Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 47 \ GISTISTAÐURINN Puerto Plata Village. Heimsklúbbur Ingolfs og Príma með aðalumboð fyrir Apa Air International HEIMSKLUBBUR Ingólfs og Ferðaskrifstsofan Prima hafa gert umboðssamning við nýtt flugfélag í Karíbahafi, Apa Air Intemational um sölu á farseðlum flugfélagsins til íslendinga. Farseðlarnir eru á lækkuðu verði, en samningurinn hefur verið í gildi frá 28. október sl. Apa Air notar nýjar Airbus 300 þotur með breiðinnréttingum. í tengslum við flug Flugleiða til Fort Lauderdale og New York, þar sem heimsklúbburinn nýtur einning sér- samninga, er daglegt flug Apa Air milli Miami og höfuðborgarinnar Santo Domingo og einnig milli New York-Santö Domingo og/eða Pu- erto Plata sem er orðinn viður- kenndur dvalarstaður íslendinga, Útgáfutónleikar Borgardæt- ur í Borgar- leíkhúsi . BORGARDÆTUR kynna væntan- lega hljómplötu sína á útgáfutón- leikum í Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 20.30. 13 manna hljóm- sveit undir stjórn Eyþórs Gunnars- sonar, leikur undir söng þeirra Andreu Gylfadóttur, Berglindar Bjarkar Jónasdóttur og Ellenar Kristjánsdóttur, sem auk þess fá til sín þijá leynigesti. Tónleikarnir eru liður í þriðju- dagstónleikaröð Borgarleikhússins. Ný plata Borgardætra, Bitte nú, kemur út í lok þessarar viku. Á henni eru 11 gömul erlend lög, eft- ir Cole Porter og fleiri, með íslensk- um textum eftir Friðrik Erlingsson, Ragnheiði Ástu Pétursdóttur og Einar Thoroddsen. Ekkert söluátak einkum á gististaðnum Puerto Vill- age, þar sem allt er innifaiið meðan á dvöl stendur, auk gistingar bæði matur og drykkur, íþróttaaðstaða og skemmtanir, segir í tilkynningu frá Heimsklúbbi Ingólfs. Með tilkomu hinna nýju fargjalda hefur Heimsklúbburinn/Príma lækkað verðið til Dominikana og selur nú ferðir þangað fyrir innan við 100 þúsund krónur í 10 daga með öllu inniföldu. Hin nýju far- gjöld geta einnig komið til góða þeim sem ætla í siglingu í Karíba- hafi, enda er vinsælt að tengja sam- an vikusiglingu á farþegaskipi og dvöl í Dominikana. Heimsklúbbur- inn/Príma hefur umboð á íslandi fyrir Camival Cruise Lines. Ráðstefna um kirkjuleg málefni „AUÐLEGÐ, skortur og ábyrgð“ er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verð- ur á vegum Biblíuskólans við Holta- veg í húsakynnum KFUM og K, Holtavegi 28, laugardaginn 28. nóv- ember kl. 12-16.30. Leitast verður við að svara spurn- ingum eins og Hver er hugsjón kirkj- unnar, hver er ábyrgð okkar? Dr. Hjalti Hugason prófessor fjallar um hugsjón kirkjunnar og hins kristna í neyslusamfélaginu, Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, fjallar um efnishyggjuna og ábyrgð okkar gagnvart lítilmagn- anum, sr. Kjartan Jónsson, kristni- boði tekur fyrir spurninguna: Hver er ábyrgð okkar á eignum okkar, gagnvart Guði og náungangum? Kristín Sverrisdóttir kennari mun síðan fjalla um alsnægtir og skort á ábyrgð. Ráðstefnan er öllum opin og er ráðstefnugjald 1.000 kr. Kaffi er innifalið og lýkur innritun 17. nóv. Bifreið skemmd í gangi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Foreldra- samtökum um vímulausa æsku: „Vegna fjölda ábendinga um að nú standi yfir söluátak til styrktar Vímulausri æsku vilja samtökin taka fram að ekkert slíkt átak stendur yfir af hálfu foreldrasam- takanna. Svo virðist sem einhverjir notfæri sér nafn samtakanna í fjár- öflunarskyni. Vímulaus æska hefur einkarétt á notkun heitis samtakanna og bið- ur því fólk sem beðið er um að styrkja Vímulausa æsku með vöru- kaupum að kynna sér hveijir standa að því og láta samtökin vita. Sími Vímulausrar æsku er 581 1817.“ - kjarni málsins! í Laugardal SKEMMDIR voru unnar á hvítri bifreið af gerðinni Honda CRX á bílastæði Laugardalslaugarinnar milli klukkan 13 og 14 síðastliðinn laugardag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að snúa sér til rannsóknadeildar Lögreglunnar í Reykjavík. Vinningstölur 11. nóv. 1995 4.7*9.13«14.16*22 Vinningstölur 13. nóv. 1995 1.4.5.8.12.19*24 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar •• I DAGBOKINA um helgina eru skráð 34 afskipti af ölvuðu fólki á almannafæri. í flestum tilvikum var um að ræða fullorðið fólk sem ekki kunni fótum sínum forráð. Vista þurfti 30 einstaklinga í fangageymslunum. I fyrra rituðu lögreglumenn 1.684 skýrslur á afskipti sín af ölvuðu fólki á almannafæri, Af þeim voru 103 undir 18 ára aldri og 51 átján ára. Það ár voru 3.616 vistanir skráðar í fanga- geymsluna (3.315 karlar karlar og 301 kona). Af þeim voru 257 yngri en 18 ára, 129 átján ára og 121 nítján ára. Það ár voru 505 einstaklingar kærðir vegna líkamsmeiðinga. í flestum tilvik- um hafði áfengi verið haft um hönd þegar afbrotið var framið. Af þeim voru 64 yngri en 18 ára og 44 átján ára. Tíu ökumenn, sem lögreglu- menn þurftu að hafa skipti af, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Þrír þeirra höfu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. í 32 tilvikum var tilkynnt um hávaða og ónæði utan dyra og innan að kvöldi og næturlagi. Oftast var um að ræða ölvað fólk sem ekki fannst ástæða til að taka tillit til annarra. Á mánudagsmorgun hafði ver- ið tilkynnt um 14 innbrot til lög- reglunnar á starfssvæðinu. M.a. var tilkynnt um innbrot í fyrir- tæki við Síðumúla, Langholtsveg, Skipholt, og Skeifuna, vinnuskúr, verslun við Arnarbakka, hús við Brekkubæ, bifreiðir við Sæbraut, Fossháls, Háteigsveg og Stuðla- sel. Á sunnudagskvöld handtóku lögreglumenn mann sem var að bijótast inn í bifreið nálægt fyrir- tæki við Fossháls. Þá voru þrír menn handteknir við Bústaðaveg eftir innbrot í bensínstöð aðfara- nótt mánudags. Mennirnir voru Olvaðir kunnu ekki fótum sín- um forráð 10.-13. nóvember vistaðir í fangageymslunum. Skömmu eftir miðnætti á föstu- dag var maður handtekinn í íbúð nálægt Snorrabraut eftir að sést hafði til hans reyna að bijótast þar inn. Tilkynnt var um 20 umferðar- óhöpp. Af þeim urðu slys á fólki í fimm tilvikum. Um miðjan dag á föstudag var ökumanni ekið á slysadeild eftir árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Lang- holtsvegar og Skeiðarvogar. Að- faranótt laugardags varð gang- andi vegfarandi fyrir bifreið á Hverfisgötu gegnt Smiðjustíg. Meiðsli hans voru minni háttar. Á laugardag meiddist ökumaður lítils háttar í árekstri tveggja bif- reiða á gatnamótum Frostafoldar og Fjalikonuvegar. Um svipað leyti hlaut ökumaður minni hátt- ar meiðsli í árekstri tveggja bif- reiða á gatnamótum Hringbraut- ar og Njarðargötu. Á sunnudags- morgun voru ökumenn ásamt barni fluttir á slysadeild eftir árekstur á Hringbraut gegnt Langspítalanum. Á laugardagsmorgun var til- kynnt að maður lægi slasaður á gangstéttinni við Listabraut. Sést hafði til mannsins steypast niður grasbrekku þar skammt frá skömmu áður og lenda með afli á höfuðið á gangstéttina. Maður- inn virtist talsvert slasaður og voru því starfsmenn RLR kvaddir á vettvang ef ske kynni að maðurinn hefði hlotið áverka áður en óhappið varð. í miðborginni voru um 2.000 manns þegar mest var aðfaranótt laugardags. Síðla nætur voru flestir þar á aldrinum 16-20 ára. Handtaka þurfti 5 manns sökum ölvunar eða af öðrum ástæðum. Vista þurfti 4 þeirra í fanga- geymslunum. Aðfaranótt sunnudags var svipaður fjöldi í miðborginni þeg- ar mest var. Lögreglumenn þurftu að handtaka 9 manns, en af þeim voru 4 vistaðir í fanga- geymslunum. Lögreglumenn helltu niður talsverðu af áfengi þeirra, sem voru enn of ungir til að mega hafa það undir höndum. Maður var sleginn niður og sparkað í hann í Hafnarstræti. Hann var fluttur á slysadeild, en árásarmennirnir náðust. Aðfaranótt laugardags var til- kynnt um eld í húsi við Kvist- haga. Þar hafði kviknað í sjón- varpstæki af völdum kertis. Tjón varð óverulegt. Á laugardag var kveikt í biðskýli við Hverfisgötu. Skömmu eftir miðnætti á föstudag þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af manni, sem hafði ætlað að sparka í dyravörð vín- veitingastaðar, en misst marks og því sparkað í rúðu, sem brotn- aði við höggið. Aðfaranótt sunnu- dags kom upp svipað atvik þegar kona reyndi að sparka í og bíta dyravörð á veitingastað í mið- borginni. Samstarfshópur lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmál- um ákvað sl. þriðjudag að á næst- unni muni lögreglumenn á svæð- inu beina athygli sinni sérstak- lega að gangandi vegfarendum. Vakin verður athygli á umferðar- reglum fyrir þann hóp vegfar- enda og þeir hvattir til að virða reglurnar. ■ REYKA VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudag- inn 15. nóvember. Kennt verður frá kl. 19-23 og eru kennsludagar 15., 16. og 20. nóvember. Nám- skeiðið telst verða 16 kennslustund- ir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Meðal þess sem kennt verð- ur á námskeiðinu er blástursmeð- ferðin, endurlífgun með hjarta- hnoði, hjálp við bruna og blæðing- um úr sárums. Einnig verður ijallað um helstu heimaslys, þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Að námskeiðinu loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í ýmsum skólum. Önnur námskeið sem eru haldin hjá Reykjavíkur- deildinni eru um áfallahjálp, hvern- ig á að taka á móti þyrlu á slysstað og slys á börnum. VINNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 11.11.1995 3 )(16)(18 23X32] VINNINGAR FJÖLDl VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 2.003.450 24 af 5 ( • Plús 80.580 67 8.290 2.213 580 Helldarvlnningsupphæ&: 4.164.740 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.