Morgunblaðið - 03.11.1995, Page 22

Morgunblaðið - 03.11.1995, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Magnus Malan, fyrrum varnarmálaráðherra S-Afríku, ákærður Taldi heimskommúnism- .. ann vera mestu ógriina MAGNUS Malan yfirgefur dómssal eftir að ákæra var birt í gær. Jóhannesarborg. The Daily Telegraph. MAGNUS Malan, fyrrum varnar- málaráðherra Suður-Afríku, var í gær handtekinn, ásamt tíu öðr- um fyrrum yfirmönnum Suður- Afríkuhers, og formlega kærður fyrir fjöldamorð. Malan var um árabil æðsti yfirmaður her- og öryggismála í Suður-Afríku og leit á það sem sitt helsta verk- efni að vernda landið fyrir „alls- hetjarinnrás" kommúnista er vildu koma á byltingu í Suður- Afríku. Malan hefur haft það orð á sér að vera harður í horn að taka og herferð hans gegn kommún- ismanum á síðasta áratug varð nánast til að herstjórn tók við í Suður-Afríku. Hann byggði upp 250 þúsund manna herafla, kom á þéttu öryggiskerfi um allt land- ið og ýtti undir hernaðarlegt við- horf til mála er réð ríkjum í Suð- ur-Afríku í hartnær áratug. Það var undir stjórn P.W. Bot- ha, fyrrum forseta, sem Malan komst til þvílíkra valda. Þeir áttu langt og mikið samstarf og hafði Botha mikið dálæti á Malan og veitti ótakmörkuðu fjármagni til hermála í stjórnartíð sinni. Á þeim árum var Malan hvatamað- urinn að því að koma upp kjam- orkuherafla með aðstoð Isráela. Kjarnorku- vopnum tortímt Malan varð varnarmálaráð- herra árið 1980 og hafði þá þeg- ar sannfærst um að kjarnorku- vopn væru besta vörnin ef Sovét- ríkin reyndu að gera innrás i Suður-Afríku frá einhveiju ná- grannaríkjanna. Ellefu árum síð- an varð Malan, sem þá hafði verið lækkaður í tign og gegndi embætti ráðherra vatns- og skóg- armála, að hlýða á F.W. de Klerk forseta lýsa því yfir að Suður- Afríkustjórn hefði ákveðið að eyðileggja kjamorkuvopn sín undir alþjóðlegu eftirliti. Hernaðarmáttur Suður-Afríku var gífurlegur í lok áttunda og byijun níunda áratugarins. Her- inn var fjölmennur, vel þjálfaður og vopnum búinn ekki síst þegar kom að stórskotaliði. í flotanum var m.a. að finna fullkomna kaf- báta og flugherinn réð yfir jafnt sprengjuorrustuþotum og árásar- þyrlum. Malan var eitt sinn spurður að því, eftir tilkomumikla hersýn- ingu, hvers vegna þörf væri á svona fullkomnum herafla til að eiga við tötralega'byltingarsinna er grýttu steinum og iilá búna skæruliða sem ættu í innbyrðis átökum hér og þar í Afríku. Hann virtist hissa á spurning- unni. „Okkar stríð er ekki gegn þeim svörtu. Það er gegn þeim rauðu. Óvinurinn er alheimskom- múnisminn. Meirihluti svertingj- anna okkar standa með okkur í þeirri baráttu,“ svaraði Malan, sem þá var yfirmaður suður- afríska hersins og stjórnaði stríð- inu gegn stjórn marxista í An- góla. Af menntamönnum kominn Starfsvettvangur Malans var ekki sjálfgefinn. Faðir hans, Avr- il Ire de Merindol, var úr virtri franskri húgenottafjölskyldu og starfaði sem líffræðiprófessor við Pretoríuháskóla. Vonaðist hann ávallt til að sonurinn myndi feta í fótspor hans. Magnus tók hins vegar sem ungur maður upp eftirnafn móð- ur sinnar er þjóðernisvakning átti sér stað meðal Búa í kjölfar kosningasigurs Þjóðarflokksins árið 1948. Skráði hann sig í há- skóla í Kimberley sem var þekkt- ur fyrir heraga í einu og öllu. Hann var einn hinna fyrstu er lauk herfræðigráðu frá Stellen- bosch-háskóla og var ráðinn til starfa hjá flotanum. Hann hækkaði hratt í tign ekki síst vegna þess að hann þótti sameina gáfur mennta- mannsins og aga hermannsins. Árið 1973 var hann gerður að yfirmanni hersins og þremur árum síðar að yfirmanni herafl- ans. Á þeim árum myndaðist náin vinátta milli hans og Botha, er var þá varnarmálaráðherra. Voru þeir báðir sannfærðir um að mesta ógnin er stafaði að Suður-Afríku væri ekki hinn svarti meirihluti heldur kommún- istaríki undir forystu SovétHkj- anna, sem vildu sölsa undir sig málma og önnur auðæfi landsins. Stríðsrekstur í Angólu Það voru þeir (með hvatningu bandarísku leyniþjónustunnar) sem 'hófu afskipti af borgarstyij- öldinni í Angólu. Þegar stjórn Johns Vorsters forsætisráðherra féll tók Botha við stjórnínni og gerði Malan að varnarmáiaráð- herra, líkt og áður sagði. Ákváðu þeir að stórauka afskipti Suður- Afríku af stríðinu í Angólu, þó svo að Bandaríkin hefðu látið af stuðningi sínum. Það stríð varð kveikjan að pólitískum frama hans en varð einnig að lokum til að binda enda á feril hans. Vendipunktur varð þegar tvö úrvalsherfylki suður-afríkuhers biðu ósigur í orrustu við Cuito Cuanavale um miðjan síðasta áratug eftir að þau misstu yýir- burði sína í lofti. Komið hafði verið upp fullkomnum rússnesk- um loftvarnarbúnaði er stjórnað var af Kúbveijum. Þessi ósigur varð til að Þjóðarflokkurinn hóf að endurskoða stefnu sína og framtíð Suður-Afríku. Leiddi sú endurskoðun til þeirrar byltingar er Malan hafði helgað líf sitt til að beijast gegn. Morðin sem Malan og félagar eru sakaðir um eru vegna leyni- sveita sem Nelson Mandela for- seti sakar um að hafa staðið fyr- ir ofbeldisverkum fyrir og í kring- um fyrstu lýðræðislegu kosning- arnar á síðasta ári. Malan er einnig sakaður um að bera ábyrgð á því er þrettán blökkumenn voru myrtir í þorp- inu KwaMakhuta árið 1987. Margir hvítir íbúar Suður-Afríku telja hins vegar að þetta sé fyrir- sláttur til að Afríska þjóðarráðið geti náð sér niðri á fyrrum and- stæðingum sínum í herafla Suð- ur-Afríku. 5. nóvember 1995 íslandsmeistarakeppni 4 í dansi með frjálsri aðferð í íþróttahúsinu við 01 Strandgötu í Hafnarfirði Q* Q P Keppni hefst.........kl. 14.00 fS Húsið opnað .........kl 13.00 M Miðasalan hefst......kl. 12.00 Einnig keppt í öllum aldursflokkum með grunnaðferð Verð: Börn.........................400 kr. Fullorðnir ................600 kr. Sæti við borð..........1.000 kr. Keppnisgjald fyrir frjáls pör . . . 1.000 kr. Æfing fyrir frjáls pör: Standard ............kl. 12.00-12.30 Latin ...............kl. 12.30-13.00 5 erlendir dómarar 4^ 4^ Q ö C/3 Q Ellemann-Jensen og Lubbers til Bandaríkjanna Viðræður til að snupra Frakka Brussel. Rcuter. TALIÐ er að sú ákvörðun Banda- ríkjamanna og Kanada að kalla bæði Uffe Ellemann-Jensen og Ruud Lubbers, sem helst hafa verið orðaðir við stöðu framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, til viðræðna, sé til að snupra Frakka sem hafa haldið nafni Lub- bers á lofti. Enn eru þó taldar yfir- gnæfandi líkur á því að hann verði fyrir valinu sem næsti fram- kvæmdastjóri NATO. Talið er að ætlunin með viðtölun- um við Ellemann-Jensen og Lubb- ers sé að gera aðildarríkjum NATO ljóst að Bandaríkjamenn og Kanada séu enn ráðandi afl í bandalaginu og að tryggja það að engin óþægi- leg mál leynist í fortíð frambjóðend- anna eins og raunin varð með Willy Claes, sem sagði af sér stöðu fram- kvæmdastjóra NATO í október. Ellemann nýtur stuðnings Norð- urlandanna þriggja í NATO, Dan- mörku, Noregi og íslandi, en fjöl- margar Evrópuþjóðir hafa lýst stuðningi við Lubbers, svo sem Þjóðveijar, Bretar, Frakkar, ítalir og Portúgalir. Ekki er talið að Belg- íumenn muni blanda sér í umræður um næsta framkvæmdastjóra vegna afsagnar Claes. Grikkland, Lúxemburg, Spánn og Tyrkland hafa ekki tjáð sig um málið en tal- ið er að löndin muni fylgja meiri- hlutanum að málum. Heimildarmenn hjá NATO kváð- ust telja að Bandaríkjamenn og Kanadabúar muni styðja Lubbers, standist hann athugun þeirra. Ger- ist það'er búist við því að Danir muni afturkalla framboð Ellemann- Jensen. Di Pietro stofnar flokk ANTONIO Di Pietro dómari, sem gat sér orð fyrir að fletta ofan af spillingu ítalskra ráða- manna, er við það að lýsa yfir stofnun eigin flokks, að því er greint var frá í ítölskum dag- blöðum í gær. Flokkurinn ber bráðabirgðaheitið „Raunveru- legt lýðræði - hreyfing borgara- réttinda" og mun verða beitt fyrir umbótum. Talið er að greint verði frá stofnun hans í lok þessa mánaðar eða upphafi þess næsta og því er spáð að hann geti gert öðrum flokkum ýmsa skráveifu í kosningunum, sem víst er talið að verði haldn- ar í upphafi næsta árs. Shevard- nadze spáð sigri EDUARD Shevardnadze, ieið- togi Georgíu, er talinn sigur- stranglegur í forsetakosningun- um, sem haldnar verða á sunnu- dag. Búist er við að Shev- ardnadze, sem slapp lífs frá banatilræði í ágúst, nái hreinum meirihluta í kosningunum og ekki þurfi að halda aðra um- ferð. Hann nýtur milli 60% og 70% stuðnings í skoðanakönn- unum, en margir eru enn óákveðnir. Flokkur She- vardnadzes, Borgarabandalag- ið, á hins vegar á brattann að sækja og ólíklegt er talið að hann nái meirihluta á þingi. Viðbúnaður við bústað Majors AUKINN öryggisviðbúnaður var við bústað Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, að Downing Stræti 10 í gær eftir að blaðamaður greindi frá því að sér hefði tekist að komast inn í bygginguna og upp að dyrum íbúðar ráðherrans. Blaðamaðurinn fékk inngöngu í húsið á þeirri forsendu að hann væri iðnaðarmaður og sagði að hann hefði auðveldlega getað komið fyrir sprengju. Aðstoðarmaður Majors sagði að málið yrði rannsakað í þaula. Mafíumorð á Ítalíu VOPNAÐIR menn skutu fimm manns til bana á veitingastað í þorpinu Embrisi í Calabria- héraði á miðvikudagskvöld og er talið að maflan hafi verið að verki. Sennilegt er að morðin séu hluti af uppgjöri milli hópa innan ’Ndrangheta eins og mafían kallast á þessum slóð- um. Fækkar í forsetaslag TVEIR forsetaframbjóðendur í Póllandi drógu sig í hlé í gær og skoruðu á stuðningsmenn sína að kjósa Lech Walesa, nú- verandi forseta, í kosningunum, sem haldnar verða á sunnudag. Frambjóðendurnir heita Leszek Moczulski, sem kvaðst hafa dregið sig í hlé til að koma í veg fyrir að Aleksander Kwasniewski, fyrrum áhrifa- maður úr röðum kommúnista, kæmist til valda, og Bogdan Pawlowski kaupsýslumaður, sem kvaðst hafa sömu stefnu- mál og Walesa. Hvorugur þótti líklegur til afreka í kosningun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.