Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.08.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 41 Hafnar- stúdentar Frá Margréti Jónasdóttur: Það kvöldar, það er kyrrt og það er svalt, það kvikar varla lauf né grein né strá, og fólkið nýtur kvöldsins út um allt og ótal hópar ganga til og frá. Menn teyga að sér aftanloftið hreina hér út við Sundið milli laufgra greina. Ég líka. Ég er einn og uni hér, þar ægis strönd er hlaðin bárum frá, og sjórinn liggur lygn að fótum mér - ég legg mig fram hið trausta handrið á og skorða í mínum höndum höfuð mitt og horfi, sjór, í dularríki þitt. Að baki mér er ómur. Allt er kátt, og ótal hópar ganga til og frá, og þar er hvíslað hljótt og hlegið dátt, og helgi kvöldsins allir notið fá. Að baki mér, - en allir fram hjá fara, svo frið ég hef frá glaumnum burt að stara. Eg stari fram í þennan þokuhyl, í þenna víða, dularfulla sjó, og særi fram hans sjónhverfmgaspil og sé þær vaxa’ og minnka’ í kvöldsins ró. Ég hvíli’ í mínum höndum höfuð mitt og horfí, sjór, í draumaríki þitt. Bugðast og beygja sig, bærast og lyfta sér lopöldur, leikandi hníga; myndir fram teygja sig, myndast og skifta sér. - Viðburðir stórir fram stíga. Það þarf talsvert ímyndunarafl til að töfra fram viðburði liðins tíma og nota til þess aðferð skáldsins Guðmundar Magnússonar eða Jóns Trausta. Ef heilleg mynd á að sprettá upp úr slíkum sjónhverfing- um, þarf að liggja að baki talsverð heimildavinna. Vera má, að sú hafi verið raunin, þegar þetta ljóð var ort skömmu fyrir aldamótin 1900, er Jón Trausti dvaldi hér í Höfn og særði fram viðburði liðinna alda í sögu Kaupmannahafnar. Ljóð þetta kemst þó ekki í fremstu röð þeirra ljóða, sem samin hafa verið hér í Höfn í aldanna rás, en það lýsir vel raunum þeirra, sem reyna að endur- skapa andrúmsloft liðins tíma. En það eru fleiri, sem notfæra sér hina huldu leið til að leita að- stoðar við lausn verkefna. Hópur íslendinga hér í Höfn hittist reglu- lega til að reyna að fá botn í enda- lok Jónasar Hallgrímssonar, sem hrasaði í stiganum í Skt. Peders- stræde 22 árið 1845 á leið heim af öldurhúsinu Hviids Vinstue við Kongens Nytorv. í gönguferð einn sunnudagsmorgun á Islendinga- slóðir með Helgu Guðmundsdóttur frá íslensku ferðaskrifstofunni In Travel Scandinavia varð ég þess vísari, að danskur arkitekt, sem býr og vinnur í húsinu, telur sig kenna anda Jónasar í íbúðinni og fá frá honum aðstoð við lausn á ýmsum verkefnum. í Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. júlí 1995 birtist stutt grein frá danska borgarskjalasafninu þar sem óskað var eftir minnisstæðri reynslu íslendinga, sem hafa verið búsettir í Kaupmannahöfn á tímabilinu 1920-1950. Greinin vakti athygli mína þar sem ég sit þessa stundina á Regensen eða Garði við Store Kannikestræde í Kaupmannahöfn í sömu erindagjörðum og þeir Jón Trausti, sem „hallaði sér á handriðið fram“, og arkitektinn, sem kallar á Jónas. Viðfangsefni mitt er ekki ólíkt viðfangsefnum þeirra félaga og tilgangur minn með Garðvistinni er svipaður. Bygging sögu Félags íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1893-1993 samfléttuð lífí stúdenta í borginni er að taka á sig lokamynd á Garði. Hugsunin um framliðna Hafnar- stúdenta veitir andlegan styrk og leiðsögn við verkefnið til þess að sem best megi takast. Hversu mik- ils stuðnings er að vænta beint frá framliðnum Hafnarstúdentum skal ósagt látið. Það eru hins vegar þeir stúdentar, sem yngri eru og enn lifa, sem geta vísað veginn. Það er því ósk mín, að þeir Hafnarstúdent- ar, sem luma á myndum og minn- ingarbrotum og hyggjast leggja danska borgarskjalasafninu lið, hafi einnig samband við mig í sama til- gangi. Þeir, sem ekki treysta sér til að skrifa niður minningar sínar en eru reiðubúnir að segja frá, eru einnig beðnir um að leggja þessu verki lið sitt svo takast megi að koma saman heillegri sögu um Fé- lag íslenskra stúdenta í Kaup- mannahöfn og líf íslenskra stúdenta í Höfn á tímabilinu 1893-1993. MARGRÉT JÓNASDÓTTIR, sagnfræðingur, Mjóstræti 3, Reykjavík. Aðstoð við úthafs- flotann Frá Einari Vilhjálmssyni: ÁRIÐ 1961 hóf Hafsteinn Jóhanns- son, kafari, aðstoð við síldveiðiflot- ann. Hann keypti til verkefnisins ms. Eldingu, 18 brt með 110 ha. GM dieselvél. Hafsteinn var rómaður fýrir dugnað og áræði. Þegar síldveiðarnar færðust út á djúpið, fylgdi hann flotanum eftir. Árið 1967 lét Hafsteinn byggja ms. Eldingu MB 14, 105 brt björgunar- skip með 2*510 ha. MVM diesel- vél. Þessi starfsemi Hafsteins var einkaframtak. Björgunarfélagið hf., sem var eign tryggingarfélaga'nna, keypti árið 1966 björgunar- og dráttar- skipið ms. Goðann, 139 brt með 820 ha. MAN aðalvél. Þetta framtak tryggingarfélag- anna virðist hafa sett fótinn fyrir starfsemi Hafsteins. Með eyðingu Islandssíldarinnar dró mjög úr út- hafsveiðum íslendinga. Það er ekki fyrr en trollaramir hófu veiðar norður í Dumbshafi, að umræðan hófst um þörf fyrir að- stoðar- og björgunarskip á miðun- um. En nú bregður svo við að ríkið á að kosta þessa þjónustu, sem komin var á hendur einkafyrirtækja og tryggingarfélögin töldu í sínum verkahring fram að þessu. Úr því að tryggingarnar töldu sig leysa málið betur en Hafsteinn og Land- helgisgæzlan, því skyldu þau ekki fá að gera það áfram? Er ríkisrekstur orðinn svona vin- sæll hjá ríkisstjóminni? EINAR VILHJÁLMSSON, Smáraflöt 10, Garðabæ. ..í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag 9 Skátasamband Reykjavíkur og Skátafélögin í Reykjavík kynna skátastarf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, Laugardal í dag laugardaginn 26. ágúst. Sett verður upp þrautabraut, vatnasafarí og tjaldbúð. Gestir geta tekið þátt í að baka hækbrauð, kasta líflínu, gera vinabönd og farið í skemmtilegan þreifikimsleik þar sem vinningar eru ársgjöld í skátafélagi í hverfi vinningshafa. Einnig er hægt að taka þátt í bjargsigi, læra hvernig á að umgangast íslenska fánann og hvernig aldursákvarða á tré. Kvöldvaka að hætti skáta verður síðan á Þingstaðnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 16:30. SKÁTAR í BÚNING FÁ FRÍAN AÐGANG AÐ FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRA- GARÐINUM Á SKÁTALÍFSDEGINUM FYRSTU 200 SKÁTARNIR SEM KOMA FÁ ÁVISUN Á HEXA ÚTILEGU- BOLLANN SEM HÆGT ER AÐ BRJÓTA SAMAN OG STINGA í VASANN VAmstöm TJ/1LD DÚD BJ/1RQ5IQ LfnínUK/IST KVÖLDV/1K6 KL. 16:30 OQ MrfRQT fiíM Kofhíö og kynnist skenwitilegu skátastarfi HLÍFÐAR- OG VINNUFATNAÐUR Skemmuvegi 10 • Simi 567 08 80 HIN EINA SANNA VÍMA ER HREINT FJALLALOFT OG AÐ VERA í ÚTILÍFSFATNAÐI FRÁAIRWAY • SKÁTAR NOTA • Airway útilífsfatnað Airtech nærföt Fristads kuldagalla Flísfatnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.