Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 38
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jón Þ. Árnason: Lífríki og1 lífshættir CXXXIV. „í fyrstu skynja mennirnir hið nauðsynlega, síðan hyggja þeir að hinu gagnlega, þá koma þeir auga á hið þægilega, því næst kætast þeir við hið ánægju- lega, siðan spillir þeim óhóf, að lokum ganga þeir af göflunum og glata arfleifð sinni.“ Giambattista Vico (1668-1744), ítalskur sagufræði- og réttar- heimspekingur. ÞÓTT náttúruspjöll og náttúru- ránskapur hafi færzt í aukana með sívaxandi ákafa næstliðnar 2 aldir, hefir mikið skort á, að ósköpin hafi vakið verðuga athygli eða skyldugt viðnám, svo að ekki sé minnzt á iífsbrýna gagnsókn. Vissulega hefir ekki skort ræður og ráðstefnur, þar sem gnægtir fróðlegra upplýsinga og vísindaleg- ar rannsóknaniðurstöður hafa legið dagljóst fyrir. Arangurinn hefir einkum orðið djarflegar samþykktir og glannaleg fyrirheit um vaxandi velmegun og stórfellda iðnvæðingu í vanmegna- heiminum. Og allir þátttakendur hafa verið á einu máli um, að ræð- ur hafi verið gagnlegar og fróðleg- ar og ráðstefnur skemmtilegar. Pappírsflóðið hefir því orðið gífur- legt eins og m.a. má ráða af því, að Samtök sameinuðu þjóðanna veittu um 2.100.000 síðum lesefnis yfir heiminn að meðaltali á dag árin 1990-1991. í upphafi var hugsun Þýzki sálfræðingurinn og heim- spekingurinn Ludwig Klages (1872-1956) mun, að ég bezt veit, eiga heiðurinn af að hafa flutt fyrsta tímamarkandi erindið gegn hinni nýtízkubundnu villimennsku, sem hér í upphafí er nefnd. Það gerðist árið 1913. Hann hafði gert sér skilmerkilega grein fyrir þeim megin-stoðum, -lögmálum og -samræmisþáttum, sem náttúrurík- ið hvílir á og lýtur. Hann líkti plán- etu okkar við örk í sömu merkingu og henni nú er líkt við geimfar. Klages lætur sér og hvorki sjást yfir jöfnunarskaða menningarstepp- unnar né heldur hinar yfirborðslegu hraðgróðahugsýnir, sem beygt höfðu efnahagslífið undir sig. Hann benti einnig á, að skefjalausar hamfarir gegn framfærslugetu jarð- ar hlytu að ógna framtíð hennar, „þangað til allt líf og hún sjálf verð- ur leiksoppur himintómsins". Það, sem árið 1913, hljómaði eins og tilfinningaþrungin rödd ein- mana hrópanda í aðfanga eirð- arlausrar aldar, bergmálaði með eftirtektarverðum hætti um hálfri öld síðar í bókum eftir Gúnther Schwab (Der Tanz mit dem Teu- fel), og Rachel Carson (Silent Spring). Skömmu síðar var enn hnykkt á, þannig að heimsathygli vakti, með birtingu ógnvekjandi framreiknana „The Club of Rome“ Lokaniðurstaða hans er á þann veg, að við séum dæmd til að halda uppteknum háttum, að of seint sé að snúa af óheillabrautum, einkum vegna þess að jafngildishugsmíðar og höfðatöluregla hafi borið sigur- orð af heilræði Schillers, að „vitur- legra er að velja atkvæði en telja“, og lífsspeki Einars Bene- diktssonar, að „það æðra því lægra skal ráða“. Ekki væri stætt á að láta hér ógetið hinnar veigamiklu allsheij- arúttektar, sem Carter, 39. forseti Bandaríkjanna (1977-1981), fól ýmsum mikilsmetnum vísinda- mönnum þarlendum að gera, árið 1977, um hina stynjandi plánetu okkar, og lokið var árið 1980. Álits- gerðum þessum var ætlað að kanna eftir föngum, hvers vænta mætti um heimsástandið árið 2000, á þröskuldi 21. aldar, og birtust þær þegar greinilega fyrirsjáanleg. Þrátt fyrir aukna framleiðslu efna- hagslegra verðmæta, munu þjóðir heims verða fátækari að mörgu leyti en þær eru nú.“ „Allt útlit er fyrir, að skilyrði hundraða milljóna örsnauðra muni í engu verða betri en nú til að seðja hungur sitt og afla annarra nauð- synja. Möguleikar margra munu verða lakari. Ef byltingarkenndar framfarir koma ekki til, mun líf flestra jarðarbúa verða ískyggi- legra árið 2000 en það er nú — nema og því aðeins, að þjóðir heims bregðist skjótt og harkalega við og breyti rækilega um mark og mið.“ Vinsældir gegn verðleikum Þarna er tæpitungulaust tekið til orða. Allt stefnir til einnar átt- ar. Úr þeirri fásinnu, að orð en Á tæpasta vaði (The Limits to Growth). Þá fór hroll- ur um menningarheiminn, enda komu ótíðindin öllum þjóðþingum og ríkisstjórnum í opna skjöldu. Og þar með var framtíð mannkyns og örlög jarðar komin á dagskrá. Gleymdu heilræðin Loks árið 1975 fýlgdi dr. Her- bert Gruhl eftir með útkomu hinnar ítarlegu og gagnmerku metsölu- bókar sinnar, Ein Planet wird gepliindert - Die Schreckensbilanz unserer Politik, og í framhaldi af henni, árið 1982, kom út bók hans, Das irdische Gleichgewicht - Öko- KAPP án forsjár. Ræðustraumar Orð o g Vafstur og ráðstefnur athafnir vanhæfra logie unseres Daseins,, sem einnig vakti óskipta athygli. Endahnútinn á lífshlutverk sitt batt síðan dr. Gruhl árið 1992 með hinu mikla og örvæntingarfulla verki sínu, Himmelfahrt ins Nichts — Der gepliinderte Planet vor dem Ende, þar sem hann undirstrikar, að allir þjóðaleiðtogar leggi ofuráherzlu á að stigmagna eyðslumátt og skað- neyzlu, að við öll hömumst við að kalníða lífsskilyrði okkar niður á klöpp á stöðugt skjótvirkari hátt. í 3 bindum undir heitinu The Glob- al 2000 Report to the President. I sem stytztu máli urðu niður- stöður þessar helztar: „Ef svo heldur fram sem horfír, verður heimurinn aðþrengdari af völdum mannmergðar, umhverfið mengaðra, lífríkið snauðara og við- kvæmara fyrir ytri áföllum árið 2000 en það er nú.“ „Alvarleg tjón, sem manníjölg- un, þurrð náttúruauðæva og líf- rýmisslys hafa í för með sér, eru ekki hugsun, séu upphaf allrar vizku, verður fár, sem oft er líkt við sprengjur. Mannfiölgunar- sprengjan gildnar um allt að 93.000.000 líkama árlega, eða um 255.000 sérhvern sólarhring; í líf- ríki, er rýrnar um 26.000.000.00 t — tuttugu og sex milljarða tonna — gróðurmoldar og 170.000 km2 skóglendis á ári, ofbýður fram- færslugetu lífríkisins. Enda þótt tilhugsunin um heljarógnir kjarn- orkusprengjunnar kæmi ekki til, sýnast heimsslitaspár liðinna alda í fljótu bragði óþægilega nærtæk- ur, skelfilegur möguieiki. Auðvitað á ófremdin sér ýmsar sýnilegar orsakir. Sú er einna áleitnust, að síðan neikvæðustu áhrifa lýðræðisbyltingarinn í Frakklandi (1789-1795) tók að gæta fyrir alvöru, hafa stjómmál og margar greinar félagsfræða dregizt svo mjög aftur úr vísindum og tækni, að þar á milli hefir orðið til gjá, sem á seinni hluta 20. aldar hefír orðið hyldýpi, er ijöldi færustu vísindamanna álítur óbrúanlegt. Vanmáttur „stjórnmálamanna" andspænis knýjandi úrlausnarefn- um er að sönnu tilfinnanlegur. Þó mun hryggilegasta tákn tilburða þeirra ekki endilega vera umkomu- leysið, sem hæst ber í daglegum fréttum, heldur miklu fremur tóm- lætið, er þeir gera sig bera að aug- liti til auglitis við aðkallandi úr- lausnarefni. Til afbötunar mun reyndar mega kenna tímaskorti um að hluta til, þar sem ekki er sann- gjart að ætlast til að menn, sem eru hundeltir af ijölmiðlum og í verkahring lögreglu vegna grun- samlegrar sjálfsbjargarviðleitni í peningaumsvifum, eða jafnvel að- ildar að morðum (Andreotti, Gonzales), og því tíðum kærkomnir gestir í dómssölum, hafí svigrúm til að sinna skyldustörfum. Vissulega verður ekki með réttu á móti því borið, að vanhæfni og hirðuleysi stjórnvalda eiga dijúgan þátt í, hversu hræmulega hefir tek- izt til við að hindra hnattfeðma upplausn og öngþveiti. Hinu má þó sízt gleyma, að stjórnskipulag áhrifamestu ríkja heims er þeim ókjörum háð, að við val forystu gildir yfirleitt regla hins öfuga úr- vals, þ.e. leiðtogar veljast fremur á forsendum lýðhylli en verðleika. Umboð þeirra gildir og sjaldnast meira en 4 ár, og lýðbundnir leið- togar hugsa ógjaman lengra en fram að næstu kosningum. Og á kjördegi gilda kosningaloforð — fyrirheit um að ábyrgjast öllum allt. Loks ber að geta þess, að mörg- um mikilsmetnum framrýnum hefir komið til hugar — og reyndar stutt raunalega sterkum rökum — að óhemjuskapur og úrkynjun hvíta kynþáttarins hafi þegar farið yfir þau mörk, að hugsanleg sjálfsögun og stjórndirfska fái engu breytt: Hann hafí sýkzt óbeit á stjóm og valdi, tekið að leggja rækt við ves- öld og því ofurselt sig vargöld. BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð m/vsk frá kr. 35.990 stgr. Hringás ehf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. Ráðstefna Rauða kross íslands um skipulag sjúkraflutninga í tengslum við aðalfund sinn gengst Rauði kross íslands fyrir ráðstefnu um skipulag og framkvæmd sjúkraflutninga. Ráðstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum föstu- daginn 17. nóvember. Hún hefst með skráningu og afhend- ingu gagna kl. 9.30 og henni lýkur kl. 16.00. Frummælendur: • Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra • Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Reykjavík • Magnús Hreinsson, formaður RKÍ-deildar Djúpavogs • Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu- neytinu • Þórir Sigurbjörnsson, fulltrúi RKÍ í sjúkraflutningaráöi • Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans • Dr. Eelco H. Dykstra, forstöðumaður CIEMS, evrópskrar upplýsingamiöstöðvar um sjúkraflutninga • Úlfar Hauksson, formaður heilbrigðis- og almannavarna- nefndar RKÍ Ráðstefnustjóri verður Guðjón Arngrímsson, blaðamaður. Upphaflega var fyrirhugað að halda ráðstefnuna 27. október en þá var henni frestað. Þeir sem áður létu skrá sig eru velkomnir á ráðstefnuna nú og aðrir geta látið skrá sig á skrifstofu RKÍ í síma 562 6722 fyrir 16. nóvember. Þátttaka er án endurgjalds. RAUÐI KROSS ÍSLANDS naust BORGARTUNI 26 - BILDSHQFÐA 14 - SKEIFUNNI 5 - BÆJARHRAUNI 6. HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.