Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.04.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 51 Tryggð, kjarkur og staðfesta STUNDUM bregður fyrir svo merkilegum atburðum, að sá sem upplifir þá finnur sig tilknúinn að vekja athygli á þeim, öðrum til eftir- breytni eða ábendingar. Hestamenn eru stundum ásakaðir um hryssings- skap, tilfinningaleysi eða ístöðuleysi gagnvart velferð hrossanna. Allt slíkt er reyndar fleipur enda glotta svo aðrir að ofurtilfinningasemi gagnvart þarfasta þjóninum. Maður og hestur „eru eitt“, sagði Einar Benediktsson og reyndar á mann- kynið 6.000 ára sögu með hinum ýmsu hestakynjum og íslenski hest- urinn hefur svo sannarlega þolað súrt og sætt með íslenskri þjóð allan sinn tíma í landinu, og lengst af verið eina farartækið á landi. Fágæt barátta fyrir hesti sínum endurspeglast í lífi Haralds Haralds- sonar og hestsins Kóra,_sem kristall- ar tilfinningar margra íslendinga til dýranna. Kóri Kóri fæddist að Stóra-Hofi árið 1975. Hann er undan Nótt 3733 frá Kröggólfsstöðum og Skó 824 frá Flatey. Kóri var skírður í höfuðið á Kóranesi, sem er gamall verslunar- staður í landi Álftaness á Mýrum. Haraldur keypti hestinn af Halldóri Eiríkssyni, en hann eignaðist Kóra 1981. Haraldur hafði tamið hesta fyrir Halldór og vorið 1981 bað hann Harald fyrir folann. Hann baðst undan því, þar sem hann taldi of mikla vinnu felast í þjálfuninni. En Harald langaði í folann og úr varð að Haildór gaf hann faian. Folinn var frumtaminn að Stóra-Hofi þann- ig að hann átti að teljast reiðfær. Hann var öskuviljugur, spenntur en lítið fór fyrir tölti. Bakinu hélt hann stífu og skeið og brokk var tekið í gusum. Stutt var í víxl og stökkrok- ur. Fyrsta árið fór í að sansa folann. Allt virtist vera fyrir hendi, en eitt- hvað var samt að. Haraldur reið honum mikið á feti og lét hann valsa á millij því erfitt var að hemja ork- una. Árangurinn lét á sér standa. Tómt hopp, víxl skeið og gönuhlaup. Um vorið lét Haraldur svo skera hestinn við streng. í kjölfarið þjálf- aði hann hestinn samkvæmt fyrir- mælum læknisins. Haraldur fór fljót- lega að ríða honum aftur en allt var við það sama. Á daginn kom að samgróningarnir voru verri eftir skurðinn en áður. Brynjólfur Sand- holt, dýralæknir í Reykjavík, tók þá að sér að framkvæma aðgerð á klárnum. Hann vildi ekki trúa að klárinn hefði verið skorinn árið áð- ur, slík var örmyndunin í vefjunum. Birtist gæðingur í framhaldi af aðgerðinni þjálfaði Haraldur hestinn, mjög vægilega í taumi, en jók svo smátt og smátt álagið. Ekki fór hann þó á bak hon- um fyrr en hann var fullgróinn og mikið teymdur. Sú stund rennur Haraldi seint úr minni. Hann var með hestana í húsi í Víðidal og iagði af stað upp í Heiðmörk, fyrst á feti. í vasanum hafði hann léttar hófhlíf- ar og þegar komið var í brekkuna vestan við Elliðavatnsbæinn setti hann hlífarnar á og hélt heim. Nú gerðist undrið. Strax í fyrstu sporum skipti um og hesturinn rann af stað á hástígu tölti. Ekki virtust vera nokkur takmörk í gangrými, hvorki á tölti né brokki. Seinna kom svo í ljós að skeiðið var ekki síðra. Kóri bókstaflega sprakk út, var há- gengur og framtaksmikill og hafði það til að bera sem við köllum fas og gerir hesta tilkomumikla. Þó að Kóri væri ekki nema 139 cm á herða- kamb þá minntist enginn á að hann væri nokkurn tímann smár undir manni. Þetta vor vildu margir eignast Kóra. Um sumarið þurfti Haraldur að dveljast erlendis, en tilhlökkunin var mikil að taka gæðinginn á hús um haustið. En ekki fer allt eftir áætlun, því Kóri veiktist um veturinn og fóðraðist illa og var spenntur og dapur næstu 4 árin. Þó tók Haraldur hann til sumarið 1985 og sýndi hann með móður sinni og föður á fjórðungsmóti í Reykja- vík. Ekki var hann þó látinn skeiða, enda var hann mjög spenntur og vandriðinn. Hann fékk ágætan kyn- bótadóm, þrátt fyrir veikindin, 1. verðlaun, 7,99 fyrir byggingu og 8,18 fýrir hæfíleika. Foreldrar fengu bæði 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Sumarið 1986 sýndi Haraldur hann með móður sinni, en vegna veikind- anna baðst hann undan því að hest- urinn færi í endurmat, þannig að eldri dómurinn fylgdi honum á sýn- ingunni. Á þessari sýningu fékk móðir hans, Nótt, heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Lækningar — slys Enginn Iæknir gat greint hvað að hestinum gekk, þar til Haraldur hitti Björn Steinbjörnsson, dýralækni, vorið 1987. Þá var Kóri 12 vetra gamall. Björn'tók blóðsýni og sendi í greiningu á Landakotsspítala. í ljós kom að hesturinn var mjög lifrar- sjúkur. Björn gaf Kóra lyf í æð í 25 daga. Veturinn eftir tók Haraldur hann snemma á hús, fóðraði hann vel og lagði ekki á hann fyrr en um vorið. Hann virtist alheill og naut Haraldur þess að ríða þessum yndis- lega snjalla hesti. Nú hélt Haraldur að framundan væru bjartir tímar og ákvað að taka hestinn með sér í ferð austur í Laugardal í byrjun júní. Allt það besta sem hann hafði upplif- að á hestbaki naut hann þá stuttu kafla sem hann reið Kóra í byrjun þessarar ferðar. Áð var að Villingavatni í Grafn- ingi. Fram undan var Driftin, sem hestamenn þekkja, frábærar moldar- götur. En Adam var ekki lengi í Paradís. Haraldi var ekki ætlað að Fágæt barátta fyrir hesti sínum endurspegl- ast 1 lífí Haralds Har- aldssonar og hestsins Kóra, sem kristallar til- finningar margra ís- lendinga til dýranna. Guðlaugur Tryggvi Karlsson rekur þessa þrautagöngu hesta- mannsins sem með þol- gæði sínu hafði sigur að lokum ríða þessum frábæra snillingi meira í bráð. Um nóttina beit laungraður hestur Kóra í bakið og sneri upp á hrygginn, þannig að hann skréfaði ekki að aftan í heilt ár. Hann hopp- aði einungis, líkt og hann væri í hafti. Það var ekki gaman að sjá þennan rúma og kröftuga gæðing staulast áfram. Næstu ár stóð Kóri ónotaður að mestu. Þó skrapp Har- aldur á bak honum eitthvert vorið. Hesturinn var ótrúlega harður af sér, en þó var hann ekki líkur sjálf- um sér. Einu sinni var hann látinn skeiða til þess að til væri af honum myndband. Það var ósvikinn sprett- ur, ótrúlegur kraftur og grimmd. Þrátt fyrir að hann væri hágengur og eins og hestamenn kalla það, lyfti langt yfir vinkli, þá heyrist það og sést að hann skeiðaði í hreinum tví- takti, svifið var bara meira og hærra en gengur og gerist. Ekki var hægt að segja Haraldi til hróss að hestur- inn hafi lagast við sprettinn, en hann hélt þá að ævintýrinu væri lokið og hefði þó alltént myndina til að gleðj- ast yfír. Spatt í afturfótum Þegar Haraldur kom til starfa hjá Fáki haustið 1991 fylgdi Kóri í bæinn. Þá hófst annar þáttur Björns dýralæknis Stein- björnssonar. Hann hef- ur stundað hestinn af kostgæfni síðan og reynt allt til að hjálpa honum. Hann tók rönt- genmyndir af hæklum hans og komst að því að spatt var að mynd- ast í þeim vegna mikils álags eftir bakmeiðslin. Spattinu fylgdu miklar kvalir. Kóri, sem hafði náð sér vel í holdafari, tók nú að þynnast og varð ellilegri. Ofan á allt annað var Kóri aftur bitinn í bakið af stóð- hesti sem slapp til hans um nótt. Ótrúlegt var hvað honum tókst vel að verja sig þá, þar sem fella þurfti annan hest sem lenti í þessum stóð- hesti. í dag eru allir liðfletir í báðum hæklum utan aðalliðar kalkaðir, þannig að leggurinn hefur „lengst" um marga millimetra. í gegnum tíðina hafa oftlega kom- ið upp stundir sem menn hafa átalið Harald fyrir að fella ekki klárinn. Björn hefur þó lengst af alltaf stað- ið með Haraldi í eldinum. í vor fór hann að svo ríða Kóra aftur og Bjöm var með 5 ráðum. Klárinn virtist al- gjörlega kvalalaus, í góðum holdum og með fallegt hárafar. Það var eins og hann hefði yngst um 10 ár. Har- aldur fór örstutt á hestinn, frá Fáks- húsunum og upp í Víðidal, sem er e.t.v. 2-3 km báðar leiðir. Hvílíkur kraftur og sveifla. Auðvitað vakti hann gífurlega athygli. Bólgnir framfætur Nú hófst aftur nýr sjúkrakafli. Kóri tók upp á því að bólgna á fram- fótum. Aftur á móti afturfæturnir, sem höfðu verið bólgnir og þrútnir í svo mörg ár, voru eins og á fola með þurrum og stæltum sinum. Þó að Kóri bólgnaði á framfótum, þá fannst það ekki í reið. En nú varð að hvíla hann enn einu sinni. Björn, sem hafði stutt Harald í gegnum súrt og sætt sagði: „Nú er komið nóg og klárinn er 19 vetra. Við hættum og Kóri fær hvíldina löngu í haust.“ Þess ber að geta að Björn hafði þá aldrei séð Kóra riðið. Haraldur sagðist þá skyldi borga honum vel fyrir smá viðvik. Ekkert annað en að aka smá spotta. Þó að Haraldur vissi að Kóri þyrfti hvíld var mikið í húfi. Doktorinn settist undir stýri og Haraldur lagði á Kóra, nokkra metra. Vitan- - lega dansaði klárinn og sýndi allt sitt besta. Þégar í hlað var komið, kom Björn skokkandi, lagði hönd á makka klársins og sagði: „Haraldur við gerum allt sem við getum.“ Kalknabbar Fyrir skömmu komst Haraldur í kynni við þýskan dýralækni sem kom hér við á leið sinni milli landa. Hann kom sérstaklega til að líta á Kóra. í sam- ráði við Björn greindi hann að ekk- ert væri að sinum hestsins, heldur söfnuðust á leggina örlitlir kalknab- bar, sem við hreyfingu særðu sinarn- ar. Nú er verið að lagfæra kalkbú- skapinn í Kóra. Auk þessa hefur hann sætt alls kyns meðferð með bökstrum. Þýski dýralæknirinn taldi Kóra, þrátt fyrir allar hörmungam- ar, í einstaklega góðu líkamlegu ástandi. Nudd Auk framantalins hafa margir lærðir sem leikir komið við sögu. T.d. hefur Rikke Shults dýralæknir nuddað hann og kennt Haraldi nudd- ið. Það hefur góð áhrif á batann í bakinu. Ólafur Sveinsson (Óli punkt- ur) hefur einnig stundað hann. Allt sem er gert fyrir Kóra hefur verið til góðs. Þrátt fyrir slysin hefur hans verið gætt mjög vel. Haraldur hefur vitanlega sparað hann meira en nokkurn annan hest. Gengið af hon- um þegar hann hefur verið erfíður. Haraldur hefur líka gengið af hon- um, þegar hann hefur verið svo góð- ur, að honum hefur þótt nóg um. Miklu hefur verið til kostað, og ann- að eins hefði hiklaust verið lagt af mörkum, ef Haraldur vissi að hann gæti átt á baki hans eina góða stund og hana ætlar hann að eignast. Allir þrá Kóra Kóri var tinnusvartur á unga aldri þó að hann hafi lýst og gránað í veikindum sínum. Hann er ákaflega snögghærður, líkastur sel, en háraf- arið þétt. Hann fer snemma úr hár- um og fer óvenju seint í vetrarhár. Höfuðið er fínlegt og æðabert. Hest- urinn er fínlegur, en mjög vöðvaður í eðli sínu. Ovenjulegt er hversu bógar eru lausir og rúmir. Kóri er ákaflega prúður á fax og tagl. Hann er ör en traustur og taugasterkur. Á tölti og brokki var ekið á eftir honum á 47-53 km hraða. Skeiðget- una, framtakið og fótaburðinn sýna myndbönd. Haraldur hefur einungis riðið Kóra heilum tvö vor frá því hann var 5 vetra gamall eða í 15 ár. Nú er Kóri að fara á þrítugsaldur- inn. Fólk getur gert grín að Haraldi en honum finnst að hann hafi eign- ast í einum hesti meira en nokkur hestamaður geti farið fram á. Mynd- irnar af nítján vetra „sjúklingi" segja fólki hvað hann gat 8 vetra alheill og frískur. Trausta Þór Guðmundsson tamn- ingamann langaði jafnvel að grípa til hans fyrir landsmótið í sumar. Gunnar Arnarson taldi hann þá ekki lakari en unghestana sem verið var að þjálfa. Erling Sigurðsson vildi bara fá að ríða honum einn hring á Hvammsvellinum. Það hafa reyndar fáir farið á bak Kóra og enginn af þessum snjöllu köppum. Ef Haraldur ætti hann ungan, fullfrískan og stæltan þá hefði hann eflaust leitað til þeirra. En hann tímir þvl ekki í augnablikinu. Kóri hefur alltaf laðað að sér fólk. Fýrst var hann elskaður vegna hæfileikanna, lundarinnar og kraftsins. En, eins og krakkarnir segja, þá elskar Haraldur hann núna bara af því að hann elskar hann. Þessi saga er mér svo lifandi dæmi um tryggð, kjark og staðfestu hestamanns með gæðingi sínum að mér finnst íslensku þjóðinni beri að vita þetta. Svo oft deildi hún súru og sætu með þarfasta þjóninum og barðist svo hart fyrir tilveru hans. Höfundur er hestamaður. HARALDUR Haraldsson á Kóra. Guðlaugur Tryggvi Karlsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.