Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 26

Morgunblaðið - 22.03.1995, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ flforgtsttMiifrife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÖÐUGLEIKI í EVRÓPU GAMLAR landamæradeilur og átök milli þjóðabrota eru helsta ógnin við frið og stöðugleika í Evrópu. Ágrein- ingur og rígur sem hefur verið grafinn frá því fyrir fyrri heimsstyijöldina blossar nú upp á mörgum stöðum er blokkaskipting kalda striðsins er ekki lengur fyrir hendi. Sorglegasta dæmið er að finna í fyrrverandi Júgóslavíu þar sem þjóðir er áratugum saman hafa búið í sæmilegri sátt í einu ríki berast nú á banaspjót, Þjóðernisátök hafa einnig átt sér stað í Georgíu, Az- erbajdzhan, Tsjetsjníju og mikil spenna ríkir í mörgum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. í Rúmeníu á ungverski minnihlutinn undir högg að sækja og Rúmenar og Rússar takast á í Moldóvu. Evrópa minnir um margt á púðurtunnu er getur sprung- ið ef ekki tekst að setja niður deilur milli þjóðabrota. Á mánudag undirrituðu rúmlega fimmtíu ríki samkomu- lag um landamæri og réttindi þjóðabrota á ráðstefnunni um stöðugleika í fyrrverandi austantjaldsríkjum í París. Helsta markmið samningsins er að tryggja að níu fyrr- verandi austantjaldsríki, sem vilja aðild að vestrænum stofnunum á borð við Atlantshafsbandalagið og Evrópu- sambandið, leysi Iíkleg vandamál áður en þau öðlist aðild. Til að mynda hafa nú Ungveijar og Slóvakar undirritað samning um gagnkvæm landamæri ríkjanna, en ungversk- ur minnihluti er í Slóvakíu. Hins vegar náðu Ungveijar og Rúmenar ekki að semja um lausn varðandi ungverska minnihlutann í Rúmeníu fyrir ráðstefnuna. Parísarráðstefnan markar enn eitt skrefið í átt að Evr- ópusambandsaðild ríkjanna í Mið-Evrópu. Þá hefur ágrein- ingi um landamæri og þjóðernisminnihluta verið markaður ákveðinn farvegur með því að fela ÖSE umsjón með samn- ingnum. Eldfimustu deilumálin í Evrópu, s.s. í fyrrverandi Júgóslavíu og Kákasus, standa hins vegar eftir sem áður óleyst. Viðkvæmasta málið í samskiptum austurs og vesturs er hins vegar væntanleg aðild ríkja í Mið- og Austur-Evr- ópu að Atlantshafsbandalaginu. Rússar hafa mótmælt harðlega áformum um aðild Pólveija, Ungveija, Tékka og Slóvaka og er skemmst að minnast þeirrar hótunar Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta að „kaldur friður“ gæti leyst kalda stríðið af hólmi, ef sjónarmið Rússa í öryggis- málum yrðu hunsuð. Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, tók í svip- aðan streng í París á mánudag er hann varaði við því að stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs kynni að lífga við kaldastríðsdeilur á ný. Krefjast Rússar þess að komið verði á „sameiginlegu öryggiskerfi". Þó að fyrir liggi af hálfu Vesturlanda, að Rússum verði ekki veitt neitunarvald varðandi stækkun NATO til aust- urs er að sama skapi ljóst, að fjölgun aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins mun reynast erfið, ef Rússar halda fast við andstöðu sína. Skynsamlegasta skrefið væri eflaust að láta ESB-aðild Mið-Evrópuríkjanna hafa forgang, enda fælust í henni flestar þær öryggisskuldbindingar er ríkin þurfa á að halda. UMSKIPTI í FINNLANDI AÐILD Finna að Atlantshafsbandalaginu var til skamms tíma talin óhugsandi, þar sem Rússar myndu aldrei fallast á slíkt. Með aðild Finnlands að Evrópusambandinu um síðustu áramót hafa umræður um varnar- og öryggismál í Finn- landi hins vegar tekið stakkaskiptum, líkt og fram kom í grein í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Þó að ekki sé hægt að segja að aðild að Atlantshafsbandalaginu sé á dagskrá má greina vísi að umræðum um aðild að NATO og Vest- ur-Evrópusambandinu. Finnar eru líkt og aðrar Evrópusambandsþjóðir aðilar að Maastricht-sáttmálanum en í honum er kveðið á um sameiginlega stefnu í öryggis- og varnarmálum. Evrópu- sambandsaðildin gerir það að verkum, að Finnland getur vart talist hlutlaust ríki lengur, ekki frekar en Svíar og Austurríkismenn. Þegar sú staðreynd rennur upp fyrir mönnum er hugsanlegt að NATO-aðild virðist ekki eins fjarlægt markmið og áður. SVIPTINGARNAR Á OLÍUMARKAÐNUM Ríkar ástæður þi að banna samþjö Ekki hefur fyrr reynt á heimild í samkeppnis- lögum.til að banna sam- þjöppun fyrirtækja sem eru í samkeppni. í umfjöllun Páls Þór- hallssonar kemur fram að gert sé ráð fyrir að heimild þessari sé ekki beitt nema biýna nauð- syn beri til. AF INNLENDUM VETTVANGI OLÍUFURSTARNIR leggja á ráðin. Frá vinstri: Gísli Baldur Garðars- son, stjórnarformaður Olís, Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíu- félagsins, og Karsten M. Olesen, framkvæmdastjóri Hydro-Texaco. MEÐ setningu samkeppnis- laga í ársbyq'un 1993 komu í fyrsta sinn inn í íslensk lög heimildir til að stemma stigu við samþjöppun fyrirtækja sem keppa á sama mark- aði. Sambærileg ákvæði eru í mörg- um nágrannaríkjum. Samkvæmt upplýsingum frá Samkeppnisstofnun hefur ekki reynt á þessa lagagrein í starfsemi samkeppnisyfirvalda fyrr en nú, að ákveðið hefur verið að skoða kaup þau er gerðust á olíu- markaðnum um helgina. Skiljanlega geta samkeppnisyfirvöld ekkert sagt fyrr en að þeirri skoðun lokinni, enda verða þau að fá ráðrúm til að fara ofan í samningana og allt sem þeim tengist. Þarf að vera veruleg hætta Af lögskýringargögnum og þeim fræðiritum íslenskum sem til eru er ljóst að það þarf mikið til að koma til að samkeppnisyfirvöld beiti heimild sinni til að ógilda sam- þjöppun eða setja henni skilyrði. „Jafnafdrífaríkum heimildum og samkeppnisyfirvöldum eru fengnar með þessari grein verður ekki beitt nema ríkar ástæður séu til og þau telji að virkri samkeppni sé veruleg hætta búin ef fyrirhuguð yfirtaka fer fram eða samruni sem þegar hefur farið fram nær að standa,“ segir í greinargerð með frumvarpi til samkeppnislaga. Stefán Már Stefánsson prófessor segir í riti sínu, Samkeppnisreglum, að markaðsaðstæður hér á landi gefi tæpast tilefni til að ætla að ákvæðinu verði mikið beitt. „Sam- runi eða yfirtaka getur oft verið gagnleg aðgerð fyrirtækja á mark- aðnum til þess að laga fjármál sín auk þess sem fyrirtæki eiga að ráða því sjálf hvort þau vilji samein- ast eða þjappast saman með ein- hveijum hætti. Af þeim sökum verður tæpast gripið til þess úrræð- is sem hér um ræðir, þ.e. banna samþjöppun fyrirtækja, nema aug- ljóst sé að samruni eða yfirtaka gangi þvert gegn tilgangi lag- anna,“ segir þar. Tvíþættir samningar Víkjum þá nánar að þeim álita- málum sem blasa við samkeppnis- ráði. í fyrsta lagi þarf að skera úr um hvort samningamir séu yfir höfuð samrunasamningar sem varð- að geti við 18. gr. samkeppnislaga. 18. gr. lýtur að samruna fyrir- tækja, yfirtöku fyrirtækis á öðru fyrirtæki eða því að eitt fyrirtæki nái virkum yfirráðum í öðru. Samn- ingarnir um helgina virðast vera tvíþættir og verður að skoða báða þættina. Annars vegar keypti 01- íufélagið hf. (44,66% markaðshlut- deild) 35,435% í Olís hf. (28,21% markaðshlutdeild). Spurningin verður hvort Olíufélagið nái þar með virkum yfirráðum í Olís. I 4. gr. samkeppnislaganna eru virk yfirráð skilgreind sem yfirráð sem gera aðila kleift að hafa úrslita- áhrif á rekstur og stjómun fyrirtæk- is, hvort sem þau áhrif eru tilkomin vegna þess að hann getur haft áhrif á skipun stjórnar, atkvæðagreiðslur eða ákvarðanir fyrirtækisins, eða notað eða ráðstafað eignum eða hluta eigna fyrirtækisins. I greinar- gerð með frumvarpi til samkeppnis- laga segir að það sé hin raunveru- lega aðstaða sem fyrirtæki hefur til að stjórna eða fara með eignir annars fyrirtækis sem máli skipti. Hvaða eða hvers konar aðstæður það séu sem gera fyrirtæki þetta kleift skipti ekki máli. Samkeppnisráð verður því að meta þetta sjálft. Sú staðreynd að Texaco eignast jafnstóran hlut í Olís og Olíufélagið mælir þó gegn því að um virk yfirráð Olíufélagsins geti verið að ræða. Markaðsyfirráð Hins vegar ákveða Olís og Olíufé- lagið að stofna sameiginlegt dreif- ingarfyrirtæki sem annist innkaup, innflutning og dreifingu á elds- neyti. Við það fækkar dreifingarað- ilum á markaðnum úr þremur í tvo. Það vaknar þá sú spurning hvort hægt sé að líta á heildsöluþáttinn sér, þannig að á því stigi sé um ótvíræðan samruna að ræða. í öðru lagi þarf að hyggja að því a * Telji samkeppnisráð / / að samruni fyrirtækja eða yfirtaka fyrirtækis á öðru fyrirtæki leiði til markaðsy- firráða þess, dragi verulega úr samkeppni og sé andstæð markmiðum laga þessara, getur ráðið ógilt samruna eða yfirtöku sem þegar hefur átt sér stað. Samkeppnisráð get- ur einnig sett slíkum samruna eða yfirtöku skilyrði sem verður að uppfylla innan til- skilins tíma. Sama á við ef eigendur með virk ýfirráð í einu fyrirtæki ná virkum yfir- ráðum í öðru fyrirtæki þannig að slíkt valdi markaðsyfirráð- um, hamli samkeppni og brjóti í bága við markmið lag- anna. Við mat á lögmæti sam- runa eða yfirtöku skal sam- keppnisráð taka tillit til þess að hvaða marki alþjóðleg samkeppni hefur áhrif á sam- keppnisstöðu hins . . sameinaða fyrirtækis. f (1. mgr. 18. gr. samkcppnislaga nr. 8/1993.) hvort samningarnir sem um ræðir teljist leiða til markaðsyfirráða, dragi verulega úr samkeppni og séu andstæðir markmiði samkeppnis- laga. I 4. gr. er markaðsráðandi staða skilgreind svo að þá hafi fyrir- tæki þann efnahagslega styrkleika að geta hindrað virka samkeppni á þeim markaði sem máli skiptir og geti að verulegu leyti starfað án þess að taka tillit til keppinauta, viðskiptavina og neytenda. Þetta er matskennt en almennt hefur verið talið að markaðshlutdeild milli 50 og 60% og þar yfir feli í sér mark- aðsyfirráð sem sérstök ástæða sé til að gefa gætur. Samkeppni og neytendavernd Ýmis sjónarmið koma svo þar að auki til skoðunar. Meta verður hvort

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.