Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 55" Tonya í jólaskapi TONYA Harding hefur ekki alveg lagt skautana á hilluna. Hún sýndi listir sínar fyrir stóran hóp af fólki á Þorláksmessu í miðbæ Portland og var uppstríluð í anda jólanna. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir skautadrottninguna fyrrverandi, en hún var sakfelld fyrir að standa að baki árás á keppinaut sinn í skauta- íþróttinni, Nancy Kerrigan, í byijun ársins. Engu að síður virðist hún ætla að halda sér í sviðsljósinu. Hún lék í ódýrri kvikmynd sem verður frum- sýnd á næsta ári, tók að sér að kynna atvinnukappa í fjölbragða- glímu, lét stækka á sér brjóstin og kemur fram á dagatali fyrir árið 1995. Hvað hún tekur sér fyrir hendur á næsta ári verður forvitni- legt að sjá. Koscina látin JÚGÓSLAVNESKA leikkonan Silva Koscina lést s. 1. mánudag eftir langvar- andi veikindi, 61 árs að aldri. Hún var einna frægust fyrir hlutverk sitt í mynd Federicos Fellinis „Juliet of the Spirits" frá árinu 1965. Einnig lék hún á móti Kirk Douglas í „A Lovely Way to Die“ og Paul Newman í „The Secret War of Harry Frigg“. Brazzi látinn ÍTALSKI leikarinn Rossano Brazzi lést 78 ára að aldri á aðfangadag. Hann fór með aðalhlutverk í nokkrum kvikmynd- um frá Hollywood, þar á meðal „The Barefoot Countessa", „Three Coins in the Fountain", Boðorðunum tíu, „Little Women“ og „South Pacific" og stóð á hátindi ferils síns á fimmta og sjötta áratugnum. Hann varð þó aldrei jafn stór stjarna í Hollywood og í heimalandi sínu þar sem hann lék í rúmlega 70 kvikmyndum. FÓLK í FRÉTTUM Brinkley aft- uríhnapp- . helduna ►ÞETTA hefur verið storma- samt ár hjá fyrirsætunni Christie Brinkley. Hún skildi við poppar- ann Billy Joel í ágúst og núna 22. desember giftist hún millj- ónamæringnum Ricky Taubman. Brúðkaupið fór fram á toppi fjallsins Telluride í Colorado og fylgdust mörg liundruð manns með athöfninni. Taubman, 46 ára, og Brinkley, 40 ára, lifðu af þyrluslys þegar þau voru i skíðaferðalagi á sama fjalli síð- asta vetur. Hann sagði við at- höfnina: „Ef þú ætlar þér að gift- ast fallegri konu er eins gott að það sé á fallegum stað.“ VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins ---- Dregiö 24. desember 1994. _ VOLVO 440 1.8i 5 dyra: 153061 TOYOTA COROLLA SEDAN XLi: 44819 VINNINGAR Á KR. 100.000: Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu: 408 23206 35135 61108 77078 96657 117518 138121 531 23768 36791 61979 78029 98644 119014 139367 1323 23904 37881 62886 79237 100128 119095 139946 3228 26238 39346 63439 80878 103739 120021 140310 4039 26764 40308 63610 81895 105597 123611 140585 6326 27189 41785 63800 82574 106326 125750 141492 8034 28152 42076 63964 82960 108762 125777 142135 8916 28746 43055 65915 85161 109217 126307 145309 9531 28843 48204 66287 85188 109410 128056 146074 9574 29679 48861 67655 85981 111421 128433 146857 13891 30173 49259 69392 85992 111600 128791 149363 14620 30644 51876 70146 86258 113649 131935 149470 15343 31323 52477 70857 87413 113896 132695 151980 18215 31534 54477 72432 88736 115586 134254 153472 19048 31965 59122 73088 89110 115775 136268 19431 33110 60263 75796 90115 115895 136740 19592 33871 60519 75993 91787 116016 137296 21956 35064 61097 76379 94251 116279 137755 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfólagsins að Skógarhlíð 8, sími 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Krabbameinsfélagið TIM Allen er einn vinsælasti leikári Bandaríkjanna. MARA litla Wilson ásamt leik- aranum og leikstjóranum Ric- hard Attenborough. Látinn dúsa á íslandi ►LEIKARINN Tim Allen gerir það gott þessa dagana. Sjónvarpsþættir hans „Home Improve- ment“ eru vinsælastir í Bandarikj- unum í dag, ævisaga hans náði fyrsta sæti á sölulista New York Times og loks halaði jólamyndin Jólasveinninn eða „The Santa Clause“, þar sem Allen fer með aðalhlut- verk, inn um sex milljarða króna fyrstu fjórar sýning- arvikurnar. í myndinni fer Alien með hlutverk jólasveinsins Kris Kringle. „Það er gott að ég er nýr í þessu hlutverki,“ segir Allen í nýlegu viðtali við bandaríska tímaritið People. „Ef A1 Pacino hefði verið settur í hlutverkið hefði myndin verið tekin á Islandi og hann látinn dúsa í kofaskrifli í þrjár vikur til að ná tökum á hlutverkinu.“ Ekki í kröggum MARA Wilson, hin sjö ára gamla stjarna kvikmyndarinnar Kraftaverk á jólum“, sem nú er verið að sýna í Sambíóun- um, er ekki á flæðiskeri stödd fjárhagslega. Hún hefur nú skrifað undir samning við 20th Century Fox kvik- myndafélagið um að leika í að minnsta kosti tveimur kvikmyndum á næstu tveimur árum, sem tryggir henni rúmar 100 milljónir íslenskra króna í tekjur. Fyrir hlutverk sitt í jólamyndinni fékk hún hins vegar „að- eins“ rúmar 10 milljónir íslenskar, sem þykir ekki mikið á Hollywood mælikvarða. Mara litla hefur viðurkennt að hún trúi ekki á jólasveininn og hafi aldrei gert enda fædd inn í gyðingafjölskyldu, þar sem aðrir siðir tíðkast. Hún hristir því höfuðið þegar blaðamenn spyija hana um jólasveininn og vill heldur ræða um framtíðina og leikferilinn. Raunar er hún ekki ákveðin í að leggja fyrir sig leiklistina þegar hún verður stór. „Kannski hentar mér betur að skrifa skáldsögur og kvikmyndahandrit, því höfuðið á mér er fullt af uhdarlegum “ segir hún. Forstöðumenn Fox kvikmyndaversins eru ekki í vafa um leikhæfileika hennar. „Hún er gædd einhvetjum mestu hæfileikum sem við höfum kynnst hjá barni,“ segir Chris Meledandri, forstöðumaður þeirrar deildar Fox-kvikmyndafé- lagsins sem annast framleiðslu á íjölskyldumyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.