Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.05.1994, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐID, KRINGIAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fyrsti stangarlax- inn á land FYRSTI stangarveiddi Iax sumars- ins veiddist á sunnudagsmorguninn. Það var 11 punda nýgengin hrygna sem Steinn Björgvin Jónsson veiddi á maðk í Hvítá í Borgarfirði. Steinn var á veiðum á gamla neta- veiðisvæðinu, nánar tiltekið á veiði- stað sem heitir Norðurkot, en það er skammt fyrir neðan Þvottaklöpp sem er einn besti veiðistaðurinn á svæðinu. Hann er skammt neðan vatnamóta Hvítár og Grímsár og enn gætir tæra vatnsins í Norðurkoti. Miklir vatnavextir voru í á.m á Vest- urlandi í rigningunni, en Örn veiddi laxinn að morgninum, áður en tæra vatnið fékk á sig moldarlit. Veiði hófst á gamla netasvæðinu í Hvítá 20. maí síðastliðinn, en þá hófst jafn- an netaveiðin meðan hún var og hét. ---------♦ ♦ ♦--- Metrigning í Reykjavík MESTA rigning, sem mælst hefur á Jnum sólarhring í Reykjavík í maí, var frá kl. 9 á sunnudagsmorgun til kl. 9 í gærmorgun, eða 36 mm. Fyrra metið var sett árið 1949 og þá rigndi mun minna, eða 26,7 mm á einum sólarhring. Samkvæmt upplýsingum veður- farsdeildar Veðurstofu íslands er maímánuður yfirleitt þurrasti mán- uður ársins og meðalúrkoma mán- aðarins er 43,8 mm. Því vantaði aðeins 7,8 mm upp á að sólarhring- inn frá sunnudagsmorgni fram á mánudagsmorgun væri regnið jafn mikið og í meðalmánuði. Morgunblaðið/Árni Sæberg HINIR nýkjörnu borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúár R-listans komu saman til fyrsta fundar síns í hádeginu í gær. Meirihluti myndaður í nokkrum sveitarfélögum Steingrímur Ingvarsson bóndi og ýtu- stjóri á Litlu Giljá hafði nóg að gera við að ferja fólk yfir Stóru-Giíjá í gær. Morgunblaðið/RAX Vatnavextir á Norðurlandi vestra Ibúðarhús í hættu og vegir í sundur VEGIR fóru víða í sundur í Húnavatnssýslu og Skagafirði á sunnudag og í gær. Mikil úr- koma var á þessu svæði og þeg- ar við bættist snjór í fjöllum flæddu ár yfir bakka sína og ræsi höfðu ekki undan flaumi leysinganna. Búist er við að við- gerð verði lokið á flestum veg- um í dag. Um tíma var íbúðar- húsið í Hvammi í Svartárdal í hættu, þegar Hvammsá flæddi yfir bakka sína, en því var bjargað. „Það er ótrúlegt hvað þessi litla spræna breyttist," sagði Sig- , ríður Þorleifsdóttir í Hvammi um Hvammsá, sem braut sér farveg upp að íbúðarhúsinu þar á sunnu- dag. Skemmdum á húsinu tókst að afstýra, en girðingar skemmd- ust og tíundi hluti jarðarinnar er undir sandi, aur og grjóti. Við Stóru-Giljá kom stórt skarð í veginn. Þá grófst einnig frá ræsi við Auðólfsstaði í Langadal, en það skarð hefur þegar verið lagfært. Vatnsflaumur bar aur og grjót yfir jarðirnar Nautabú og Kjarv- alsstaði í Hjaltadal í gærmorgun og rauf Hjaltadalsveg. Vegurinn í Norðurárdal fór í sundur aðfaranótt mánudags. Þar féllu fjórar aurskriður á veg- inn. ■ Ótrúlegt hvað/6-7 SAMKOMULAG hefur þegar tekist um myndun nýs meirihluta í nokkr- um sveitarfélögum á landinu og viðræður milli flokka eru víðast hvar hafnar eftir sveitarstjórnar- kosningamar sl. laugardag. I kosn- ingunum féll meirihlutinn í alls tíu bæjarstjórnum. í Reykjavík missti Sjálfstæðis- flokkurinn meirihlutann til R-list- ans og fékk 47% atkvæða og 7 fulltrúa en R-listinn fékk 53% at- kvæða og 8 borgarfulltrúa kjörna. Mun R-listinn taka við völdum á borgarstjórnarfundi um miðjan júní og jafnframt mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir taka við embætti borg- arstjóra af Árna Sigfússyni. Samkomulag náðist í gærkvöldi um áframhaldandi meirihlutasam- starf Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í bæjarstjórn Kópa- vogs. Sigurður Geirdal, efsti maður á lista Framsóknarflokks, verður áfram bæjarstjóri en Gunnar Birg- isson, efsti maður á lista Sjálfstæð- isflokks, verður formaður bæjar- ráðs. Gunnar sagði að eftir væri að ggnga frá málefnasamningi flokkanna og skiptingu í nefndir. Hann sagði að samstarfið undan- farin fjögur ár hefði gengið vel og því hefði verið heiðarlegast að þess- ir flokkar ræddust fyrst við um endurnýjun samstarfsins þótt þeir hafi gengið óbundnir til kosninga. Þá hefur náðst samkomulag um meirihlutasamstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks í Suð- urnesjabæ en á liðnu kjörtímabili mynduðu þessir tveir flokkar meiri- hluta í Keflavík. Ellert Eiríksson, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins, verður bæjarstjóri en Drífa Sigfúsdóttir, B-lista, formað- ur bæjarstjórnar og varabæjar- stjóri. R-listinn tekur við völdum í Reykjavík um miðjanjúní Könnunarviðræður eru hafnar um myndun nýs meirihluta í Hafn- arfirði en þar óskuðu bæði alþýðu- flokksmenn og sjálfstæðismenn eft- ir viðræðum við fulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Meirihluti Alþýðu- flokksins féll í kosningunum á laug- ardag er hann missti mann yfir til Alþýðubandalags. „Við kölluðum tvo efstu menn á báðum listum á fund með okkur sitt í hvoru lagi og fórum yfir stöðu mála,“ sagði Lúðvík Geirsson, annar maður á G-lista. Hann sagði að í kvöld yrði haldinn félagsfundur í Alþýðu- bandalaginu þar sem ákvörðun yrði tekin um framhaldið. Breytingar á Akureyri í Mosfellsbæ tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn tveimur mönnum og missti meirihiutann í bæjarstjórn. Viðræður hófust strax á sunnudag um myndun nýs meirihluta milli Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags, sem fengu hvor um sig tvo menn kjörna. Að sögn Þrastar Karlssonar, efsta manns á B-lista, liggja viðræður að mestu niðri fram yfír næstu helgi þar sem oddviti Alþýðubandalags er erlendis en hann kvaðst ekki eiga von á öðru en að flokkunum tækist að ná sam- an um myr.dun meirihluta. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags féll á Akureyri í kosningunum á laugardag en fram- sóknarmenn, sem fengu 5 fulltrúa kjörna í bæjarstjórn, hófu strax eftir að úrslit lágu ljós fyrir viðræð- ur við alþýðuflokksmenn um meiri- hlutasamstarf. Eru talsmenn list- anna bjartsýnir á að meirihluta- myndunin takist og eru þá allar lík- ur taldar á að Jakob Björnsson, bæjarstjóraefni B-listans, gegni stöðu bæjarstjóra næsta kjörtíma- bil. Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks um áframhaldandi meiri- hlutasamstarf í bæjarstjórn Grinda- víkur og var gengið frá málefna- samningi flokkanna í gærkvöldi. Þá hafa fulltrúar D-lista sjálf- stæðismanna og S-lista, Samtaka um betri bæ, náð samkomulagi um myndun_ nýs meirihluta í bæjar- stjórn Ólafsfjarðar en meirihluti sjálfstæðismanna féll í kosningun- um á laugardaginn. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og K-lista félagshyggjufólks hélt velli í kosningunum á Selfossi en Fram- sóknarflokkurinn bætti við sig manni. Eru listarnir þrír hver með þijá menn í bæjarstjórn. Óformleg- ar þreifingar eru farnar af stað og hafa forystumenn D-lista og K-lista ræðst lítillega við. Meirihluti Alþýðuflokks og Framsóknarflokks féll á Akranesi en Alþýðubandalagið bætti við sig ■tveimur mönnum. Guðbjartur Hannesson, efsti maður G-lista, sagði að alþýðubandalagsmenn hefðu ákveðið að óska eftir viðræð- um við Framsóknarflokkinn um meirihlutasamstarf en framsóknar- menn hefðu tekið sér tíma til kvöldsins í kvöld til að ákveða hvort þeir vildu fara út í viðræður. ■ Úrslit, viðbrögð og fréttir/11, 12, 14, 26 og B-blað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.