Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Harðfiskframleiðsla hafin á Akureyri á nýjan leik Gull hafsins tekur til starfa GULL hafsins nefna félagarnir Hákon Viðarsson og Marinó Knútsson fyrirtæki sitt sem form- lega tók til starfa í síðustu viku, en aðal- starfsemi þess er harðfiskvinnsla. Eng- in slík starfsemi hefur verið á Akureyri síð- ustu_ misseri eða frá því Utgerðarfélag Ak- ureyringa hætti að framleiða harðfisk. Hákon og Marinó hafa fjárfest í full- komnum tækjabúnaði til harðfiskgerðar, en fyrirtækið er við Fjölnisgötu á Akur- eyri. Hákon lauk prófi í gæðastjórnun frá Háskólanum á Akureyri vorið 1992, hann ólst upp vestur á ísafirði þar sem hann vandist fískvinnslu frá blautu barnsbeini, en faðir hans, afi og langafí hafa allir komið nálægt harðfiskgerð. Marinó hefur einnig komið nálægt harðfiskgerð áur, en hann var bátsmaður á Kaldbak EA og gladdi þá félaga sína um borð með harðfiski sínum. Harðfiskur vinsæll Þeir félagar hafa lengi verið að velta hugmyndinni fyrir sér og áður en farið var af stað með fyrir- tækið skoðuðu þeir grundvöllinn gaumgæfilega. Hákon sagði að ótrúlega mikið væri keypt af harð- fiski hér á landi, en samkvæmt opinberum tölum væri gert ráð fyrir að harðfiskneysla landsmanna væri um 60 tonn á ári. Þá væri ótalið það sem menn framleiddu fyrir sjálfa sig og einnig það magn sem fólk keypti af sölumönnum við hús- dyrnar heima hjá sér. „Það er mikið af harðfiski á markaðn- um, en hann er misjafn að gæðum. Við stefn- um að því að bjóða við- skiptavinum jöfn gæði, það er ekki keppikefli að vera með toppfisk einn daginn og hrapa niður í gæðum í næsta pakka. Við viljum að okkar viðskiptavinir geti gengið að því sem vísu að okkar harðfiskur sé allaf góður,“ sagði Hákon. Þeir félagar hafa sett markið hátt, tæki til vinnslunnar eru af fullkomnustu gerð og hreinlæti er í fyrirrúmi og aðstaða öll eins og best verður á kosið við framleiðslu matvæla. „Við höfum undirbúið þetta mjög vel og erum fullir bjart- sýni á að dæmið gangi upp,“ sagði Hákon. „Við vonum að þetta gangi það vel að við getum bætt við okk- ur starfsfólki, en við gerum ráð fyrir að hér verði fjórir til fimm starfsmenn að hámarki. AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór FRIÐRIK Hjaltalín, Jóhannes Emilsson og Magnús Ásgeirsson voru að losa sorp í Heiðarlundi í gær, en gert er ráð fyrir í frumvarpi að fjárhagsáætlun að sorphirðugjald sem sett var á í fyrra hækki um helming, úr 1.000 krónum í 2.000. 100% hækkun á sorphirðugjaldi ÍBÚUM á Akureyri verður gert að greiða helmingi hærra sorp- hirðugjald á næsta ári en þeir gerðu í ár samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir bæjar- sjóð Akureyrar sem Iagt verður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarsljórnar í dag, þriðjudag. Sorphirðugjald var fyrst lagt á við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs eða fyrir árið 1994 og var þá 1.000 krónur á hverja íbúð í bænum og skilaði 5,5 milljónum króna í bæjarkassann. í frum- varpi að fjárhagsáætlun fyrir árið 1995 er lagt til að gjaldið hækki og verði 2.000 krónur á íbúð. Tekjur bæjarins af sorp- hirðugjaldinu verða því á næsta ári rúmar 11 milljónir króna. I áætluninni er gert ráð fyrir að kostnaður við sorphreinsun nemi samtals um 23 milljónuip króna á næsta ári og að liðlega 21 milljón fari í sorpeyðingu, eða samtals 44,4 milljónir króna. Skýrsla um þátttöku Akureyrarbæjar í atvinnurekstri Hlutafé keypt fyrir 610 milljónir á fjórum árum Akureyrarbær hefur lagt atvinnulífínu til 1,2 milljarða á tæpum fímm áratugum en þar af hafa fjögur fyrirtæki fengið rúman milljarð. ÚA hefur skilað bænum hagnaði en samtals hafa tapast 340 milljónir á Krossanesi, Slippstöðinni og ístess. AKUREYRARBÆR hefur keypt hlutabréf í fyrirtækjum fyrir rúm- lega 1,2 milljarða króna á núvirði á síðustu fímm áratugum, frá ár- inu 1946 til 1993 í 24 fyrirtækum. Skriða hlutafjárkaupa fór af stað árið 1990 í kjölfar vaxandi at- vinnuleysis, gjaldþrota og slæmrar stöðu Krossaness en helmingur heildarupphæðarinnar, 610 millj- ónir króna, fór til hlutaijárkaupa á síðustu fjórum árum. Þetta kem- ur fram í nýrri skýrslu, „Þátttaka Akureyrarbæjar í atvinnurekstri", sem unnin er af Valtý Hreiðars- syni viðskiptafræðingi og lektor við sjávarútvegs- og rekstrardeild Háskólans á Akureyri. Tilgangur- inn var að rannsaka þátttöku bæjarins í atvinnurekstri og draga ályktanir af þeirri athugun. í skýrslunni er fjallað um hlutafjár- kaup Akureyrarbæjar, sérstök greining er á sjö fyrirtækjum sem bærinn hefur lagt í fé í formi hluta- fjár og að lokum er samantekt þar sem m.a. er fjallað um stjórnir fýrirtækja, ákvarðanatöku og ábyrgð stjórnenda. ÚA og Slippurinn fengu mest fyrst Fram kemur í skýrslu Valtýs að á fyrstu tveimur áratugunum námu framlögin samtals 466 millj- ónum króna eða 38% af heildar- framlagi en nær öll upphæðin eða 460 milljónir fóru til Utgerðarfé- lags Akureyringa. Á næsta tíma- bili, 1970-1979 voru framlögin 105 milljónir, 8% af heildarfram- lagi en þá fór svo til öll upphæðin eða 95 milljónir til Slippstöðvar- innar. Á árunum 1980-1989 voru keypt hlutabréf fyrir 63 milljónir sem er 5% af heildarframlaginu og skiptist á nokkur fyrirtæki m.a. Oddeyri hf. og Iðnþróunarfé- lagið. Á síðustu fjórum árum, 1990- 1993, eru framlögin samtals 610 milljónir króna eða tæpur helming- ur af öllum framlögum bæjarins til hlutafjárkaupa á síðustu 48 árum. Langstærsta framlagið var til Krossaness, 330 milljónir, þá ÚA með 77 milljónir, ístess með 63 milljónir, Folda með 39 milijón- ir og Slippstöðin með 36 milljónir króna. Þá koma Skinnaiðnaður og Laxá með góðar 20 milljónir króna. Fjögur hlutafélög, Útgerðarfé- lag Akureyringa, Krossanes, Slippstöðin og ístess eru samtals með rúman milljarð eða 86% af heildarframlögum Akureyrarbæj- ar til hlutafjárkaupa. 340 milljóna tap ÚA hefur skilað bænum 553 milljónum króna í hagnað, sömu sögu er ekki að segja af hinum fyrirtækunum þremur, en bærinn hefur tapað á þeim rúmum 340 milljónum króna samtals. Tapið á Krossanesi nemur rúmum 166 milljónum króna, tæplega 113 milljónir hafa tapast á Slippstöð- inni og rúmar 63 milljónir króna á ístess. Niðurstaðan af þátttöku Akur- eyrarbæjar í atvinnurekstri á tæp- um fímm áratugum er því ávinn- ingur upp á 148 milljónir króna. Fjárhagsáætlun 1995 Tekjur bæj- arins 1,5 milljarðar HEILDARTEKJUR bæjarsjóðs Ak- ureyrar á næsta ári eru áætlaðar 1.486.540 krónur. Áætlað er að reksturinn kosti um 1,1 milljarð. Frumvarp að fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs og stofnana bæjarins verður tekið til fyrri umræðu á fundi bæj- arstjórnar Akureyrar í dag. Gert er ráð fyrir í áætluninni að 300 milljónum króna verði varið til framkvæmda á næsta ári sem er töluvert minna er var á þessu ári þegar 440 milljónir króna voru til ráðstöfunar. Gert er ráð fyrir að tekin verði ný langtimalán upp á 158 milljónir króna á árinu 1995. Tekjur bæjarsjóðs Akureyrar skiptast þannig að útsvarið gefur um 1,1 milljarð króna, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði skilar 22,6 milljónum króna, skattar af fasteignum um 255 milljónum, fráveitugjöldin 90 milljónum og þá er framlag Jöfnunarsjóðs 15 millj- ónir króna. Gjöldin 74% af tekjum Hvað rekstrargjöld varðar eru félagsmáiin fjárfrekust að vanda, til þeirra renna 283,7 milljónir króna, til fræðslumála fara 215 milljónir króna, til íþrótta- og tóm- stundamála 112 milljónir króna, 79 milljónir fara til menningarmála og rúmar 80 milljónir til yfirstjórnar bæjarins. Þá fara 85 milljónir í umhverfismál, 83 til gatna- og hol- ræsagerðar, 48,7 milljónir til hrein- lætismála og um 44 til skipulags- og byggingarmála. Rekstrargjöld sem hlutfall af tekjum eru 74,3%. Til leigu áAkureyri Til leigu glæsilegt einbýlishús í Þorpinu. Laust í janúar. Upplýsingarí síma 96-21173.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.