Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 30
30 D FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 AÐSENDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Helgi Hálfdanarson Herra og séra NÝLEGA hripaði ég greinar- stúf í Lesbók Morgunblaðsins um aldagamlar trélíknsekjur tvær af Maríu mey, kenndar við snillinginn síra Hjalta Þorsteins- son í Vatnsfirði. Taldi ég vafa- samt að önnur þeirra, nefnd Maria rustica, væri hans verk, enda með mun lakara hand- bragði en hin, sem væri prýðisg- ott listaverk, kölluð María önn- ur. Greininni fylgdu að sjálf- sögðu myndir af líkneskjum þess- um. En svo slysalega tókst til, að textar undir myndunum brengluðust í prentun og þar með nöfnin, svo greinarkornið, sem ekki mátti við miklu, varð eitt- hvert hörmulegasta rugl sem birzt hefur á prenti. Mistökin leiðrétti Morgunblaðið undir eins í næsta töiublaði, og fyrir það þakka ég vel. Hins vegar hafa kunningjar mínir hringt til mín hver um ann- an þveran af öðru tilefni í þessari sömu grein. Þeir lýstu andúð á rithætti mínum „síra“ á titli Hjalta prófasts vegna þess að rit- hátturinn „séra“ væri réttari. Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn að fundið sé að þessu við mig, svo kannski er við hæfi að ég reyni að bera hönd fyrir höfuð mér. Þá er ekki fráleitt að víkja í leiðinni að öðru atriði nátengdu. Fátt er um að íslenzk karl- kynsorð endi á a í nefnifalli. Þar ber einkum á titlunum herra og séra. Þó að íslendingar hafi van- izt þessari nefnifallsendingu og tekið hana i sátt, mun flestum þykja hún eitthvað ofurlítið óeðli- leg, og liggur við að þessum orð- um sé fyrir bragðið skipað hálf- vegis utan orðflokka. Reyndar var herra á sínum tíma aðeins aukafallsmynd af herri, sem var eins konar tví- mynd af harri og þýddi höfðingi eða konungur; enda var Óðinn titlaður harri Hliðskjálfar. Snemma mun nefnifallsmynd- in herri hafa breytzt í herra, hvernig sem á því stóð. Á síðari öldum varð algengasta notkun orðsins í utanáskrift á sendibréf, og þá í þágufallinu: Herra Jóni Jónssyni. Var þá sennilega undir- skilið Berist (herranum Jóni Jónssyni) eða annað slíkt. Þegar svo var farið að hafa mannanöfn á bréfum í nefnifalli, var þetta sendibréfa-þágufall orðið svo ráðríkt, að mynd þessi, herra, kann að hafa fylgt mannsnafninu inn í nefnifallið. Um tímamörk þess ferlis væri að líkindum erf- itt að segja; en svo má virðast sem nefnifallsmyndin herra sé a.m.k. eldri en frá ritunartíma íslenzkra fornrita, hvernig sem bréfaskriftum hefur þá verið hagað; en á þeim tímum voru sendibréf ekki fátíð. Líku máli gegnir um titilinn séra, sem prestvígðir menn hljóta. Hann kvað í upphafi verið hafa síri í nefnifalli (sbr. Sir og önnur skyld orð erlend) og hafð- ur um fleiri menn en nú. En i- endingin sætti þar sömu örlögum og í herri og líklega af sömu sökum. í tilbót mun í-ið snemma á öldum hafa lent í e.k. hljóð- skriði, svo að nefnifallið síra varð séra. Enn ber ögn á rithættinum síra, og mun þá smekkur ráða, hvort „skrið“-myndin séra er not- uð eða ekki. Þeim sem þetta ritar þykir orðmyndin síra bæði snotr- ari og virðulegri, þó að vinir hans hafí snuprað hann fyrir þá sérvizku sem aðra. En til i-end- ingarinnar í herri og síri verður ekki aftur snúið úr því sem þar er komið. Að minnsta kosti þyrfti til þess jafnvel enn harðsnúnari sérvitringa en undirritaðan, og þeir eru ekki á hverju strái. KOMIÐOG BflNSlO! 1 læstu námskeið ■RÐU l3og 14. apr LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM ___ ____ DÖGUMt 557 7700 Áhugahópur um almenna dansþátttöku á íslandi hringdu núna A Skíðasamband Is- lands 50 ára stofnað þann 23. júní 1946 SKÍðASAMBAND íslands, elsta sérsam- band íslensku íþrótta- hreyfingarinnar, sem stofnað er innan ÍSÍ, fagnar fimmtíu ára af- mæli á þessu ári. Sam- bandið var formlega sett á stofn þann 23. júní árið 1946 og hefur starfað samfleytt að málefnum skíðaíþrótt- arinnar frá þeim tíma. Tilgangur Skíðasam- bands íslands er sá að hafa með höndum yfir- stjórn í málefnum skíðaíþróttarinnar á landinu og að vinna að eflingu hennar. Sambandið kemur fram út á við fyrir hönd íþróttasam- bands íslands í málefnum er varða skíðaíþróttir og er æðsti aðili innan vébanda ÍSÍ í sérgreinamálefnum á því sviði. Skíðasamband íslands er sam- band skíðaráða, héraðssambanda og íþróttabandalaga. Sambandið setur þær leikreglur sem gilda skulu í skíðaíþróttagreinum á landinu. Líkt og -víðast annars staðar eru íslensku reglurnar byggðar á reglum alþjóða skíðasambandsins, en í einstökum atriðum eru þær lagaðar að íslensk- um aðstæðum. Sambandið löggildir einnig skíðadómara og ráðstafar skíðamótum milli héraða. Á þeim fimmtíu árum sem SKÍ hefur starfað hafa að sjálfsögðu orð- ið gífurlegar breytingar á flestu því sem lýtur að iðkun skíðaíþrótta. Er þá sama hvort litið er til keppnis- greina eða almennrar iðkunar skíða- íþrótta. Undanfarin ár hefur starfsemi SKÍ óhjákvæmilega snúist í vaxandi mæli um landslið íslands í skíða- íþróttum og starf með íslenskum skíðamönnum erlendis. Að jafnaði eru 6-8 íslensk ungmenni á skiða- menntaskólum í Noregi og Svíþjóð og landsliðið hefur á síðustu árum dvalið 8-9 mánuði á ári erlendis við æfingar og keppni. Þótt aðstæður til iðkunar skíða- íþrótta hér á landi hafi vissulega tekið stórstígum framförum eru þær ekki nægjanlegar því skíðafólki sem komast vill í fremstu röð í keppnis- greinum. Skíðatímabilið hér á landi er oftast rétt um þrír mánuðir á ári auk þess að Kerlingarfjöll bætast við yfir hásumarið. Á haustmánuð- um og langt fram á vetur (septemb- er-janúar) er mörg ár hvergi á land- inu hægt að æfa skíðaíþróttir svo gagn sé að. Þótt hugsanlega mætti finna hér svæði sem mögulegt væri að byggja upp með nær heilsárs iðk- un skíðaíþrótta í huga yrði sú upp- bygging svo dýr að varla svaraði kostnaði. Sú er að minnsta kosti staða mála í dag. Afleiðingin er sú að íslenska skíðalandsliðið verður að dveljast lang- dvölum utanlands ef árangur á að nást. Síð- ustu tvö árin hefur liðið nánast verið búsett í Schladming í Austur- ríki. Þar er liðið við æfingar og sækir þaðan keppni frá septemb- ermánuði og fram í aprílmánuð. Frá Schladming er stutt á öll helstu skíðamót í Evrópu. Staðsetningin auðveldar keppnisfólki okkar að fínna „réttu“ mótin fyrir sig eða þau mót sem gefa hveijum keppenda bestu möguleika á að færast upp heimsafrekalistann. Öllum keppendum í skíðaíþróttum á alþjóðavettvangi er raðað á lista eftir FlS-punktum, sem eru aiþjóð- leg styrkstig. Stiginn er hnígandi, Elsta sérsamband íþróttahreyfingarinnar, Skíðasamband íslands, verður 50 ára á þessu ári. Benedikt Geirs- son, skrifar hé um skíðaíþróttina. þannig að því betri sem keppandi er, samanborið við aðra virka kepp- endur, þeim mun færri stig hefur hann. Besti keppandi heims í hverri grein hefur styrkleikastigið 0,00 (eins og til dæmis Alberto Tomba í svigi karla og Elfi Eder í svigi kvenna). Keppendur leitast því við að lækka stigafjölda sinn. Þeir keppendur okkar sem dvalið hafa erlendis síðustu árin eru allir að bæta stöðu sína á heimsafreka- listanum jafnt og þétt. Þar er við ramman reip að draga, því um átta þúsund karlar og fimm þúsund kon- ur beijast um sætin á listanum. Okkar fremsti skíðamaður, Krist- inn Björnsson, er nú í 56. sæti í risas- vigi, 93. sæti í svigi og 127. sæti í stórsvigi. Fremsta skíðakona okkar er Ásta Halldórsdóttir, en hún komst lengst í 68. sæti í svigi, 133 sæti í stórsvigi og 233. sæti í risasvigi. Þegar kemur að heimsbikarmót- um er hin almenna regla sú að allar þjóðir eiga rétt á að senda einn kepp- anda til móts, en síðan öðlast þjóðir Benedikt Geirsson rétt til að senda fleiri keppendur ef þeir komast niður fyrir viss styrk- leikastig. Framundan eru fjöldamörg al- þjóðleg mót, bæði stór og smærri. Næstu stórmót eru heimsmeistara- mót í alpagreinum í Sestriere á ítal- íu og heimsmeistaramót í norrænum greinum í Trondheim í Noregi. Bæði þessi mót verða á næsta ári. Árið 1998 verða Vetrarólympíuleikarnir haldnir í Nagano í Japan og árið 1999 verða heimsmeistaramót í alpagreinum í Vail í Bandaríkjunum og í norrænu greinunum í Ramsau í Austurríki. Undirbúningur fyrir þátttöku á þessum mótum er þegar hafinn. Starf Skíðasambands Islands hef- ur fyrst og fremst falist í samskipt- um við útlönd og starfi með landslið íslands. Gerð samninga um búnað landsliðsfólks hefur einnig verið áberandi, en sá búnaður sem hver keppandi í skíðaíþróttum þarfnast er bæði mikill og dýr. Þótt starf SKI með landsliði og öðru íslensku skíðafólki erlendis sé bæði umfangsmikið og mikiivægt er það starf sem unnið er í héraði, af aðildarsamböndum SKÍ, ekki síð- ur merkilegt. Þar fer uppeldisstarfið, sem er eitt af helstu markmiðum allrar íþróttahreyfingarinnar, fram og þar er lagður grunnurinn að öllu því sem SKI hefur með höndum. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölda Islendinga sem stunda skíða- íþróttina í tómstundum í lauslegum eða jafnvel engum tengslum við íþróttafélögin. Ur þeirri breiðfylk- ingu er allt þetta starf sprottið. Héraðssamböndin sem mynda SKÍ starfa mjög sjálfstætt. Þeim er úthlutað mótum og sjá alfarið um undirbúning og framkvæmd þeirra. Á hveiju vori kemur saman vorþing skíðahreyfingarinnar. Þar er nýlið- inn vetur skoðaður og gerðar breyt- ijigar á lögum og reglugerðum SKÍ. Á haustin koma svo formenn héraðs- sambanda saman og leggja línurnar fyrir komandi vetur. Móft á íslandi skiptast í punkta- mót og bikarmót. Á punktamótum stefna keppendur fyrst og fremst að því að lækka íslensk styrkstig sín, það er bæta stöðu sína á ís- lenska afrekalistanum. Á bikarmót- um reyna keppendur einnig að lækka styrkstigin, en safna jafnframt bik- arpunktum og sá sem hefur flest bikarstig eftir veturinn er krýndur bikarmeistari SKI. Innan vébanda SKÍ hefur verið unnið viðamikið starf. Framundan eru líka stór verkefni sem krefjast mikillar vinnu og verulegrar fjár- mögunar. Skíðasamband íslands getur í dag litið yfir farinn veg með nokkru stolti, en hugurinn má ekki dvelja lengi við hið liðna því framtíð- in kallar. Iðkendur skíðaíþrótta eru á öllum aldri, en krafan um sífellt öflugra starf kemur ekki síst frá hinum yngri. Eldmóður þeirra og áhugi þarf að vera Skíðasambandi íslands leiðarljós, þótt yfirvegun hins fimmtuga myndi kjölfestuna. Höfundur er formaður Skíðasam- bands íslands. Sporfleguf og spennandi -ogumleið rúmgóður og þægilegur 5 manna bíll! Verð aðeins kr, 1.317.000 OPIÐ FRÁ KL. 9-18, LAUGARDAGA 12-16 RÆSIR HF SKÚIAGÖTU 59 - SÍMI 5619550 Áttþú 1 miljón? An þess tn) vita þttöl ' -éi // /*■«/ y'7" . ' isl . 1m Ég hef verið beðinn um að útvega i frímerkjasafn umslag með skildingafrímerkjum (1873- 1876). Kaupandi vill greiða um 1 miljón. Öll boð eða fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar gefur Magni. Hjá Magna Lattgavegi 15 • Sími 552 3011 • Fax 551 3011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.