Morgunblaðið - 11.04.1995, Síða 41

Morgunblaðið - 11.04.1995, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík Morgunblaðið/Sverrir LÖGREGLUMENN koma með fyrstu kjörgögn í Ráðhús Reykjavíkur á laugardag. höfðu verið límdar á strætisvagna, rafmagnskassa og veggi húsa, en slíkt brýtur í bága við lögreg- lusamþykkt. Þýfi fannst í bíl Um hádegi á laugardag urðu eldri hjón fyrir bifreið við gatna- mót Dunhaga og Hjarðarhaga. Meiðsli þeirra virtust minniháttar. Skömmu eftir miðnætti varð harð- ur árekstur með tveimur bifreiðum á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar. Okumaður annarrar bifreiðarinnar var fiuttur á slysa- deild. Aðfaranótt sunnudags varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið í Kringlunni. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. í báð- um tilvikum var um minniháttar meiðsli að ræða. Önnur umferðar- slys voru eftir árekstra bifreiða á eða við gatnamót. Aðfaranótt laugardags handt- óku lögreglumenn ölvaðan mann á reiðhjóli í Vesturborginni eftir að sá hafði valdið skemmdum á þremur bifreiðum við Öldugötu. Á laugardagsmorgun voru tveir ung- ir menn handieknir eftir að hafa verið stöðvaðir á bifreið á Suður- landsbraut og í henni fannst þýfi úr innbroti. Ökumaður reyndist réttindalaus. Unglingur færður foreldrum Skömmu fyrir miðnætti á laug- ardag sáu lögreglumenn 14 ára ungling á ferli í Háholti. Þar sem hann gat ekki gert grein fyrir ferð- um sínum utan dyra á þessum tíma var hann færður í hendur foreldr- um sínum. Með betra tíðarfari eykst öku- hraðinn. Um helgina voru 29 öku- menn kærðir fyrir að aka of hratt og 30 aðrir voru áminntir. Áminn- ingar verða færðar í ökuferils- skrána. Stolinna bíla leitað RANNSÓKNARDEILD lögreglunn- ar í Hafnarfírði leitar upplýsinga um tvær stolnar bifreiðir og um ákeyrslu á bifreið. Ö-7044, ljósbrún, sanseruð Toyota Carina 1982, var stolið frá Arnar- hrauni 41 í Hafnarfirði aðfaranótt föstudagsins 7. apríi. R-42383, mosagræn Mazda 323 1991, var stol- ið frá Fagrabergi 30 í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags 8. apríl. í gærmorgun kl. 9.15 var ekið á bifreiðina KT-096, sem er grá fólks- bifreið af Lancer-gerð, þar sem hún stóð á bílastæði fyrir utan Bæjarholt 1 í Hafnarfirði. Grunur leikur á að guibrúnum Cherokee-jeppa hafi verið ekið á bifreiðina. Ökumaður jeppans er beðinn að gefa sig fram við rann- sóknardeild og/eða þeir sem urðu vitni að ákeyrslunni. VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 08.04.1995 4 )Mo;(i9: : 22^(23" FJÖLDl VINNINGAR VINNINGSHAFA 1.5 af 5 3. 4 al 5 4. 3 al 5 117 3.271 UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 2.010.590 55.370 4.890 400 Heildarvinningsupphæö: 4.223.340 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ^SSSSSSSSSSSS sl Fullbúð 5 aí fallegum fötum j ! ogskóm B | - Fötin æm börnin vilja -» ENGIABÖRNÍN S | Bankastrceti 10 sími 552-2201 k d sssssssssss FÆRSLUR í dagbókina eru 463 eftir helgina. Skráðir eru 26 árekstrar, 9 umferð- arslys, 11 innbrot, 6 þjófnaðir og 5 líkamsmeiðingar. Tveir ölvaðir ökumenn lentu í umferðaróhöpp- um og 7 aðrir ökumenn eru grun- aðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Afskipti lögreglumanna vegna hávaða og ónæðis innan dyra að næturlagi voru 15 talsins. I flest- um tilvikum var um að ræða ölvað fólk er láðist að taka tillit til ann- arra íbúa í sama húsi. Á síðasta ári var 1.266 sinnum kvartað vegna hávaða innan dyra. Auk þess þurfa lögreglumenn skv. dag- bók að hafa afskipti af u.þ.b. 300 öðrum ágreiningsmálum á ári hverju. Af þeim eru 30-40 vegna ágreinings á milli nágranna (eða íbúa í sama húsi). Lögreglan leysir ágreining Tilefnið er margbreytilegt, s.s. sambýlisörðugleikar, skipting og afnot lóðar, umgengni um sam- eign, hvort garðhliðið eigi að vera lokað eða ekki, hver eigi að hafa afnot af ómerktu bílastæði, ónæði að kvöld- eða næturlagi, fyllirí, þátttaka í viðhaldi húseigna, skipt- ar skoðanir um ólík mál o.s.frv. Mörg ágreiningsmálin eru á milli sambýlisfólks, „vina“, leigjenda og leigusala, einstaklinga eða opin- berra aðila o.s.frv. Málin eru oft- ast leyst á staðnum, a.m.k. til bráðabirgða. Algengast er að lög- reglan sé kölluð til þegar eitthvað mikið hefur gengið á lengi, en síð- ur ef um einstök ágreiningsefni er að ræða. Ef um langvarandi eijur er að ræða getur reynst nauðsynlegt að leita lögfræðiað- stoðar og í undantekningartilvik- um til dómstóla. I einstaka tilfell- um er um að ræða einstaklinga, 1.266 kvart- anir vegna hávaðainn- andyra 1994 7.-10. apríl sem varla teijast í sameignarhús- um hæfir. Stundum á þetta fólk við geðræn vandamál að stríða, stundum stafar ágreiningurinn af þráhyggju, hatri, öfund eða um er að ræða fólk, sem einfaldlega nærist á eijum og leiðindum. Ná- grannaeijur, sem og aðrar eijur, eru margflókin fyrirbrigði er markast fyrst og fremst af hegðun manna, slæmri framkomu, nei- kvæðu viðhorfi og skorti á málam- iðlunarhæfni. Það er því fátt dýr- mætara en góðir grannar. Næturgestir fengu að kjósa Helgin var i heild stórtíðindalít- il. Þó þurftu lögreglumenn 54 sinn- um að hafa afskipti af ölvuðu fólki er ekki kunni fótum sínum forráð. 34 gistu fangageymslurnar en þá einstaklinga er vista þurfti á laug- ardag var ekki haldið lengur inni en svo að þeir gætu neytt atkvæð- isréttar síns. Talsverð vinna var hjá lögreglunni vegna alþingis- kosninganna. Lögreglumenn voru á öllum kjörstöðum, önnuðust umsjón flutninga á kjörkössum og kjörgögnum, aðstoðuðu við taln- ingu o.fl. Það er samdóma álit þeirra er voru í Ráðhúsinu að skoða þurfi hvort ekki sé til hent- ugra húsnæði í borginni til þeirra starfa. Gerð var athugasemd við að framboðsauglýsingar sem ÍTALSKI BOLTINN Nr. Leikur: Röðirt: Nr. Leikur:_______________Röðin: 1. Parma-Milan - - 2 2. Juventus - Torino - - 2 3. Napoli - Roma - X - 4. Bari - Fiorentina - X - 5. Sampdoria - Cremonese 1 - - 6. Inter-Genoa 1 - - 7. Lazio - Reggiana 1 - - 8. Brescia - Padova - - 2 9. Vicenza - Átalanta 1 - - 10. Lucchese - Verona - - 2 11. Chicvo - Cescna - X - 12. Perugia - Venezia 1 - - 13. Palcrmo - Coscnza 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 12 milljón krónur 13 réttir: 681.310 1 kr. 12 rcttir: 14.490 J kr. 11 réttir: 970 J kr. 10 réttir: 0 J kr. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 41 14. leikvika, 8.-9.april 1995 Nr. Leikur: Röðin: 1. Degerfors - Malmö FF - - 2 2. Halmstad - Helsingbrg 1 - - 3. Hammarby - Frölunda 1 - - 4. Trelleborg - Örebro - X - 5. Öster-AIK - - 2 6. Man. Utd. - C. Palace - X - 7. Tottcnham - Everton - - 2 8. Newcastle - Norwich 1 - - 9. Liverpool - Leeds - - 2 10. QPR - Arsenal 1 - - 11. Notth For. - West Ham - X - 12. ShelT. Wed - Leicester 1 - - 13. Bristol C. - Tranmere - - 2 Heildarvhmingsupphæðin: 86 milljón krónur 13 réttir: 2.885.040 | kr. 12 réttir: 55.460 J kr. 11 réttir: 4.170 J kr. 10 réttir: 1.000 J kr. Nýtt g reiðslu kortatíma bil hefst í dag á páskaliljum í potti HAGKAUP fyrir fjölskylduna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.