Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.12.1994, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ <vv»t«iir uff, FITA ÞU VERPUR AÐ SMAKKAJ 44 U'H/777^M • ^ * O' MINNI í r * C ‘n mvvv^ * ★ NÝTT FRÁ ★ STJÖRNUSNAKKI MIN.NI riTA I DAG BRIPS Umsjón Guðm. Páll Arnarson VESTUR Spilar út smáum tígli gegn 4 hjörtum suðurs. Norður gefur; enginn á hættu: Norður ♦ K432 + G9 ♦ K964 ♦ D64 Suður ♦ DG6 V ÁD108764 ♦ - ♦ G103 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Sagnhafi lætur lítið úr borði og trompar drottn- ingu austurs. Taktu við. Trompið er vandamálið. Sagnhafi gefur óhjákvæmi- lega slag á spaðaás og tvo á lauf, svo hann má engan gefa á tromp. Það virðist eðlilegt að reyna að komast inn á spaðakóng blinds til að taka svíninguna fyrir hjartakóng. Til greina kem- ur að spila sexunni að kóngnum, eða prófa spað- drottningu í þeirri von að hún verði drepin. Ekki er gott að segja hvort er betra, en reyndar er hvorugt eins gott og að leggja hreinlega niður hjartaásinn í öðrum slag! Norður 4 K432 f G9 ♦ K964 ♦ D64 Vestur Austur ♦ Á108 ♦ 975 V K il * 532 ♦ G87532 ♦ ÁDIO ♦ K87 ♦ Á952 Suður ♦ DG6 f ÁD108764 ♦ - * G103 Austur sagði pass í byij- un. Að öllum líkindum á hann tígulásinn til viðbótar við drottninguna sem hann hefur sýnt. Það eru 6 punkt- ar. Vestur kom EKKI út með lauf, svo það verður að telj- ast nánast útilokað að hann haldi á ÁK. Sem þýðir að austur á a.m.k. kónginn, sem eru aðrir 3 punktar. Með hjartakónginn til viðbótar ætti hann opnum og hefði ekki passað í byrjun. Þar með er eina vonin að fella kónginn blankan í vestur. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags PYRIRSPYRJANDI nefnir gierskáia sunnan á Iðnó Engeyjarþykkni. Fyrirspum til húsfriðunar nefndar HVENÆR verður En- geyjarþykknið fjarlægt af suðurhlið Iðnó? Leifur Sveinsson, Tjarnargötu 36, Reykjavík. „Gleðileg“ jól verslunarmanna ÞEGAR ég sá afgreiðslu- tíma verslana þetta árið gat ég ekki orða bundist. Hvar endar þetta eigin- lega? Nú er Þorláksmessa búin að messa allan sinn „sjarma" því er opið langt fram á kvöld heila viku fyrir jól. Auminga versl- unarstarfsmenn eiga gleðilítil og _ aðallega þreytuleg jól. Ég held að salan aukist ekki heldur þrátt fyrir þennan langa afgreiðslutíma heldur leyf- ir þetta fólki eingöngu að draga jólainnkaupin fram á síðustu stundu og það lallar sér á milli búða langt fram eftir kvöldi án þess að versla mjög mikið. Af hveiju má ekki halda í gömlu hefðina, hafa af- greiðslutíma eðlilegan, þ.e.a.s. til kl. 18 eða 18.30 og opið á Þoriáksmessu til kl. 23? Þá fær jú líka versl- unarfólkið að halda gleði- leg jól. Asdís Frábær þjónusta í versluninni Monsoon ÞANNIG var að ég lét taka frá peysu fyrir mig í versl- uninni Monsoon föstudag- inn 16. desember, sem halda átti frá fram á sunnudaginn 19. desem- ber. Þegar ég kom svo að ná í peysuna laugardaginn 18. desember var búið að selja hana vegna mistaka. Svo óheppilega vildi til að þetta var síðasta peysan. Eigandi verslunarinnar, Sjöfn, var ekkert nema lið- legheitin og pantaði peys- una með DHL frá London og hún var komin til lands- ins miðvikudaginn 21. des- ember. Ekki veit ég um neina verslun hérlendis sem býð- ur viðskiptavinum sínum upp á slíka þjónustu og ættu aðrar verslanir að taka þetta til fyrirmyndar. Með þökk fyrir frábæra þjónustu. Anna Hver selur hnífapörin KONA hringdi og bað Velvakanda að auglýsa eftir þeim sem selur hnífapör merkt Mepra. Þetta eru ítöisk hnífapör. Upplýsingar í ' síma 656939. Góð þjónusta MIG langar til að segja frá ánægjulegum 'viðskiptum, sem ég átti við fyrirtækið Fótóval í Reykjavík. Myndavél í eigu minni bil- aði og sendi ég hana þang- að til viðgerðar. Vélin var í ábyrgð, en ábyrgðarskír- teini fannst ekki. Því var vélin send tii mín út á land í póstkröfu. Skömmu eftir að póstkrafan hafði verið leyst út, fannst ábyrgðar- skírteinið og sendi ég ljós- rit af því til Fótóvals. Það á bæ brugðust menn skjótt við og skömmu síðar fékk ég senda ávísun sem end- urgreiðslu á viðgerðinni. Þetta þykir mér góð þjón- usta. Eyrún Um hamborgar hryggi HAFLIÐI Helgason hringdi og vildi benda Önnu, sem skrifaði um salfa hamborgarhryggi sl. fimmtudag, á að hann keypti hamborgarhrygg frá íslensk-frönsku eld- húsi. Hann sagðist vel skilja vandræði hennar, en hann hafi aldrei orðið fyrir vonbrigðum eftir að hann fór að velja þessa ákveðnu hamborgarhryggi. Tapað/fundið . Farsími tapaðist LÍTILL GSM-farsími af gerðinni Nokia datt upp úr úlpuvasa eigandans á leiðinni frá Vesturbæ upp í Múlahverfi sunnudaginn 18. desember sl. Síminn er þeirrar náttúru að þegar rafhlöðumar tæmast siekkur hann á sér og kemst ekki í gang aftur nema inn sé slegið leyni- númer. Hafi einhver fund- ið símann er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 35322 eða 12212. Góð fundarlaun. Pels tapaðist SVARTUR pels tapaðist á Háskólaballinu í Perlunni miðvikudaginn 21. desem- ber. Pelsinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Viti einhver hvar pelsinn er að fínna er hann vinsamlega beðinn að skila honum í Perluna. Hús- og bíllyklar HÚS- og bíllyklar á kippu fundust í bílageymsluhús- inu Vesturgötu 7 22. des- ember. Lyklamir eru nú í félags- og þjónust.umiðstöð aldraðra, Vesturgötu 7. Víkveiji Á eru jólin gengin um garð. Þau voru eins stutt að þessu sinni og jól geta styst orðið. Marg- ur hefði eflaust þegið fleiri hvíldar- daga, einkum þó verslunarfólk, sem unnið hafði myrkranna á milli fyrir hátíðar. Víkveiji hafði fréttir af verslunarfólki sem var svo þreytt eftir jólatörnina að það dott- aði í jóiaboðum. Næstu jól verða betri frá sjónar- hóli launþega. Þá verður Þorláks- messa á laugardegi og frí á mánu- degi og þriðjudegi. Árið 1996 er hlaupár og þá verða óskajól laun- þegans. 21. desember ber upp á laugardag, Þorláksmessu ber upp mánudag og annar í jólum er á fimmtudegi. Þá kemur einn vinnu- dagur, 27, desember, og þá er aftur komin helgi, því 28. desem- ber ber upp á laugardag.Næst síð- asta dag ársins ber upp á mánu- dag og gamlársdag og nýársdag ber upp á þriðjuag og miðvikudag. Þá koma tveir vinnudagar og aftur er komin helgi! skrifar... Víkveija telst til að á 16 daga tímabili kringum jól og áramót 1996 séu aðeins 5 vinnudagar (verslunarfólk er hér undanskilið) og eflaust verður mikil ásókn í að taka vetrarfrí á þessum tíma. xxx HVER tími hefur sín sérein- kenni. Jólaörtröðin er að baki með tilheyrandi flóði jólaaug- lýsinga. Nú taka við auglýsingar um flugelda, happdrætti og hluta- bréf. Strax á 2. jóladag byijuðu flugeldaauglýsingarnar að glymja og svo virðist sem baráttan á flug- eldamarkaðnum ætli að verða grimm nú sem endranær. Um margra ára skeið sátu björgunar- sveitirnar einar að þessum mark- aði en síðar komu íþróttafélög og líknarfélög til skjalanna._ Eftir miklu er að slægjast, því íslend- ingar skjóta upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króha um hver áramót. Sjúkraliðaverkfallið hefur staðið í rúman einn og hálfan mánuð og valdið umtalsverðri röskun í þjóðfélaginu eins og nærri má geta. Sjónarmið sjúkraliða njóta efalítið samúðar hjá þjóðinni en þessi deila hefur margar hliðar, eins og fram kom m.a. í grein tveggja hjúkrunarfræðinga hér í blaðinu sl. föstudag. En þetta langvinna og erfiða verkfall hefur fjölgað í hópi þeirra sem telja að heilbrigðisstéttir eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Um kaup þeirra og kjör eigi að fjalla með sérstökum hætti. xxx AÁRSÞINGI Knattspyrnusam- bands íslands á dögunum kom fram tillaga um að setja upp knattspyrnuminjasafn á Akranesi. Sagan segir að þessi tillaga hafi fengið góðan hljómgrunn hjá öll- um nema KR-ingum. Ástæðan sé sú að bikarsafn KR-inga sé minja- safn sem færi í heilu lagi upp á Akranes ef til þessa kæmi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.