Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA FRÉTTIR UNNIÐ í skozkri laxeldisstöð. EFTA-dómstóllinn dæmir í skozka laxeldismálinu Urskurður ESA ógiltur vegna ónógs rökstuðnings DÓMSTÓLL EFTA kvað í gær upp dóm í máli Samtaka skozkra lax- eldisstöðva (SSGA) gegn Eftirlits- stofnun EFTA (ESA). Dómurinn ógilti þann úrskurð ESA, að stofn- unin hefði ekki lögsögu til að fjalla um þær fullyrðingar SSGA, að norska ríkisstjórnin veitti ólöglega ríkisaðstoð til norskra laxeldis- stöðva. Málsatvik voru þau að 24. febr- úar á síðasta ári lagði SSGA fram kvörtun til ESA, þar sem því er haldið fram að norskur laxeldisiðn- aður hafi fengið ríkisaðstoð, and- stætt ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Óskað var viðeigandi rannsóknar.- Mánuði síðar svaraði ESA og tók fram að viðeigandi ákvæði EES- samningsins veittu Eftirlits- stofnuninni ekki vald til að fjalla um ríkisaðstoð við sjávarútveg og væri málið því fellt niður. SSGA höfðaði mál fyrir EFTA-dómstóln- um til ógildingar þessari ákvörðun. ESA hefur ekki fullnaðarúrskurðarvald EFTA-dómstóllinn telur, gagn- stætt því sem ESA hélt fram, að ESA hafi tekið ákvörðun um að fella málið niður og að sú ákvörðun hafi falið í sér lok málsins af hálfu ESA. Hins vegar hafi ESA ekki fullnaðarúrskurðarvald um gildis- svið EES-samningsins og ákvörðun um lögsögu hljóti að vera háð end- urskoðun. í öðru lagi telur dómstóllinn að SSGA hafí beina einstaklings- bundna hagsmuni af ákvörðun ESA, þar sem samtökin gæti hags- muna yfírgnæfandi meirihluta skozkra laxeldisstöðva. Rökstuðning skorti í þriðja lagi ógildir dómstóllinn ákvörðunina vegna brots á grund- vallarskilyrði varðandi málsmeð- ferð, þ.e. vegna ófullnægjandi rökstuðnings. Dómurinn telur að jafnvel þótt ástæður ákvörðunar- innar hafí verið gefnar munnlega í síma fullnægi það ekki þeim ákvæðum í EES-samningnum að ESA skuli rökstyðja ákvarðanir sín- ar. Dómstóllinn telur að SSGA hafi því ekki getað metið hvort ákvörðunin væri rétt og hvort ástæða væri til að leita endurskoð- unar dómstóla. Auk þess væri dóm- stóllinn sjálfur sviptur eftirlitsvaldi sínu, nema fullnægjandi rökstuðn- ingur kæmi til. Ákvörðun ESA var dæmd ógild og stofnunin dæmd til að greiða málskostnað. Belgíska lögreglan gerir áhlaup Grunur um flársvik í ferðamáladeild ESB Brussel. Reuter. FJÁRSVIKADEILD belgísku lögreglunnar gerði í gær áhlaup á skrifstofur framkvæmda- stjórnar ESB vegna gruns um að ferðamálasjóðir hafi verið misnotaðir. Breska sjónvarpsstöðin ITN sýndi myndir af því er lögreglu- menn fóru yfir skjöl í ferðamála- deild framkvæmdastj órnarinnar en þar starfa þrír embættis- menn. Hafa þeir verið leystir frá störfum timabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. Nikolaus van der Pas, tals- maður Jacques Santer, forseta framkvæmdastj órnarinnar, staðfesti að rannsókn væri í gangi og sagði að lögreglan hefði framkvæmt hana að frum- kvæði framkvæmdastjórnarinn- ar. Erubættismennirnir þrír, Frakki og tveir Grikkir, hefðu að auki verið sviptir diplóma- tískri friðhelgi. Málið snýst um peninga er greiddir voru vegna verkefna í tengslum við Ferðamálaár Evr- ópu árið 1990, að sögn sjónvarps- stöðvarinnar. Leikur grunur á að allt að 30 milljónir króna hafi verið greiddar af fyrirtækj- um til að fá verkefnin. Búast má við að þetta mál ýti enn frekar undir umræðu um það innan sambandsins hvernig sameiginlegum sjóðum þess sé varið. Endurskoðendur ESB gagnrýndu í skýrslu sinni varð- andi árið 1993 að lélegt innra eftirlit byði hættunni heim varð- andi misnotkun ESB-sjóða. í fjársvikaskýrslu sem fram- kvæmdastjórnin lét vinna í fyrra kemur fram það mat að allt að rúmlega 30 milljarðar hafi verið sviknir úr sameiginlegum sjóð- um sambandsins árið 1993 sem hafi verið 50% meira en árið áður. Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO Ruggiero líklegur framkvæmdastj óri Seoul. Reuter. KIM Chul-su, alþjóð- legur viðskiptafulltrúi Suður-Kóreustjórnar, ætlar að hætta að keppa eftir stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Al- þjóðaviðskiptastofnun- inni, WTO. Skýrði suð- ur-kóreska ríkisút- varpið frá þessu í gær og hafði eftir heimild- um, að hann hefði fall- ist á tillögu Banda- ríkjastjórnar um að hann yrði aðstoðar- framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Að Kim frágengnum yrði aðeins einn eftir af þeim, sem upphaflega sóttust eftir því að verða framkvæmdastjóri WTO. Það er Renato Ruggiero ítalinn Renato Ruggi- ero, frambjóðandi Evr- ópusambandsins. Áður hafði Carlos Salinas de Gortari, fyrrverandi forseti Mexíkós, hætt við vegna pólitískra hneykslismála í landi sínu. Mest fylgi við Ruggiero Embættismaður í s-kóreska utanríkis- ráðuneytinu sagði, að viðræður hefðu átt sér stað bak við tjöldin milli Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Evrópusam- bandsins. í síðustu viku ákváðu fulltrúar aðildarríkja WTO að ganga frá skipan framkvæmda- stjóra innan tíu daga en Ruggiero nýtur langmests fylgis í stöðuna. í gærkvöldi lýsti Mickey Kantor viðskiptafulltrúi yfir stuðningi við Ruggiero fyrir hönd Bandaríkja- stjórnar. Ruggiero er 64 ára gamall og er fæddur í Napolí. Hann var sendi- herra ítala hjá Evrópubandalaginu og síðar fulltrúi landsins í fram- kvæmdastjórninni. Síðustu fjögur árin hefur hann starfað fyrir FIAT, stærsta einkafýrirtæki Ítalíu. Ruggi- ero þykir slyngur samningamaður, jarðbundinn og úrræðagóður. WTO, Alþjóðaviðskiptastofnunin, tók til starfa um síðustu áramót og leysti þá GATT, Almenna sam- komulagið um tolla og viðskipti, af hólmi. Reuter ELÍSABET Bretadrottning skoðaði í gær hverfi fátækra blökkumanna í Höfðaborg og einnig ráðhúsið, þar sem hún hélt upp á 21 árs afmæli sitt með dansleik þegar hún kom síðast til Suður-Afríku ásamt föður sínum árið 1947. Áður hafði hún verið viðstödd messu „þakkargjörðar og sátta“ í til- Drápanna í Sharpeville minnst efni af fyrsta mannréttindadeg- inum í Suður-Afríku, sem hald- inn verður árlega 21. mars. Þann dag fyrir 35 árum drápu suður-afrískar öryggissveitir 69 blökkumenn í bænum Sharpeville, í grennd við Jó- hannesarborg. Á myndinni heilsar drottningin félögum í kirkjukórnum fyrir messuna ásamt friðarverðlaunahafanum Desmond Tutu erkibiskup. Ráðstefnu um stöðugleika í A-Evrópu lokið Samþykkt ráðstefn- unnar sögð takmörkuð París. Reuter. FULLTRÚAR fyrrum Sovétlýðvelda á ráðstefnu um stöðugleika í Aust- ur-Evrópu beindu í gær athyglinni að öllum þeim fjölda efnahagserfið- leika, deilna um landamæri og stöðu minnihlutahópa sem enn eru óleyst- ar og ógna heimsfriði. Þrátt fyrir að fulltrúar á ráðstefnunni í París kepptust við að bera lof á árangur hennar, vöktu nágrannar Rússlands í suðri og vestri athygli á átökunum í lýðveldum gömlu Júgóslavíu og Kákasus en samningur sem undir- ritaður var á ráðstefnunni á mánu- dag, nær ekki yfír þau. Ráðstefn- unni lauk í gær. Samningnum var ætlað tryggja góð samskipti nágrannaríkja og að leysa deilur um landamæri og stöðu minnihlutahópa níu Mið- og Austur- Evrópuríkja, sem gefnar hafa verið vonir um aðild að Evrópusamband- inu, ESB. Líkur á fleiri ráðstefnum Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, bar lof á niðurstöðu ráðstefnunnar við lok hennar í gær og sagði hana hafa verið „fyrstu meiriháttar tilraunina til að draga úr líkum á átökum frá lokum kalda stríðsins.“ Gagnrýni þess efnis að ekki hefði verið nóg að gert, svar- aði hann með því að segja að líklegt væri að sams konar ráðstefnur yrðu haldnar um ástandið í Mið-Austur- löndum, Kákasus og á Balkanskaga ef friður kæmist þar á. Alexander Chikvaidze, utanríkis- ráðherra Georgíu, var hins vegar ekki eins sáttur. Sagði hann að án samkomulags um lausn landamæra- og minnihlutadeilna í fyrrum Sovét- lýðveldum væri „öll umræða um stöðugleika- tímaeyðsla sem ætti aðeins heima í sögubókum“. Vísaði hann m.a. til átaka Azera og Arm- ena, svo og stríðsins í Tsjetsjníju. Þá benti sendiherra Tyrklands, Tansug Bleda, á að þjóðirnar mættu ekki gleyma þeirri staðreynd að of- beldisverk og þjóðernishreinsanir virtust enn borga sig í fyrrum Júgó- slavíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.