Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.1994, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ JÓNEINAR GUÐJÓNSSON + Jón Einar Guð- jónsson, frétta- ritari Ríkisútvarps- ins í Noregi, fædd- ist á Akureyri I. janúar 1954. Hann lést í Ósló 24. nóv- ember síðastliðinn. Jón Einar var sonur Guðjóns Einarsson- ar og Halldóru Jónsdóttur. Eftir lát móður sinnar, eða frá fjögurra ára aldri, ólst hann upp hjá móðurafa sínum og ömmu í Kópavogi, en fluttist um fimmtán ára aldur með þeim til Akureyrar, þar sem hann dvaldist hjá venslamönnum fram undir tvítugsaldur. Jón Einar var í Laugaskóla í Reykjadal, starfaði á Akur- eyri, meðal annars hjá Pósti og síma, en fór síð- an til náms í lýðhá- skóla í Noregi. Þar kynntist hann eft- irlifandi konu sinni, Yngvild Svenson, en með henni átti hann tvo drengi. Hann kom síðan heim og var blaðamaður á Al- þýðublaðinu og Vísi um tíma, en fór þá til náms við Blaðamannahá- skólann í Ósló og settist þar að. I Noregi starfaði hann við ABC- bankann og einnig að útgáfu- málum á vegum norsku kaup- mannasamtakanna. Hann var fréttaritari Ríkisútvarpsins í níu ár. Útför Jóns Einars verð- ur gerð frá Nordstrandkirkju í Ósló í dag. JÓN EINAR baðst nánast afsökun- ar á því — hálfum mánuði fyrir andlátið — að hann gæti ekki sinnt starfi sínu fyrir Útvarpið þegar svo mikið væri að gerast sem hlustend- ur á íslandi varðaði: dómur í Há- gangsmálinu í Tromsö, þjóðarat- kvæðagreiðsla í Svíþjóð um Evrópu- sambandið og önnur slík í Noregi. Orðin sögðu sína sögu um áhuga hans og dugnað sem fréttaritara Ríkisútvarpsins í Noregi í níu ár. Ég kynntist Jóni Einari fyrst sem blaðamanni í Reykjavík og síðar enn betur í Ósló. Hann hafði brennandi áhuga á fjölmiðlum og hóf útvarps- feril sinn í sjálfboðavinnu fyrir út- varpsstöð sem stofnuð var í Ósló eftir að einkaréttur norska ríkisút- varpsins var afnumin árið 1981. Ljósvakamiðlum var þá bannað að birta auglýsingar og þeir voru margir hveijir reknir af áhugafólki fyrir samskotafé. Því þurfti menn á borð við Jón Einar til að halda þessu hugsjónastarfi gangandi. Ég man vel eftir honum með segulband á öxlinni að sendast út og suður um Óslóarborg til að safna efni fyrir útvarpsstöðina sina í frístund- um — eins og ekkert væri sjálfsagð- ara. Jón Einar var þekktur í röðum blaða- og fréttamanna í Noregi og til hans var oft leitað þegar afia þurfti upplýsinga um fréttnæma atburði á Islandi. Hann hafði ekki síður áhuga á að hjálpa Norðmönn- um að fylgjast með á íslandi en að sjá íslendingum fyrir fréttum frá Noregi. Og erlendir fréttaritarar í Noregi sakna vinar og samstarfs- manns. Hann var í stjórn samtaka erlendra fréttaritara í Ósló og drif- fjöður í félagsstarfi þeirra. Ég var svo heppinn að geta heim- sótt Jón Einar á sjúkrahúsi hálfum mánuði fyrir andlátið. Hann var helsjúkur, en vildi frekar nota kraft- ana sem eftir voru til að tala um fréttir en veikindi. Að skilnaði rétti hann upp krepptan hnefa, brosti og sagði að nú væri bara að beij- ast. Við vissum báðir að kveðju- stund var runnin upp — augnablik sem ég mun aldrei gleyma. Ég votta Yngvild, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilega sam- úð. Dauðinn hjó fyrir fáum árum skörð í fjölskyldu hennar og minnir enn á sig nú svo undan svíður. A Yngvild er mikið lagt. Alltaf verður bjart í kingum Jón Einar Guðjóns- son í minningunni. Atli Rúnar Halldórsson. Nú fáum við á Fréttastofu Út- varps ekki lengur upphringingar frá Jóni Einari í Noregi um hvað sé að gerast í þessu nágrannalandi okkar, því hann er látinn langt fyr' ir aldur fram — aðeins rúmlega fertugur — ötull fréttaritari og drengur góður er horfínn á braut. Það var fyrir um níu árum að t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓRSSON fyrrverandi bifreiðastjóri á ísafirði, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mið- vikudaginn 7. desember kl. 13.30. Elín Jónsdóttir, Haraldur J. Hamar, Sigríður Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 • SIMI 91-76677 BiS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA Minnismerki úr steini MINNIIMGAR okkur á Fréttastofu Útvarps vant- aði fréttaritara í Noregi og var þá bent á að ef til vill væri Jón Einar Guðjónsson fáanlegur til að taka starfið að sér. Hann hafði þá verið fréttaritari fyrir aðra íslenska miðla í Noregi, jafnframt því sem hann stundaði blaðamennsku ytra. Er ekki að orðlengja það að hann tók starfíð að sér þegar eftir var leitað og reyndist allt upp frá því einn traustasti útvörður Fréttastofu Út- varps á erlendri grund. Það var hreint með ólíkindum hve Jón Einar fylgdist vel með Noregi og nágrannalöndunum og hve hann var naskur á fréttir fyrir okkur. Hann var vakinn jafnt á nóttu sem degi þegar eitthvað var um að vera og jafnvígur á allt virt- ist vera, hvort sem það var pólitík, umhverfismál, menningarmál, at- vinnumál eða íþróttir, svo nokkuð sé nefnt. Jón Einar var mikið ljúf- menni í umgengni og viðkynningu. Eftir áralanga dvöl í Noregi var íslenskan hans stundum svolítið norskuskotin, enda var hann starf- andi blaðamaður í Noregi, og lang- mest af því sem hann skrifaði var á norsku. Hann vildi því gjarnan lesa yfir pistlana sína fyrir okkur, áður en þeir voru sendir út á öldum ljósvakans. Oft er þetta svolítið við- kvæmt mál fyrir pistlahöfunda, en í tilfelli Jóns Éinars var þetta aldrei neitt vandamál, hann breytti og bætti eins og hægt var í gegnum símann, með sinni ljúfmennsku og góðu lund. I Noregi starfaði hann hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækj- um við blaðamennsku, lengst af hjá kaupmannasamtökunum í Ósló og annaðist m.a. útgáfu fréttabréfa og kynningarbæklinga. Þá starfaði hann um tíma hjá ABC-bankanum í Noregi. Jón Einar átti því að baki um 20 ára starfsferil við blaða- mennsku þegar hann lézt 24. nóv- ember sl. eftir erfíð veikindi. Hann greindist með krabbamein í maga skömmu eftir vetrarólympíuleikana í Lillehammer og þrátt fyrir mikla lyfjameðferð og uppskurð nú í haust tókst ekki að vinna bug á meininu. Ég hitti hann í vor skömmu eftir fyrstu sjúkrahúsleguna og þá var engan bilbug á honum að fínna, þegar ég sat heima í stofu hjá þeim hjónum og sonunum tveimur í srtotra raðhúsinu þeirra rétt utan við miðkjarna Óslóar. Við ræddum þá hvað væri framundan og hann sagðist verða orðinn góður þegar slagurinn um inngöngu Norðmanna í Evrópusambandið hæfíst fyrir al- vöru í haust. Hann hafði sínar heil- brigðu skoðanir á því máli eins og öðrum baráttumálum í Noregi og vissulega söknuðum við þess að heyra ekki rödd hans nú á síðustu vikum baráttunnnar. Hann var þá að heyja aðra og örlagaríkari bar- áttu sem endaði með því að hann varð að láta undan. Þrátt fyrir veikindin í sumar og mikla sumarhita í Ósló, sem voru honum erfiðir, lagði Jón Einar ekki árar í bát varðandi fréttamennsk- una. Hann jafnvel hringdi í okkur í farsímanum sínum af sjúkrahús- inu þar sem hann var í meðferð. Þá hafði hann heyrt eitthvað um Smugudeiluna sem við þurftum að vita, — þannig var Jón Einar, sívak- andi og ötull fréttamaður sem hélt merki Islands hátt á lofti og naut mikillar virðingar meðal starfs- bræðra sinna í Noregi. Starfsmenn útvarpsins senda Yngfvild Svenson eiginkonu hans, sonum þeirra tveimur og ættingjum innilega samúðarkveðjur. Kári Jónasson. Undanfarna daga og vikur hafa fréttir verið tíðar frá Noregi. Norð- menn hafa verið í sviðsljósinu og úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild landsins að Evrópusam- bandinu hafa vakið óskipta athygli. Jón Einar, elskulegur vinur og starfsfélagi, hefði notið sín í þessu fréttaflæði. En það átti ekki fyrir honum að liggja að senda okkur fréttir heim af úrslitunum í þjóðar- atkvæðagreiðslunni. Þess í stað fluttu fjölmiðlar fréttir af andláti hans, langt fyrir aldur fram. — Ég hlustaði á hann í útvarpinu þegar vetrarólympíuleikarnir í Lillehamm- er fóru fram í byijun árs. Þá gladdi það mitt gamla fréttamannshjarta hversu skemmtilega hann sagði frá og hversu vel hann stóð sig sem fréttamaður og einstaklingur. Ég var stolt af honum. Ég kynntist Jóni Einari á Akur- eyrij þá nýráðin ritstjóri vikublaðs- ins Islendings. Hann kom með ljós- myndavélina dinglandi framan á sér og bauð mér fréttaljósmyndir til kaups, þá innan við tvítugt. Slíkt gerðu ekki margir á Akureyri fyrir rúmum tuttugu árum. Ég varð svo hissa að ég keypti þessar myndir. Þessi ungi maður með þykku gler- augun vakti áhuga minn. Það var eitthvað við hann sem laðaði fólk að honum. Við urðum vinir í gegn- um myndirnar hans og hann fór að segja mér frá áhuga sínum á því að læra eitthvað á sviði frétta- mennsku. — Ég þekkti til í Noregi og það varð úr að við sóttum sam- eiginlega um dvöl á lýðháskóla fyr- ir hann þar í landi. Seinna rifjaði hann upp í gríni að það eina sem hann hefði þurft að gera var að skrifa undir umsóknina. Hann komst inn. Þessi för varð honum lánsför. Hann kynntist elskulegri eiginkonu sinni Yngvild Svendsen á þessum árum. Hann kynnti mig fyrir henni með stolti þegar þau konu til ís- lands. Síðar þróuðust málin þannig að hann flutti alfarinn til Noregs með fjölskylduna. Upp úr því sáumst við sjaldnar. Einhvern tíma sagði hann við mig í síma með stolti að hann ætti tvo syni — „alveg eins og þú — Sigrún". Mér fannst ég alltaf eiga eitthvað í Jóni Einari. Þegar fréttist að hann væri orðinn veikur af krabbameini töluðum við saman í síma. Þá var augljóst að unglingurinn með myndavélina var orðinn þroskaður faðir sem greinilega lagði ofur- áherslu á að gera konu sinni og sonum áfallið sem léttast. Hann sagði mér að hann liti svo á að það væri ekkert sjálfgefíð að hann slyppi undan höggi þessa vágests. Hann var þá bjartsýnn í orði — hvað sem að baki bjó. Með Jóni Einari Guðjónssyni er fallinn góður drengur. Ég mun allt- af sakna þín — elskulegur. Guð geymi fjölskyldu þína og hjálpi henni við að vinna úr sorginni. Sigrún Stefánsdóttir og synir. Látinn er í Noregi kær vinur, Jón Einar Guðjónsson fréttamaður. í þriðja sinn á einu ári sjáum við hjón- in á eftir kærum vini, sem lotið hefur í lægra haldi í baráttu við krabbamein. Jón Einar var mér meira en kær vinur. Hann og eigin- kona mín vorum systkinaböm og sem börn og unglingar ólust þau að nokkru leyti upp saman. Því leit ég gjarnan á Jón Einar sem mág . minn. Jón Einar Guðjónsson missti móður sína, Halldóru Jónsdóttur, ungur og ólst eftir það upp hjá móðurforeldrum sínum, Guðbjörgu Benediktsdóttur og Jóni Jónssyni, í Kópavogi. Þar naut Jón Einar nálægðar Ríkharðs Jónssonar, móð- urbróður síns og fjölskyldu hans. Á efri árum sínum fluttu þau Guð- björg og Jón Jónsson til Ákureyrar og settust að á elliheimilinu þar í bæ. Jón Einar flutti þá norður og stundaði nám í Laugaskóla og sett- ist að á Akureyri hjá Sigríði Jóns- dóttur móðursystur sinni og Kol: beini Helgasyni manni hennar. í sama húsi bjuggu einnig verðandi tengdaforeldrar mínir, þau Rósa Sigurðardóttir og Þorvaldur Jóns- son, móðurbróðir Jóns Einars. Þeg- ar ég hóf að venja komur mínar um tvítugt á heimili Rósu og Þor- valdar var ég í fyrstu ekki alveg viss um hvar Jón Einar eiginlega bjó, svo mikill var samgangurinn á milli heimila þeirra systkina, Sigríð- ar og Þorvaldar. Jón Einar naut alla tíð mikils ástríkis ömmu sinnar og afa sem og móðursystkina og fjölskyldna þeirra. Þannig átti Jón í raun óvenju stóra og samheldna fjölskyldu. Eftir að Jón Einar lauk gagn- fræðaprófi að Laugum hóf hann störf hjá Pósti og síma á Akureyri. Alls staðar var hann hrókur alls fagnaðar, hvort heldur var á vinnu- stað, á heimilinu eða hvar annars staðar sem hann kom. Mér er lífs- ins ómögulegt að muna Jón Einar nokkru sinni dápran, kátínan var alltaf í fyrirrúmi. Um leið og Jón Einar birtist einhvers staðar tók kætin öll völd. Hann gat komið öll- um í gott skap með nálægð sinni og skemmtilegheitum. Á unglingsárum sínum fékk Jón Einar mikla ljósmyndadellu. Hann var með myndavélina á lofti við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Hann hafði og mikinn áhuga á íþróttum, sérstaklega á fótboltan- um, og átti mikið safn fótbolta- mynda. Ég er sannfærður um að enginn tók eins margar myndir á Akureyri á árunum 1970 til 1976, þegar hann flutti sig um set og hóf störf við blaðamennsku á Alþýðu- blaðinu. Kynni hans af blaða- mennskunni leiddu síðan til þess að hann fór til náms í blaða- mennsku í Osló. Um skeið starfaði Jón sem blaðamaður hjá Vísi. Jón starfaði lengst af í Noregi sem blaðamaður við blað þarlendra kaupmannasamtaka. Þá starfaði hann sem upplýsingafulltrúi við norskan banka. Meðfram starfaði Jón Einar sem ötull fréttaritari út- varps og sjónvarps í Noregi. Á námsárum sínum í Noregi kynntist Jón Einar eiginkonu sinni, Yngvild Svenson. Þau eignuðust tvo drengi, Sindra og Frey. Drengirnir tveir voru sérlega hændir að föður sínum, enda eyddi Jón Einar mjög miklum tíma með þeim. Jóni var mjög í mun að drengjunum væri ljós íslenskur uppruni sinn. Tvívegis á síðustu árum dvöldu Yngvild og Jón Einar ásamt drengj- unum tveimur hjá okkur norður á Akureyri nokkra daga í senn. Þá var mikil kátína og hændust dreng- irnir mjög að börnum okkar þó svo aldursmunur væri nokkur. Til stóð að Yngvild, Jón Einar og drengirn- ir sæktu okkur heim á liðnu sumri. Forlögin gripu í taumana. Jón Einar greindist með krabbamein. Þrátt fyrir þann úrskurð gafst hann ekki upp. Kátínan og bjartsýnin var til staðar, hann ætlaði sér sigur. Sú glíma var hins vegar ójöfn. Smátt og smátt dró af Jóni Einari. Tveim- ur dögum fyrir andlát Jóns fékk kona mín boð um að hringja til hans á sjúkrahúsið. Jón Einar átti við hana ákveðið erindi sem hún geymir fyrir sig. Hann var mjög máttfarinn og gekk þess ekki dulinn að hveiju stefndi. í lok samtals þeirra gat hann þó stunið upp að verst þætti sér að geta ekki lagt krötum lið í komandi kosningum hér uppi á íslandi. Jón Einar Guðjónsson hafði mjög ákveðnar pólitískar skoðanir. Hann var sérlega sannfærður krati. Hann starfaði mjög ötullega fyrir Alþýðu- flokkinn heima á Akureyri meðan hann var þar og eftir að til Noregs kom fylgdist hann mjög vel með pólitíkinni hér heima. Hann fylgdist einnig mjög vel með norskri pólitík og þekkti rrmrga norska stjórnmála- menn persónulega. Aldrei komu þó pólitískar skoðanir Jóns Einars fram í fréttum hans sem bar fyrir eyru og augu landsmanna í útvarpi og sjónvarpi. Að mínu mati voru fréttir hans jafnan sérlega athyglis- verðar og vel fram settar. Það var greinilegt að pilturinn hafði traust margra æðstu stjórnmálamanna Noregs og svo var einnig með marga forkólfa í norsku atvinnulífi. Ég og eflaust fleiri munu sakna þess að heyra ekki framar þessa dálítið syngjandi íslensku í fréttum ljósvakamiðlanna hér heima. Það er sjónarsviptir þegar ungur og farsæll maður er hrifínn á brott í blóma lífsins. Það ríkir söknuður í bijóstum okkar. Söknuður og missir sonanna ungu og Yngvildar er þó sýnu mestur. Eftir lifa minn- ingar um skemmtilegan og sérlega vandaðan úrvalsmann. Megi góður guð styrkja alla þá sem um sárt eiga að binda. Sigbjörn Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.