Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rithöfundurinn Taslima Nasrin koinin til Svíþjóðar Bangladesh aftur- kallar handtökuskipun Stokkhólmur. Dhaka. Reuter. Krefjast umbóta í Mexíkó MÓTMÆLI gegn mexíkóskum stjórnvöldum fara vaxandi og krafa um lýðræðisumbætur verður stöðugt háværri. Skæru- liðar úr röðum maya-indjána í Mexíkó hafa hvatt mexíkósku þjóðina til þess að rísa upp og hrekja stjórnina frá völdum með mótmælum. Var myndin tekin er skæruliðar í þjóðfrelsissveit Zapatista marséruðu í upphafi fundar sem uppreisnarmenn efndu til í bænum Aguascalient- es í Chiapas sl. mánudag. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- hreyfingar Palestínu (PLO) og Yitz- hak Rabin, forsætisráðherra ísra- els, hittust í gær í fyrsta sinn eftir fund þeirra í Washington sl. haust er samningar PLO og ísraels um sjálfstjórnarsvæðin voru undirritað- ir. Embættismenn PLO hafa látið í ljós áhyggjur yfir því að hægt gangi að leysa ýmis deilumál vegna brottflutnings heija Israels frá sjálfstjómarsvæðunum. PLO óttast einnig að friðarsamningar ísraela og Jórdana muni ýta Palestínu- mönnum út kuldann. Athygli vakti hve vel fór á með leiðtogunum tveim . í gær. Nokkrum stundum fyrir fundinn, • sem var haldinn á ísraelskri herstöð j á Gaza en rétt við ísraelsku landa- \ mærin, létu stjórnvöld í Jerúsalem I lausar úr haldi átta palestínskar konur. Ein af helstu kröfum PLO h.;fur verið að fólk sem fangelsað var fyrir andstöðu við Israelsher verði látið laust. Er þeir Arafat og Rabin hittust í fyrsta sinn sl. haust þurfti Bill Clinton Bandaríkjaforseti að telja þungbúinn Rabin á að innsigla sam- j inginn við Arafat og PLO með handabandi. Á Gazafundinum var ' Rabin mun léttari í bragði og sam- . þykkti að endurtaka handaband við j’ upphaf fundarins fyrir nýjan hóp Ijósmyndara. „Eg vona að þriðji hópurinn birtist ekki“, sagði hann. Arafat sagði síðar hlæjandi að þeir ættu að hittast til þess eins að tak- RITHOFUNDURINN og kvenrétt- indakonan Taslima Nasrin kom til Svíþjóðar í gær, að sögn Margaret- hu af Ugglas, utanríkisráðherra. Sagðist hún ánægð með að Nasrin hefði getað yfirgefið heimaland sitt, Bangladesh, með löglegum hætti. Af Ugglas gaf ekki nánari upplýsingar um hvar Nasrin væri, né hversu lengi hún myndi dvelja ast í hendur og tók Rabin vel í hugmyndina. Sýrlendingar hvika hvergi Sýrlendingar vísuðu í gær á bug getgátum ísraelskra ráðamanna um að hinir fyrrnefndu hefðu átt þátt í stöðva árásir Hizbollah-skæruliða á stuðningssveitir ísraela í syðstu héruðum Líbanons sem ísraelar hersitja. Farouk al-Shara, utanrík- isráðherra Sýrlands, gaf í skyn að árásir skæruliða væru réttlætanleg- ar. Múslimaleiðtogar vilja meina Nasrin að snúa aftur heim í Svíþjóð. Embættismaður utanrík- isráðuneytisins í Bangladesh sagði: „Við erum afskaplega fegin ef hún er í raun og veru farin. Við vorum alveg búin að fá nóg.“ Shara sagði að enginn áþreifan- leguur árangur hefði orðið í viðræð- um við Israela með milHgöngu Bandaríkjamanna um lausn á deil- unni um Gólanhæðir, hernámssvæði ísraela í Sýrlandi, en viðræðurnar hefðu verið gagnlegar. Ráðherrann sagði að eftir sem áður væri það ófrávíkjanleg krafa að ísraelar drægju allt herlið sitt frá hæðunum og hefði þessi stefna verið áréttuð er Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var í heim- sókn í Damaskus nýverið. í síðustu viku kom Nasrin fyrir rétt í Bangladesh, eftir að hafa verið í felum í rúma tvo mánuði vegna líflátshótana frá bókstafs- trúuðum múslimum, sem saka hana um guðlast, og handtöku- skipunar sem yfirvöld gáfu út á hendur henni. Hún var látin laus gegn tryggingu, og handtökuskip- unin afturkölluð. „Til hvíldar og starfa“ í stuttri yfirlýsingu frá Nasrin í gær sagðist hún hafa komið til Svíþjóðar í boði rithöfundasam- bands landsins „til hvíldar og starfa.“ Hún væri afskaplega þakklát öllum þeim sem hefðu sýnt henni stuðning bæði heima og erlendis. Leiðtogar múslima fegnir Innanríkisráðherra Bangladesh sagði fréttamönnum fyrr í gær að Nasrin væri frjálst að fara úr landi, rétt eins og hvéijum "ðrum ríkis- borgara. Leiðtogi stærsta stjórnmála- flokks múslima í landinu, sem hef- ur tekið virkan þátt í mótmælunum gegn Nasrin, sagði að nú gætu allir andað léttar. Hann sagði að vísa hefði átt henni úr landi, „til þess að þjóðin hefði ekki að nauð- synjalausu þurft að eyða tíma og kröftum í hana.“ Annar múslimsk- ur stjórnmálaleiðtogi sagði að þótt ekki væri unnt að meina Nasrin að yfírgefa landið, mætti ekki leyfa henni að snúa aftur. Heilbrigðisfrum- varp Clintons Ofsljórn og skrif- ræði? Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings er byrjuð að ræða hið um- deilda frumvarp stjórnar Bills Clintons forseta um heilbrigðiskerfi sem tryggja á öllum landsmönnum læknishjálp. Repúblikanar segja að tillögur demókrata muni leiða til oftsjórnar og skrifræðis. Demókratinn George Mitchell, leiðtogi meirihlutans í þingdeild- inni, hefur látið gera ýmsar breyt- ingar á frumvarpinu. Allmargir demókrataþingmenn eru þó fullir vantrúar og ekki má gleyma að skoðanakannanir sýna mikla and- stöðu almennings við hugmyndir forsetans. Nancy Kassebaum, repúblikani frá Kansas, sagði að frumvarp demókrata væri „flækja af skrifræði og reglugerðafargani“ sem myndi valda skattahækkun- um, launalækkunum og fækka störfum. Niðurgreiðslur og umbætur í tillögunum er gert ráð fyrir niðurgreiðslum, umbótum og frum- kvæði einkaaðila; fjárlaganefnd þingsins gerir ráð fyrir að nái tillög- urnar fram að ganga muni 95% Bandaríkjamanna njóta trygginga árið 1997. Til vara leggur Mitchell til að atvinnurekendur greiði helm- ing tryggingakostnaðar starfs- manna og myndi þá markmið Clint- ons nást árið 2002. Umbætur í heilbrigðismálum voru meðal helstu kosningaloforða Clintons 1992. Rússaher frá Moldovu SAMKOMULAG náðist í gær um brottflutning rússneskra hersveita frá Moldovu. Hverfa sveitirnar, um 15.000 hermenn, þaðan á þremur árum. Sam- komulagið náðist eftir tveggja ára þref. Vildu Moldovar að sveitirnar færu fyrr en Rússar báru því við að minnst þijú ár tæki að fjaúaggja gífurlegt magn vopna og skotfæra sem herliðið, sem upprunalega var sovéskt, réði yfir. Matvælaskort- ur í Súdan HÖRMUNGAR bíða um eitt hundrað þúsund flóttamanna í suðurhluta Súdans. Vegna bar- daga uppreisnarmanna og stjórnarhers er matvælaskortur orðinn mikill á stórum svæðum og hungur blasir við. Neyðarkall frá Kambódíu NEYÐARKALL hefur borist frá einum þriggja vestrænna ferðamanna sem skæruliðar Rauðu khmeranna í Kambódíu tóku í gíslingu eftir lestarrán í iok júlí. Páraði hann hjálpar- beiðni á eyðublað fyrir lyf og matvæli sem send voru þre- menningunum um síðustu helgi. Reynt hefur verið með samningum að fá skæruliða til að sleppa mönnunum. Sveitir stjórnarhermanna hafa um- kringt búðir skæruliðanna og er óttast að það kunni að draga úr líkum á samningum. Aukið ofbeldi í S-Afríku OFBELDI hefur vaxið stórum í Suður-Afríku það sem af er ári, að sögn lögreglu. Voru rúmlega 50 manns að meðal- tali myrtir daglega fyrstu þijá mánuðina. Á þeim tíma voru 4.849 manns myrtir sem er aukning um 650 morð miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur ránum og hvers kyns glæpum öðrum stórfjölgað. Nýtt krabba- meinslyf? BRESKIR vísindamenn sögð- ust í gær binda miklar vonir við nýtt krabbameinslyf, DACA, sem þeir segja að geti ef til vill komið að notum við meðferð á lungnakrabba. Tals- maður vísindamannanna sagði lyfið geta komið að notum þeg- ar hefðbundin meðferð dygði ekki til og þá sérstaklega gegn æxlum í lunga, þar sem oft myndast mótstaða gegn lyfjum. Sjómenn klaga flotann FULLTRÚAR breskra sjó- manna sem stunda túnfískveið- ar á Biscayaflóa gagnrýndu í gær bresku stjórnina fyrir framferði breskra gæsluskipa þar. Þeir sögðu að svo virtist sem skipin hefðu verið send þangað til höfuðs sjómönnun- um í stað þess að veita þeim vernd fyrir spænskum bátum. Ásakanirnar voru settar fram eftir að breskt gæsluskip rak breskan togara til hafnar fyrir að brúka of löng reknet við túnfiskveiðarnar. Netin reynd- ust standast reglur ESB. Reuter Viðræðufundur Arafats og Rabins á Gaza-svæðinu Endurtekin handa- bönd og glensyrði Erez á Gaza, Beirut. Reuter. Reuter YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, heilsar leiðtoga PLO, Yasser Arafat, með handabandi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.