Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 16
16 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AUGNABLIK leit ég aftur fyrir mig og sá súpandi hveljurnar, hvítfyssandi hringiðuna fyrir neðan mig. Skáldkona ferst í Gull- fossi við að bjarga Ijóði Þetta kvöld, þegar fegurðin var meiri en við varð ráðið, tilkynnti Elísabet Kristín Jökuls- dóttir tvíburunum sínum að nú yrði að fara uppí sveit, á vit náttúrunnar, vera inní fegurð- inni, í stuttu máli: Heimsækja Gullfoss. SAABINN fékk nafnið Fönix von Flúx. Fáninn er til að veifa útum bílgluggana og sýna fagnaðarlæti eða stinga bakvið númera- plötuna til að breyta bílnum í kóngabíl í opinberri heimsókn. EITT vorkvöldið þoldi ég ekki lengur við. Sólin var að dúlla sér yfir rauðgul- gjóandi Snæfellsnesfjall- garðinum. Ég á heima hjá sólarlag- inu, á vorin er eldhúsið uppljómað einsog diskótek. Faxaflóinn breiðir úr sér í öllum sínum myndum, stundum grænn og úfinn og öldurn- ar siettast yfir Ananaustin, stund- um stilltur og fínn og þá sigla gaml- ar skútur og skonnortur fyrir fullum seglum í snjáðri, svarthvítri Ijós- mynd frá síðustu öld. Oftast eru það trillurnar, togararnir, varðskip- in og fraktararnir fullir af appelsín- um og mahóní, sem skreyta þennan stóra flóa og eldhúsgluggann. Ég ætti að hafa kíki í glugganum, eins- og á alvöru sveitabæjum, til að geta skyggnst um borð og séð alla dánu fískana og sætu sjómennina. Á vorin koma skemmtilegu skemmtiferðaskipin úr ijóði eftir Braga Ólafsson. En þetta kvöld, þegar fegurðin var meiri en við var ráðið, tilkynnti ég tvíburunum að við yrðum að fara uppí sveit, á vit náttúrunnar, vera inní fegurðinni, í. stuttu máli: Heimsækja Gullfoss. Ég hafði keypt fyrsta bílinn minn nokkrum dögum áður tilað komast úr bænum. Þetta er forláta Saab og fékk nafnið Fönix von Flúx. Von merkir bæði fon og von. Bílnum var breytt í töfrabíl, útsaumaðir púðar frá Austurlöndum, bangsar, og heklaða teppið hennar ömmu í aft- ursætið, ljóðabókahilla þarsem út- varpið á að vera, annars vantar útvarp í bílinn, íslandskortin og ís- lenska fánann í aftursætishilluna og seðiabúntin í sætishólfið. Sem- sagt fullkomið. Fáninn er til að veifa útum bílgluggana og sýna fagnaðarlæti eða stinga bakvið númeraplötuna til að breyta bílnum í kóngabíl í opinberri heimsókn. Maður verður að heimsækja vini sína og það var tími til kominn að heilsa uppá Gullfoss. Ég gerði ráð fyrir að hann væri í hyldýpinu sínu en maður veit aldrei. Til að vera fín klæddist ég síðum kjól, bláum með hvítum blómum. Það munar öllu að vera í kjól á fjöllum eða útí móum. Og tók eina sítrónu með. Minna mátti það nú ekki vera. Til að taka bensín og nesti fórum við á þá bensínstöð í bænum þarsem fjailasýnin er mikilfenglegust. Þar var ljósmyndari sem er þekktur fyrir slysamyndir, svo alltíeinu þótti mér vissara að fara með ferðabæn. Það kom í ljós seinna í ferðinni að kannski var það það sem úrslitum réði á örlagastundu. Við ókum sem leið lá gegnum Mosfellsdalinn, vinkuðum skáldinu í túnfætinum þarsem nóbelsblómin spretta. Tvíburarnir lásu hinsvegar Andrésblöðin samviskusamlega. Á heiðinni fórum við út úr bílnum til að vita hvort þögnin væri á sínum stað. Víðáttan togaði í tvíburana og þeir þeyttust útí buskann. Börn- in mín breytast úti í náttúrunni, þegar þau komast í snertingu við alvöru efni einsog mosa, hraun, gijót, sand, haf, fá þau stjörnur í augun og nýtt fjör í kroppinn, eins og þau séu líka úr þessum efnum. Öll þessi fínu efni á jörðinni sem gera okkur að alvörumanneskjum. Fólk á gangi í malbikuðu stræti sveiflar ekki einusinni höndunum. Á Þingvöllum var ekki hræða, Skjaldbreiður skartaði sínu feg- ursta og lengst í fjarska sáum við móta fyrir Jónasi Hallgrímssyni með grasaskjóðuna. Og Kjarval með trönur, drukknuðu konurnar í Drekkingarhyl, Grímur geitskór með öxina sína, Þorgeir undir feld- inum, allt þetta fólk var á sínum stað. Svo hvarf það inní aldirnar og þögnin og fegurðin ríktu ein og niðurinn frá Öxarárfossi og lóu- kvakið og andardrátturinn í mosan- um. Við lögðumst í mosann og Jök- ull og Garpur vildu sofa þar um nóttina. Næst höfum við svefnpoka með og segjum einsog í Ijóðinu „enda skal ég úti iiggja, enginn vættur grandar mér“. Aður en ég náði að ljúka við setninguna vorum við öll steinsofnuð í dúnmjúkum mosabeði undir Þingvallahimni með sæta birkilykt í vitunum. Okkur dreymdi öli sama drauminn. Litlir álfar komu og dönsuðu í hringi skríkjandi af kátínu. Okkur fannst við hafa sofið heila eilífð þegar við vöknuðum og lögðum yfir Lyng- dalsheiði. Á leiðinni eru heilar, þar bjó fólk fyrr á öldinni og langamma mín sem var ljósmóðir tók á móti börnum í heiminn. Það er nauðsynlegt að spyija til vegar á ferðalögum. Það gerir mann svo foivitnilegan. í sjoppunni á Laugarvatni spurði ég með eins dularfullri rödd og mér var unnt, hvað væri langt að Gullfossi. — Gullfoss? Svaraði sjoppustúlk- an. — Já að Gullfossi, sagði ég. — Gullfoss, látum okkur sjá, sagði stúlkan. — Er Gullfoss ekki stutt héðan, spurði ég. Það var háiftímaakstur. Ég hafði komið hina leiðina síðast þegar ég heilsaði uppá Gullfoss og sprakk í tætlur af fögnuði. Og orti ljóð fyrir hátíðina á Þingvöllum, gekk um með ljóðið og flutti fyrir þá sem heyra vildu, við hylinn, ofaní bát, uppá palli, inní tjaldi. Nú ætlaði ég að lesa það fyrir Gullfoss og þakka honum þannig innblásturinn. Við fengum okkur ís í brauðformi og dáðumst að Heklu sem gaus pínulít- ið einsog venjulega þegar maður horfir á hana með aðdáun og skiln- ingi. Ungur maður og ung kona voru á leið upp fjallið inní skóginn og báru bát á milli sín. Þetta eru afi ykkar og amma. Þau kynntust hér á Laugarvatni, útskýrði ég, og eitt kvöldið stálu þau bát á Apavatni, báru hann á milli sín til Laugar- vatns og réru á vatninu í sumarnótt- inni. Alein í heiminn og allir sof- andi nema silungurinn og lóan. Hjá þessari ágætu íssjoppu standa hjól- hýsin í kös og vinur minn Haraldur Jónsson, myndhöggvari en leið- sögumaður á sumrin, segir túristun- um að það sé stærsta sígaunabyggð á íslandi. Og áfram héldum við og jókst nú spenningurinn þó engan grunaði hvað í vændum væri. Hest- arnir stóðu útum öll tún í málverki eftir Jóhann Briem eða skáldsögu eftir Guðberg og allar fínu kindurn- ar með splunkunýju lömbin sín kroppandi í túnum og vegarköntum. Þær hlupu dauðskelkaðar af vegin- um þegar bíllinn nálgaðist og það gera kíndur yfirleitt þó þær hlaupi svona út og suður. Hinsvegar haga kindurnar í TrékyllisVík sér öðru- vísi. Þær taka sér stöðu á veginum og hreyfa sig hvergi, stórlega móðgaðar ef bílstjórinn ætlast til þess að þær hreyfi sig. Eina ráðið er að keyra útaf ofaní fjöru og freista þess að komast uppá veginn aftur. Ög bíllinn útataður i þangi og fjörulallarnir hanga skrækjandi utaná, en þá standa kindurnar í Trékyllisvík enn á veginum og til að gera endanlega útaf við bilstjór- ann, snúa þær höfðinu svo lítið ber á og horfa á eftir bílnum með lymskulegu glotti. Og svo eru þær allar mórauðar með litlar grænar pijónakórónur. Vegvísir spratt uppúr jörðinni. Það stóð ekki Panama á honum. Á vegvísinum stóð yfirlætislausum stöfum: Gullfoss. Kjölur. Það er gott ef eitthvað stendur einhver- staðar. Það var ákaflega gott að það skyldi standa Gullfoss á þessum vegvísi. Við vorum á réttri leið. Ekki bar á öðru. Fossar hafa undarleg áhrif á mig. Ég breytist. Ég get ekki látíð einsog ekkert sé hjá fossum. Án þess að vita af því farin að syngja, steypast í kollhnísa, láta öllum illum látum eða get mig hvergi hrært af lotningu fyrir þessari fallandi feg- urð sem stendur kyrr. Við Dettifoss í fyrsta skipti stóð ég dolfallin, síð- an kom tónlist úr líkamanum, alls- konar laglínur. Það var ekki ég sem söng. Samt var það ég. Einsog foss- inn sem fellur og er kyrr. Aldrei sama vatnið en alltaf sama myndin. Ég veit ekki fyrir hvern ég var að syngja, eftir á að hyggja dettur mér helst í hug að ég hafi verið að syngja fyrir heiminn. Því brá mér í brún við þær fréttir að hugs- anlega ætti að virkja Dettifoss eða Jökulsá þannig að vatnsmagnið í fossinum minnkaði. Ef það er eitt- hvað sem getur fengið mann til að hrífast, fengið mann til að syngja, leyst mann úr álögum, verður það að fá að vera einsog það er. Það er mikilvægara að leysast úr álög- um en að fá smástraum á öll aug- lýstu rafmagnstækin. Guðmunda Élíasardóttir, hún veit þetta líka. Svo ef Dettifoss fær mig til að syngja þá passa ég Dettifoss einsog sjáaldur augna minna. Hinn ágæti Saab, Fönix von Flúx skrölti eftir vegarslóðanum og Guil- foss kom í ljós. Þarna var hann. Aleinn. Og féll og féll. Gullfoss minn. í vorkvöldinu og aðeins farið að húma. Hvítur einsog ijómi. Og blátt silki undir. Það var enginn að horfa á hann og samt hamaðist hann við að falla. Hér eftir get ég vitað það. Hvar sem ég er stödd í heiminum má treysta því að Gull- foss dettur á sínum stað. Garpur og Jökull voru dolfallnir. Það voru ár og dagar síðan þeir höfðu komið > i i I i > I i I > i i I i i i L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.