Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 25
24 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. FISKVEIÐIDEILA SEM LEYSA BER MEÐ SAMNINGUM DEILA íslendinga og Norðmanna um fiskveiðar á verndarsvæð- inu við Svalbarða er komin á mjög alvarlegt stig þegar norska strandgæslan er farin að skjóta föstum skotum að togurum, sem hún telur vera við ólöglegar veiðar. Það er sorglegt að þessar tvær nánu frændþjóðir skuli ekki geta gert út um deilumál sín á annan hátt en að því er virðist með ofbeldi og málarekstri. Til þessa hefur krafan um viðræður strandað á þeirri afstöðu Norðmanna að ekkert sé til að ræða um. Þeir hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að íslendingar öðlist fiskveiðiréttindi á Svalbarða- svæðinu eða í Smugunni (sem óumdeilanlega er alþjóðlegt haf- svæði) og því sé ekkert tilefni til samningaviðræðna. í staðinn hafa þeir valið þá leið að reyna að hrekja togara af miðunum með ofbeld- isaðgerðum. Að vissu marki er afstaða Norðmanna skiljanleg út frá reynslu íslendinga, sem sjálfir hafa þurft að þola veiðar erlendra skipa á viðkvæmum svæðum. Fiskverndarsvæðið við Svalbarða var stofnað með einhliða ákvörðun Norðmanna árið 1977 til að byggja upp þorsk- stofninn í Barentshafi. Þó að fiskverndarsvæðið eigi sér varla þjóð- réttarlegan grundvöll, og hafi einungis verið viðurkennt formlega af Finnum, hefur það verið viðurkennt í verki til þessa af flestum þjóðum. Óneitanlega hefur mjög vel tekist til við uppbyggingu þorsk- stofnsins og kannski ekki að furða að Norðmenn reiðist er erlendir togarar streyma nú til Barentshafs, til að njóta góðs af því. Er af- staða þeirra sú að ef gefið verði eftir gagnvart íslendingum nú geti ekkert komið í veg fyrir að floti fiskveiðiskipa undir hentifána geti óhindrað hafið rányrkju á Svalbarðamiðunum. Þeir virðast samt ekki reiðubúnir að láta reyna á það fyrir dóm- stólum, hvorki í Noregi né Haag, hver sé réttarstaða þeirra sjálfra á svæðinu. Ekki er hægt að túlka ákvörðun Norðmanna, að sækja ekki skipstjóra Hágangs II til saka fyrir ólöglegar veiðar á fiskvernd- arsvæðinu, á neinn annan hátt en sem viðurkenningu á því að þeir telji aðgerðir sínar byggjast á mjög brothættum lagalegum grunni. Jens Evensen, sem er fremsti hafréttarsérfræðingur Norðmanna og var til skamms tíma dómari við Alþjóðadómstóiinn í Haag, hvetur í Morgunblaðinu á þriðjudag til að íslendingar og Norðmenn setjist að samningaborðinu og fínni lausn á deilumálum sínum: „Ég legg til að deilan verði leyst með pólitískum samtölum og samningaviðræð- um. Ég vitna til stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir skýrt og greinilega að óheimilt sé að beita valdi eða hóta valdbeit- ingu. Stríð leysir engan vanda.“ Fyrstu viðbrögð norskra stjórnvalda við þessari áskorun Evensens eru að þau breyti engu um afstöðu þeirra. Lýsti Jan Henry T. 01- sen, sjávarútvegsráðherra Noregs, því yfir á blaðamannafundi í fyrra- dag, að til stæði að framfylgja áfram „stranglega" norskum reglum á fískverndarsvæðinu. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvemig því „stranga" eftirliti með Svalbarðaveiðunum yrði framfylgt þegar Norðmenn treysta sér ekki til að færa togara, sem þeir telja brjóta reglur, til hafnar og ákæra þar. Talsmaður norska utanríkisráðuneytisins, Ingvard Havnen, útskýr- ir afstöðu norsku ríkisstjórnarinnar til ummæla Evensens á eftirfar- andi hátt: „Við hlýðum að sjálfsögðu á ummæli Evensens eins og önnur ummæli, sem fjalla um þetta mál, en það segir sig sjálft að það er norska ríkisstjórnin, sem hlýtur að marka stefnuna. Það hafa áður verið viðræður.á milli háttsettra embættismanna, þ.e. ráðuneyt- isstjóra sjávarútvegsráðuneytisins og starfsbróður hans á íslandi, og menn eru sammála um að þessar viðræður munu halda áfram. Það er verið að ræða öll samskipti Noregs og íslands í sjávarútvegs- málum.“ Til lengri tíma litið fara hagsmunir Norðmanna og Islendinga sem fiskveiðiþjóða á norðurslóðum saman. Það er báðum þjóðunum í hag að skynsamlegar lausnir finnist varðandi nýtingu fiskistofna í Norð- ur-Atlantshafi, sem að miklu leyti eru sameiginlegir, og ganga inn og út úr lögsögum ríkja. Má nefna loðnu- og síldarstofna í því sam- bandi. Sú krafa Norðmanna að fara með yfirráðarétt á Svalbarðasvæðinu byggist á túlkun þeirra sjálfra á Svalbarðasamkomulaginu (sem Is- lendingar eiga nú aðild að) og eigin yfiriýsingu um fískverndar- svæði þar. Margir hafa orðið til að draga í efa þann ótvíræða rétt, sem Norðmenn telja sig eiga á svæðinu. Því ber að útkljá það mál annaðhvort með samningum eða fyrir dómstóium. Það er engin lausn að Norðmenn reyni einhliða að breyta reglum um veiðar á Svalbarða- svæðinu þannig að þær útiloki eitt af aðildarríkjum Svalbarðasam- komulagsins. Auðvitað væri eðlilegra að jafnnánar þjóðir og íslendingar og Norðmenn eru gerðu út um sín mál við samningaborðið þannig að þessi deila setti ekki lengur mark sitt á samskipti ríkjanna. Þá væri einnig hægt að semja um jafnbrýnt mál og verndun og viðhald norsk-íslenska síldarstofnsins, en það mál hefur setið á hakanum vegna deilna um Svalbarða- og Smuguveiðar íslendinga. HJÁLPARSTARF Þarna gengnr EVA Laufey og Ragnar ásamt Buba Baldeh, fylgisveini skrifstof- unnar í Brikama, á byltingardaginn andi á að strákurinn hafði verið skot- inn. Þeim var ekki sama því það átti alls ekki neitt þessu líkt að koma fyr- ir, töluðu um að senda menn til Brik- ama til að koma í veg fyrir fleira af þessu. En þarna var óskaplega margt fólk á ferð milli borganna, enda hafði öllum leiðum verið lokað um morgun- inn. Þetta var afskaplega róleg bylting, hún gekk fljótt fyrir sig og það virt- ust allir mjög sáttir við þetta. Það var strax farið að vinna að því að bæta kerfið, meira að segja rafmagnið sem hafði verið skammtað virtist vera meira en nóg þegar nýju valdhafarnir skipuðu fyrir að þessu yrði kippt í lag, ella yrðu fengnir nýir aðilar til að sjá um þetta. NOKKRIR sjálfboðaliðar Rauða krossins í Brikama silja og „brugga te“ framan við skrifstofuna á þriðja degi byltingar. Þrisvar er hellt á telaufið, fyrsti skammtur er sterkur og ætlaður fullhraustum karl- mönnum, annar skammtur er ætlaður konum og ungum mönnum en þriðji skammturmn er fyrir vanfærar konur og veikbyggt fólk! Eva Laufey Stefánsdótt- ir er nýkomin heim eftir hálfs árs starf fyrir Rauða krossinn í Gamb- íu. Undir lok dvalar hennar var gerð stjórn- arbylting í landinu. I við- tali við Sverri Pál segir hún frá starfinu og reynslunni af dvöl sinni allt svo hægt EVA Laufey Stefánsdóttir fór ásamt Ragnari Þorgeirssyni á vegum Rauða krossins til Gambíu í Vestur-Afríku þann 11. janúar síðastliðinn og kom heim nú um mánaðamótin. Eva Lauf- ey og Ragnar voru í búðum Rauða krossins í Brikama, annarri stærstu borg Gambíu og komust í fréttir hér heima þegar stjórnarbylting var gerð í landinu í fyrra mánuði. Sú bylting varð sem betur fer hljóðlát að mestu og mannfall ekki, en vegna sam- bandsleysis var ekki vitað um afdrif íslendinganna fjögurra sem þarna voru staddir á vegum Rauða kross- ins. Þangað voru þá komnir tveir aðrir íslendingar til að taka við störf- um Evu Laufeyjar og Ragnars, J)au Lovísa Leifsdóttir og Óskar Örn Ósk- arsson. Ekkert amaði að þeim og raunar komst líf í landinu í réttar skorður á skömmum tíma. EVA LAUFEY sagði að í Gambíu byggju um 1,2 millj- ónir manna, þó væri fjöld- inn ekki með öllu ljós. Stærsta borgin er Sera- kunda og höfuðborgin er Banjul en Eva Laufey starfaði í Brikama, sem er næststærst að mannfjölda en lang- stærst að flatarmáli. Hún sagði að Rauði kross íslands fjármagnaði eitt af sjö umdæmum sem þarna væru og hún 'nefði mest starfað á og á vegum umdæmisskrifstofunnar. Þar væri unnið skrifstofu- og skipulagsstarf, tengsl væru höfð við yfir 60 skóla, en í hveijum skóla er Rauðakrossstarf- semi, haldin skyndihjálparnámskeið og ýmis önnur námskeið af mörgu tagi, reknar sumarbúðir og margt fleira. Mikið reyndi á frumkvæði þeirra starfsmanna sem þarna væru og starfið mótaðist nokkuð af því hvað þeir hefðu fram að færa. Hjálp til sjálfsbjargar þarna syðra. Eva Laufey sagði að unnið væri að því að gera þetta tiltekna umdæmi sjálfbjarga. Meðal annars væri verið að koma upp ávaxtarækt og dýrarækt í því skyni að afla fjár til starfsemi Rauða krossins, en þetta gengi allt hægt, þarna gengi allt mjög rólega. „Þetta starf hefur staðið yfir í 2‘/2 ár. Þarna hafa verið gerðir nokkrir brunn- ar, meðal annars vígðum við nýjan brunn sem gerður var í minningu Jóns Karlssonar, sem féll við störf á vegum Rauða krossins. Þessi brunnur er reyndar handknúin vatnsdæla, og vatninu er dælt í ker þar sem fólk getur þvegið þvotta, annað ker þar sem húsdýrin drekka og svo nær fólk þarna í vatn til heimilisnota. Við unnum líka við að styrkja kvennahópa, en konur eru þarna ekki réttháar og fá lítið fyrir verk sín. Við vorum með námskeið fyrir þær í ýmsu serr getur síðan komið þeim að beinu gagni, til dæmis í fatalitun. Annar hraði þar en hér Hraðinn í Gambíu er mjög hægur, ef hægt er að segja svo, sérstaklega í Brikama. Allir vinna hægt, og allir hlutir eru rosalega afslappaðir. Fólkið gengur meira að segja hægt. Ég er nú frægari fyrir annað en að fara mér rólega og fólkið tók eftir því og talaði mikið um það hvemig ég gekk. En fólkið þarna er óskap- ----------- lega elskulegt og mannleg Vakti þriggja hæst settu Afríkumanna innan Rauða krossins- við störf í Kenýa. Hann var raunar sá sem byrjaði þetta starf þarna í Gambíu ásamt Sigríði Guðmundsdóttur hjá Rauða krossi ís-_ lands. Alasan vildi að allt gengi nákvæm- lega eftir klukkunni og undraðist að við skyldum vera orðin jafnóstundvís og Gambíumenn á tiltölulega fáum vikum. Það var líka svo að ef maður mætti einhvers staðar á réttum tíma var það til þess eins að bíða. Þess vegna lærir maður fljótt þolinmæði á því að vera þarna. Ög þegar Lovísa og Óskar komu til okkar kom þeim óskaplega á óvart hvað við gátum verið þolinmóð. Kona fær nýja fætur Það má segja að ótrúlega mikill tími hafi farið í lítil verkefrii. Til dæm- is tók mig 10 daga að leysa út gám sem kom frá íslandi með ýmislegt, föt og fleira. Þarna var meðal annars hjólastóll, en hann fékk kona sem ég eyddi miklum tíma með. Þetta var ung kona, sykursjúk, sem höfðu verið teknir af báðir fætur. Hjólastólinn fékk ég ekki nema ég færi með kon- una á endurhæfingarmiðstöð í Banjul. -------- Þessi stöð á að úthluta undrun hjólastólum handa þeim samskipti skipta öllu máli. maður fékk sem t)urf'a’ en t,að gengur Þó að maður eigi að mæta . . ^ _ upp og ofan og þar var á ákveðnum stað á ákveðn- i s g s ox mér gagt að töiuvert værj um tíma þá gengur maður ————— um að fólkið misnotaði ekki framhjá einhverjum sem maður þekkir án þess að gefa sér góðan tíma til að spjalla við hann. Þess vegna byijar næstum allt tveim tímum of seint. Yfirmaðurinn okkar, Alasan Seng- hore, var ekki við störf fyrst eftir að við byijuðum í Brikama. Hann er Gambíumaður og hafði verið einn þessa hjálp, seldi stólana og keypti sér eitthvað annað, meðal annars eit- urlyf. En þegar við komum á Endur- hæfíngarstöðina þar sem átti að mæla stólinn og athuga hvort hann hæfði konunni kom í ljós að hún hafði aldr- ei komið þangað en læknarnir sögðust geta búið til á hana fætur. Ég eyddi síðan miklum tíma í að keyra hana á LOVÍSA og Óskar Örn, sem nú Alagie, bílsljóra milli á meðan þeir voru að smíða fæt- urna á hana. Hún á möguleika á öðru núna en að vera fótalaus og hjálpar- vana. í sljórnarbyltingu í síðum kjól Föstudaginn 22. júlí vorum við Ragnar svo gott sem hætt störfum. Lovísa og Óskar voru komin og þau voru í 5 daga kynnisferð um landið. Við vorum ekki farin á skrifstofuna um morguninn þegar einn sjálfboðal- iðinn kom og sagðist hafa heyrt eitt- hvað um að einhvetjir hermenn hefðu ráðist á forsetann kvöldið áður. Maður trúði þessu nú tæplega, enda kom ég heim úr leiðangri um miðnætti og varð ekki vör við neitt, hvorki í varð- stöðvum né á flugvellinum. En ég fór með honum á skrifstofuna til þess að komast í síma þar, í síðum kjól og ekkert sérstaklega búin til að vera partur af stjórnarbyltingu. Það sást strax að þarna var mikil spenna, allir að flýta sér á markað. Ég hringdi í Alasan, sem var í höf- uðstöðvunum í Serakunda, og hann vissi það eitt að eitthvað var að. Við ákváðum að hringjast á á hálftíma fresti meðan símasamband væri á og það gekk vel nema rétt yfir blánótt- ina, enda var þá útgöngubann. Banjul var hins vegar símasambandslaus fram á sunnudag. Múgur sáfnaðist út á götur, her- menn fóru á lögreglustöðvarnar og leystu út fanga og eyðilögðu skjöl. Ég held að æsingurinn hafi verið mestur þama í kringum okkur því þar voru þessir menn nógu langt frá höf- uðstöðvunum til að vera ekki undir styrkri stjórn. Ég heyrði sagt að marg- ir þessara hermanna væru að snerta byssur í fyrsta skipti. Mér var sagt að þeir hefðu skotið upp í loftið aðal- lega vegna þess að þeim fannst svo eru í Gambíu, stöðvarinnar. matarboði hjá Morgunblaðið/Björn Gíslason EVA Laufey Stefánsdóttir komin heim frá Gambíu. gaman að heyra hljóðið. Ég held líka að þeir hafi ekki allir verið með á nótunum hvað var nákvæmlega að gerast. Þeir voru margir fullir og lagði af þeim víndauninn þegar þeir voru að fylgjast með fólki og ferðum þess. Eitt slysaskot _________________ Skipun dagsins var að gera engum neitt, þetta átti allt að vera friðsamlegt. Takmark nýju stjórnarinnar var að uppræta spillingu. Hermenn áttu að taka opinberar eigur eins og embættisbíla og nota við bylt- inguna, en þeir gengu nú miklu lengra í þeim efnum. Einn strákur þarna fékk slysaskot í sig. Ég fór ásamt sjálfboðaliðum með hann til Banjul og þá sá ég hvað var að gerast á leiðinni. Við vorum stoppuð víða og allir voru jafnundr- Tíu daga að leysa út einn gám Verst að fara burt án fyrirvara Það var verst hvað við þurftum að fara fyrirvaralaust. Raunar langaði mig ekki til að ijúka í burtu strax. Við áttum eftir að kveðja formlega og afhenda Óskari og Lovísu verkefni sín. Þau komu náttúrulega dálítið bratt inn í þetta og þeim var alls ekki sama eftir að þau komu heim úr ferða- laginu og vissu hvað var að gerast. En nú er allt rólegt á ný og þau verða ekki lengi að komast inn í þessa hæg- fara hringiðu. Flugöllum var lokað og landamær- um. Við áttum pantað far á miðviku- degi en það var talið fjarri lagi að búið yrði að opna fyrir flug. Við vorum að hugsa um að láta bóka okkur heim viku seinna og tókum það bara ró- lega, en á miðvikudaginn var okkur sagt að væri búið að opna flugvöllinn og ég vissi að Rauði kross Islands vildi fá okkur heim sem fyrst svo það var ekki annað að gera en að pakka niður í einum grænum hvelli og drífa sig út á flugvöll. Ég var satt að segja með tárin í augunum að þurfa að fara svona skyndilega heim. Lærdómsríkur tími Innsýnin í líf fólks í Afríku hefur orðið mér mikils virði, þessi lífsstíll fellur mér vel. Maður verður að beita þolinmæði, og það er lærdómsríkt. Þarna er ekki drukkið vín, þetta eru múslimar. Vinátt- an og virðing fyrir öðrum er fólkinu svo mikilvæg. Manneskjan sjálf og sam- ^___ neyti fólks skiptir meira máli en lífsgæðin. Ég sakn- aði til dæmis ekki hitaveituvatnsins þarna suðurfrá - satt að segja sakna ég dálítið óhreinindanna frá Gambíu núna hérna, það er állt svo hreint heima hjá mér. Þetta eru svo ólíkir heimar." Ætlarðu aftur? „Ég fer aftur. Það er engin spurn- ing.“ Atvinnu- og velferðarmál í brennidepli á norrænni ráðstefnu félagsmálastj óra Er lífið saltfiskur? Félagsmálastjórar á Norðurlöndum koma saman í fimmta sinn í Reykjavík í vikunni og halda ráðstefnu um fé- lagsleg málefni s.s. at- vinnu- og velferðarmál. Þórmundur Jónatans- son ræddi við tvo ráð- stefnugesti og kynnti sér ___hvaða mál verða í brennidepli á ráðstefn- unni. Tvö hundruð manns sitja ráðstefnuna sem lýkur á morgun. HAFIN er í Reykjavík ráð- stefna félagsmálastjóra á Norðurlöndum. Hana sækja jafnt embættis- menn og stjórnmálamenn og alls koma um 200 manns til landsins vegna hennar. Aðalviðfangsefnið er atvinnumál og verða þau rædd á breiðum grundvelli. Réttur einstak- linga til atvinnu, atvinnuleysi og staða velferðarríkisins verða í brennidepli á ráðstefnunni sem ber yfirskriftina Lífíð er saltfiskur. Yfir- skriftin er sótt í bók nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, Sölku Völku, þar sem höfundur lýsir á lifandi hátt baráttunni við atvinnuleysið á fjórða áratuginum. Sólveig Reynisdóttir formaður Samtaka félagsmála- stjóra á íslandi og einn skipuleggj- enda ráðstefnunnar fullyrðir að lík- ingin eigi jafnvel við á vorum dögum þegar atvinnuleysi heijar á íbúa Norðurlanda. „Atvinna er meðal grundvallar- mannréttinda einstaklinga,“ sagði Sólveig í spjalli við Morgunblaðið. „Hún er mikilvæg fyrir einstakling- inn, ekki aðeins fjárhagslega heldur einnig fyrir andlega velferð viðkom- andi.“ Hún segir að enda þótt Salka Valka hafi verið gefin út árið 1931 eigi boðskapur hennar fullt erindi til fólks enn þann dag í dag. Drögum lærdóm af niðurstöðum ráðstefnunnar „Við vonumst til að geta dregið lærdóm af niðurstöðum ráðstefn- unnar m.a. í því skyni að vera betur í stakk búin til að beijast við at- vinnuleysið. í þessu samhengi er oft nauðsynlegt að breyta afstöðu fólks til vinnunnar, einkum í ljósi þess að ekki er sjálfgefið að menn fái vinnu nú til dags,“ sagði Sólveig. Hún segir að tveir fulltrúar frá hveiju ríki Norðurlandanna muni flytja fyrirlestra. „íslensku fyrirles- ararnir munu líta á atvinnumálin út frá nýjum hliðum, frá sjónar- horni heimspeki annars vegar og sagnfræði hins vegar. Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur fjall- ar til að mynda um tengsl kvenna og vinnu í ljósi sögunnar,“ sagði hún. Sænsku fyrirlesararnir taka fyrir velferðarfélagið og meta gildi þess. Danir munu setja norrænt vel- ferðarkerfi í samhengi við áherslur Evrópusambandsins. Þá greina Finnar frá reynslu sinni af atvinnu- bótavinnu og tilbúinni atvinnustarf- semi og Norðmenn fjalla um at- vinnuleysi í samfélaginu og hvaða áhrif viðvarandi atvinnuleysi getur Sólveig Reynisdóttir Jón Björnsson haft á einstaklinga. Gestafyrirlesari er Þjóðveijinn Volke Kaske, þing- maður á Evrópuþinginu og formað- ur Evrópunefndar um sveitarstjórn- armál. Ábyggjur af atvinnuleysi ungs fólks Í hvert sinn sem félagsmálastjór- ar koma saman eru dregnar saman upplýsingar frá hveiju landi um atvinnuleysi og atvinnu- horfur. Að þessu sinni segir Sólveig að fulltrúar Norðurlandanna hafi mestar áhyggjur af vax- andi atvinnuleysi meðal ungs fólks á Norðurlöndum. „Sér- staklega höfum við áhyggjur af fólki sem aldrei fær tækifæri á al- mennum vinnumarkaði og hefur aðeins kynnst atvinnubótavinnu og tilbúinni atvinnustarfsemi,“ sagði Sólveig Reynisdóttir. Ekkert líf án vinnu Ahyggjur af atvinnuleysi ungmenna „Það er ekkert líf til án vinnu af því að vinna merkir víðast sú fyrirhöfn að lifa. Líf sem er fyrir- hafnarlaust er frekar ómerkilegt líf að mínu mati,“ sagði Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann flutti fyrirlestur þar sem sett ------------------------ er fram spurningin „Er Atvinna með- lífíð saltfískur?". í fyrir- al sjálfsagðra lestrinum gerir hann til- mannréttinda Svarið segir hann ef til vill felast í því að rangt sé spurt. „Lífið er einhvers konar samsetningur af vinnu, hvíld og tómstund eða leik. Það er ekki til ein uppskrift að því í hvaða hlutföllum þetta skuli blandast,“ sagði hann. Atvinnuleysi er ekki einungis ef nahagsvandamál Jón telur það til- hneigingu fólks að líta á atvinnuleysi al- farið sem efnahagsvandamál sem unnt sé að leysa með rekstrartækni- legum aðferðum. Svo er ekki að hans mati. „Samhengi vinnu, hvíld- ar og tómstundar í lífi mannsins er flóknara en svo. Þetta þrennt fær merkingu sína hvað af öðru. Bæði þrældómur og atvinnuleysi raska jafnvægi þessara þátta sitt meiF hvorum hætti,“ sagði hann. Eitt meginskilyrði vellíðunar að mati Jóns er það að mað- ur sé sjálfur sáttur við hlutfall vinnu, hvíldar og tómstundar í eigin lífi. „Það er þessi sátt sem atvinnuleysið hefur rofið núna, á hliðstæðan hátt og þræl- dómurinn gerir. Líf sem ekki hefur að geyma þetta þrennt er að mínu viti ekki gott líf. Þá legg ég raunar dálítið víðtækan skilning í hugtakið vinnu — en með því á ég við þá fyrirhöfn að lifa því lífi og öðlast þau lífskjör sem maður álítur fullr nægjandi. Við notum vinnuhugtak- ið mun þrengra og leggjum það nánast að jöfnu við launavinnu," sagði Jón. Athyglisverð þverstæða Jón kemst þannig að þeirri niðurstöðu í fyrirlestri sínum að vinna sé óhjákvæmilegur þáttur í lífi allra manna sem búa á þessari jörð. Það sé rökrétt niðurstaða raun til þess að skilgreina ____ hvað felist í hugtakinu vinnu og hvert gildi hennar hefur verið í aldanna rás. „Spurningin hvort lífið sé salt- fiskur er visst orðalag á þeirri spurningu hvert sé vægi vinnunnar í lífi manna, hvort lífið sé fyrst og fremst vinnan og allt annað eins konar afleiðing af henni — m.ö.o. að atvinnulaust líf sé ómerkilegt líf, ónýtt líf,“ sagði Jón. _____ þrátt fyrir þá skondnu þverstæðu sem birtist í viðhorfi margra einstaklinga tíl vinnunnar. Það sé staðreynd að ýmsir menn, einkum í Vestur-Evr- ópu, vilji á sama tíma halda vinn- unni og vera lausir við hana. Þeir vilji þannig komast í vinnu einung- is til þess að bíða eftir því að vinnu- dagurinn sé á enda eða að sum- arfríið hefjist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.