Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Heiða fremur sjálfsmorð UT ER komin skáld- sagan Heiða fremur sjálfsmorð eftir Hafliða Vilhelmsson. Þetta er sjötta skáldsaga Haf- liða Vilhelmssonar sem nú kemur út fyrir al- menningssjónir en áður hefur hann sent frá sér bækur eins og Leið tólf og Beyg. Heiða fremur sjálfs- morð Qallar að sögn útgefenda „um nokkra heita sumardaga í lífi Heiðu, fjórtán ára stúlku sem starfar með Hafliði Vilhelmsson vinum sínum í Vinnu- skólanum. Heiða er ósköp venjuleg frísk og tápmikil stúlka, for- eldrar hennar ham- ingjusamir enda í góðu starfi, auk þess sem nýlokið er við að leggja Káhrs-parket á stofu- gólfin.“ Útgefandi er Hlöðugil. Heiða fremur sjálfs- morð er 132 bls. prent- uð í Libris. Bókin kost- ar innbundin kr. 2.296, kiljan er seld á 1.968 krónur. Nýjar bækur Saga glæsilegasta stórbýlisins þegar hæst stóð. Á Korpúlfsstöðum vann Thor Jensen mesta stórvirki einstaklings í landbúnaði á íslandi sem um getur. Síðar eignaðist Reykjavíkur- borg jörðina og rak þar blómlegt bú.“ Birgir Sigurðsson hefur áður gert sjón- varpsmynd um Korp- úlfsstaði. Bókin um Korpúlfsstaði geymir fjölda ljósmynda sem aldrei hafa komið fyrir augu almennings fyrr. Bókaútgáfan Forlag- rætast. Hann var einn af frumkvöðl- ið gefur bókina út. Hún er 168 bls. um síldarútvegsins og stofnaði að stærð í stóru broti og er prentuð Kveldúlf sem talinn var eitt stærsta í Prentsmiðjunni Odda hf. Grafít hf. útgerðarfyrirtæki í heimi í einkaeign gerði kápu. Hún kostar 3.480 kr. Nýjar bækur Ljóðabók eftir Guðrúnu Gísladóttur Annað Ijóðakver kom út eftir Guðrúnu 1978, Skagfirskar glettur. í Eyjunni svörtu sem er 158 blaðsíður eru allmörg ljóð og vísur. Útgefandi er.Skákprent sem einnig sá um prent- vinnslu. Flatey batt bókina inn. Upplag er takmarkað. Eyjan svarta fæst hjá Sjöfn Helgadóttur, Sléttuvegi frá árunum 1945-47. Guðrún Gísladóttir 7 í Reykjavík. EYJAN SVARTA nefn- ist ljóðabók eftir Guð- rúnu Gísladóttur frá Sauðárkróki. Guðrún fæddist árið 1918 á Bergsstöðum í Svart- árdal í Húnavatnssýslu og lést í Reykjavík II ^ 1988. Jm Guðrún gaf út ljóða- kver sem hún nefndi C' ’■ íi Norðfjarðar lofsöngur, ■rv, ■ VVV'. um menn oe málefni KORPÚLFSSTAÐIR - Saga glæsilegasta stór- býlis á íslandi eftir Birgi Sigurðsson rithöf- und er komin út. í kynningu útgef- anda segir: „Korpúlfs- staðir voru fullkomn- asta kúabú á Norður- löndum og þótt víðar væri leitað. Sá sem reisti þetta býli hét Thor Jensen. Hann kom hingað sem kornungur danskur maður, var ís- lenskari en margur Is- lendingurinn, dreymdi stóra drauma og lét þá Birgir Sigurðsson Bókahandbók allt áríð [ ÍSLENSK bókatíðindi 1994 eru kom- in út og er verið að dreifa þeim á öll heimili landsins þessa dagana. Lestur Bókatíðindanna er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi þeirra sem vilja gjarna geta skoðað í ró og næði hvaða bækur eru komnar á markaðinn og haft til hliðsjónar við jólagjafavalið. Ritið gagnast ekki síður sem hand- bók allt árið. Þar eru ýtarlegar upp- lýsingar um bækumar, skýrt frá heiti þeirra, höfundum og útgefend- um, stærð, verð og efni kynnt. Bóka- kynningar eru flokkaðar í bama- og unglingabækur, íslenskar og þýddar, íslensk skáldverk og þýdd, ljóð, bæk- ur almenns efnis, ævisögur og endur- minningar, og handbækur. Til hægð- arauka fyrir bókasöfn og dreifendur eru birt ISBN-númer bókanna, skrá með heimilisföngum og símum útgef- enda auk höfundaskrár og titlaskrár ‘ sem auðveldar leit í heftinu. 24 bókavinningar að eigin vali fyrir 10 þúsund krónur verða dregn- ir út í desembermánuði, en happ- drættismiði á baksíðu Bókatíðinda er gjöf bókaútgefenda til heimilanna. Hefti sem ekki er dreift á heimili eru ónúmemð. Dregið verður daglega í happdrættinu frá 1. desember og vinningsnúmerin birt í dagbókum DV, Morgunblaðsins og Tímans, en bóksalar og skrifstofa Félags ís- lenska bókaútgefenda geta einnig gefíð upplýsingar'um þau. Vinning- anna má vitja í næstu bókabúð gegn framvísun baksíðunnar með happa- númerinu. Nokkrir nemendur í grafískri hönnun við Myndlistar- og handíða- skóla íslands kepptu um hönnun á kápu Bókatíðindanna og varð kápa Ásgeirs Jónssonar fyrir valinu. Rit- stjóri íslenskra bókatíðinda 1994 er Vilborg Harðardóttir framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bókaútgef- enda. Kynlífið og gnð BOKMENNTIR Tcxtar OG TURNINN RÍS HÆRRA OG HÆRRA eftir Ólaf Sveinsson. Óljónista- samtökin. 1993.38 síður. ÞESSARI bók Ólafs Sveinssonar er skipt í ellefu hluta; sex prósa- þætti og fímm þættir sem mætti nefna raddir á sviði. Prósaþættina nefnir Ólafur sögur og númerar frá I og uppí VI. Fyrir utan IV söguna, fjalla þær all- ar á sinn hátt um sam- band guðs og manns, annaðhvort á alvörulaus- an hátt eða afar líkam- legan. „Einu sinni, löngu fyrir löngu, þegar amma var ekki einu sinni til,“ stendur í upphafi þeirrar fýrstu, sem segir í níu línum frá því þegar guð fékk nesti og nýja skó hjá móður sinni, „og lenti í fullt af ævintýrum og svo varð hann hjón með Maríu og þau áttu saman lítið barn sem heitir Jesúbarnið". Saga þijú greinir hins vegar ólíkt frá ævintýrinu. Þar kemur maður með augu, „full af kvöl og ofsa“ að Maríu og nauðgar henni: „Tók hana aftur og aftur, eins og púlshestur, aftur og aftur og aftur.“ Hún eignast barn og hver annar en Jósef er fósturfað- irnn, en Jósef, „sem var svo góður, svo óendanlega góður, gæti hún aldr- ei elskað“. Guð kemur líka við sögu í þeim hluta kversins sem ég nefni raddir á sviði. Fjórar ólíkar raddir halda mi- slangar einræður. Þriðja röddin veltir fyrir sér tilvistarlegum spurningum og kemst að þeirri niðurstöðu, að „þá fyrst hefur maður tekið út fullan þroska þegar maður þráir að verða aftur barn, þráir að heimurinn verði aftur nýr og ekkert ómögulegt". Hin- ar raddirnar velta kynferðismálum, afbrýðisemi og ástinni fyrir sér. Fjórða röddin gerir það á grunnhygg- inn og subbulegan hátt: „Auðvitað eru þær allar mellur ... vilja standa gleiðar útá horni ... og láta einhvern feitan ka.ll, sem hefur ekki séð á sér graðnaglann nema í spegli í tíu ár, reka sig í gegn.“ Önnur röddin er einskonar mótvægi við þá fjórðu en sú fýrsta byijar á heimspekilegum vangaveltum, um að án sköpunarverksins væri guð ekkert „nema þung- lyndur möguleiki“, en endar í brjálkenndri lýs- ingu á kynsvalli. 1 Og turninn rís hærra og hærra veltir Ólafur fyrir sér samskiptum kynjanna, einstaklingn- um og sambandi manns- ins við guð. Ólafur hefur ágætis tilfinningu fyrir tungumálinu og hann ræður yfír ólíkum stíl- brigðum. En mér fínnst skorta dýpið sem við- fangsefnin kalla á. Þetta er, eftir því sem ég kemst næst, fyrsta bók Óiafs og því auðvelt að skrifa gallana á reikning reynsluleysisins. Ef maður neitar sér um þann lúxus og reynir að grufla eftir öðrum skýringum, má halda fram að Ólafur sé full ákafur að afhjúpa hinar eilífu andstæður; líkamann og guð — og því verði heim- ur bókarinnar full einhæfur. Jafnvel svolítið óeinlægur. Kannski er ég ein- faldur maður, en _af einhveijum ástæðum fínnst mér Ólafi best takast upp í IV sögu þar sem segir bara frá Kidda nokkrum, með viðumefnið brjálaði. Það er skemmtileg og hnit- miðuð frásögn. Jón Stefánsson Ólafur Sveinsson Fengur fyrir áhugalj ósmyndara BOKMENNTIR Kcnnslubók ALLT UM LJÓSMYNDUN eftir John Hedgecoe. Ömólfur Thorlacius þýddi. Setberg, 1994. Prentuð í Hong Kong - 224 síður. í FORMÁLA bókar sinnar, Allt um ljósmyndun, segir John Hedgecoe að víst verði ljósmyndarinn að kunna á myndavélina, „en meiru varðar þó að hann geti greint í fyrirmyndinni efni í góða ljósmynd. Það lærist best með reynslunni, með því að leita fyr- ir sér á skipulegan hátt á ýmsum sviðum ljósmyndunar". Trúr þeirri sannfæringu byijar Hedgecoe bókina á að kynna helstu undirstöðuatriði greinarinnar fyrir lesandanum, en meginhiutinn byggist á 71 verkefni sem ljósmyndarinn getur skoðað og leyst á eigin spýtur, og miða þau öll að því að opna augun hans fyrir þeim ótal möguleikum sem ljósmyndun býður upp á og fá hann til að fikra sig áfram. Kennslubækur höfundarins hafa náð milljónasölu og verið þýddar á ýmsar tungur, enda kann hann að setja efnið fram á einfaldan og skilj- anlegan hátt. Allt um ljósmyndun er bók fyrir byijendur en eins getur hún komið misreyndum áhugaljósmynd- urum að mjög góðum notum. í raun er bókin viðamikið nám- skeið í ljósmyndun. Farið er í helstu tækniatriði og þau skýrð á einfaldan og hnitmiðaðan hátt og þá taka verk- efnin við, en þau skiptast í sex hluta. Fyrst eru það frumatriði ljósmyndun- ar, þá myndir af fólki, landslagi og byggingum, kyrralífí, lífheiminum og myndir „á ferð og flugi“. Hvert verk- efni er sett fram á einni opnu. Greint er frá því um hvað það snýst, lesand- anum er bent á hagnýtar leiðir til lausnar þess, tæknilegar upplýsingar hjálpa til og svo sýnir höfundur í eig- in myndum hvernig ná má fram mis- munandi áhrifum. í bókarlok koma síðan góðar ráðleggingar varðandi uppsctningu á ljósmyndaaðstöðu í heimahúsum, tækjaval, frágang á myndum og öðru slíku. Texta bókarinnar er mjög stillt í hóf, hver kafli er stuttur og hnitmið- aður og Hedgecoe útskýrir oft skemmtilega með myndadæmum hvað hann, er að fara. Myndirnar — um 500 talsins — eru allar eftir höf- undinn og þótt hann sé sjálfur merki- legri kennari en ljósmyndari þá hefur hann tæknina á valdi sínu. í öllum útskýringum er miðað við þær 35 mm myndavéiar sem eru á markaðnum í dag, bæði alsjálfvirkar og stillanlegar, veitt er tilsögn um helstu tækniatriði, um ljósmyndun í lit sem og svart/hvítu. Réttilega ít- rekar höfundur það að gerð mynda- vélarinnar skipti ekki máli, heldur auga og árvekni ljósmyndarans. Góða mynd er nefnilega hægt að taka á hvaða myndavél sem er — flókinn tækjabúnaður getur bara þvælst fyr- ir áhugamanninum. Örnólfur Thorlacius þýddi bókina og ferst ágætlega úr hendi að ís- lenska leiðbeiningar og koma tækni- málinu í viðunandi búning. Þá eru orðaskýringar í bókarlok gagnlegar, en þar eru helstu hgutök útskýrð og sum þeirra komin með ný og ágæt íslensk heiti — súmlinsa er til dæmis kölluð breytilinsa og „mode“ er ham- ur. Ég vil þó finna að því að þýða portrett sem andlitsmynd; í mörgum portrettmyndum er viðfangsefnið nefnilega mikið meira en andlitið eitt og sér. Allt um ljósmyndun er fengur fyr- ir íslenska áhugaljósmyndara og væntanlega byijendur í faginu, og ekki kæmi á óvart ef meðlimir ljós- myndaklúbba ættu eftir að kynna sér efni bókarinnar vel. Vitaskuld geta lesendur valið hvort þeir leysi mörg verkefnanna, en þau eru gagnleg og líklega gæti það hjálpað ef tveir eða fleiri leystu þau saman og gætu þá rætt útkomuna sín á milli. Því víst er að besta leiðin til að ná valdi á ljósmyndun er að mynda eins mikið og mögulegt er. Einar Falur Ingólfsson Nýjar bækur • ORMAGULL - verðlaunasög- ur heitir bók sem nýlega kom út. Bókin inniheldur 14 bestu sögurnar sem bárust í verðlaunasamkeppni Barnabókaráðsins í tilefni af ári fjölskyldunnar og lýðveldisafmæl- inu. Verðlaunasögumar eru eftir Að- alstein Ásberg Sigurðsson, Arn- heiði Borg og Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur, en auk þess eiga margir þekktir höfundar sögur í bókinni. Sögurnartengjast allar þjóðsögum eða ævintýrum. Útgefandi erMál ogmenning. Bók- in er 155 bls. og prentuð í G.Ben./Eddu Prentstofu hf. Hún kostar 1.290 krónur. NEÐRI RÖÐ f.v.: Freydís Kristj- ánsdóttir, Árni Árnason og Hall- dór Baldursson. Efri röð: Leó Torfason, Sigurþór Jakobsson og Kolbeinn Árnason. • VÍSUR, kvæðabrot og þulur er bókin sem hefur að geyma úr- valskveðskap frá ýmsum tímum. í bókinni er eldri kveðskapur áber- andi; kveðskapur sem margir vilja kunna og gott er fyrir fólk á öllum aldri að hafa á takteinum. Hér er þessum kveðskap miðlað til barna og ungmenna í nýjum búningi en bókin er ríkulega myndskreytt. Arni Hafstað og Árni Árnason völdu efnið. Freydís Kristjáns- dóttir, Halldór Baldursson og Kolbeinn Arnason gerðu myndirn- ar. Útgefandi er Barnabókaútgáfan. Bókin er96 bls. ogerhúngefin út íhandhægu broti. Útlit er unnið í samvinnu Barnabókaútgáfunnar og Prenthönnunar hf. ogannaðist Prenthönnun einnig umbrot og filmuvinnslu. Bókin erprentuðí Prenthúsinu sf. ogbundin hjá Flat- eyhf. • LITLI maðurinn tekurítaum- ana er eftir Christine Nöstlinger. Litli maðurinn hefur það markmið að gera öll börn hamingjusöm. Hann ferðast um á hjólaskautum, með þyluvængi og Ijósahúfu, en stundum er hann seinheppinn og góðmennska hans og skemmtiatriði veldur misskilningi. Jórunn Sig- urðardóttir þýddi söguna sem er myndskreytt af RoIfRettich og ætluð 9-12 ára börnum. Útgefandi er Mál og menning. Kápan er hönnuð íNæst og bókin prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin er 171 bls. ogkostar 1.290 krónur. • í FLOKKNUM Litlir lestrar- hestar er komin út sjötta bókin um Frans eftir Christine Nöstlinger. Jórunn Sigurðardóttir hefur ís- lenskað allar bækurnar. Sjúkra- sögurafFrans fjallar um hve ergi- legt er að liggja veikur heima þeg- ar skemmtilegt er í skólanum og jafn ergilegt að vera frískur þegar eitthvað fyrirkvíðanlegt stendur fyrir dyrum. Útgefandi er Mál ogmenning. Bók- in er 70 síður og kostar 890 krón- ur. G. Ben-Edda prentstofa prent- aði, auglýsingastofan Næst hannaði kápu. • í FLOKKNUM Litlir lestrar- hestarer komið út ævintýrið Tumi þumall í þýðingu Þorsteins Erl- ingssonar. Sagan um Tuma þumal sem sífellt lenti í ógöngum vegna smæðar sinnar naut vinsælda barna lengi fram eftir öldinni. Nú er hún aftur fáanleg með sömu myndum og í útgáfunni frá 1913. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 80 síður ogkostar 890 krónur. G. Ben-Edda prentstofa prentaði, auglýsingastofan Næst hannaði kápu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.