Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI AÐSENDAR GREINAR JÓAKIM PÁLSSON JÓAKIM Pálsson í Hnífsdal er áttræður í dag. Nafn hans hefur um áratuga skeið ver- ið nátengt atvinnu- rekstri í Hnífsdal og framförum í sjávarút- vegi þjóðarinnar. Jóa- kim var harðduglegur sjósóknari og athafna- maður í bestu merk- ingu orðsins. Aðeins 24 ára gam- all stofnaði hann ásamt öðrum útgerð- arfélagið Hauk hf., sem lét byggja Pál Pálsson elsta og gerði hann út. Jóakim var að sjálfsögðu skip- stjóri. Skipin urðu síðan sífellt stærri og öflugri. Á sama tíma komu mannkostir stjórnandans æ betur í ljós. Ásamt föður sínum, Páli Páls- syni, Elíasi Ingimarssyni, Ingimar Finnbjörnssyni, Einari Steindórs- syni og fleiri dugnaðarmönnum úr Hnífsdal lagði Jóakim grunn að þeim glæsilegu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, sem starf- rækt eru í Hnífsdal í dag. Jóakim kvæntist Gabríelu Jó- hannesdóttur árið 1936 og eignuð- ust þau sex böm. Barnabörnin og bamabarnabörnin era fjölmörg. Garbríela lést fyrir aldur fram fyr- ir 20 áram. Jóakim er fyrirhyggjusamur ráðdeildarmaður, áræðinn, út- sjónarsamur og úrræðagóður. Hann hefur haft einstakt lag á því gegnum tíðina að leysa hvers manns vanda. Hann er hreinskipt- inn og segir skoðun sína umbúða- laust á mönnum og málefnum. Hvergi er fals að finna. Jóakim er gleðimaður í góðra vina hópi og söngmaður góður. Á afmælisdaginn dvelst Jóakim ásamt sambýliskonu sinni, Sigríði Sigurgeirsdóttur, og bömum í Þýskalandi. Vinir hans og sam- starfsmenn árna honum og fjöl- skyldu hans allra heilla í tilefni dagsins og óska honum auðnu- stunda á ævikvöldi. Friðrik Sophusson. Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á laugardögum Föðurbróðir minn Jóakim Pálsson skip- stjóri frá Hnífsdal er áttræður í dag. Jóa- kim hefur með störf- um sínum til lands og sjávar aflað sér virð- ingar um allt land og er einn af þeim fáu sem tekist hefur að reka sín fyrirtæki í gegnum mörg breyt- ingaskeið í íslenskum sjávarútvegi, þannig að þau hafa styrkst með hveiju árinu. Jóa- kim er einn af stofn- endum Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal og hefur setið í stjórn frá upphafi og verið stjórnarformaður lengst af í 55 ára sögu þess. Jóa- kim hefur einnig verið fram- kvæmdastjóri fyrir Miðfell hf. sem gerir út togarann Pál Pálsson og framkvæmdastjóri fyrir Mjöl- vinnsluna hf. í Hnífsdal. Jóakim var skipstjóri á nokkrum bátum sem báru nafnið Páll Pálsson og var skipstjórnarferill hans einstak- lega farsæll og giftudijúgur öllum þeim sem áttu við hann samskipti. Það er mikið happ fyrir íslenska þjóð að eiga slíka syni, sem með elju sinni og framsýni hafa komið þessari þjóð af stigi fátæktar á bekk meðal ríkustu þjóða heims- ins. Jóakim var mjög fengsæll skipstjóri og sótti sjóinn á margs- konar veiðiskap eins og línu, net, hringnótaveiði og reknet svo eitt- hvað sé nefnt. Hann hefur verið sérstaklega naskur á tímasetning- ar við störf sín sem skipstjóri og framkvæmdastjóri og á sjónum studdist hann jafnvel við drauma sem færðu honum mikinn afla. Jóakim var einn af frumheijum í endurvæðingu togaraflotans á áttunda áratugnum og fékk einn fyrsta skuttogarann frá Japan en hann kom til landsins árið 1973. Jóakim var framkvæmdastjóri þess togara frá upphafi allt þar til fyrir skömmu að hann lét af störfum. Sú útgerð hefur verið einstaklega farsæl. í þeim útgerð- arrekstri hefur það verið venja hjá Jóakim að greiða alla reikninga strax og verk er unnið. Það olli oft undrun hjá þjónustuaðilum út- gerðarinnar þegar Kimi kom með heftið og vildi borga strax því venjulega voru reikningar ekki til- búnir svo fljótt. En skilvísi og heið- arleiki í viðskiptum hefur ávallt verið hans aðalsmerki. Ég vil með þessum línum færa Jóakim innilegar þakkir fyrir tryggð og vináttu sem hann hefur ávallt sýnt mér og minni fjölskyldu og sendi honum og fjölskyldu hans hamingjuóskir á afmælisdaginn. Kristján Pálsson. BANTHAl TŒLENSKUR MATUR Laugavegi 130 Nýtt símanúmer 552 2444 TILBOÐ: & réttir fvrir 4 kosta á mann kr. 1.390 $Jréttir fvrir 2 kosta á mann kr. 1.490 Rosenthal rpúvehugPt Glæsilegar gjafavörur (7) '©4 Cl Matar- og kaffistell í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Ödrengileg aðför að menningarfull- trúanum í London um ný]a ræða, en ALVEG síðan Jakob F. Magnússon tók til starfa sem menningar- fulltrúi við íslenska sendiráðið í London hefur staðið mikill styr um stöðu hans og störf. Hann hefur verið á milli tannanna á fólki og allnokkur umræða hefur verið í blöðum landsins um fram- kvæmd þeirrar kynn- ingarstarfsemi sem hann hefur staðið fyrir undanfarin ár. Það að menn í slíkri stöðu séu gagnrýndir í Ijölmiðl- um er í sjálfu sér ekk- ert athugarvert þegar stöðu sem þessa er að það hefur þó því miður einkennt þessa umræðu að hún hefur verið frekar rætin í hans garð og að mínu mati alls ekki málefnaleg. Helgarpósturinn hefur í gegnum tíðina birt margar greinar þar sem „flett hefur verið ofan af“ hinu og þessu sem menningarfulltrúinn á að hafa staðið í og þá oft vísað í eihveija ónafngreinda heimildar- menn í London. Botninn tók þó úr þessari umræðu nú í síðasta tölu- blaði Mannlífs þar sem blaðamaður ræðir við íslendinga búsetta í Lund- únum sem lýsa skoðunum sínum á kynningarátaki því sem menn- ingarfulltrúinn hefur staðið fyrir undanfarin fjögur ár. Þessir við- mælendur Mannlífs hafa undan mörgu að kvarta í sambandi við störf fulltrúans og tína til ýmis smáatriði sem þeim hefði fundist að betur mættu fara, og gera í heildina heldur lítið úr þeirri land- kynningu sem hefur átt sér stað hér í Lundúnum. Ekki get ég tekið undir þessi neikvæðu sjónarmið sem viðmæl- endur Mannlífs láta hafa eftir sér hvað varðar störf menningarfull- trúanns og er í raun alls ósammála þeirra mati á framkvæmd kynning- arstarfsemi þeirrar sem hér um ræðir. Með hliðsjón af því að starf- semi menningarfulltrúans snýst að mestu leyti um að kynna íslenska listamenn og menningarviðburði vakti það einnig nokkra furðu hjá mér að þeir íslensku viðmælendur sem valdir voru til að láta í ljós álit sitt á störfum menningarfull- trúans voru fiskinnflytjandi, sál- fræðingur, sagnfræðingur, og ís- lenskufræðingur. Ekkert liggur mér fjær en að ég ætli mér að gera lítið úr þessu góða fólki (sem reyndar er sumt ágætir kunningjar mínir) en ég taldi strax óeðlilegt að ekki skyldi vera talað við fólk sem hefur meiri innsýn í listaheim- inn hér, en á því ætti ekki að vera skortur. I nýjustu umfjöllun Morg- unblaðsins um „Jakobsglímuna“ (laugardaginn 3. júní sl.) kemur þetta enda berlega í ljós. Þar fá nokkrar mætar manneskjur, sem hafa góða innsýn í listaheim Lund- únaborgar og Bretlands almennt, að láta álit sitt á athöfnum menn- ZERO-3' 3ja daga megrönarkúrinn ZERO-1 FOftTE Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opiö virkadagakl. 13-18, laugaid. 13-16 Póstv.sími 566-7580. ingarfulltrúans í ljós. Sú mynd, sem orð þessa fólks gefa af störfum hans, er allt önnur og jákvæðari en sú sem dregin er upp í Mannlífsgreininni. Nú hefur það reynd- ar komið í ljós, að höf- undur þessarar Mann- lífsgreinar virðist heldur ekki alveg hafa gætt strangasta hlut- leysis í vali sínu á við- mælendum: í Morgun- blaðinu þann 23. maí Ólafur sl. var birt lesendabréf Elíasson frá Stephanie Will- iams, en hún rekur alþjóðlega umboðs- skrifstofu fyrir listamenn hér í Lundúnum. Þar greinir hún frá því að höfundur umræddrar Mannlífs-greinar hafi haft samband við sig til að fá álit sitt á störfum menningarfulltrúans. Þetta hafi verið verið sjálfsagt af hálfu hennar en þegar hún fór að lýsa yfir ánægju sinni með störf menningarfulltrúans og þann árangur sem hún taldi hann hafa náð hafi blaðamaður Mannlífs ger- samlega misst áhugann á að halda samtalinu áfram og kvatt skyndi- lega. Ég ætla að láta lesendur þess- arar greinar sjálfa um að dæma um slíka fréttamennsku en leyfa mér að benda á, að hafí það vakið fyrir blaðamanni Mannlífs að fá vitneskju um hvernig kynningar- átakið hafi í reynd tekist, þá hafi þessi umræddi umboðsmaður haft mun sterkari forsendur til að dæma um árangurinn af störfum menn- ingarfulltrúans en þeir viðmælend- ur sem láta skoðun sína í ljós í Mannlífi. Til að mótmæla slíkum frétta- flutningi vil ég fá að nota tækifær- ið hér til að lýsa minni persónulegu skoðun á þeirri starfsemi sem menningarfulltrúi sendiráðsins; Jakob F. Magnússon hefur staðið fyrir undanfarin ár. Sjálfur er ég búsettur i Lundún- um og hef verið það undanfarin íjögur ár. Á þessum tíma hef ég stundað tónlistarnám m.a. við Kon- unglegu tónlistarakademíua og hef á þessum tíma verið mjög upptek- inn af tónlistarlífinu hér í borg. Ég tel mig fylgjast allvel með því sem hér fram fer á því sviði og þykist hafa það mikla innsýn í tón- listarheiminn hér til að ég geti leyft mér að halda því fram að þar hafi Jakob F. Magnússon unnið ákaf- lega öflugt og gott starf. Hann hefur staðið fyrir því að furðu margir íslenskir tónlistarmenn hafa leikið í þekktustu tónlistarsölum borgarinnar við góðan orðstír og fæ ég ekki betur séð en að hann hafi staðið ákaflega vel að kynn- ingu á þeim tónlistarviðburðum. Hann hefur t.d. valið að kynna ís- lenska tónlistarmenn helst aðeins í þekktari tónleikasölum á borð við „Wigmore Hall“, „Barbican" og „St. Johns Square" og sýnir með því að hann hefur mikinn skilning á því, að til að tekið sé eftir tónlist- ar- mönnum þurfa þeir að spila á þeim stöðum sem mestrar virðingar njóta á þessum vettvangi. Ég hef hvað eftir annað á námstímá mín- um orðið var við tónlistarstarfsemi á hans vegum og verið inntur eftir því af mínum bresku kunningjum, hvemig á öllum þessum tónleikum íslenskra tónlistarmanna standi og veit að mikið hefur verið eftir þeim tekið. Efnisskrá þessara staða er dreift í gríðarlega stóru upplagi til ijölda aðila svo sem óteljandi aug- lýsingastanda, tímarita svo og þús- Tel ég, segir Olafur Elíasson, að Jakob hafi unnið mikið brautryðj- endastarf á þessum vettvangi. unda áskrifenda og fylgjast miklu fleiri með því hveijir eru að spila á þessum stöðum heldur en þeir sem á endanum mæta á tónleika. Það er sannfæring mín að með þessu hafi ímynd Islendinga sem menningarþjóðar styrkst verulega. Ég get líka vitnað um að á þá tón- leika sem ég hef sjálfur mætt hef- ur verið ágæt aðsókn (þó ekki alla) og hafa þeir verið öllum aðilum til sóma. Hvað varðar aðrar listgreinar og aðra menningarstarfsemi sem menningarfulltrúinn hefur tekið að sér að kynna treysti ég mér ekki til að dæma jafnafdráttarlaust um sjálfur. Hins vegar get ég fullyrt að með hliðsjón að þeirri unfljöllun sem ég hef orðið var við í fjölmiðl- um um þessa land-, list- og menn- ingarkynningu tel ég að Jakob hafi unnið 'mikið brautryðjendastarf á þessum vettvangi. Einnig má benda á að á því tímabili sem hefur verið starfandi sem menningarfulltrúi við sendiráðið hér hafa komið hingað yfir eitt þúsund íslenskir listamenn og ætti það að gefa mönnum nokkra hugmynd um umfang þeirrar starf- semi sem hann hefur staðið fyrir. Hann hefur einnig sýnt mikið hug- vit í því að útfæra skemmtilegar hugmyndir og uppákomur til að ná sem mestri athygli fjölmiðla og tek- ist furðu það vel. Vil ég máli mínu til stuðnings t.d. benda á að í fyrra sumar lét hann innrétta frystitog- ara sem myndlistargallerí og lét sigla togaranum upp Thamesá. Þetta vakti talsverða athygli, kom m. a. fram í sjónvarpi og tókst vel. Að framantöldu tel ég nægum stoðum undir það skotið, að Jakob eigi allt annað skilið en að vera hundeltur af óvönduðum fjölmiðlum sem hafa hvað eftir annað rangtúlk- að upplýsingar um starfsemi hans og leitast við að gera störf hans tortryggileg. Þannig var t.d. ráð- stöfunarfé hans sem reyndist vera 6,5 milljónir á ári sl. 4 ár marg- faldað í fjölmiðlum og ruglað saman við fastan kostnað sendiráðsins og fjármagn það sem honum sjálfum tókst að útvega frá styrktaraðilum. Einnig var mikið gert úr umfram- eyðslu sem reyndist á endanum - samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar - aðeins nokkur hundruð þús- und krónur, sem varla getur talist mikið þegar sambærileg verkefni eru höfð til hliðsjónar. Ég kæri mig persónulega ekki um að skipta mér frekar af þessari umræðu en ég hef nú gert en ég tel það réttlætismál að þegar emb- ættismaður sinnir starfi sínu af slíkri elju og einbeitni eins og Jakob F. Magnússon hefur gert, sé hann látinn njóta sannmælis um störf sín. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing um ástæður mínar til þessara greinaskrifa vil ég undirritaður taka það fram að sjálfur hef ég ekki á nokkurn hátt notið aðstoðar sendi- ráðsins til að koma mér á framfæri. Höfundur er tónlistnrmaður búsettur í Lundúnum og hefur á undanförnum órum fylgst með þeirri lands-, list- ogmenningar- kynningu sem sendiráðið þar hcfur staðið fyrir nfmiklum áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.