Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 28
28 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ w Sólin er annar guð. Hún er auga Tororots og sér það sem gerist í mannheimi. Þegar kúm er stolið, en þær eru helsta fasteign manna og efnahagslegt öryggi, er hún ákölluð til hjálpar. Allt það besta kemur úr austri, þar sem sólin kemur upp, kallað auga sólarinn- ar. Þess vegna er mjög mikilvægt að sumar athafnir fari fram við sólarupprás. Ein skýringin á tilurð Pókotmanna er að þeir séu uppr- unnir í auga sólarinnar, þ.e. í austri. Það er mjög ljótt blótsyrði að segja einhveijum að fara þang- að sem sólin sest, þ.e. ganga niður með sólinni. Þar er myrkur og vont að vera. í hreinsunarathöfn- um eru illir andar reknir þangað. Pókotmenn hafa einnig regng- uð, Ilat. Hann hlýðir Tororot og heldur aftur af regninu ef menn (Ljósmyndari: Kjartan Jónsson) NAUTGRIPIR eru mjög mikilvægir í menningu Pókotmanna. Þeir eru notaðir sem fórnir í mikilvægum athöfnum. hafa brotið reglur samfélagsins og syndgað þannig. Hann hefur marga mannlega eiginleika og stendur mönnum mun nær en hin- ir guðirnir. Hann á það til að gift- ast dætrum manna. Samfélag lifenda og dauðra Það eru þó andar forfeðranna, sem standa mönnum næst. Þeir taka þátt í daglegu lífi þeirra. Til- veru manna er ekki lokið, þegar þeir deyja, svo fremi sem þeir hafa eignast afkomendur, er minnast þeirra með virðingu og gefa þeim að borða. Andar forfeðranna halda sig í nágrenni við heimili afkom- endanna og vaka yfir velferð þeirra, en búa einnig í anda barna- barna sinna. Þeir beita refsingum sé virðingu þeirra stórlega misboð- ið eða fólk brýtur gróflega reglur samfélagsins. Á tímamótum eru þeir beðnir ásjár og blessunar. Þegar hið illa hendir spyija menn: Hvers vegna gerðist þetta? Ýmsir töframenn hjálpa til við að finna svarið. Fyrstan ber að nefna þann, sem kastar upp sandölum og rýnir í legu þeirra og innbyrðis afstöðu, eftir að þeir eru lentir. Annar les út úr innyflum kúa, geita og kinda eða lifur þessara dýra. Enn fremur eru til menn, sem lesa út úr mynstri skánarinnar, sem myndast á fló- aðri mjólk með svipuðum hætti. Þegar orsök slyssins, sjúkdóms- ins eða þurrksins hefur verið fund- in, þarf að vinna bug á vandanum og koma tilverunni aftur í jafn- vægi. Oft eru það illir andar ef einhveiju tagi, sem eru orsakavald- arnir eða þá syndir mannanna. Venjulega er vandinn leystur með því að fórna geit eða kind. Þá er innihaldi vambarinnar roðið á þá, sem ógæfan hefur dunið á. Síðan eru illu andarnir særðir burt. Þeg- ar mikið liggur við, er nauti fórnað. Forfeðraandarnir hverfa í safn óskilgreindra illra anda eða hverfa alveg, þegar minning þeirra fyrn- ist. Tilvera eftir það er mjög óviss. Enginn dómur er í trúarbrögðum þeirra í ætt við hugmyndir kris-. tinna manna. Pókotmenn lifa hér og nú. Það skiptir mestu máli. Því er fyrir öllu að njóta þess, verða ríkur af dýr- um, eignast margar konur og sem flesta afkomendur, sem bera minn- Þegar karlinn var búinn að syngja óðinn um tuddann sinn, kom annar og útmálaði fegurð og styrkleika síns nauts og þannig koll af kolli. Það er óþekkt á þessu svæði að syngja um fagrar konur! Það er ekki ofmælt að Pókot- menn í Kenýu meti nautgripina sína mikils. Sögð er saga um mann, sem átti fjögur naut með horn, er höfðu verið sveigð á þann hátt, sem fallegast þykir, annað niður og fram, en hitt út til hliðar. Hann þreyttist aldrei að horfa á þau og dást að fegurð þeirra. Eitt sinn komu menn frá nágrannaþjóð- flokknum og stálu þeim. Þetta var svo mikið áfall að hann lagðist í rekkju í sorg og þunglyndi og dó! Pókotmenn gangast undir manndómsvígslu. Á þeim tíma læra þeir mikið um siði og trú þjóð- flokksins. Þá bindast þeir sterkum böndum við uppáhaldsnautið sitt og lofa jafnvel að veija það þótt það kosti þá lífið. Þá fá þeir nýtt nafn, sem dregið er af nautinu þeirra, þ.e. lögun hornanna, lit þeirra o.s.frv.. Það er til marks um hve nautgripirnir eru mikilvægir fyrir þeim, að til eru a.m.k. 200 kúamannanöfn. Auga guðs Það var skaparinn, Tororot, sem gaf þeim kýmar, en einnig geitur þeirra og kindur. Að sumra áliti gæti það reitt hann til reiði að koma með nýjar tegundir húsdýra. Kýrnar gætu e.t.v. misst nytina eða einhver önnur óáran hent. Tororot er eins konar háguð, fjar- lægur, ekki þátttakandi í daglegu lífi fólks. Hann er æðstur guð- anna. Hinir lúta honum. Tororot er yfirleitt kallaður með nafni, en einnig faðir, vegna þess að hann er skapari allra Pókotmanna og dýra þeirra. Hann einn getur kom- ið á jafnvægi í tilverunni, sem birt- ist í friði, fijósemi og nægtum. Stundum er hann kallaður konung- ur, er ríkir yfir sköpuninni. Annað nafn er hlustandi. Hann heyrir öll hljóð tilverunnar, allt sem gerist á meðal manna og veit hvað býr í hjörtum þeirra. Eitt nafna hans er „sá, sem allt skilur“, annað „sá sem tekur“, þ.e. líf syndara. Stund- um reita menn hann svo til reiði með syndum sínum að hann sendir þeim sjúkdóma, þurrk eða einhvern skæðan nautgripasjúkdóm. Samt er Tororot álitinn góður. Gjörðir hans eru alltaf réttar og því er hann hafinn yfir alla gagnrýni. Fólk biður sjaldan til hans, en ger- ir það, þegar önnur úrræði hafa brugðist. Hann er talinn búa á hæsta fjalli héraðsins, Mtelo. kotmenn í Kenýu, en hann bjó meðal þeirra í tíu ár. MARGT fólk hafði safnast saman á flöt í fjallshlíðinni og söng við taktfast lófaklapp og bjölluhringl. Dimmur og breiður ómurinn barst um Ijöllin í kring. Ég gekk á hljóðið. Þarna var fólk á öllum aldri. Elstu karlamir skört- uðu sínu fegursta, húfum úr mannshári skreyttum dúskum með sterkum litum. Þeir höfðu um sig svartar skikkjur með litríkum mynstrum og bjöllur um hnén, sem eldsmiðurinn hafði búið til. Þegar trampað var, hringlaði vel í þeim svo að þær lögðu dijúgan skerf til taktfastrar tónlistarinnar. Flestir stóðu í kringum opið svæði, sem var dansvöllurinn. Um 20 manns, helmingurinn karlmenn og helm- ingurinn konur, stóðu í tveimur röðum andspænis hvor annarri. Fulltrúi úr hvorri röð steig síðan fram og hoppuðu þau beint upp í loft hvort á'móti öðru, karlmað- urinn sýnu hærra en konan. Einsöngvari söng um fallega nautið sitt, sem ekkert jafn- aðist á við. Textinn var saminn um leið og sungið var. Allur hóp- urinn söng viðlagið, klappaði og notaði rytmahljóðfærin af kappi. Þarna var mikil stemmning. Texti söngsins fjall- aði um það er ein- söngvarinn var heima og horfði og horfði á nautið sitt. Augun urðu aldrei fullsödd af hinni miklu fegurð, sem fyrir augu bar. Hugsaðu þér feg- urðina: „Horn nautsins standa beint út til hliðanna (voru gerð þannig af manna völdum). Hvítar, láréttar línur liggja þráðbeint eftir endilöngum líkamanum. Skinn hans er eins og feldur skógarapa. Ég er fullur undrunar." Kjartan Jónsson Líf í nútíð Kenýabréf Kjartan Jónsson, kristniboði, fjallar hér um Pó-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.