Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 11 FRÉTTIR Kvennalistakonur ræddu um framtíð listans á landsfundi á Nesjavöllum um helgina Á LANDSFUNDI Kvennalistans, sem haldinn var að Nesjavöllum um síðustu helgi, var framtíð Kvennalistans rædd frá ýmsum hliðum. Innan flokksins er fylgi við það sjónarmið að rétt sé að breyta um stefnu. Konur eru hins vegar ekki sammála um hvert beri að stefna, hvort rétt sé að hætta með sérstakt framboð kvenna eða hvort Kvennalistinn eigi að ganga til samstarfs við aðra flokka. Niður- staða landsfundarins varð sú að ekki væri tímabært að taka ákvarð- anir um afgerandi breytingar á starfi Kvennalistans. Umræðunni um framtíð hans er hins vegar ekki lokið. Á landsfundinum voru settir fram fimm kostir varðandi framtíð Kvennalistans. í fyrsta lagi að halda áfram óbreyttri stefnu og vinna að því að efla Kvennalistann. í öðru lagi að Kvennalistinn hætti að bjóða fram við kosningar en verði áfram til sem stjórnmála- hreyfing og snúi sér að annars konar kvennabaráttu. í þriðja lagi að opna Kvennalistann meira fyrir körlum og gefa þeim m.a. kost á að taka sæti á framboðslistum hans. í ijórða lagi að taka upp samstarf við önnur stjórnmálaöfl eða sameinast öðrum flokkum. í fimmta lagi að Kvenna- __________ listinn hætti starfsemi. Fundurinn ákvað að velja fyrsta kostinn, en að halda umræðu um fram- tíð Kvennalistans áfram. ”“ Umræður á fundinum þróuðust á þann veg að langmestur tími fór í að ræða tvo kosti, að halda áfram óbreyttri stefnu eða samstarf við aðra flokka. Ein kona lýsti sig fylgj- andi því að leggja Kvennalistann niður, en aðrar konur sem tjáðu sig voru eindregið fylgjandi því að Kvennalistinn héldi áfram að starfa eða tæki upp samstarf við aðra Stefnubreyting ekki tímabær en framtíðin óviss flokka. Mjög lítil umræða varð um þá leið að opna Kvennalistann fyr- ir körlum, en áhugi mun vera hjá einstökum konum á að skoða þá leið, t.d. lýsti Guðný Guðbjörnsdótt- ir þingkona því yfir eftir fundinn að hún vildi skoða þá leið. Hvenær á að leggja Kvennalistann niður? Allt frá því Kvennalistinn var stofnaður árið 1983 hafa konur, sem styðja flokkinn, sagt að Kvennalist- inn væri tæki til að beijast fyrir kvenfrelsi og jafnrétti karla og kvenna. Þegar þeim markmiðum __________________ væri náð myndu konur Framboðsleið hf,tta að bfða traAm,.sf- stakan framboðshsta. Nær allir eru sammála um að konur hafi enn ekki náð jafnrétti á við karla á öllum sviðum, en eftir sem áður ræða kvennalistakonur nú um að leggja Kvennalistann niður. Ástæðumar eru fyrst og fremst minnkandi fylgi við flokkinn og áhugi á samstarfi við aðra flokka. „Framboðsleið Kvennalistans er engin endanleg lausn. Ef okkur finnst þessi leið ekki ganga og ef kjósendur eru ekki á því að við eig- engin endan- ieg iausn Kjörfylgi Kvennalistans í kosningum til Alþingis 1983-95 7.127 15.470 13.069 8.031 atkvæði 10,1% 1983 1987 1991 1995 um að halda áfram á þessari braut, eins og margir geta ályktað út frá niðurstöðu síðustu kosninga, þá ræðum við auðvitað þá stöðu,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, þing- kona Kvennalistans. Áhugi á samstarfi við aðra flokka Þó umræður um samstarf Kvennalistans við aðra flokka hafi verið fyrirferðarmiklar á lands- fundinum var það ekki stór hópur kvenna sem hvatti til þess að sú leið yrði farin. Þetta segir Steinunn Óskarsdóttir borgarfulltrúi, en hún er talsmaður þessarar stefnu innan Kvennalistans. Steinunn sagði að reynslan af samstarfi Kvennalistans í R-listan- um gæfi fullt tilefni til að skoða samstarf við önnur stjórnmálaöfl á landsvísu. Hún sagðist sjálf upp- haflega hafa verið andvíg sam- starfi um framboð fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í Reykjavík, en snúist hugur. Samstarfið hefði í alla staði gengið mjög __________ vel. Kristín Halldórsdóttir sagði ekkert liggja fyrir hver viðbrögð Kvenna- listans yrðu ef ósk kæmi frá öðrum flokkum um viðræður um samstarf. „Engin okkar hefur neitt umboð í höndum til að hefja viðræður. Við höfum aldrei hafnað því að hlusta á og ræða við aðra á óformlegan hátt. Ef ætti að fara í eitthvert formlegt samstarf þá yrði vitaskuld að ræða það innan Kvennalistan og taka um það form- lega ákvörðun.“ Viljum ekki að Kvennaiistinn verði stofnun „Það var nauðsynlegt fyrir okkur að taka þessa umræðu. Við höfum alla tíð verið jákvæðar fyrir allri endurskoðun. Við viljum ekki að Kvennalistinn verði einhver stofn- un. Við ætlum okkur ekki að hanga á einhveiju, eins og hundar á roði, sem ekki hefur hljómgrunn," sagði Kristín. Kristín sagði ljóst að ræða þyrfti þessi mál betur víðar í Kvennalist- anum áður en hægt væri að taka einhvetja ákvörðun um stefnu- breytingu. Þess vegna hefði lands- fundurinn komist að þ'eirri niður- stöðu að á þessu stigi væru ekki forsendur fyrir því að breyta um stefnu. Umræðan þyrfti að halda áfram. Kristín sagði að þessi umræða væri erfið fyrir Kvennalistann, en það hefði verið nauðsynlegt að fara í gegnum hana. Guðrún Stefáns- dóttir, námsráðgjafi og bæjarfull- trúi á ísafirði, sagðist geta tekið undir að þessi umræða um framtíð Kvennalistans hefði verið nauðsyn- leg, en hún sagðist telja æskilegt að konur hefðu komist að endan- legri niðurstöðu á fundinum. „Mér finnst að Kvennalistinn þurfi að fara að horfa fram á við og einbeita kröftunum að því að koma hlutum í verk. Það hefur _________ margt áunnist, en við eigum svo margt ógert. Ég hef áhyggjur af því að þessi umræða dragi úr trausti kjósenda á ......... Kvennalistanum.“ Guðrún sagði að konur á lands- byggðinni, sem fylgt hafa Kvenna- listanum að málum, væru flestar eindregið þeirrar skoðunar að Kvennalistinn ætti að halda áfram að bjóða fram. Hún sagðist ekki útiloka samstarf við aðra flokka, en það yrði þá að gerast á grund- vélli samstarfs, en ekki samruna. Barátta fyrir kvenfrelsi og mannréttindum Morgunblaðið/Sig. Jóns. MÁLIN rædd af kappi í fundarhléi landsfundarins á Nésjavöllum. Engar breytingar gerðar á útskiptareglunni Selfossi. Morgunblaðið. ENGAR breytingar voru gerðar á útskiptareglu Kvennalistans, en reglan var tekin til umræðu á landsfundi flokksins, sem lauk um síðustu helgi. Samþykkt var að efla tengsl þingflokks Kvennalist- ans við aðrar kvennalistakonur og gera fleiri röddum kleift að tjá sjón- armið Kvennalistans. Á landsfundinum var samþykkt að beina umræðu um framtíðarmál- in til allra anga listans í kjördæm- unum. Fram kom að stuðningur við samstarf eða samruna við aðra flokka er mestur á höfuðborgar- svæðinu. Undir lok fundarins, eftir snarpar umræður á köflum, var samþykkt einróma að efla Kvenna- listann og þá einkum með því að ræða launamál kvenna og vinna markvisst að því að útrýma launa- mun milli kynjanna. í almennum umræðum á fund- inum kom fram eindreginn stuðn- ingur við lækkun áfengiskaupaald- urs í 18 ár og hækkun sjálfræðis- aldurs ungmenna til sama aldurs. Í umræðunum voru einnig kynntar áherslur þingflokksins í umfjöllun á Alþingi um stækkun álversins í Straumsvík. Ekki komu fram nein- ar athugasemdir við þær áherslur. í samþykkt um starfsreglur fyrir þingflokk Kvennalistans er lögð áhersla á að virkja sem flestar konur til beins stuðnings við þing- flokkinn og þátttöku í störfum hans. Ekki voru gerðar breytingar á útskiptareglum þingflokksins. í starfsreglunum er getið um sér- staka reglubundna þingflokksfundi auk sérstakra reglulegia funda með þeim kvennalistakonum sem sitja í stjórnum, ráðum og nefndum á vegum Kvennalistans. Þá er í samþykktinni getið um að ef mál þróist á þann veg að þingkonur treysta sér ekki til að styðja yfir- lýsta stefnu Kvennalistans í ein- hverju máli skuli þær ræða þann ágreining innan þingflokks eða á öðrum fundum Kvennalistans og leita samkomulags áður en málið fer í fjölmiðla. í veganesti í fundarlok var sett fram niðurstaða í fáum orðum. Þar kom fram að landsfundurinn hefði verið fámennur, umbrotasamur en ekki Jeiðinlegur. Selfossi. Morgunblaðið. LANDSFUNDUR Kvennalistans, haldinn á Nesjavöllum í Grafningi 10. - 12. nóvember 1995 skorar á konur um land allt að vinna saman að bættu þjóðfélagi á kvennapóli- tískum forsendum. Reynslan hefur sýnt og sannað að með samstöð- unni geta konur unnið kraftaverk. í stjómmálaályktunni segir að mikið hafi áunnist á þeim 20 árum frá því að þúsundir íslenskra kvenna lögðu niður vinnu í einn dag til þess að sýna fram á mikilvægi starfa sinna fyrir samfélagið. „Ljóst er að konur em nú sýni- legri en áður. En betur má ef duga skal. Konur sitja ekki við sama borð og karlar þegar kemur að stjórnunarstörfum, ákvarðanatöku og völdum. Konur em helmingur landsmanna en þær skipa enn að- eins um fjórðung þingsæta og fjórð- ung sæta í sveitarstjórnum lands- ins. Hlutfall kvenna í stjórnum, nefndum og ráðum ríkisins er alltof lágt, fáar konur gegna embættum dómara og svona mætti áfram telja. Dugir þetta til að viðhorf kvenna heyrist til jafns við viðhorf karla? Við segjum nei.“ Fjárhagslegt sjálfstæði „Fjárhagslegt sjálfstæði kvenna er forsenda kvenfrelsis. Fjölmarg- ar launakannanir hafa leitt í ljós að konur bera mun minna úr býtum en karlar fyrir sambærileg störf. Þessi launamunur eykst jafnvel með aukinni menntun. Geta ís- lenskar konur unað við þennan veruleika? Við segjum nei. Ennþá bera konur hitann og þungann af heimilisstörfum og barnauppeldi. Niðurskurður í vel- ferðarþjónustu bitnar harðar á kon- um en körlum og úrræði í atvinnu- málum taka sjaldnast mið af þörf- um og aðstæðum kvenna. Lág- launastefnan í þjóðfélaginu heldur konum í fátæktargildru. Sætta kon- ur sig við þetta? Við segjum nei. Þrátt fyrir ávinninga finna ís- lenskar konur fyrir því bakslagi sem gætt hefur í kvennabaráttunni um heim allan á undanfömum misser- um. Konur reka sig sífellt upp í hið ósýnilega glerþak ríkjandi viðhorfa og hefða. Sífellt fleiri konur gera sér grein fyrir því að lögin sem kveða á um jafnræði kvenna og karla samræmast ekki skilaboðum sem stöðugt berast konum um að þær seú til færri físka metnar. Er þetta sú veröld sem við viljum? Við segjum nei. Reynslan kennir okkur að það þarf stöðugt að standa vaktina og Kvennalistinn gerir það nú sem fyrr. Settu marki hefur ekki verið náð fyrr en kynferði hættir að hafa áhrif á aðstæður, starfsferil og kjör fólks. Konur sætta sig ekki við minna en efnahagslegt, félagslegt og líkamlegt sjálfstæði. Þær eiga rétt á frelsi til að velja lífí sínu þann farveg sem hugur þeirra stendur til. Þær eiga skilið að vera metnar að verðleikum á eigin for- sendum. Það er sú veröld sem við viljurn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.