Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Dýrðlingar í Kringluna JJP NÆSTA fimmtudag, þann ^ 31. ágúst opnar bamafata- bhí verslunin Dýrðlingarnir í Kringlunni þar sem Mikki og Qí Mína var áður til húsa. Kjj Verslunin Dýrðlingamir hef- ur undanfarin fjögur ár verið starfrækt í Grafarvogi og kemur til með að vera þar áfram líka. Verslunin selur bamafatnað frá danska fyrirtækinu Legó, frönsk bamaföt frá Galipette og Jean Bourget og rúm, bílstóla og bamavagna frá bandarískum fyrir- tækjum. Þá verða til sölu í búðinni franskir bamaskór frá Pom Dápi og kjólar frá Promme. Eigandi verslunarinnar er Jómnn Skúla- dóttir. Förðunarstofa og verslun Þá hyggst Lína Rut Karlsdóttir opna förðunarstofu þar sem versl- un Sævars Karls og sona var áður í Kringlunni. Fýrirtæki hennar verður opnað innan skamms og auk þess sem aðstaða verður til förðunar á staðnum verður þar verslunin Face sem mun selja snyrtivömr og kremlínu frá banda- ríska fyrirtækinu Face. Eins og fram hefur komið mun herrafataverslunin Joe’s opna um næstu mánðarmót í því húsnæði sem verslunin 1,2,3 var áður í. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um hvaða verslun verður þar sem Dídó var. Hjartað er hætt en í staðinn opnaði þar bamafataverslunin Rokklingamir. í síðasta mánuði opnaði sokka- verslunin Thelma í Kringlunni én það er sérverslun sem eingöngu selur sokka og sokkabuxur og fyrr á árinu opnaði einnig í fyrrum húsnæði Sævars Karls og sona verslunin Serina sem selur undir- fatnað. Um miðjan ágúst opnaði Guð- björg Antonsdóttir fatahönnuður aðstöðu í Borgarkringlunni og þangað getur fólk bæði leitað með fatnað í lagfæringu og fengið saumað á sig. Emm- ess-ísloka ÍSLOKA heitir nýjung frá Em- messís hf. Um er að ræða sam- bland af rjómaís og svokölluðu Oxford-kexi, nokkurskonar kexs- amloku með rjómaís á milli. Nýslátrað lambakjöt á sama verði og í fyrra SUMARSLÁTRAÐ lambakjöt er á sama verði og í fyrra í Nóatúni, Hagkaup og Fjarðarkaup. Þetta er gagnstætt því sem tíðkað- ist fyrir fáum árum þegar lambakjöt af sumarslátr- uðu hækkaði yfirleitt um 10% milli ára. í sömu verslunum er eldra lamba- kjöt selt á sama verði og nýtt, en kaupmenn segja eftirspurn jafnan meiri eftir því síðamefnda. Öm Kjartansson, rekstrarstjóri Hagkaups, segir að verð á nýslátruðu hafi verið óbreytt sl. þrjú ár. í Nóatúni kostar lambalæri og lambahrygg- ur 699 kr. kg., súpukjöt 399 kr. og kótilettur 769 kr. Júlíus Þór Jónsson, verslunarstjóri, segir verðið einkum standa í stað vegna þess að framleiðendur séu fúsari en áður að láta kjöt af sumarslátr- uðu af hendi vegna aukinnar sam- keppni, t.d. bjóðist nýslátrað svína- kjöt allt árið. Hann segir að fyrsta sumarslátraða lambakjötið, sem kom í Nóatúnsbúðimar um verslun- armannahelgina, hafi fljótlega gengið til þurrðar. „Framleiðendum gagnast lítið að sitja uppi með birgðar fram á haust, sérstaklega þar sem ætíð er ásókn í nýtt lambakjöt á þessum árstíma þegar meðlætið, þ.e. kartöflur og rófur, fást nánast beint úr görðun- um,“ segir Júlíus. Fjarðarkaup fékk fyrstu send- inguna af nýslátruðu fyrir rúmri viku. Jón Baldvin Haraldsson, ann- ar tveggja sem veitir kjötborðinu forstöðu, segir birgðir nægar og verð ekki hafa hækkað miðað við í fyrra, þótt verð frá framleiðanda hafi hækkað. Lambalæri er á 797 kr. kg, lamba- hryggur á 730 kr., súpu- kjöt á 548 kr. og kótilett- ur á 730 kr. „Ég á von á að verðið lækkienn meira þegar slátrun er komin á fullan skrið,“ segir Jón Baldvin. í Hagkaup hefur nýtt lambakjöt fengist síðan um verslunarmannahelg- ina á sama verði og var á síðasta ári. Lambalæri er á 795 kr. kg, lambahryggur á 734 kr., súpukjöt á 519 kr. og kótilettur 764 kr. Örn Kjartansson segir lambakjöt af nýslátruðu bjóð- ast í fyrra fallinu í ár. Miklar birgð- ir af eldra kjöti séu í landinu og því hugsanlegt að það verði selt á lægra verði en nýslátrað er líður á haustið. Miklar birgðar eru til af eldra kjöti. Uppskrift vikunnar Sterkur og suðrænn kjötréttur á grillið FYRIR þá sem unna sterkum mat er þessi uppskrift kærkomin búbót. Uppskriftin á rætur að rekja til framandi landa, þekkist til dæmis í Nígeríu. Sumum kann þó að finnast bragðið minna á indverskan mat eða thailenskan. Unnendur framandlegrar matar- gerðar hafa oft kvartað yfír því að of mikið tilstand fýlgi slíkum réttum, hin ýmsu krydd sé erfitt að nálgast og aðferðimar séu flóknar. Þessi réttur er langt frá því að vera flókinn, og kryddið fæst í næstu stórverslun. Matar- gerðin felst í því að hræra saman þykka sósu og maka á þunnar nautakjötsneiðar og grilla. Hvað sem uppruna réttarins líður finnst mörgum hann vera góð tilbreyting á grillið enda ekki notaðar hinar hefðbundnu grill- sósur. Farið varlega með kryddið þegar þið hrærið sósuna saman og smakk- ið ykkur til á meðan þið eruð enn óvön þessum rétti. Smekkur manna er misjafn og margir vilja að hafa réttinn annaðhvort sterkari eða veikari, en rétturinn á að vera í sterkara lagi. Kjötréttur á grillið fyrir fjóra 600-700 g gott nautakjöt, fille eða innralærisvöðvi skorið í mjög _________þunnar sneiðar.________ ______15 sléttfullar mgtskeiðar ___________hnetusmjör___________ _______1-1 % tsk chilipipgr_____ 'A-'/z tsk coyenne pipar ________%tsk svartur pipar______ __________1 tsk hunang__________ ________1 -2 tsk sítrónusafi____ Vátsk þurrkuð myntulauf Vihvítlauksrif ef vill Hrærið kryddinu vel saman við hnetusmjörið. Sítrónusafi, myntulauf og hunang fylgja á eftir. Athugið að kjötsósan getur verið mjög sterk og ef þið viljið milda bragðið er upplagt að bæta í einni matskeið af hnetusmjöri, eða svolitlu hunangi og sítrónu- safa. Best er að smakka sig til. Farið mjög varlega með cayenne piparinn, hann getur orðið yfir- gnæfandi. Makið sósunni sem á að vera í þykkara lagi á þunnar kjötsneið- amar. Til að sneiðarnar Iafí ekki og festist við grillið er best að þræða þær á grillspjót og leggja á heita grillteinana í u.þ.b. 1-2 minútur á hvorri hlið. BEST erað þræða þunnar ^ kjötsneið- j arnara grillspjót til '' ' þess að þær verði viðráð- anlegri á grillinu. Gott er að bera fram með kjöt- inu heitt pítubrauð, bakaða kart- öflu með kartöflusósu, eða soðin hrísgijón og ferskt salat. Athugið að þessi réttur er mjög seðjandi og hnetusmjörið bætir á næringargildi kjötsins. Hafíð nóg af svaladrykk með. Passið upp á vetrarskóna EFLAUST eru margir búnir að fjárfesta í skóm fyrir veturinn. Það kostar vinnu að halda vetr- arskóm fallegum. Eftirfarandi ráð birtust í bandaríska blaðinu Firstá dögunum. 1. Séu leðurskór blautir er árang- ursríkt að troða dagblöðum inn í þá til að þeir haldi upprunalegu lagi. 2. Hafi skórnir lent í seltu eða miklum snjó er best að láta þá þorna við opinn glugga. Aldrei að þurrka þá við heitan ofn. 3. Leðurskór eru þrifnir með því að bera á þá leðursápu með bómullarklút. 4. Burstið af aukaóhreinindi sem ekki fara með leðursápunni. 5. Ef saltblettir hverfa ekki má nudda þá með sápu ogköldu vatni eða nota gömul húsráð. Þau eru að nudda blettina með sterku kaffi eða blanda saman hálfri teskeið af ediki og einum bolla af vatni og nudda blettina með þeim vökva. Látið þorna. 6. Burstið þar til góður gljái er kominn á skóna. Fimm nauð- synlegir hlut- ir fyrir skó- burstunina Skóáburður, leðursápa Silíkonúði Skóbursti með náttúruleg- um hárum Bómullarklútur Skóþvinga sem sett er í skó til að halda lögun eða víkka þá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.