbær 146, Borgarfjarðarþing 11 og Mýra- byggð fékk 86 atkvæði. Atkvæðagreiðslan var ekki bind- andi. Fyrirhugað er að fráfarandi sveitarstjórnir sveitarfé- laganna fjögurra taki ákvörðun um hvaða nafn verði endanlega fyrir valinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.