Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílaverkstæðið Múlatindur á Ólafsfirði Kannar möguleika á að flyija út slökkviliðsbfla BÍLAVERKSTÆÐIÐ Múlatindur á Ólafsfirði hefur verið að þreifa fyrir sér með útflutning á slökkvibílum, en verkstæðið hefur framleitt fjóra slíka bíla. Siguijón Magnússon, fram- kvæmdastjóri Múlatinds, segir of snemmt að segja til um hvað komi út úr þessum þreifing- um. Siguijón fullyrðir að slökkvibílar Múlat- inds séu samkeppnisfærir við erlenda bfla, bæði hvað varðar verð og gæði. Múlatindur hóf að smíða slökkvibfla fyrir ijórum árum. Fyrirtækið hefur smíðað fjóra bíla. Einn er á Ólafsfirði, annar á Blöndu- ósi, sá þriðji verður afhentur slökkviliði Dal- víkur fljótlega og fjórði bfllinn er óseldur. Siguijón hefur hannað þessa bfla sjálfur í samvinnu við starfsmenn sína, en hann hefur kynnt sér hönnun og gerð slökkvibíla víða og m.a. farið í tvígang á sýningar erlendis þar sem slökkvibflar eru til sýnis. Slökkvidæl- umar em keyptar að utan, en að öðru leyti er slökkviútbúnaðurinn- smíðaður á Ólafs- firði. Bílamir sjálfír era af amerískri tegund. Snöggur og kraftmikill bíll „Þetta er mjög snöggur og kraftmikill slökkvibfll. Hann er fljótur á staðinn og fljót- virkur því að hann er mjög einfaldur í notk- un. Þetta er einfaidasti slökkvibfll sem ég veit um. Þetta er mjög góður fyrsti björgunar- bíll og hentar vel bæði fyrir minni og stærri slökkviiið. Gert er ráð fyrir að það sé hægt að hafa klippur og. annan búnað í honurn," sagði Siguijón. ' Siguijón sagði að bflamir hefðu reynst mjög vel. Hann sagði þetta vera bfla sem hugsaðir væra sem fyrsti bfll á brunastað. Hann sagði að hægt væri að fá þá með 1000 eða 2000 lítra tank. Einn af kostunum við að smíða þessa bfla hér á landi er að sveitar- félög og slökkviliðsmenn, sem koma til með að rióta bflana, geta sett fram óskir um þann útbúnað sem þeir vilja hafa í bflunum. Bfllinn sem fer á Dalvík kostar fullbúinn 7,2 milljónir með virðisaukaskatti. Hann er Morgunblaðið/Bjöm Gíslason íslenskur slökkviliðsbíll SIGURJÓN Magnússon, framkvæmdastjórí bílaverkstæðisins Múlatinds á Ólafs- firði við einn slökkviliðsbíla fyrirtækisins. með 2000 lítra tanki, en bfll með minni tank kostar um 5,2 milljónir. Siguijón sagði þetta verð sambærilegt við það sem gerist á sam- bærilegum útlendum slökkvibflum. Mikil þörf fyrir svona bíla Siguijón sagði að mikil þörf væri fyrir slökkvibfla af þessari gerð hér á landi. Mjög víða notist slökkvilið við gamla lélega bila. Hann sagði hins vegar að sveitarféiög, en þau standa straum af kostnaði við branavarn- ir, væra treg til að veita íjármagni til nauð- synlegra kaupa á slökkvibílum. Víða vanti; því mikið á að branavörnum sé fyrirkomið eins og best væri á kosið. Siguijón sagði þetta valda því að Múlatindur væri farinn að skoða möguleika á útflutningi slökkvibíla. Hann sagði alltof snemmt að segja til um hvað komi út úr þeirri skoðun, en hann sagð- ist vera bjartsýnn. • • Okumaður grunaður um fíkni- efnaneyslu BÍLL valt á veginum skammt frá Hvammsvík í gærmorgun og skemmdist mikið. Ökumaður og einn farþegi í bílnum sluppu með skrámur, en þeir vora handteknir á staðnum granaðir um að hafa neytt fíkniefna. í bílnum fundust munir sem lögreglan í Reykjavík telur vera þýfí úr nokkrum innbrotum á Dalvík í fyrrinótt og var lagt hald á þá. Tækjabíll á vettvang Bflveltan varð rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, en ekki var vitað nánar um tildrög þess. í fyrstu var talið að um alvarlegt slys væri að ræða og var tækjabíll slökkviliðs kvaddur á vettvang. Áður en hann kom á slysstað hafði hins vegar komið í ljós að ekki var þörf á hon- um. Opið hús áyfir 40 býlum BÆNDUR á 43 býlum víðs veg- ar um iandið munu næstkom- andi sunnudag bjóða almenningi að sækja sig heim og kynnast lífínu í sveitinni. Þetta er í fyrsta sinn, sem bændur ráðast í heim- boð af þessu tagi, en er vonazt til að slíkt geti orðið árlegur viðburður, samkvæmt upplýs- ingum frá bændasamtökunum. Kúabúskapur er ráðandi á mörgum bæjanna og einnig er hægt að sjá sauðfé, hesta, svin, loðdýr, aiifuglarækt, eggjafram- leiðslu, skógrækt, fiskeldi, garð- yrkju, komrækt, ferðaþjónustu og margs konar smáiðnað. Á hveijum bæ munu húsráð- endur kynna búreksturinn í sér- stökum ritlingi. Böm verða leyst út með gjöfum og gestir fá bækling um íslenzkan landbún- að. Morgunblaðið/Golli Taka til höndunum SIGMUNDUR, Eiríkur og Einar voru önnum kafnir við að tyrfa í Hafnarfirði í vikunni. Þeir félagamir búa allir í Höfn, þjónustuíbúðum aldraðra, og ákváðu að leggja sitt af mörkum við frágang og fegrun umhverfisins. Egilsstaðir Mestihitiá ágústdegií | 34 ár | EINMUNA blíða ríkir fyrir austan land og hefur hiti ekki mælst undir 20 gráðum á Egilsstöðum undanfarna fimm til sex sólarhringa. Hámarks- hiti fór upp í 26,7 gráður sunnudaginn 7. ágúst og hefur ekki mælst hærri hiti í ágúst- mánuði í bænum frá því 1961. Hæstur hiti Mestur hiti á sama tímabili , mældist hins vegar í hitabylgju 5. júlí 1991. Fór hitinn þá að sögn Þórönnu Pálsdóttur, veðurfræðings, upp í 28,8 gráður. Á tímabilinu 29. júní til 8. júlí sumarið 1991 mæld- ist hiti alla daga yfír 20 gráð- ur. Þriðja hitabylgjan á tíma- bilinu varð í júlímánuði árið 1964. í heila viku mældist hiti yfir 20 gráður og komst hitinn mest upp í 27,5 gráður 22. júlí. Gervihnattaútsendingum breytt Útsendingar Euro- sport sjást illa EIGENDUR Astra-gervihnattanna, sem sent hafa út Sky News, Euro- sport og fleiri sjónvarpssendingar, breyttu í gærmorgun útsending- unni, þannig að nú næst Eurosport- stöðin ekki frá þessum hnöttum. Hún var færð yfir á gervihnöttinn Astra-lC, en var áður á Astra 1A. Sendingamar nást jafnvel í Evrópu, en til íslands er sendingin mun daufari, þannig að aðeins þeir, sem hafa stærstu móttökudiska, sjá þessar útsendingar. Samkvæmt upplýsingum Pósts og síma era Astra-hnettimir þrír og auðkenndir með stöfunum 1A, 1B og 1C. Þeir eru allir á sama stað í háloftunum, þannig að ekki á að þurfa að beina loftnetum annað til þess að unnt sé að nema merki hnattanna, þótt skipt sé á milli þeirra eins og gert hefur verið nú. Hins vegar er útsendingargeislan- um beint í mismunandi áttir og þvi hafa skilyrði til mótttöku hérlendis versnað til muna. Krisiján Bjamason stöðvarstjóri í Skyggni sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að þeir, sem vildu ná t.d. Eurosport, gætu breytt stefnu loftneta sinna þannig að út- sendingar næðust og þá í gegnum annan hnött, Eutelsat 2, en þar er Eurosport-útsending, einnig Euro News og Euro Pace. Engin breyting hefur orðið á út- sendingum fjölvarpsins á Euro- sport-útseningum. Gunnlaugur Ingibjörg Claessen Benediktsdóttir Gunnlaugur og Ingi- björg í Hæstarétt GUNNLAUGUR Claessen ríkislög- maður hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt frá 1. september næstkomandi. Forseti íslands skipaði Gunnlaug dómara við Hæstarétt að tillögu dómsmálaráðherra. Dómsmálaráð- herra hefur frá sama tíma sett Ingi- björgu Benediktsdóttur til að vera dómari við Hæstarétt til 31. desem- ber 1994.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.