Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR UINIGLINGA KORFUKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Frosti íslenska drengjalandsliðið í körfuknattleik sem nú tekur þátt í IMM. Aftarl röð frá vinstri: Sæyar Sigurmundsson Þór, Hlynur Þór Björnsson Val, HJörtur Þór Hjartarson Val, Baldur Ólafsson KR, Páll Vilbergsson UMFG, Daníel Örn Árnason Haukum og Daðl Sigur- þórsson Snæfelli. Fremrl röð frá vinstri: Róbert Leifsson Haukum, Steinar Kaldal KR, Halldór Karlsson Keflavík, Flnnur Þór Vil- hjálmsson KR og Pétur Már Sigurðsson Vál. Hópur valinn Nýlega var valinn unglinga- landsliðshópur leikmanna sextán ára og yngri í handknattleik. Þjálfari hópsins er Heimir Ríkharðs- son og valdi hann 31 leikmann sem munu vera á æfíngum næstu daga. Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum. Amar Þ. Viðarsson, Sverrir Þórðarson úr FH, Hjalti Gylfason Fylki, Bjarki Hin- riksson, Finnur Bjarnason, Einar Jónsson og Kolbeinn Guðmundsson úr Fram, Guðjón V. Sigurðsson og Skúli Gunn- steinsson úr Gróttu, Amar Bjamason úr Haukum, Sindri Sveinsson úr HK, Bjartur M. Sigurðsson, Óttar E. Sigurðs- son, Þórir Ólafsson, og Ragnar Þór Ósk- arsson úr ÍR, Halldór Sigfússon, Heimir Öm Ámason, Hörður Flóki Ólafsson, Kristinn Ólafsson og Vilhelm A. Jónsson úr KA, Björgvin Vilhjálmsson, Bjarki Hvannberg og Kristján Þorsteinsson úr KR, Jóhann I. Guðmundsson úr Selfossi, Helgi Jónsson úr Stjömunni, Daníel S. Ragnarsson UMFA, Jón Brynjarsson, Sigurður Þór Snorrason, Jónas Hvann- berg og Sigurgeir Höskuldsson úr Val og Elmar Vemharðsson úr Víkingi. ÚRSLIT Fjölmörg unglingamet í frjálsíþróttum Fijálsíþróttamenn úr FH hafa ver- ið iðnir við að setja aldurs- flokkamet innanhúss í desember- mánuði. Flest metin settu þeir á inn- anfélagsmóti sem haldið var 17. des- ember en fyrr í mánuðinum var hald- ið mót þar sem þátt tóku keppendur úr UMFA og UBK auk FH. Jónas Hallgrímsson úr FH tví- bætti hástökksmetið í strákaflokki Strangur undirbúningur hjá drengjalandsliðinu „ÉG held að þetta sé með því mesta sem unglingalið hefur æft fyrir einstakt mót. Við höfum verið á fimmtíu til sex- ^tíu æfingum og leikjum frá þvi í sumar og leikmenn liðsins ættu þvf að vera farnir að þekkja vel inná hvern annan,“ segir Hörður Gauti Gunnars- son, þjálfari drengjalandsliðs- ins i körfuknattleik sem nú tekur þátt i Norðurlandamót- inu sem fram fer í Svíþjóð. l^eppni á mótinu hófst í gær ®^en Morgunblaðið leit við á síð- ustu æfingunni á Þorláksmessu en á henni mætti Iiðið sem skipað er leikmönnum fæddum 1978 og 1979, meistaraflokki KR í æfinga- leik en leikurinn var einn af mörg- »'im sem liðið lék í æfmgaskyni Þjáifarinn sagði móthetjana vera spurningamerki en hann ætti von á því að Finnar og Svíar tefldu fram sterkustu liðunum. Ef mið væri tekið af fyrri mótum fælust mestu möguleikar íslenska liðsins í sigri á Dönum og Norðmönnum. Gerum okkar besta „Aðalstyrkleiki liðsins held ég að liggi í vörninni. Liðið er skipað mjög jöfnum einstaklingum. Hins vegar skortir okkur leiðtoga í sóknarleiknum, spilara sem geta tekið leiki í eiginn hendur. Ég mundi segja að ef þetta lið nær árangri í keppninni þá er það vegna þess að þeir vinna þetta saman,“ sagði Hörður Gauti. Flnnur Vllhjálmsson, fyrirllöl íslenska drengjalandsliösins. „Við erum búnir að æfa frá því í sumar en lokahópurinn var valinn fyrir rúmum mánuði síðan. Við erum orðnir svolítið þreyttir enda hefur verið mikið um æfingar að undanförnu," sagði Finnur Vil- hjálmsson, fyrirliði íslenska liðs- ins. En hverjir eru möguleikar ís- lenska liðsins í mótinu að mati fyrirliðans? „Ég vil engu spá öðru en því að við gerum okkar besta. Við vitum að hin liðin eru með há- vaxna menn í öllum stöðum en við erum aðeins með góða hæð í mið- herjastöðunni. Það getur skapað viss vandamál í leikjum en við reynum að leysa þau.“ með viku millibili. Nýrra metið hans er 1,66 m en hann átti jafnframt ágætar tilraunir við 1,70 m. FH-ingurinn Úlfar Linnet jafnaði íslandsmet Stefáns Gunnlaugssonar úr UMSE í langstökki án atrennu í piltaflokki. Úlfar stökk 3,00 metra. Hann bætti einnig metið í 200 metra hlaupi sem hann hljóp á 26,8 sekúnd- um. Silja Úlfarsdóttir FH setti met í telpnafiokki í 200 m hlaupi er hún hljóp á 28.7 sekúndum. Sveinn Þórarinsson úr FH setti íslandsmet í 200 m hlaupi í sveina- og drengjaflokki. Hann hljóp vega- lengdina á 25,8 sekúndur. Egill Atlason setti íslandsmet í 200 m hlaupi í strákaflokki. Hann hljóp á 28,8 sekúndum. Tvö met féllu í yngstu aidursflokk- unum hnokka- og hnátuflokki sem í eru keppendur tíu ára og yngri. Kristinn Torfason setti met í hnokka- flokki hljóp 200 m á 29,6 sekúndum sem er ótrúlegur tími hjá svo ungum dreng og Nanna Rut Jónsdóttir setti met í hnátuflokki er hún hljóp á 35,6 sekúndum. Mörg metanna voru nokkuð komin til ára sinna og dæmi um að tólf og ijórtán ára gömul met hafi verið sleg- in. HANDKNATTLEIKUR dagana fyrir jól. Yfirieítt í 3.-5. sæti „Það er raunhæft að stefna á þriðja til ijórða sætið í mótinu, allt fyrir ofan það væri mjög gott. Við vorum í fjórða sæti í fyrra og yfirleitt hefur ísland lent í þriðja til fímmta sætinu í þessari keppni ef undanskilið er árið 1991 en þá varð liðið Norðurlandameistari. Nú eru að vísu Eistlendingar komnir inn í þetta og álagið verð- ur þess vegna enn meira á liðunum eða fímm leikir á þremur dögum,“ sagði þjálfarinp. Islenska liðið hóf leik í gær þegar liðið lék við Dani og Norð- menn. Liðið á leik við Finna í dag og mótinu lýkur á morgun á þá leikur íslenska liðið við Eista og •Svía. 400 strákar úr 39 lidum íGarðabæ F'yrr í þessum mánuði var haldið Hreystimót Stjörnunnar í handknatt- leik í sjöunda flokki drengja en þann flokk skipa drengir á aldrinum sex til níu ára. Mótið fór fram í Iþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ og er hluti af íslandsmótinu í þessum aldursflokki. Þátttakendur voru um 400 úr 39 liðum. Helstu úrslit urðu þau að Haukar unnu gull í A-liðum eftir spennandi keppni við FH og ÍR í þriggja liða úrslitum. Víkingsstrákarnir sigruðu í keppni B-liða eftir að hafa lent í úrslitum með Haukum og ÍR. Þá sigraði FH ÍR í úrslitum C-liða. Lið Gróttu var valið prúðasta liðið. Magnús Scheving þolfimikappi sá um að af- henda verðlaun á mótinu við mikla hrifningu drengjanna. FH-strákarnir taka vlA sigurlaunum sínum í C-flokkl úr höndum Magnúsar Schevlng íslandsmeistara í þolflml.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.