Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 27 SVEINNMÁR G UÐMUNDSSON + Sveinn Már Guðmundsson fæddist á Hvanná á Jökuldal 25. nóv- ember 1922. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 13. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 19. október. „ÞAU mega ekki missa mig líka.“ Þessi setning er mér efst í huga er ég minnist Sveins Guðmundssonar, elskulegs mágs » míns og góðs vinar. Að fæðast með heilbrigða sál í hraustum líkama er mikil Guðs gjöf. Sveinn mágur minn gat lengst af státað af hvoru tveggja. En þar kom að hreysti líkamans minnk- aði. Þá kynntist ég því í orðsins fyllstu merkingu hvað hugtakið heilbrigð sál merkir. Sveinn lá þá helsjúkur á Borgarspítalanum la- maður og mállaus eftir heilablæð- ingu þá nýbúinn að missa eigin- konu frá bömum þeirra ungum. Þann ótrúlega baráttuvilja og æðruleysi gat enginn sýnt án heil- brigðrar sálar. Þeirri hetjubaráttu sem Sveinn þá háði ætla ég ekki að lýsa hér, en það fyrsta sem hann reyndi að segja við mig eftir að hann mátti mæla var: „Þau mega ekki missa mig líka.“ Baráttunni lauk með furðugóðum sigri Sveins og gat hann annast bömin og sinnt starfí sínu í mörg ár eftir þetta. Það gefur auga leið að eftir kynni við svo stórbrotinn athafnamann sem Sveinn var leita margar minningar á hugann. En þar sem hann mágur minn var aldr- ei margorður, ætla ég að stikla á stóm í heimi minninganna. Sveinn var nýtur þjóðfélagsþegn og vann byggðarlagi sínu vel og tel ég víst að aðrir geri þeim málum góð skil. Allt sem hann tók sér fyrir hendur leysti hann vel af hendi með dyggum stuðningi hennar Gúnu, hans bráðduglegu og elsku- legu konu, saman eignuðust þau soninn Bjöm og dætumar Arn- björgu, Ámýju og Bóthildi. Sveinn og Gúna vom góð heim að sækja og má segja að þau hafi „reist skála um þjóðbraut þvera“. Slík var gestrisni þessara elskulegu hjóna. Fyrsta heimsókn mín til þeirra var í þann heillandi heim sem mér fannst síldarsöltunarstöðin Ströndin vera. Gúna í eldhúsinu, sem Sveinn kallaði hesthús þegar hann var orðinn leiður á hrossa- lq'ötinu, hefur þá kannski verið búinn að fá sér smá brennivínslús. Abba næstum á haus ofan í síld- artunnu því hún var svo lítil þegar hún fór að; salta síld, Bjössi að pækla og Ámý og Bóta að leika sér á planinu, þarna var samhent fjölskylda við leik og störf. Svona man ég Ströndina. Sveinn var alla tíð dyggur sjálf- stæðismaður og efa ég ekki að stoltur hafí hann fagnað sigri dótt- ur sinnar þegar hún var kjörin á þing síðastliðið sumar. Eg kveð elskulegan mág minn með innilegu þakklæti fyrir alla hans vinsemd og tryggð við okkur Snorra Vigga. Eg er sannfærð um það að þessi trúmaður, sem samdi við Almættið um frest þegar börn- in þurftu hans mest með, hefur kvatt þessa jarðvist sáttur við Guð sinn. Elsku Bjössi, Abba, Ámý og Bóta, innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur og afabömunum öllum og öðmm ástvinum. Megi Guðs blessun fylgja Sveini Má Guðmundssyni. Bertha. OLAFINA ÓLAFSDÓTTIR + Ólafína Ólafs- dóttir fæddist í Deild á Akranesi 11. október 1902. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 12. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson vélsmið- ur, f. 18.2. 1875, d. 11.11. 1959, og Jó- hanna Sigríður Jó- hannsdóttir, f. 28.2. 1858, d. 28.2. 1939. Systur Ólafínu voru tvær, Guð- laug, f. 9.7. 1897, d. 8.9. 1990, og Margrét, f. 5.4. 1899, d. 27.10. 1921. Hinn 15. ágúst 1926 giftist Ólafina Ólafi Helga Sigurðs- syni. Eignuðust þau níu börn og eru sjö þeirra á lífi: Hörður Ragnar, Ólafur, Guðrún Diljá, Mar- grét, Ingibjörg, Ása Sigríður og Jóna Kolbrún. Látnir eru Sigurður Hreinn og Freymóður Heiðar. Fyrir átti hún son- inn Jóhann Grétar Hinriksson. Ólafína og Ólafur skildu. Ólafina eignaðist eina dóttur, Olafínu Sigrúnu, með sam- býlismanni sínum, Ólafi Eggerti Þor- steinssyni (d. 1975). Ólafína var vistmaður á Dvalarheimilinu Höfða mörg síðustu árin. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju á morgun, mánudaginn 23. októ- ber, og hefst athöfnin klukkan 14.00. SVANUR LÁRUSSON + Svanur Lárusson fæddist á Breiðabólstað á Skógar- strönd á Snæfellsnesi 28. maí 1913. Hann lést á Landakots- spitala 3. október siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 11. október. HAUSTIÐ 1961 keypti faðir minn, Jóhannes Guðnason, lítið iðnfyrir- tæki, Eldavélaverkstæði Jóhanns Fr. Kristjánssonar, sem framleiddi hinar landsþekktu Sóló-eldavélar. Fljótlega hóf þar störf hjá honum Svanur Lárusson sem var föður mínum ekki allsókunnur því að þeir höfðu unnið saman við bifreiðavið- gerðir nokkrum árum áður. Svanur var við eldavélasmíðina næstu 25 árin þar til hann komst á lífeyrisaldur. Naut hann þar alla tíð mikils sjálfstæðis í starfi og reyndi mjög á frumkvæði hans enda í mörg horn að líta þar sem starfs- menn voru jafnan fáir en smíðin nokkuð flókin. Því kom sér vel hve útsjónarsamur Svanur var og laginn til allra verka. Sannaðist þar hið fornkveðna að betur vinnur vit en strit. Eg var ekki hár í loftinu þegar faðir minn tók mig með sér inn á verkstæði og þá gleymdi eg mér oft við að horfa á Svan við smíðar. Síðan hefur mér alltaf þótt gaman að fylgjast með góðu verklagi. Skjótar en öruggar handahreyfíng- ar hans og hnitmiðuð vinnubrögð vöktu óskipta athygli mína og smíð- isgripirnir báru vitni um hagleik hans. Svanur var listamaður að margra dómi og er eg minnugur þeirra orða föður míns að Svanur hefði átt að leggja fyrir sig silfur- smíði, þar hefðu hæfileikar hans notið sín til fulls. Orðfæri Svans var fágað rétt eins og handverkið, orðum í hóf stillt en þau þrungin merkingu. Var hann jafnan ómyrkur í máli er hann tjáði sig ,um ýmis þjóðmál. Einkum þótti honum gott að ræða um tónlist en að vinnudegi loknum stytti Svanur sér stundir við harmoníkuleik og var enginn ósnortinn er á hlýddi. Nú hafa hamarshöggin hljóðnað og nikkan er þögnuð. Ekkja Jó- hannesar Guðnasonar og hennar börn þakka Svani samfylgdina og lærdómsrík kynni. Afkomendum hans senda þau innilegar samúðar- kveðjur. Arnbjörn Jóhannesson. MIG langar að skrifa nokkrar línur um ömmu mína. Amma var búin að vera veik og var ég ekki hissa þegar systir mín hringdi í mig og sagði að amma væri dáin. Amma hafði þráð þetta lengi, að fá að sofna svefninum langa. Þá fór ég að hugsa: Hvenær sá ég hana síðast? Það var í maí sl. Það hefði verið í síðasta sinn sem ég og sonur minn sáum hana. Það er samt alltaf svo sárt að missa ástvin. Amma var 93 ára þegar hún lést. Ég veit að henni líður vel núna. Hún á eftir að fínna frið og ham- ingju hjá Guði. Fósturafi minn lést 1974. Það tók mjög mikið á hana. Hún átti erfitt með að vera ein og þá fékk ég að sofa hjá henni. Fannst henni það vera mikill styrkur að hafa einhvem hjá sér á nóttunni. Okkur kom vel saman. Amma átti alltaf coco-puffs handa mér. Þetta voru góðar stundir sem við áttum saman, við urðum einhvem veginn tengdari eftir þessa mánuði. Svo kom að því að amma þurfti að fara á dvalarheimilið Höfða. Hún var ekki sátt við það. Það tók hana mörg ár að sættast við það. Ég flutti á Seyðisfjörð 1983. Við sáumst þá ekki eins oft og við hefðum viljað. Ömmu fannst ekki alltaf lífsbar- áttan réttlát. Hún átti 11 böm, níu eru á lífi. Elsku amma mín. Ég þakka þér fyrir allt. Megi Guð styrkja okkur öll í sorginni. Ég bið algóðan Guð að styrkja sérstaklega móður mína í sorginni. Blessuð sé minning merkrar konu. Saga Valsdóttir. FOSSVOGI Þegar andlát her dð höndum Útfararstofa Kirkjugarðanna Fossvogi Sími 551 1266 + Elskuleg eiginkona mín, ÁSLAUG KEMP, Skagfir&ingabraut 23, Sauðárkróki, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 20. október. Stefán Kemp. t AAGOT VILHJÁLMSSOIM, Miðleiti 5, sem andaóist 15. október sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 24. október kl. 15.00. Vandamenn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, BRYNJAR ÞÓR SNORRASON, Vesturbergi 144, sem lést í Borgarspítalanum 17. októ- ber, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 24. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Hrafnhildur Karlsdóttir, Kristinn Karl Brynjarsson, Hrönn Brynjarsdóttir. + Hjartanlegar þakkir fyrir vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför HULDUARADÓTTUR, Grettisgötu 39, * Ari Þórðarson, Erlingur Snær Guðmundsson, Svava Gisladóttir, Þórunn Elísabet Stefánsdóttir, Gísli Jensson, Stefán Stefánsson, Linda Arthur, Birna Ríkey Stefánsdóttir, Birgir Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNU REBEKKU HALLDÓRSDÓTTUR. Sigríður Guðmundsdóttir, Ruben Jóhannessen, Pálína Benjamínsdóttir, Guðrún Benjamínsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir, Björgvin Bæringsson, Guðmundur Friðrik, Guðrún Linda, Pálína Hugrún og Bæring Jóhann Björgvinsbörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ELÍSAR DANÍELSSONAR, Dölum, Fáskrúðsfirði. Sigrún Steinsdóttir, Ármann Elísson, Jóna Ingunn Óskarsdóttir, Vilborg Elísdóttir, Dagný Elfsdóttir, Steinunn B. Elísdóttir, Guðný Elfsdóttir, Elsa S. Elísdóttir, Eyrún M. Elísdóttir, og barnabörn. Hafsteinn Ellertsson, Grétar Arnþórsson, Ingólfur Hjaltason, Steinþór Pétursson, Valur Sveinsson, Björgvin Hansson LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.