Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 43 ganga saman okkur til heilsubótar. I þessa göngutúra fórum við nánast alla sunnudagsmorgna í nokkur ár. Við vorum í gönguklúbb sem kallað- ur er „Flækjufætur". Við Ingi geng: um ávallt hlið við hlið þegar því varð við komið. í þessum göngu- ferðum var margt skrafað. Við ræddum mikið um sameiginlegt áhugamál okkar, Kristján Ó. Skag- fjörð hf. Eg gerði mér fljótlega grein fyr- ir því að þó svo við Ingi hittumst ekki oft, þá átti ég mjög góðan vin þar sem hann var. Það er erfitt að átta sig á því að geta ekki hringt i Inga eða hitt hann. Ég kem til með að sakna hans en enn meiri er að sjálfsögðu söknuður hans nánustu. Ég vil í lokin senda þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn Þ. Jónsson. Náinn vinur og samstarfsmaður okkar Ingi Jónsson lést að morgni 4. nóvember eftir baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Hann hafði skilað heillaríku ævistarfí og áunnið sér virðingu og velvild þeirra sem kynntust honum á lífsleiðinni. Minningin um Inga er samofin æskuminningnm okkar systkinanna því hann var nánasti samstarfsmað- ur föður okkar og fjölskylduvinur frá fyrstu kynnum. Kynni föður okkar og Inga hóf- ust um 1955 en Jón hafði þá nýlega tekið við rekstri Kristjáns Ó. Skag- fjörð hf. og fékk Inga til liðs við sig. Með þeim félögum tókst einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. A þessum fyrstu árum og raunar alla tíð lögðu menn hart að sér við vinnu enda byggðist velgengnin sem í hönd fór á vinnusemi og fyrir- hyggju. Það er þó sérstaklega minn- isstætt hvað þeir höfðu gaman af að vinna saman við alls kyns verk og ávallt var góður andi og stutt í glettni og húmor. Margar skemmti- legar sögur varðveitast í huganum allt frá eggjasöluferðum til verk- fallsvandræða og nýstárlegra laúsna á þeim. Við krakkarnir höfð- um gaman af að fylgjast með, hlusta á skemmtilegar frásgagnir og gera eitthvað gagn af og til. ngi átti einstaklega gott með að vinna með fólki og var hreinskiptinn og sannur í öllum samskiptum. Hann hafði ávallt góð ráð að gefa ef eitthvað bjátaði á og miðlaði óspart af reynslu sinni. Hann lagði mikla áherslu á að við unga fóikið gengjum til mennta til að tryggja framtíð okkar sem best. Eftir því ' sem árin iiðu og okkur var treyst fyrir fleiri verkefnum kom í ljós að Ingi var í senn sterkur bakhjarl og skilningríkur yfirmaður. Ingi var hávaxinn og grannur, einbeittur í fasi og virðulegur. Hann hafði mjög þægilega nærveru og frá honum stafaði hlýlegt viðmót. Hann hafði næma kímnigáfu en var viljasterkur og stefnufastur þegar á þurfti að halda. Hann var reglu- maður og ræktarsamur við vini sína. Sérlega er okkur þakklæti í huga fyrir þá vináttu og tryggð sem hann ávallt sýndi fjölskyldu okkar eftir að faðir okkar féll frá. Fjölskyldan var hornsteinn í lífi Inga. Petrína, börnin, barnabörnin og nú síðast litli langafastrákurinn voru stolt hans og gleðigjafar. Ingi var fæddur á Seyðisfirði og Petrína í Færeyjum. Hann hafði miklar mætur á báðum stöðum og þegar þau eitt árið óku til Seyðisfjarðar og sigldu með Norrænu til Færeyja virtist það hafa verið hið fullkomna frí. Þarna tengdu þau saman upp- runa hvors anriars. Þrátt fyrir að heilsu hans hrak- aði hin síðari ár hélt hann áfram að starfa og leggja góðum málum lið eins lengi og honum var unnt. Ingi sýndi í veikindum sinum þann sálarstyrk og rósemi sem hann bjó alltaf yfir. Hann var sáttur við sitt hlutskipti í lífinu og við sem eftir stöndum erum ríkari af kynnum okkar við hann. Við vottum Petrínu, Gunnþóri, Margréti og Hjördísi og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Jónína Guðrún Jónsdóttir, Steinn Jónsson. MARTEINN DAVÍÐSSON + Marteinn Dav- íðsson fæddist á Húsatóftum, Skeiðahreppi, 27. október 1914. Hann lést í Reykjavík 2. nóvember síðastlið- inn og fór útförin fram 10. nóvember. ÞAÐ voru stjörnur og tungl í margskonar lit- um í sandblásnu gler- inu í útidyrahurðinni hjá Siggu frænku og Marteini á Kambsvegi. Ekki að undra þó barn- ið í mér væri með stjörnur bæði í augum og hjarta þá mörgu daga og mörgu nætur sem ég dvaldi hjá þeim hjónum. Ég var ekki há í loftinu þegar ég tók það í mig stundum að labba til Siggu frænsku sí svona eftir skólann. Jú, fyrst var að labba út á Langholtsveg, framhjá apótekinu upp Hólsveginn, loksins • upp á Kambsveg og greikka síðan sporið niður brekkuna og að húsinu númer eitt. Skítt með hrekkjusvínin sem yrðu á leið minni en hnefarnir voru krepptir í vösunum og ég varð að komast alla leið. Ef enginn var heima, sem var nánast óhugsandi, þá var að hvíla lúin bein á stigapall- inum og virða fyrir sér hymda hreindýrshausinn á veggnum eða horfa á málverkið af svönunum tveimur á vatninu. Já, það var mik- ið á sig lagt til þess að komast til Marteins og Siggu, en heimili þeirra var eins og á vegamótum. Þar hitt- ust ættingjarnir að austan sem og kunningjar til þess að spjalla og vinkonur sem hvolfdu bolla. Heimil- isfaðirinn og múrarameistarinn Marteinn, þessi þrekni maður, skundaði um gólfin og nuddaði í ákafa saman lófunum. Oftar en ekki var hann ber að ofan og svo hærður á skrokkinn að ég, krakk- inn, rak upp stór augu. A meðan hann stillti kláðann í höndunum, sem gerði vart við sig vegna sem- entsins sem hann handlék dag- langt, raulaði hann sínar heimatil- búnu hendingar sem við höfðum svo gaman af: „Landeyingum þótti nóg...“ Einnig hafði hann þann skemmtilega sið að uppnefna fólk hinum ótrúlegustu nöfnum, oftast kallaði hann mig Imbu, „Hún er seig hún Imba“ heyrðist oft og inn á milli „Simbi sjómaður" ef sá gáll- inn var á honum. Marteinn hafði alltaf tíma til þess að spjalla við okkur frænkurnar og forvitnast um hvað við værum að bralla, enda sjaldan ládeyða í kringum þetta stelpnager sem tengdist þeim hjón- um. Fyrir utan þeirra dætur fjórar vorum við systur tvær, Guðnadætur tvær og oft Ragnheiður á Skúms- stöðum. Allar vorum við eins og heimagangar á Kambsveginum og seinna í Neðstaleiti, enda fannst okkur þau hjónin eiga svo mikið í okkur og ekki fjarri lagi að svo sé enn í dag. Við Binna, yngsta dóttirin, bröll- uðum svo margt saman að það hefði nægt til að gera hvern mann bálreiðan oft á tíðum. Til dæmis þegar við settum vörubílinn hans Marteins af stað sem tók strikið niður í Vatnagarða með okkur innanborðs. Einnig þegar við vorum austur í Bakkakoti og ég fékk Binnu með mér upp á súrheysturn til þess að horfa á útsýnið! Hún Sigrfður frænka mín var ekki falleg á svip- inn þegar hún kom æðandi með svuntuna, enda var hún trufluð í miðjum köku- bakstri þegar augu okkar mættust í eldhúsglugganum, hún við hræri- vélina og ég glókollurinn upp á turni. Mig minnir að Marteinn hafí skellihlegið að þessu uppátæki. Í ágústmánuði ’76 var ég hand- langari hjá Marteini og var það frá- bær reynsla og mikil ánægja að fylgjast með slíkum meistara. Mað- urinn landskunnur snillingur í sínu fagi, enda liggja eftir hann lista- verk út um allt land, og aldeilis ófeiminn við að fara ótroðnar slóðir í sinni fagmennsku. Undir hans handleiðslu sagaði ég niður stuðla- bergssúlur í steinsög og raðaði þeim síðan saman ofap í steypu á gólf svo úr varð hið fallegasta mósaík. Það er ekki fjarri lagi að minnast Marteins í sama mund og minnst er á stuðlabergið, því fáar bergteg- undir voru honum hugleiknari og ekki úr vegi að benda á samlíking- una, hann hefur verið eins og stuðlaberg í samfélaginu. Seinni árin leit ég stundum inn hjá honum á Korpúlfsstöðum en þar á vinnustofunni ríkti mjög skemmti- legt andrúmsloft.. Þar gerðum við samkomulag um að ég sendi honum fallega steina frá Grikklandi gegn því að hann sendi mér steinborð, en steinborðin eru eitt af hans að- alsmerkjum. Undanfarin ár þegar ég var heima í fríum dvaldi ég oft hjá Marteini og Siggu í Neðstaleiti, bæði þegar ég var í styttri ferðum einsömul eða með börnin mín þijú með mér. Það var ekki bara húsa- skjólið og gestrisnin sem stóðu mér til boða heldur voru sett undir mig ökutæki öðru hvoru, annað tóku þáu hjónin ekki í mál. Stelpur mínar, Ragnheiður, Ditta, Mallí og Binna. Sigga mín kæra og Matti, þið hafið misst mik- ið en minningin um litríka persónu og góðan dreng mun deyfa sárasta missinn. Við mamma, Anna Birta, Sindri og Katerina vottum ykkur einlæga samúð, einnig tengdason- um, barnabörnum og bamabarna- börnum. Ingibjörg Ingadóttir. Vegna mistaka láðist að birta greinina hér fyrir ofan með öðrum minningargreinum um Martein Davíðsson í Morgunblaðinu 10. og 12. nóvember. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BENJAMÍNS GUNNARS ODDSSONAR bifreiðastjóra, Flateyri. Jafnframt þökkum við Flateyringum, björgunarsveitarmönnum og öðrum þeim, er réttu fram hjálparhönd og veittu okkur stuðning eftir snjóflóðið á Flateyri. Megi guð og gæfa fylgja ykkur. Guðrún Kristjánsdóttir, Marsibil P. Benjamínsdóttir, Egill Pétursson, Sigríður Kr. Benjamínsdóttir, Einar Ó. Magnússon, Guðrún Halla Benjamínsdóttir, Svanhildur Erla Benjami'nsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega samhug og hlýju vegna fráfalls fjölskyldunnar á Hjallavegi 10, Flateyri, HARALDAREGGERTSSONAR. SVANHILDAR HLÖÐVERSDÓTTUR og barna þeirra, HARALDAR JÓNS HARALDSSONAR, ÁSTRÓSAR BIRNU HARALDSDÓTTUR REBEKKU RUTAR HARALDSDÓTTUR. Þökkum öllum þeim fjölmörgu, sem komu að leitarstarfi og aðstoð- uðu í kjölfar hörmunganna á Flateyri. Eggert Jón Jónssson, Hlöðver Oddsson, Laufey Guðbjartsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Kristín Ágústsdóttir, Kristján Hlöðversson, Brad Egan, Þórdís ívarsdóttir, Magnús Gunnar Eggertsson, Guðríður Hlöðversdóttir, Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, Arnar S. Helgason, Guðrún Sigurbjört Eggertsdóttir, Ómar Ingi Eggertsson, íris Edda Thompson, Helga Ósk Eggertsdóttir og önnur frændsystkini. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hinrik Einarsson, Helga H. Magnúsdóttir, Grétar Einarsson, Guðný Stefánsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson, Bára Einarsdóttir, Gunnar Bjarnason, Erlendur S. Einarsson, Haraldur Einarsson, Gerður Kristjánsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Ársæll Ársælsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS HELGA SIGURÐSSONAR frá Brúarhrauni, Melgerði 15, Reykjavík. Soffía Guðbjörg Sveinsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Viggó Jörgensson, Lena K. Lenharðsdóttir, Helga Jörgensdóttir, Helgi I. Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS S. ERLENDSSONAR bifreiðastjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á 4B, Hrafnistu í Hafnarfirði. Auðunn Karlsson, María Auðunsdóttir, Hallgrímur Kristmundsson, Sigríður Auðunsdóttir, Reynald Þorvaldsson, Helga Auðunsdóttir, Garðar Brynjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Ásabraut 2, Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.