Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sprengingin í miðborg Helsinki Virðist hafa beinst g-egn lögreglu Helsinki. Reuter. LÖGREGLA í Helsinki hefur engar vísbendingar um hver stóð að bíl- sprengju sem særði lögregluþjón og olli skemmdum á lögreglustöð í miðborginni í fyrrinótt. Rannsókn- arlögreglan segir að sprengingunni virðist hafa verið beint gegn bygg- ingu sem hýsir ýmsar deildir borg- arlögreglunnar. Talsmaður lögreglu, Antti Turk- ama, sagði að um eitt hundrað lögreglumenn sinntu rannsókn málsins, en hefðu engar vísbend- ingar. Maður, sem ekki lét nafns síns getið, hringdi í finnska fjölmiðla og sagðist vera fulltrúi finnskrar þjóðernishreyfingar, sem bæri ábyrgð á sprengingunni. Lögregl- an kvaðst ekki hafa heyrt um hreyfinguna, sem virðist krefjast þess að Karelíuhérað, sem varð hluti af Rússlandi eftir heimsstyij- öldina síðari, verði aftur hluti af Finnlandi. Mótorhj ólagengi? Stjórnarerindrekar í Helsinki telja að sprengingin tengist illvíg- um deilum milli tveggja hópa mótorhjólafólks, Grafaranna og Bandíttanna. Hóparnir hafa staðið að árásum hvor á annan, meðal annars var gerð eldflaugarárás á skemmtistað í Helsinki, frá því nýr leiðtogi Bandíttanna var skotinn til bana í júlí þegar hann var á ferð um Svíþjóð eftir að hafa verið í heimsókn hjá Finnlandsdeildinni. Finnska lögreglan réðst nýlega til inngöngu í höfuðstöðvar annars hópsins og lagði hald á vopn og sprengiefni. Tveir meðlimir hópsins munu hafa verið í haldi í bygging- unni, sem sprengingin virðist hafa beinst að i gær. Turkama útilokaði ekki að mót- orhjólagengi hefði staðið fyrir sprengingunni, en vildi ekki stað- festa að meðlimir gengisins væru í haldi í byggingunni. Reuter LEIFAR af bíl sem talið er að sprengjan, sem sprakk í miðborg Helsinki, hafi verið falin í. Barschel-málið Morð en ekki sjálfs- morð Bonn. Reuter. SAKSÓKNARAR í Þýzkalandi standa nú í þeirri trú að Uwe Barschel, fyrrverandi forsætis- ráðherra Slésvík-Holstein, hafi verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð, eftir því sem þýzka sjónvarpsstöðin ZDF segir. Barschel fannst látinn í bað- kari á hóteli í Genf, einum mán- uði eftir að hann tapaði kosning- um í sambandsríkinu árið 1987 í kjölfar þess að upp komst að hann hefði beitt vafasömum að- ferðum gegn keppinaut sínum í kosningabaráttunni. ZDF sagði frá því, að í nýrri skýrslu réttarrannsóknarstofn- unar Munchenarháskóla kæmi fram, að í líkama Barschels hefðu fundizt eiturefnaleifar, sem fram að þessu hefðu ekki verið uppgöt- vaðar. Þessar niðurstöður hefðu sannfært saksóknara um að Barschel hefði verið myrtur. Dómstólar í Liibeck hafa ákveðið að taka málið upp að nýju. ísraelar og PLO ná „um- talsverðum árangri“ Jerúsalem. Reuter. SAMNINGAMENN ísraela og Frels- issamtaka Palestínu (PLO) sögðust í gær hafa náð „umtalsverðum ár- angri" í samningum um stækkun sjálfstjórnarsvæðum Palestínu- manna á Vesturbakkanum. Þó ber enn nokkuð í milli. I sameiginlegri yfirlýsingu sem samningamenn sendu frá sér í lok viðræðnanna í gær segjast þeir hafa komið sér saman um uppkast að bráðabirgðasamkomulagi. Haldið verði áfram viðræðum um ýmsar viðbætur varðandi brottflutning her- manna, öryggismál, kosningar og þegnrétt. Samningmennimir sögðu að í uppkastinu, sem væri 260 blaðsíður, gerðu ísraelar og Palestínumenn grein fyrir viðhorfum sínum til nokk- urra atriða sem væri deilt um, en yrðu tekin upp í viðræðum í næstu viku. Meðal þess sem enn er ósamið um er brottflutningur ísraelskra her- manna frá bænum Hebron, lausn þúsunda Palestínumanna sem eru í ísraelskum fangelsum, og tilfærslu valds til Palestínumanna. Aðstoðarmaður Yassers Arafats, leiðtoga PLO, sagði að Arafat og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, myndu ræða brottflutning herliðsins frá Hebron og Iausn fang- anna á fundi sem þeir myndu að lík- indum eiga í byijun næsta mánuðar. Báðir aðilar eru áfram um að skrifa undir friðarsamning fyrir miðjan september. Samkvæmt áætlun sem Arafat og Rabin gerðu í mars átti að undirrita samkomulag um sjálfstjórnarsvæði á Vesturbakkanum 1. júlí. Af því varð ekki og var þá ákveðið að undirritun- in yrði 25. júlí, sem einnig brást. Tveir Hamas-menn skotnir Israelskir hermenn skutu tii bana tvo meðlimi skæruliðasamtakanna Hamas, sem eru andvíg friðarvið- ræðum ísraela og PLÖ, í Hebron í gær. Hermennirnir náðu að króa Hamas-mennina af inni í húsi og skutu þá þar. Að sögn vitna gripu hermennirnir til jarðýtu og jöfnuðu húsið við jörðu þegar þeir höfðu fjar- lægt lík mannanna. Fyrir tveim dögum sögðust ísra- elar hafa handtekið flesta meðlimi Hamas-hópsins sem stóð að sprengjutilræði sem varð fimm að bana í Jerúsalem og svipuðu tilræði í Tel Aviv í júli. Talsmaður ísraels- hers sagði í gær að mennirnir tveir sem skotnir voru í Hebron tilheyrðu ekki þeim hópi, heldur hefðu verið félagar í annarri deild innan samtak- anna. Reuter Æft fyrir kvennaráðstefnu KÍNVERSKIR hermenn sjást hér á æfingu í bænum Huairou, þar sem óopinber ráðstefna um málefni kvenna mun fara fram samhliða ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna, sem verður í Pek- ing. Búizt er við um 40.000 gestum á ráðstefn- una. Þessar sólhlífar eru í skemmtigarði í bænum. Kona í for- sæti sendi- nefndar Vatikansins Páfagaröi. Reuter. JÓHANNES Páll páfí hefur tilnefnt konu, Hary Ann Glendon, lögfræði- prófessor við Harvard-háskóla, til for- sætis í sendinefnd Páfagarðs á ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um mál- efni kvenna sem hefst í Peking í næsta mánuði. Talsmaður Páfa- garðs, Joaquin Navarro-Vallis, tilkynnti þetta í gær. Nefndin verður Glendon skipuð 22 fulltrúum og verða þar af fjórtán konur. Þær eru frá Noregi, Bandaríkjunum, Pólandi, Chile, Mal- asíu, Nígeríu, Víetnam, Frakklandi og Hong Kong. Þetta verður í fyrsta sinn sem kona verður fulltrúi Rómversk-kaþólsku kirkjunnar og Jóhannesar Páls á al- þjóðlegri samkomu. Corriere della Sera segir að viðhorf Glendon, sem er andvíg fóstureyðingum, séu um margt svipuð viðhorfum páfa. Navarro-Vallis sagði að Páfagarður vildi að ráðstefnan yrði í alla staði „konum í hag.“ Páfi myndi áfram staðhæfa að „fóstureyðingar geti ekki talist til mannréttinda vegna þess að þær eru í mótsögn við rétt manna til lífs.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.