Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ______________________________________VIÐSKIPTI______________________ Könnun Samtaka iðnaðaríns og Hagstofu íslands á markaðshlutdeild iðnaðarvara --------------- ^ Sambandshúsið jj og Holiday Inn Sælgætið sækirá NIÐURSTÖÐUR könnunar Samtaka iðnaðarins og Hagstofu íslands á markaðshlutdeild nokkurra innlendra iðnaðarvara sýna að innlendur sælgætisiðnaður er að sækja í sig veðrið. Könnunin nær einnig til kaffi- framleiðslu, öl- og gosdrykkjaframleiðslu og málningarvöruframleiðslu. Markaðshlutdeild innlendrar sælgætisframleiðslu gagnvart inn- flutningi jókst til muna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Markaðs- hlutdeildin var þá 52,2% samanbor- ið við 41,0% á öðrum ársijórðungi. Meðalmarkaðshlutdeild fyrstu níu mánuðina var 46,3% sem er tals- verð aukning frá árinu á undan þegar hún var 42,9% Töluverður samdráttur varð í markaðshlutdeild innlendrar kaffi- framleiðslu gagnvart innflutningi á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt því sem fram kemur í íslenskum iðnaði, fréttabréfí Samtaka iðnaðarins, er það aðallega vegná aukins innflutn- ings. Meðalmarkaðshlutdeild fyrstu þijá ársfjórðungana var 34,6%, en var 36,7% á árinu 1993. Málning sækir í sig veðrið Markaðshlutdeild innlendrar öl- og gosdrykkjaframleiðslu gagnvart innflutningi var mjög mikil á fyrsta ársfjörðungi eða 92,4%. Meðal- markaðshlutdeild fyrstu þijá árs- fjórðungana var hins vegar aðeins undir því sem mældist fyrir allt síðasta ár. Meðalmarkaðshlutdeild inn- lendrar málningarframleiðslu gagnvart innflutningi var 46,6% fyrstu þijá ársfjórðungana. Það er talsverð aukning frá árinu áður þegar meðalmarkaðshlutdeildin var 43,1%. í fréttabréfi Samtaka iðnað- arins segir að skýringin á minni markaðshlutdeild á árinu 1993 miðað við árið á undan, sem sjá má á meðfylgjandi töflu, sé sú að það ár hafi verið teknir inft í könn- unina nýir flokkar af málningar- vöru sem séu lítið framleiddir hér á landi. Fyrirvarar í íslenskum iðnaði segir að setja verði nokkra almenna fyrirvara um áreiðanleika könnunarinnar. í fyrsta lagi taki hún til magns fram- leiðslu og innflutnings en ekki sölu- verðmætis. Það þýðir að þegar t.d. framleiðsla er aukin í því skyni að bæta birgðastöðu þá sýni könnun- in, að óbreyttum innflutningi, aukna markaðshlutdeild. Það eigi sér ekki stoð í sölutölum og sé því ekki raunveruleg styrking mark- aðsstöðu. Árstölur séu þó áreiðan- legri en ársfjórðungstölur hvað þetta varðar þar sem þegar upp er staðið haldist í hendur fram- leiðsla og sala. Einnig segir í íslenskum iðnaði að könnun á markaðshlutdeild eftir magni sé varhugaverð þar sem hún leggi að jöfnu allar tegundir vöru í hveijum flokki. Þá nái könnunin ekki til allra innlendrá framleið- enda í sumum greinum. Markaðshlutdeild nokkurra innlendra iðnaðarvara 1990-1994 Ársljóríungsíölur M-1S94 100 % 80 60 40 20 Öl- og aosdr. Svi Iningarv. Sælgæl isv. Katfibren is/a 1990 ■91 '92 '93 13 ársfj. 1994 1. 2. 3. 1994 % Málningarvörur 60 % ioo 80 60 40 20 O 01-o ggosú rykkir 11 k i i iJ ¥ _ \ f — 11. 2. 3. 4. 1 1992 1. 2. 3. < 1993 f. 1.2.3. 1994 Skiptin nánast \ íhöfn SAMKOMULAG um kaup íslands- banka á ióð og skemmu Landsbank- ans við Sambandshúsið á Kirkjusandi er nú nánast í höfn og á aðeins eftir að ganga frá ákveðnum fyrirvörum í því sambandi. í framhaldi af því « verður hafist handa við að ljúka samnir.gi íslandsbanka og Sam- vinnulífeyrissjóðsins um makaskipti á Hótel Holiday Inn og Sambands- húsinu en áður þarf sjóðurinn að kaupa hæð íslenskra sjávarafurða í húsinu. Samningaviðræður íslandsbanka og Landsbankans um lóðina og skemmuna við Kirkjusand hafa tekið mun lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir og því orðið verulegur dráttur á því að hægt yrði að ljúka makaskiptasamningnum. Nú er !| stefnt að því að Ijúka þessari samn- ingagerð fyrir áramót. Ekki fékkst hins vegar staðfest í gær hvort lífeyr- issjóðurinn myndi standa við þær fyrirætlanir að selja hótelið til Þróun- arfélagsins en félagið áformaði að leigja það til Flugleiða. Verslun Teppabúðin og Litaver sameinast, /. Jxmiidi Fagniö nýju óri í giœsiiegri veislu fyrir augu, eyru, munn og maga sunnudaginn I. janúar nk. Húsið opnaö kl. 19.00 meb Ijúffengum fordrykk. Duc Henry, Brut </'éislustjóri kvöldsins hinn brábsmellni Heibar Jónsson. //agnús Blöndal Jóhannsson tónskáld leikur Ijúfa tónlist, sem kemur gestum í hina réttu nýársstemmningu strax vib komuna. *.yf/eb an gestir gæba sér á gómsætum réttum og veigum kynnir Heibar skemmtikrafta kvöldsins eins og honum einum er lagib. Veislí ’sins tseðill ' Forréttur: Innbakíiðir sniglar á stökku salatbeði 0 með hvítlaukssósu X- Vín: .Riesling Rivaner, Mosel Milliréttur: Hreindýrakjötseyði með ostakexi Galiano krapís Aðulréttur: Ofnbökuð önd með stökkri puru, kremkartöflur, ferskt grænmcti og Waldorfsalati Borðvín: Cuvee Reservee Cahors Eftirréttur: Cítruskaka Aladíns með skógarberjum Kaffi og koníak eða líkjör Baldur I ■ */(\e\ frábæru sönghjón Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson frumflytja nýja dagskrá; íslensk og erlend sönglög og dúetta úr frægum óperettum og bandarískum söngleikjum. Vib hljóbfærib er Lára Rafnsdóttir píanóleikari. —(addi og Baddi í fyrsta sinn í Hveragerði (og jafnvel víðar). c/tfnir óvibjafnanlegu spéfuglar Þórhallur Sigurbsson og Baldur Brjánsson fjyp' skemmta af sinni alkunnri snilld. A //tljómsveitin KRASS leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Verb kr. 7.500 á mann. ■ ■ ■ 1 * Gestum á nýársfagnabi bjóbum vib gistingu og morgunverb af-hlabborbi fyrir abeins 2.300 kr. á mann. öm HVERAGERÐI. Sími 98-34700. Bréfstmi 98-34775 1-?ar‘adís véH kandan við Kseðina TEPPABÚÐIN hf. á Suðurlands- braut og Litaver á Grensásvegi komast í eigu sömu aðila um ára- mót þegar nýtt hlutafélag verður stofnað um reksturinn. Nýja hluta- félagið hefur hlotið nafnið Gólf, loft og veggir hf. og eru hluthafar þar eigendur Teppabúðarinnar hf. og Litavers. Ekki fengust staðfestar upplýsingar um skiptingu hlutijár. Hluthafar Teppabúðarinnar hf. eru Stefán Gunnarsson, Gunnsteinn Skúlason, Guðmundur Frímannsson og Jón H. Karlsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Teppabúðar- innar. Litaver hefur verið í einka- eigu Einars Gunnars Ásgeirssonar, ’ Bandaríkin sem verður hluthafi í Gólf, loft og veggir hf. eins og fjórmenningarnir. Jón H. Karlsson. sagði í samtali við Morgunblaðið að Teppabúðin og Litaver myndu hvor um sig starfa undir sama nafni og áður. „Við rekum áfram smásöluverslanir á sitt hvorum staðnum og í því formi sem verið hefur, að minnsta kosti til að byija með.“ Jón sagði ennfremur að við sam- eininguna horfðu menn til ýmissa atriða sem lytu að hagræðingu. Viðskiptavinir myndu ekki verða varir við mikla breytingu, nema helst í bættu vöruúrvali á báðum stöðum. Kortaviðskipti j með mesta móti New York. Reuter. INNKAUP um jólin voru með mesta móti í ár að sögn greiðslukortafyrir- tækisins MasterCard International, sem segir að viðskipti með greiðslu- kortum síðan jólavertíðin hófst hafi aukizt um 35.2% í 17.38 milljarða dollara. Jólaviðskiptin stóðu frá 25. nóv- ember til aðfangadags, einum degi lengur en venjulega. Samkvæmt könnun MasterCards á greiðslukortaviðskiptum viðskipta- vina fyrirtækisins og þar með Visa, American Express og Discovar salan mest á vörumörkuðum sem seldu vöru með afslætti. Hún nam 1.36 milljörðum dollara og jókst um 63% miðað við sama tíma í fyrra. Póstverzlanir voru í öðru sæti með 2.2 milljarða dollara og 49% aukn- ingu, en í þriðja sæti voru rafeinda- verzlanir með 1.2 milljarða dollara sölu og 39% aukningu frá sama tíma í fýrra. Ekkert benti til þess að kaupendur i sem biðu fram á síðustu stundu hefðu haldið innkaupum sínum í skefjum þrátt fyrir tímaþröng. Greiðslukortaviðskipti vikuna 17. til 24. desember nam 5.4 milljörðum doliara, sem var 31% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Aðeins í einni annarri viku fyrir þessi jól voru meiri viðskipti með greiðslukortum, í fyrstu vikunni eftir að jólasalan hófst í lok nóvember. Færslur voru 247 milljónir 25. nóvember til 24. desember eða 8.2 1 milljónir á dag að sögn MasterCard. i Það var 39% aukning miðað við sama tíma í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.