Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Síldin á á Rauða torgið - stórtíöindi, segir Jakob Jakobsson, forsijóri Hafrannsóknastofhunar Húrra, húrra, ég er orðinn ríkur aftur. Norski síldarmúrinn er fallinn... Afla misskipt milli landshluta Morgunblaðið/Benedikt Jóhannesson STEINGRÍMUR Árnason t.v. og Guðmundur Rúnar veiddu stærsta laxinn í Grímsá, 16 punda hrygnu í Þingnesstrengjum. VEIÐI hófst í Grímsá í Borgar- firði, Vatnsdalsá og Víðidalsá um helgina og var helgarveiðinni mis- skipt milli landshluta. í Grímsá kvörtuðu menn ekki, átta stanga holl veiddi 20 laxa tvo fyrstu dag- anna, en enginn fiskur veiddist í húnvetnsku ánum tveimur. Veiði er tekin að glæðast í Þverá og Norðurá, þannig komu 11 laxar á land úr Þverá í gærmorgun og voru þá komnir 88 laxar á land úr henni ásamt Kjarrá. „Við getum verið sáttir með byijunina miðað við það sem hefur verið að gerast í öðrum ám. Fyrsta hollið veiddi 20 laxa, veitt var á átta stangir í tvo daga. Mest var þetta veitt í Laxfossi og þeir sem áttu morgunvaktirnar í honum fengu allir nokkra fiska. Það veidd- ust einnig nokkrir fiskar í Strengj- unum og það var einnig líf í Lækj- arfossi og Þingnesstrengjum. Mest á óvart kom kannski er menn komu í gærkvöldi með tvo 10 punda úr Hörzlanesi, veiðistað sem sjaldan gefur og stundum ekkert heilu sumrin. Við höfum reynt að laga hylinn, en hann er núna óvenjulega fallegur frá náttúrunnar hendi og verðúr gaman að fylgjast með því hvort fiskur leggst í hann í sum- ar,“ sagði Sturla Guðbjarnarson í Fossatúni við Grímsá í gærdag. „Núllað“ fyrir norðan Svala Ágústsdóttir í Tjamar- brekku við Víðidalsá sagði „ofsa- lega lítið“ vera að frétta úr ánni sem opnaði á sunnudagsmorgun. Á hádegi í gær var fyrsti laxinn enn óveiddur og sömu sögu var að segja úr Vatnsdalsá sem þó opnaði sólarhring síðar. Gylfi Inga- son kokkur í Flóðvangi við Vatns- dalsá sagði þó að ástandið færi batnandi, áin hefði lækkað um metra eða svo á einni viku. Samt væri hún mikil og gruggug enn. Svala tók í sama streng, sagði ána hafa sjatnað verulega síðustu daga. Líflegt í Þverá Ellefu laxar veiddust í Þverá í gærmorgun að sögn Kristjáns SÉRA Sigurjón Guðjónsson, fyrrum prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, hlýtur í ár verðlaun úr nienn- ingar- og minningarsjóði norska prestsins Alfreds Andersson-Rysst. Verðlaunin eru veitt Siguijóni fyrir framlag hans til menningar- samskipta Islands og Noregs. Hann hefur um áratuga skeið unnið að þýðingum á norskum sálmum og ljóðum yfir á íslensku og um þessar mundir er verið að huga að útgáfu Kristjánssonar kokks í véiðihúsinu og voru þá komnir 60 laxar úr Þverá og 28 til viðbótar úr efri hluta árinnar, Kjarránni. Alls 88 stykki í allt. „Margir af þessum löxum síðustu daga hafa verið mikið lúsugir og meðalþyngdin mjög góð, um 12 pund,“ bætti Kristján við. Stærsti laxinn til þessa var rúm 18 pund. á 130 Ijóðum sem Siguijón hefur þýtt. Einnig hefur hann flutt fyrir- lestra í Noregi um íslenskan sálma- kveðskap. í frettatilkynningu frá norska sendiráðinu segir að séra Siguijón Guðjónsson hafí unnið einstakt menningarafrek með starfi sínu og byggt brú milli landanna á þessu menningarsviði. Verðlaunin nema sex þúsund norskum krónum. Verðlaun úr norsk- um minningarsjóði Höfuðáverkar barna Þurfum að gæta yngstu barnanna betur Jónas G. Halldórsson ÖFUÐÁVERKAR barna hafa verið teknir til skipu- lagðra rannsókna hér á landi. Eitt af því sem rann- sóknirnar hafa leitt í ljós er að það er hlutfallslega verra fyrir börn en fullorðna að fá höfuðáverka, ólíkt því sem áður var talið. Barnið er sífellt að læra og aðlaga sig æ flóknara umhverfi. Ef þetta ferli truflast vegna áverka getur svo farið að barnið vaxi inn í sífellt fleiri vandamál, fram á unglingsár og jafnvel leng- ur. Höfuðáverkar barna, fyrirbyggjandi aðgerðir gegn þeim og eftirmeðferð var umijöllunarefni Jónasar G. Halldórssonar í erindi sem hann hélt á þingi nor- rænna heilaskurðlækna sem haldið var í Reykjavík 7.-10. júní sl. - Hvert er upphafið að rann- sóknum þínum á höfuðáverkum barna? „Ég, ásamt Kristni Guðmunds- syni, yfirlækni í heilaskurðlækn- ingum á Borgarspítalanum og Eiríkur Öm Arnarson, yfirsál- fræðingur á geðdeild Landspítal- ans, höfum verið að athuga höf- uðáverka barna á árunum 1987- 1991. En til samanburðar höfum við aðra rannsókn sem unnin var 1973-1980. Þar kemur í ljós að höfuðáverkum barna hefur fækk- að og hlutfall alvarlegra áverka hefur lækkað úr 20% í 14% ef lit- ið er til nefndra rannsóknartíma- bila.“ - Er einhver einn hópur í meiri hættu en aðrir? „Við höfum skipt börnunum í þijá aldurshópa. Frá fæðingu til fjögurra ára, fimm til níu ára, og tíu til ijórtán ára. Börn á aldrinum fímm til níu ára eru í mestri áhættu. Yngstu börnin koma þar á eftir. Alvarlegustu áverkarnir verða þó frekar meðal yngsta ald- urshópsins, öfugt við það sem flestir halda. Fyrirbyggjandi starf hefur yerið umfangsmikið í formi öryggisbúnaðar sem beinast fyrst og fremst að eldri krökkum. Fall eða högg við hlut eru í 88% til- fella orsök áverka hjá börnum fram að fimm ára aldri. Þessi slys geta verið nokkuð alvarleg. Áverkarnir eru mældir eftir al- þjóðlegum staðli og teljast alvar- legir ef þeir sjást greinilega við röngten- eða heilasneiðmynd.“ - Fyrir utan öryggisbúnað, er eitthvað annað sem foreldrar og aðstandendur barna geta gert til að koma í veg fyrir höfuðáverka og slys á börnum? „Ég tel að við þurfum að fylgj- ast betur með yngstu börnunum. Þess viðhorfs gætir hér í of mikl- um mæli að ekki skuli hefta börn- in; að mæður sem gæti yngstu barna sinna samviskusamlega fái jafnvel skömm í hatt- inn fyrir að gera börnin fisjálfstæð. Þá erum við kannski að tala um „sjálfstæði" tveggja ára barna! - Hvað með afleiðingar alvar- legra höfúðáverka? „Dauðaslys eru fremur fátíð en eru algengari hjá bömum undir tíu ára aldri. Ólíkt því sem ætla má eru krakkar á unglingsaldri síður í áhættuhópi hvað dauðaslys varðar. Við vitum einnig að eitt til tvö börn á ári fóru í endurhæf- ingu og það er sannanlega allt of lágt hlutfall miðað við fjölda þeirra ►Jónas G. Halldórsson fæddist á Sauðárkróki árið 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1972 og B.Sc.-heiðursgráðu í sál- fræði frá háskólanum í Manc- hester árið 1975. Hann hélttil Kanada í framhaldsnám og lauk MA-prófi í sálfræði frá háskól- anum i Manitoba árið 1984. Frá árinu 1990 hefur Jónas verið í tengslum við taugasálfræði- og endurhæfingadeild Ullevál- háskólasjúkrahússið í Osló. Jón- as réðst til starfa sem sálfræð- ingur á sálfræðideild skóla í Reykjavíkurumdæmi árið 1984 og árið 1986 gerðist hann sál- fræðingur lijá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Frá 1990 hefur hann starfað í tengslum við Öskjuhlíðarskóla. Árið 1993 hlaut hann sérfræðiviðurkenn- ingu í fötlunarsálfræði frá menntamálaráðuneytinu. Jónas er kvæntur og á tvær dætur. barna sem fá áverka. Þetta hlut- fall er einnig miklu lægra en það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Vegna þess hve lítil vitn- eskja er til hér á iandi um afleið- ingar höfuðáverka og þörfina fyr- ir eftirmeðferð fórum við af stað með aðra rannsókn og er þá mið- að við börn sem lögð voru inn á einu ári, frá apríl 1992 til sama mánaðar 1993 og fylgjum við þeim eftir í þijú ár eftir að slysið átti sér stað.“ - Getur hegðun barna breyst eftir alvarlega höfuðáverka? „Áhrif höfuðáverka geta verið alvarlegri á börn en fullorðna og geta skilað sér í breyttri hegðun. Þau geta átt erfiðara með að halda aftur af sér, orðið óþolinmóðari, haft minna úthald og átt í erfiðleik- um með aðlögun og einbeitingu. - Skiptir staðsetning áverka á höfði máli? Nei, svo virðist ekki vera. Það eru ekki til neinar regl- ur í þessu sambandi. Barn sem verður fyrir alvariegum áverka get- ur sloppið án breyttrar hegðunar, en annað barn sem virðist ekki hafa slasast alvarlega getur breytt hegðunar- mynstri sínu. Fólk ætti alltaf að fara til læknis ef það er í einhverj- um vafa um að barn hafi hlotið alvarlegan höfuðáverka. Læknir metur hvort ástæða er til að leggja barnið inn. Ef svo er ekki er for- eldrum eða aðstandendum barns- ins ráðlagt að gefa ákveðnum ein- kennum gaum, en einkennin eru m.a. ógleði, sinnuleysi, uppköst, óráð og höfuðverkur. Dauðaslys fremur fátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.