Morgunblaðið - 03.11.1995, Síða 23

Morgunblaðið - 03.11.1995, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 23 Hörð átök í höfuð- borg Búrúndí Bujumbura. Reuter. HÖRÐ átök brutust út í Bujumb- ura, höfuðborg Búrúndí, milli stjórnarhersins og skæruliða Hútúa aðfaranótt gærdagsins. Sagt var að minnst fjórir hefðu látið lífið og 23 særst í átökunum, sem í ríkisút- varpi Búrúndí var líkt við martröð. Atökin blossuðu upp í Buyenzi, úthverfi Bujumbura, þegar þjóð- varðliðar úr röðum Tútsa réðust á heimili Hútúa með handsprengjum, grjóti og skammbyssum. Tvö börn létu lífið í árásinni. Þá létu tveir lífið þegar sprengju var varpað í búðir flóttamanna úr röðum Hútúa í Buyenzi. í gærmorgun var mikill viðbúnaður herlögreglu í hverfinu. Versnandi ástand Fréttaskýrendur segja að ástand- ið í Búrúndí versni jafnt og þétt og óttast að landið geti farið sömu leið og Rúanda, þar sem sömu ættbálk- ar takast á og hátt í ein milljón manna týndi lífi á síðasta ári. Átökin í Bujumbura blossuðu upp eftir að forsetaskrifstofa Búr- úndí sakaði herinn, sem er á valdi Tútsa, um að hafa myrt 253 þorpsbúa úr röðum Hútúa á átaka- svæði í norðurhluta landsins. V arnarmálaráðuneyti mótmælir Varnarmálaráðuneytið neitaði því hins vegar í gær að þessi morð hefðu átt sér stað og sagði rann- sókn hafa tekið af allan grun um það. „Ef fólk hefði verið myrt mynd- um við vita af því, sagði Longin Minani, talsmaður hersins. „En við höfum ekkert heyrt. Það eru stöðug átök í Búrúndí, en það er ekki fót- ur fyrir þessari frétt um fjölda- morð.“ í yfirlýsingu frá forsetaembætt- inu sagði að hermenn hefði framið morðin án vitundar yfirmanna hersins. Að sögn forsetaskrifstof- unnar er kominn upp klofningur innan hersins. Vestrænir hjálparstarfsmenn í norðurhluta Búrúndí sögðu í síma- viðtölum að 50 særðir þorpsbúar hefðu verið fluttir á sjúkrahús. „Fjöldi manns flýr nú til fjalla,“ sagði einn hjálparstarfsmannanna. „Herinn eltir uppreisnarmennina. Allt i kringum okkur eru væring- ar.“ Starfsmenn hjálparstofnana veigra sér margir við að starfa á svæðum í norðurhluta Búrúndí vegna ástandsins. Skæruliðar Hútúa ráðast á Tútsa og hermenn Tútsa svara með því að ráðast á Hútúa. Valdalaus forseti Sylvestre Ntibantunganya, for- seti Búrúndí, sem er Hútúi, veigrar sér við að ganga milli stríðandi fylkinga Hútúa og Tútsa á þessum slóðum. Ntibantunganya hefur ekkert vald yfir hernum og getur ekki rekið herforingja. Forsetinn er nánast valdalaus áhorfandi að stjórnleysinu, sem hefur gripið um sig í landinu og kostað 100 þúsund mannslíf á undanförnum tveimur árum. Blóðsúthellingarnar, sem nú standa yfir í Búrúndí, hófust þegar liðhlaupar Tútsa úr hernum myrtu fyrsta lýðræðislega kjörna forseta landsins, Hútúann Melchior Ndada- ye, í október árið 1993. Ringulreið fyrir væntanlegar þingkosningar i Rússlandi Vísvitandi reynt að trufla framkvæmdina? Reuter GRÍGORÍ Javlínskí, leiðtogi Jabloko, svarar spurningum á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Yfirkjörnefnd Rússlands bannaði flokki hans að bjóða fram í deseinber og bar því við að hann hefði brotið eina grein framboðslaganna. Moskvu. Reuter. VEIKINDI Borís Jeltsíns forseta og deilur um meint bellibrögð einkenna barátt- una fyrir þingkosningarnar í Rússlandi sem fram eiga að fara 17. desember. Ýms- ir velta því nú fyrir sér hvort í gangi sé samsæri um að trufla framkvæmd- ina með öllum ráðum. Áhrifamikil öfl sjái sér hag í því að kosningarnar fari út um þúfur og takist það ekki verði a.m.k. hægt að fullyrða að þingið sé ólög- lega kjörið og því ástæðu- laust að taka mark á sam- þykktum þess. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag. Tveir flokk- ar voru útilokaðir vegna lagalegra galla á framboð- unum, smáatriða sem al- mennir kjósendur botna ekkert í. Flokkarnir hafa báðir mótmælt harkalega og annar þeirra, umbóta- flokkurinn Jabloko, skaut málinu til hæstaréttar. Leiðtogi Jabloko er Grígorí Javlínskí sem margir telja líklegan til að sigra í for- setakosningum en þær eiga að verða í júní næsta ári. Hinn er Derzhava, þjóðern- issinnaflokkur Alexanders Rútskojs, fyrrverandi vara- forseta. Núverandi stjórnarliðar sjá sæng sína uppreidda, Jeltsín er heilsulaus og virðist heillum horfinn, tveir væntanlegir forseta- frambjóðendur hafa mun meira fylgi en hann í könnunum. Því bein- ast grunsemdir manna um vísvit- andi truflanir og hrein skemmdar- verk mjög að mönnum í Kreml. Gölluð Iöggjöf „Kosningalöggjöfin eins og hún er núna gefur allt of mörg færi til að hagræða hlutunum,“ sagði dag- blaðið Kommersant nýlega og benti á mörg dæmi um brot á reglunum. Fjölmiðlar hafa margsinnis ljóstrað upp um stuðningsmanna- lista með nöfnum þekktra einstakl- inga er ekki höfðu hugmynd um að þeir væru á listum umrædds flokks. Flokkur þurfti að fá minnst 200.000 meðmælendur til að mega bjóða fram. Ef svik af þessu tagi er minna á hið fræga skáldverk Gogols, „Dauðar sálir“ dugðu ekki gátu flokkarnir keypt undir- ritanir á svarta markaðnum. Sérstök yfirkjörnefnd á að sjá um framkvæmd kosning- anna og framboðsmál, for- maður hennar er Níkolaj Ríabov, er eitt sinn var vara- þingforseti. Hefur nefndin sætt harðri gagnrýni en sum- ir þykjast sjá að á bak við gerðir hennar séu öflugri ein- staklingar er vilji koma af stað upplausn. Skipta þá yfir- lýsingar manna í innsta hring á borð við Jeltsín og Viktor Tsjernomýrdín forsætisráð- herra, sem báðir hafa gagn- rýnt bannið við framboði Jab- loko, litlu. Annaðhvort er verið að blekkja þá eða þeir eru sjálfir að reyna að blekkja almenning. „Hver hagnast á þessu?“ er spurningin sem brennur á vörum þeirra tortryggnu, einkum eftir bannið við fram- boði flokkanna tveggja. Einn þeirra er stjórnmálaskýrand- inn Dmítrí Olsanskí er telur að helsta markmið huldu- mannanna sé að sverta fram- kvæmd kosninganna. Hann telur þó að þær muni fara fram þótt einn aðstoðar- manna Jeltsíns, Georgí Sar- atov, hafi sagt í sjónvarpsvið- tali í vikunni að ekki væri hægt að útiloka að kosn- ingunum yrði frestað. Fari svo er líklegt að forsetakosn- ingum verði einnig frestað. Stjórnmálaskýrendur eru flestir á því að kommúnista- flokkurinn, sem endurreistur var á rústum hins gamla stjórnarflokks Sovéttímans, og einn helsti flokkur hægfara þjóðernisssinna, Ráð rúss- neskra samfélaga, muni sigra í kosningunum. Skoðanakannanir benda eindregið til þess og Olsanskí er sammála. „Kosningarnar koma sér afar illa fyrir forsetann og emb- ættismenn hans,“ segir hann. Aðeins þessa einu helgi 3.-5. nóvember. Villfferct&ar- hlabborb 6 abeins 3.900 kr. Forcfrykkur héims- meístarans a ftlb.verbí 550 kr. ínbökuð önd með skógarsveppum_____ Villibráð Bourguignonne Heitreykt fjallableikja Reyktur villilax * _____Hreindýraorður Svartfuglspate Grafinn villilax Hreindýrabuff _____Reyktur lundi_____ Soðinn villilax ______Gæsabringur______ ________Rjúpusúpa______ Svartfugl •____Gæsapate________ Villiönd Súla atnsdeigsbollur Skógarberj abaka Trönuberj abaka Rifsberjabaka Bláberjabaka Avaxtasalat Picantbaka Perubaka Eplabaka Sj^astahlaðborð í hádeginu alla virka daga á 690 kr. —Qj&—-------------------- * /'imm rétta kvöldverður á aðeins 3.200 kr. BORÐAPANTANIR í SÍMA 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.