Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 19 Lilja Björk í setustofu Nýló LILJA BJÖRK Egilsdóttir opnar safnsýningu á verkum sínum í setustofu Nýlista- safnsins, laugardaginn 13. ágúst. A sýningunni verður kynnt verkið Miðar, pjötlur, snifsi - sem er unnið á vegg. Lilja Björk stundaði nám við fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla íslands og nam á síðasta ári við Regl. de Beaux-Arts í Rennes, Frakklandi. Hún hefur tekið þátt í samsýningum, meðal annars í Nýlistasafninu og Hlaðvarpanum í Reykjavík. Sýning er opin daglega frá klukkan 14-18 og lýkur 28. ágúst. Rímnakveð- skapur o g þjóðmála- umræða BÁRA Grímsdóttir, tónskáld og kvæðakona, heldur fyrir- lestur um íslenskan rímna- kveðskap á íslandskvöldi í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 11. ágúst. Fyr- irlesturinn hefst klukkan 20 og mun Bára segja frá helstu einkennum og leika tóndæmi. Fyrirlesturinn er á norsku. Að loknum fyrirlestri og fyrirspurnum verður gert kaffihlé en að því loknu verð- ur sýnd kvikmynd um ísland. Aðgangur er ókeypis. Á sunnudaginn, 14. ágúst, klukkan 17.30 flytur dr. Sig- rún Stefánsdóttir yfirlit á sænsku um gang þjóðmála á íslandi. Allir eru velkomnir og gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspumir. Vatnslitir í Nesbúð STEINVÖR Bjarnasdóttir sýnir verk sín í Nesbúð, Nesjavöllum, þessa dagana. Á sýningunni eru landslags- og blómamyndir unnar með vatnslitum. Sýningin stendur yfír fram í miðjan september og er öll- um opin. Jóhannes Geir í Safnahúsinu Í SAFNAHÚSINU á Sauðár- króki stendur yfir málverka- sýning Jóhannesar Geirs úr sögu Skagafjarðar, „Sturl- ungaöld“. Sýningin er opin frá kl. 15-18 og 20-22 alla daga til 14. ágúst. Baldvin sýnir á Vopnafirði BALDVIN Árnason sýnir tíu myndir, unnar í olíu, og af- steypur af skúlptúrum í íþróttahúsinu á Vopnafirði. Sýningin hefst kl. 14 laugar- daginn 13. ágúst. Oðinn Valdimarsson dæg- urlagasöngvari syngur við opnunina. Sýningin verður opin milli 14 og 22 laugardag til mánudags. Allar myndirnar eru til sölu. LISTIR Vandvirkni og formfesta MYNPLIST Listasafnið á Akur- cyri og Dciglan/ Cafc Karólína KLIPPIMYNDIR/ INNSETNING Jón Laxdal Halldórsson/ Hlynur Hallsson Listasafnið: Opið alla daga (nema mánudaga) kl. 14-18 til 31. ágúst. Deiglan: Opið alla daga kl. 14-18 til 16. ágúst. Café Karólína: Opið alla daga til 26. ágúst. Aðgangur ókeypis. STUÐNINGUR opinberra aðila við listina hefur í gegnum tíðina verið með ýmsum hætti, og ekki alltaf verið auðvelt að finna bestu leiðirnar á því sviði. Undarifarin ár hafa ýmis sveitarfélög m.a. valið listamenn til að hljóta starfslaun, sem gera þeim kleift að vinna alfar- ið að listinni um eins árs skeið. Þetta hefur verið árangursrík leið, eins og sést hefur á mörgum sýn- ingum listamanna að loknu slíku tímabili, en nú standa einmitt yfir í Listasafninu á Akureyri og í Deigl- unni sýningar af þessum toga. Jón Laxdal Halldórsson hefur í krafti slíks stuðnings frá Akur- eyrarbæ getað einbeitt sér að list- inni á þessu ári, og af sýningunum má ráða að hann hefur notað tím- ann vel. Jón vinnur eingöngu með klippitækni, og hráefnið er einkum sótt í gulnuð dagblöð frá ýmsum heimshornum, gamlar sakamála- sögur og auglýsingamyndir; úr þessu byggir listamaðurinn upp sér- stæðan, formfastan heim, þar sem línan er í aðalhlutverki. Jón hefur komið að myndlistinni úr óvenjulegri átt. Að loknu stúd- entsprófi las hann heimspeki við Háskóla Islands, og fór eftir það til framhaldsnáms í Danmörku, þar sem ljóðlistin varð þó yfirsterkari náminu. Hann tók fýrst að vinna að mynd- list fyrir um áratug, í framhaldi af kynnum sínum af hópi ungs mynd- listarfólks, sem stóð að rekstri Rauða hússins á Akureyri upp úr 1980. Klippitæknin varð fyrir valinu sem tjáning irmiðill, en Jón hefur þróað hana með sérstökum hætti; í stað þess að blanda úrklippum inn í málverk eða teikningar hefur hann notað þær einar til að skapa heildar- verk, þar sem geometrísk form eru mótuð af línum og stöfum, en text- ar notaðir sem litir eða skuggar. I sölum Listasafnsins getur að líta tíu heildarverk með ýmsum nöfnum (mörg þeirra samsett úr nokkrum flötum), en í Deiglunni eru þrettán myndir til viðbótar, sama eðlis, sem bera allar titilinn „Form“. Sterk form- gerð er helsta einkenni allra verkanna á sýn- ingunum, og þau lúta fyrst og fremst lög- málum hins mynd- ræna í fletinum; þar virðist ekki að finna duldar merkingar eða hugmyndafræðilegar ' útleggingar á texta, eins og oft hefur verið með klippimyndir. Þetta kann að koma á óvart sé litið til baksviðs listamannsins, en er gott dæmi um þá vandvirkni, sem hann hefur tam- ið sér. Þetta kemur vel fram bæði í efnisvali einstakra verka, svo og í uppsetningunni í heild, sem er vel sniðin að sýningarsölunum. Sam- sett verk eins og „í Austurvegi", „Tíglar" og „Stofuljóð" fylla upp í veggina, og tilbrigði eininganna innan heildarinnar heldur þeim í kraftmiklu jafnvægi. í verkinu „Næturljóð“ hefur Jón leitað fanga í auglýsingum og fréttaljósmynd- um, þar sem litir næturinnar eða næturlífsins eru ráðandi; liturinn er einnig mikilvægur þáttur í ýms- um öðrum verkum, t.d. nr. 8 og 13 í Deiglunni. Eitt stærsta verkið í Listasafninu nefnist „Málfræði“ og er í 44 ein- ingum; það formspil mætti e.t.v. sjá sem lykil eða stafróf listamannsins, sem væri hægt að beita á önnur verk á sýningunum, en svo reynist ekki vera, heldur er hver eining algjörlega sjálfstæð í formgerð sinni. Með sýningunum fylgir hugleið- ing Þorsteins Gylfasonar um kenn- ingu höggormsins („Þetta er ljóm- andi laglegt. En er það list?“), sem vissulega má reikna með að margir velti fyrir sér. Svarið kemur ef til vill fram í hugleiðingunni, en ekki síður í verkunum sjálfum; áhorfand- anum verður ljóst, að það er ekki miðillin, klippitæknin, sem ræður úrslitum, heldur sú formræna myndsýn, sem listamaðurinn notar hana til að útfæra. Kaffi-innlegg I skrifum sínum hefur undirritað- ur fylgt þeirri meginreglu að fjalla almennt ekki um listviðburði í kaffi- húsum, veitingasölum, verslunum o.s.frv. Vegna langrar hefðar hafa sýningar á Mokka-kaffi verið eðli- leg undantekning hér á, og verið getur, að Café Karólína á Akureyri nái með tímanum að skapa sér samsvarandi hefð norðan heiða. Staðurinn er í Listagil- inu miðju, í nánum tengslum við sýningar- sali og vinnustofur listamanna; þar hafa um nokkurt skeið verið haldnar reglulegar og oft áhugaverðar list- sýningar, sem henta þessu litla rými ágæt- lega. I júlímánuði stóð þarna yfir sýning á verkum Óla G. Jó- hannssonar, en nú er tekin við sýning frá hendi ungs listamanns, Hlyns Hallssonar, sem nefnist einfaldlega „Innsetning fyr- ir kaffihús“, og ætti því að henta vel á þessum stað. Hlynur hóf sitt listnám á Akur- eyri, en útskrifaðist svo frá MHÍ á síðasta ári; síðan hefur hann stund- að framhaldsnám í Hannover í Þýskalandi. Hann hefur verið að undirbúa þetta tiltekna verkefni allt frá því í nóvember á síðasta ári, en þá tók hann að safna að sér efni til sýningarinnar. Hlynur lýsir framkvæmdinni sem svo: „Ég tek kaffibolla, sem ég hef drukkið úr, með og skráset hann. Dýfi honum aftur og aftur ofan í heitt vax, þannig að mörg þunn lögin mynda þykka húð. Finn orð sem gæti haft forskeytið kaffi-. Þannig er bollinn varðveittur. Hann fær um leið nýtt hlutverk og tapar fyrri tilgangi sínum. Bollamir eru minningar eins og dagbók eða ferðasaga. Þeir eru hlutir fyrir kaffihús.“ Þeir 39 bollar sem hanga hér með veggjum eru af ýmsum gerð- um, frá ýmsum stöðum (heimanað, kaffihúsi í Hannover, eldhúsinu hjá mömmu, millilandaflugvél, hótelinu á Hjalteyri o.s.frv.), og þeim fylgja ýmis orð, frá hinu eðlilega og sjálf- sagða (-staður, -brennsla, -rót, -brúnn) til hins fjarlæga (-bann, -skol, -skólp). Allir em bollarnir hjúpaðir þykku ljósu vaxlagi, sem gefur þeim ósjálfrátt svip forn- minja, sem sé rétt að varðveita vegna sögulegs gildis. Hér er skemmtileg hugmynd út- færð af kostgæfni og vandvirkni; formið er knappt, og þó varla verði þessa verks minnst sem stórvirkis í myndlistinni, er enginn efi að hér hefur verið sett upp „kaffihúsalist" í bestu merkingu þess orðs. - Hug- myndaauðgi er einn mikilvægasti þáttur í fari hvers listamanns, og þessi framkvæmd er þess vottur að Hlynur lumar þar á góðum hlutum. Eiríkur Þorláksson Jón Laxdal Ráðstefna norrænna listamannasafna RÁÐSTEFNA norrænna lista- mannasafna verður haldin í Reykjavík dagana 12. til 14. ág- úst. Er þetta í þriðja sinn, sem ráðstefna af þessu tagi er haldin og fjallar hún um söfn einstakra listamanna. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Uppsölum vorið 1990 og sú næsta í Helsinki haustið 1991. Ráðstefnuna sækja fulltrúar allra helstu listamannasafna á Norður- löndum, svo sem Munch-safnsins og Vigeland-safnsins í Ósló, Gal- len Kallel-safnsins í Finnlandi og Zorn-safnsins í Svíþjóð. Frá ís- landi verða fulltrúar frá helstu listasöfnum hér á landi, bæði söfn- um einstakra listamanna og al- mennum listasöfnum, enda mörg íslensku einsmannssafnanna hluti af stærra safni. Söfn einstakra listamanna gegna mörg hver veigamiklu hlut- verki sem heimildasöfn og mið- stöðvar rannsókna á list viðkom- andi listamanns, segir í fréttatil- kynningu, auk þess sem þar gefst kostur á að halda annars konar sýningar en á almennum listasöfn- um. Sérstaða þessara safna, hlut- verk þeirra og samband við stóru listasöfnin verða meðal þess sem fjallað verður um á ráðstefnunni og verða fyrirlestrar haldnir í Norræna húsinu, laugardaginn 13. ágúst, klukkan 9-16. Aðalfyr- irlesarar verða Kiillike Montgo- mery safnstjóri Bror Hjorth-safns- ins í Uppsölum, sem mun fjalla um samband listamannasafna og almennra listasafna og Birgitta Sandström, safnstjóri Zorn-safns- ins, sem mun tala um listamanna- söfn sem miðstöð heimilda. Starfsfólk frá Listasafni ís- lands, Safni Ásgríms Jónssonar, Listasafni Einars Jónssonar, Listasafni Siguijóns Ólafssonar og Kjan'alsstöðum hefur unnið að undirbúningi ráðstefnunnar, en helstu styrktaraðilar hennar eru Norræni menningarsjóðurinn, Reykjavíkurborg, Norræna húsið og Listasafn íslands. Verkfæri - lagerverð Hjólatjakkur, 2T GS HD 4.870 Bilatjakkur,750kg 1.334 Gúmmíteygjur, 4 stk. 152 Búkkar, 2st/sett, 2t 1.179 Alverkfærataska 2.958 Verkfærataska, rúnuð 3.773 Topplyklasett, 3/4" 5.990 Skralllyklasett, 10-22 1.995 Lyklasett OP CV6-32 1.180 Lyklasett LOK VC 6-32 2.198 Skrall 1/2" Crom Van 493 Skrall 3/8" Crom Van 324 Skrali 1/4" Crom Van 261 Afdráttarklær, 3 st/sett 1.825 Afdráttarkló, 100,3 arm 828 Segull + gripkló, sett 224 Splittatangir, 4 st/sett 670 Sexkantar mm/ins, 25 ST 439 Flísaskeri +bor, 400 mm Múrbretti, 13x28 cm Heftibyssa HD 4-8 mm Réttingasett HD 7/stk. Réttingasett SM 7/stk. Borasett HSS, 1-10 mm Borvéladæla f/vökva Klaufhamar, fíberskaft Klaufhamar, tréskaft Kúbein, 600 mm, blá Blikkklippur 3/stk. Kittisbyssa, HD, rauð Virtalía, 1 tonn Snæratalfa, 300 kg Yfirbreiösla, 4x5 m Reiðhjólalás, 600 mm Reiöhjólalás, 1,5 m, neon Mótorhjólalás, 70x300 mm Reiðhjólaviðgerðarsett Regngalli, nyl., XL-XXL 4.871 497 638 1.179 795 798 432 532 249 320 1.168 284 1.590 667 1.442 234 853 1.058 280 1.340 Garðyrkjusett, 6 stk. 456 Garöyrkjusett, 4 stk. 278 Limgerðisklippur 825 Grasskæri 364 Blómaskæri 393 Garðúöari 325 Vasahnífur, 11 hlutir 360 Opið 9-18.30 Laugard. 10-16.30 IS3R0T Kaplahrauni 5,220 Hafnarfjörður sfmi 653090 - fax 650120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.