Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Um val og köllun Hvers vegna virðir Alþingi ekki lög sem það hefur sett sjálfu sér að breyta eftir? UNDANFARNA nærri þrjá mán- uði hefur allmikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum um þá ákvörðun sóknamefnda Hveragerðispresta- kalls að kalla prest til þjónustu. Tvennt er það sem ekki hefur komið fram í umfjölluninni og ég sé ástæðu til að vekja at- hygli á. Eg leyfi mér að vitna til tveggja blaðagreina J í öndverðri umræðunni þar sem hin ólíku sjón- armið koma fram. Sr. Jón Einarsson prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd rit- aði grein í Morgunblað- ið hinn 13. apríl sl. og rekur aðdraganda að setningu núgildandi laga um veitingu prestakalla. Þ.m.t. greinir hann frá sam- þykktum kirkjuþings allt frá árinu 1960. Ekki veit ég betur en að allt sé rétt sem kemur fram í þeirri grein, en um niðurlagsgrein- • ina, endurskoðun laganna, íjalia ég siðar. Niðurstaða sr. Jóns er sú að köll- unin sé fullkomlega lögmæt. (Burt- séð frá því sem síðar kom fram um formgalla.) Sr. Geir Waage í Reykholti, for- maður Prestafélags íslands, ritaði einnig grein sem birtist í DV hinn 10. apríl sl. og kemst að gagnstæðri niðurstöðu. Ekki verður þó annað sagt en að sr. Geir hafi nokkuð til síns máls þar sem hann vitnar í aðalreglu sam- kvæmt athugasemdum með frum- varpinu sem og aðrir sem fylgt hafa honum að málum með skrifum, yfir- lýsingum og kærum. En böggull fylgir skammrifi og mun ég víkja að því síðar. Eg kemst að annarri niðurstöðu en sr. Geri þó ég sammála honum um meginregluna. Vegna þeirra sem vilja kynna sér nánar forsendur fyrir núgildandi lög- um, þær hugmyndír sem að baki lágu og móta sér skoðanir um það hvem- ig málum skuli skipað í framtíðinni kýs ég að setja á blað nokkrar stað- reyndir. Nefnd sú sem samdi nýtt laga- frumvarp um veitingu prestakalla á árinu 1978 tók einkum tillit til eftir- farandi atriða: 1. ályktanir kirkju- þings, þar sem stöðugt jókst fylgi kirkjuþingsmanna við breytt form við ráðningu presta eftir því sem árin liðu. 2. Þrýstingur meirihluta prestastétt- arinnar. 3. Viðhorf söfn- uðanna í landinu. Af mjög hörðum um- ræðum á Alþingi 1977 um till. t. þál. um að kirkjumálaráðherra skipi nefnd til að endur- skoða lögin mátti draga þá ályktun að ekki væri að svo stöddu þingmeiri- hluti fyrir nýrri laga- setningu. Þingmenn margir hveijir töldu umbjóð- endur sína, þ.e. safn- aðarfólkið í landinu, ekki reiðubúið að afsala sér lýðréttindum sínum. (Um hugtakið lýðréttindi í þessu sambandi mætti skrifa aðra grein, en um það verður ekki frekar fjallað hér). Ég kemst að annarri niðurstöðu en Geir, segir Gunnlaugur Finnsson, þó ég sé sammála honum um meginregluna. Til að afla sér nánari vitneskju um viðhorf safnaðanna gerði nefndin vfðtæka könnun meðal allra sóknar- nefnda og safnaðarfulltrúa í landinu, þar sem valið stóð milli fjögurra kosta. Ennfremur hvort innleiða ætti köllun eða ekki. Af 1070 seðlum sem sendir voru hlutaðeigendum bárust 621 seðill, þar af 597 gildir. Spumingar og niðurstöður eru skráðar hér að neðan. Spurt var um næstbesta kostinn. Summa besta og næstbesta kosts er skráð í aftari dálkinn. 1. Þeir sem vildu óbreytt þágildandi lög voru 267 318 2. Þeir sem vildu ráðherraveitinp að feng- inni umsögn voru 115 238. 3. Þeir sem vildu frumvarp kirkjuþings frá 1976 voru 76 189 4. Þeir sem vildu kost nr. 3 að viðbættum kosningamöguleikavorul04 280 Auðvitað má túlka þessar tölur á mismunandi vegu, en niðurstaðan verður ætíð sú að mjótt var á munum þeirra sem vildu óbreytt ástand og hinna sem vildu mismunandi róttæk- ar breytingar. Ennfremur þetta. Á árunum frá 1965 til 30. okt. 1978 (þegar frv. var samið) var sótt 105 sinnum um prestakall í landinu. í 79 prestaköll- um sótti aðeins einn um brauðið, tveir í 15 prestaköllum en fleiri en þrír aðeins í 11. Með öðrum orðum: í 75% tilvika var aðeins einn prestur í kjöri. Þetta var eitt atriði með öðrum sem kall- aði á breytingar við veitingu prests- embætta. Köllunarákvæðið Svo sem fram kemur í áður- nefndri grein sr. Jóns Einarssonar kom köllunarákvæðið inn í frumvarp kirkjuþings þegar árið 1960 og hélst þar æ síðan. Kirkjuþing gerði ætíð ráð fyrir jafnri stöðu þeirra sem kall- aðir voru og hinna sem hlutu veit- ingu og síðan skipun, eftir að þeir voru valdir eða hlutu kosningu. Nefndin þrengdi þetta ákvæði með þvi að leggja til að heimilað yrði að- eins að kalla prest tíambundið, mest 4 ár. Þar með fengju þeir prestar aðra réttarstöðu og voru útilokaðir frá skipun meðan þeir gegndu köllun- arþjónustu. Að öðru leyti er köllunará- kvæðið að engu leyti skilyrt. Ofanskráð er staðfest í nefndar- áiitinu sem fylgdi frumvarpinu um veitingu prestakalla og varð að lög- um nr. 44 30. mars 1987. (Þingskjal 208 bls. 1357.) Þær setningar er varða köllunina eru svohljóðandi: „/ öðru lagi ergert ráð fyrir að heimild til köllunar verði upp tekin. Er það í samræmi við samhljóða vilja kirkjuþings og sam- kvæmt skoðanakönnuninni. Hér er þó gert ráð fyrir því, að köllun verði tímabundin í mesta lagi til fjögurra ára í senn. Verður að telja það eðlilegt með tilliti til þess, að við köllun fá aðrir, sem eiga rétt á að sækja um prestsembættið, ekki tækifæri til að sækja um brauðið. “ Hér er þá kominn skammrifsbögg- ullinn sem fyrr er getið. Ég get ekki séð annað en að þeir, sem telja að biskupinn yfir íslandi hafí brotið lög með embættisfærslu sinni hvað varðar þetta mál, hafi vandlega þagað yfir þeirri lögskýr- ingu sem ég tel að ofanskráð tilvitn- un sé. Hér er um tvennt að ræða, annað er nokkuð sem ég vil ekki nefna en sumir telja þó hóti skár en hálfsann- leika. Hitt eru óvönduð vinnubrögð, það að lesa aðeins það sem menn vilja lesa í athugasemdum og nefnd- aráliti. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að í hinu síðamefnda liggi hund- urinn grafínn. En óheppilegt er það í svo heitu og viðkvæmu máli. Réttindi og skyldur Lögin um réttindi og skyldur rík- isstarfsmanna frár 1954 hafa komið nokkuð við sögu í umræðunni. Hefur þar berlega komið fram að a.m.k. ýmsir prestar telja sig vera ríkis- starfsmenn og það sé því réttur þeirra að sækja um allar lausar stöð- ur sem þeir hafa embættisheiti til. Þá hljóta lögin um réttindi og skyld- ur ríkisstarfsmanna og hin um veit- ingu prestakalla að stangast á í þessu tilviki. Mér skilst að krafan sé að hin eldri ákvæði verði látin ráða frek- ar en þau yngri, en það tel ég raun- ar stangast á við hefðbundna reglu. Annars finnst mér ekkert undar- legt þótt venjulegur leikmaður ragl- ist í ríminu, hvert er hið kórrétta ritúal eða litúrgía eða hver er hin rétta staða sóknarprestsins í íslensku þjóðfélagi? Ég þykist hafa lært það í umræðum og viðræðum á kirkju- þingi að það sé m.a. munur á ríkis- kirkju og þjóðkirkju. Þar sem ríkis- kirkjan er ræður ríkisvaldið öllu. Það ákveður kenninguna, form og helgis- iði og starfandi prestar lúta ríkisvald- inu í hvívetna. Á íslandi er hins vegar þjóðkirkja sem hefur fullt sjálfstæði í öllum innri málum sínum. Hin virðulega prestastefna er mótandi fyrir kenn- inguna, helgisiðina og annað er mót- ar framkvæmd prestsstarfsins. Sam- kvæmt þessu er sóknarpresturinn starfsmaður þjóðkirkjunnar, en fær laun sín um ríkissjóð samkvæmt samingi frá öndverðri öldinni og er enn í gildi, þegar Prestlaunasjóður var stofnaður, en um það skal ekki ijallað frekar hér. Endurskoðun laganna Ég kem að lokum að því atriði sem veldur mér mestri furðu, atriði sem ég hef undrast mest að enginn hefur vakið máls á í umræðunni svo ég viti, atriði sem gat komið í veg fyrir allar ýfíngar og sársauka í þessu máli, atriði sem ég kann enga skýr- ingu á. Atriðinu sem stendur sem undirfyrirsögn þessarar greinar. Aiþingi það er setti lögin um veit- ingu prestakalla í mars 1987 gerði engar veigamiklar breytingar á fram- varpinu. Hins vegar bætti þingið við ákvæði til bráðabirgðalaga, þar sem kveðið var á um það að lögin skyldu endurskoðuð innan fímm ára. Ég hygg að með tilliti til þess hve veiga- mikil nýmæli vora í lögunum, ekki síst köllunarákvæðið, hafí þingmenn viijað tryggja það að lögin yrðu endur- skoðuð í ljósi fímm ára reynslu. I samræmi við þetta ákvæði skip- aði fyrrverandi kirkjumálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson nefnd í september 1990 til að geratillögu um hugsanleg- ar breytingar á lögunum undir for- ystu frú Önnu Guðrúnar Bjömsdóttur deildarstjóra í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. í nefndinni sátu m.a. fulltrúar frá Leikmannastefnu, Presta- félagi íslands og Kirkjuráði. Nefndin skilaði áliti í októbermán- uði 1991 og kirkjuþing afgreiddi framvarpið til breytinga á lögunum um veitingu prestakalla frá ’87 á því sama hausti. Fullt samkomulag var í nefndinni um nokkrar breytingar og vora þær veigamestar að þrengd vora ákvæðin um köllun. Nú skyldi skylt að auglýsa öll iaus prestaköll og köllun aðeins heimiluð í nánar tilteknum tilvikum. Allt var því til reiðu að Alþingi gæti staðið við bráðabirgðaákvæðið. En síðan ekki söguna meir. Nú era liðin full þijú ár síðan Alþingi átti að ljúka afgreiðslu málsins samkvæmt bráðabirgðaákvæðinu. Við ítrekuðum fyrirspumum mínum formlegum og óformlegum á kirkjuþingi hef ég eng- in marktæk svör fengið. Engin ábending hefur borist kirkju- þingi um að eitthvað það væri í frum- varpinu sem æðri stjómvöldum hugn- aðist ekki. Atriðið sem ég nefndi hér fyrr um ýfingar og sársauka var þetta: Ef ráðherra og Alþingi hefði staðið sína vakt, hefði deilan um köllun prests í Hveragerðisprestakalli aldrei orðið til. En lög eru lög eins og þau standa hveiju sinni. Ég er hættur að spyija en ég undrast enn. Höfundur er kirkjuráðsmaður. Aðild að Evrópusambandinu er á dagskrá hugsanlegt að hægt sé að komast í hóp næstu ríkja, Möltu og Kýpur, sem samið verður við eftir ríkjaráðstefnu ESB árið 1996. í þann hóp kemst ísland að sjálf- sögðu ekki án þess að sækja um. Ef ekki verð- ur sótt um innan tíðar verður næst tækifæri til að slást í hóp Austur- og Mið-Evrópuríkja en þá er hætt við að kjör, sem okkur bjóðast, verði orðin til muna lakari en áður vegna fjölgunar smárílqa innan ESB. Full þátttaka íslands Jón Steindór Valdimarsson aðild á þeirri forsendu að engin von sé til að íslendingar geti lifað við sjávarútvegsstefnu ESB eða náð fram viðunandi breytingum á henni. Með þeirri afstöðu er málinu drepið á dreif og vikist undan því að ræða málið af þeirri alvöra sem þvi sæmir. Ekki hefur verið kannað til þrautar hvaða afleiðing- ar sjávarútvegsreglur ESB hafa fyrir ísland. Enn síður er fullrejmt hvort unnt er að ná fram breytingum á núgild- andi reglum. Sú niður- staða fæst reyndar ekki nema við samningaborðið. KJÖRTÍMABIL nýrrar ríkisstjórn- ar stendur fram á vordaga ársins 1999. í stjómarsáttmála ríkisstjóm- arinnar er ekki að fínna nein áform um að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Raunar má skilja á forystu- mönnum hennar að aðild komi ekki til greina vegna sjávarútvegshags- muna íslands og vegna þess að óljóst sé hver þróun ESB verði á næst- unni. Aðild er þess vegna ekki á dag- ukrá og talinn hreinn óþarfí að ræða málið frekar. Ekki gott að bíða Þessi afstaða er óneitanlega sér- kennileg ekki síst I ljósi þess að nær allar aðrar Evrópuþjóðir, sem standa utan ESB, hafa talið aðild eitt sinna brýnustu hagsmunamála. Afstaðan er ekki síður sérkennileg vegna þess að skoðanakannanir á íslandi hafa lengi sýnt að meirihluti kjósenda er þeirrar skoðunar að rétt sé að láta reyna á aðild að ESB. Almenningur virðist nefnilega skilja að hagsmunir ^Tslands era í aðalatriðum hinir sömu og annarra ríkja í Evrópu. Það versta við þessa afstöðu ríkisstjómarinnar er þó það að hagsmunir íslands skað- ast við það að hafast ekkert að. Best hefði verið að nota tækifærið þegar ESB bauð öllum EFTA-ríkjunum til aðildarviðræðna árið 1992. Stjórn- málamenn íslenskir kusu að láta það *tækifæri framhjá sér fara. Nú er Staðreyndin er sú að nær allar Evrópuþjóðir era aðilar eða stefna að aðild að Evrópusambandinu. Ekki verður séð að Islendingar séu svo einstakir meðal Evrópuþjóða að hægt sé að gefa sér fyrirfram að þeir geti ekki starfað með öðram Evrópuþjóð- um innan vébanda ESB. Það hlýtur að vera íslendingum metnaðarmál að taka þátt í mótun eigin framtíðar og eiga aðild að öllum ákvörðunum sem hana varða. Fyrir íslenskt atvinnulíf er þetta brýn nauðsyn, þar með tald- ar útgerð og fískvinnsla. Það er ótækt að kasta frá sér hugmyndinni um Rétti tíminn er núna íslensk stjórnvöld ættu þegar í stað að hefja undirbúning að því að ■sækja um aðild að ESB. Skoða þarf vel alla málaflokka, ekki síst sjávar- útveg og landbúnað, greina hvar búast má við vandamálum og hvar þarf sérstaklega að gæta hagsmuna Islands. Að því búnu þarf að setja skýr samningsmarkmið, hefja mark- vissa kynningu þeirra hjá stofnunum ESB og einstökum aðildarríkjum ESB til þess að afla þeim skilnings og stuðnings. Samhliða á að leggja inn umsókn um aðild. Því fyrr sem þetta ferli er sett af stað og undir- búningurinn vandaðri því betra. Ef vel tekst til er ekki óraunhæft að ætla að Island gæti orðið aðili að ESB um aldamótin. Ekki sæluríki Enda þótt aðild íslands að ESB sé trúlega bæði nauðsynleg og skyn- samleg væri það einfeldningsháttur að halda þvl fram að I aðildinni felist einföld og ódýr lausn á öllum vanda íslendinga og þar gerist ekkert sem íslensk stjómvöld ættu þegar að hefja undir- búning að því, segir Jón Steindór Valdimars- son, að sækja um aðild að ESB. er okkur óhagstætt. Það má hins vegar ekki láta einstaka neikvæða þætti verða til þess að koma I veg fyrir að kostir og gallar aðildar ESB verði vegnir með heildarhagsmuni í huga. Þar má ekki gleyma því að við höfum með EES-samningnum skuld- bundið okkur til þess að taka upp margvíslegar reglur á sviði atvinnu- lífs án þess að hafa nokkra raunveru- lega möguleika á að hafa áhrif á efni þeirra. Með aðild fást slík áhrif og hægt verður að halda fram sjónar- miðum íslands þótt enginn gangi með þær grillur að Island muni ráða ferð- inni innan ESB. Það er þó óneitan- lega meiri reisn yfír slíku samstarfi en að taka möglunarlaust við EES- reglunum úr hendi Evrópusambands- ins. Skýr afstaða Samtök iðnaðarins hafa skýra stefnu í þessum málum. Öfugt við suma stjórnmálaflokka hafa Samtök iðnaðarins tilhneigingu til þess að virða skoðanir þeirra sem að þeim standa. Þess vegna gerðu þau víð- tæka viðhorfskönnun meðal aðildar- fyrirtækja sinna til Evrópumála og mótuðu stefnu sína á þeim grunni. Könnunin leiddi ótvírætt I ljós að umtalsverður meirihluti er fyrir því innan Samtaka iðnaðarins að stjóm- völd hefji þegar I stað undirbúning að aðild Islands að ESB. Þessi skoðun og stefna Samtaka iðnaðarins var svo rækilega staðfest með ályktun Iðn- þings þann 28. apríl. Ályktun þings- ins, sem er æðsta valdastofnun Sam- taka iðnaðarins, var samþykkt mótat- kvæðalaust. Þar segir m.a. „Samtök iðnaðarins telja brýnt að íslendingar verði fullgildir þátttakendur I sam- félagi Evrópuþjóða. Mikill meirihluti félaga í Samtökum iðnaðarins telur að aðild Islands að Evrópusamband- inu muni reynast heilladijúg fyrir atvinnulífíð og almenning að uppfyllt- um tilteknum forsendum. ... Það er brýnt að íslendingar eigi aðild að ákvörðunartöku og stefnumótun um eigin framtíð. Samtök iðnaðarins skora því á stjórnvöld að hefjast handa við að skilgreina samnings- markmið og kynna þau innan Evrópu- sambandsins." Höfundur er lögfræðingur hjá Smntökum iðnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.