Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 26
JÓLIN NÁLGAST RÓMVERJAR skiptust á skreyttum leirtöflum sem nýársóskir voru grafnar í. Þessi siður týndist með þeim. Rúmum tólf öldum seinna, árið 1563, mæltist Karl níundi Frakklandskonungur til þess að ársbyrjun, 1. janúar, væri höfð í heiðri. Fram að því tíðkaðist að senda falska nýárskveðju, ef svo má segja, þann 1. apríl. Á átjándu öld tóku Bretar og Þjóðverjar almennt upp kortasið í kringum vetrarhátíð- ir. Á þýskum kortum var í tísku að skera kveðjuna í pappírinn svo hún reis upp þegar kort var opnað. Myndimar voru oftast mál- aðar með vatnslitum, af húsum með hrímuð- um gluggum, silfurlitum grenitrjám og gyllt- um kertum. Fyrstu prentuðu kartin Fyrstu jólakortin voru prentuð árið 1846. Þá bað Henry Cole, vin- ur Alberts prins og Viktóríu drottningar, málarann John Horsley um mynd með jólakveðju. Mynd Horsleys var af fjölskyldu sem skálaði á hátíðlegri stund og áfengis- vamarmenn mótmæltu hástöfum. Kortið, sem Cole hafði látið prenta í þúsund eintökum var ónýtt. Tuttugu áram seinna gekk hugmynd Cole’s í endumýjun lífdaga því litprentun var hafin. Persónur Dickens óskuðu fólki gleðilegra jóla, „A happy Christmas". Hinum megin Ermarsunds vora kortin ekki komin í móð. Aðall og klerkar sendu þjóna sína með nafnspjöld sem á var dregið P.L.N.A. - „pour La Nouvelle Année“ - fyrir nýja árið, til nýárs. Skemmtilegra var líklega að fá úr stokk eitt spil, sem sendandinn rit- aði nafn sitt á. Jálakart í Saga jóla- og nýárskorta nær langt aftur 1 aldir. Rómverjar sendu vinum kveðjur um áramót, samkvæmt heimildum Þórunnar Þórsdóttur, en svo leið og beið þar til siðurinn mótaðist í nýrri mynd. Um 1850 tóku Frakkar að senda „pergamentspjöld" sín á milli um jólin, með handmáluðum smámyndum í vin- áttuskyni: hjarta með ör, hvítri dúfu, blóm- um. Listamennimir Octave Uzanne og Paul Flobert urðu fyrstir til þess í Frakklandi að útbúa eða framleiða kort með formlegum jólaóskum. Þeir skrif- uðu með bleki, máluðu með vatnslitum og grófu í vandaðan pappír sem stundum var festur við silkiklút eða blúndu. Gleði, heilsa, hamingja____________________________ í byrjun þessarar aldar voru jóla- og nýárskort skreytt með myndum af grammófóni, reiðhjóli, bílum, flugvélum og lestum. Frámfarakort, þægilegt franskt jólakort frá 1902, þurfti einungis að undir- rita. Myndin er af pósti með yfirskegg sem færir boðin „gleði, heilsa, hamingja". Kveðjukortin urðu fljótt skylda hvers sómamanns og uppúr miðri öld gerðust teiknarar djarfari í skreytingum sínum. Hugmyndaflug þeirra bætti í kortasafn sem fyrir var, með snævi þöktum hæðum, Jesúbami í jötu og jólasveini á sleða. Snemma á sjöunda áratugnum voru ilmkort vinsæl og jólakort með litlum gjöfum. Nýárskveðja varð að friðarkveðju á þessum áram, að minnsta kosti hjá þeim yngri, og teikningar smábáma al- gengar myndskreytingar. Jólakort mannúðarhreyfínga hvöttu til að ör- læti beindist til bágstaddra. Sú ósk er enn í gildi og ekkert bendir til að kortasendingarnar séu á undan- haldi. Hvort heldur eru listaverkakort, kort til stuðnings góðu málefni, brandara- kort eða handmáluð eins og á öldinni áður. Kveðjumar eru tímafrekt verkefni á mörg- um heimilum. Víða eru listar með nöfnum viðtakenda og teknar frá stundir til að kom- ast gegnum hann og skrifa kveðjurnar. Og mörgum finnst þessi fyrirhöfn ómissandi hluti af jólastemmningunni. Klúbbsneiðar ag krakkabrauð Leitin hófst á Aðalstöðinni við Aðalstrætið og þar var fyrir söngv- arann og útvarpsþulinn Bjami Arason. Bjami þurfti engrar um- hugsunar við þegar kom að uppá- halds sneiðinni. „Klúbbsneið,“ sagði hann ákveðið. „Klúbbsneið MAÐURINN lifír ekki á brauðinu einu saman“, eru gömul sannindi sem enn standa fyrir sínu. Mannskepn- an er fyrir lifandi löngu búin að átta sig á því að til að hafa gaman að brauðbitanum þarf einhverju að tjalda til. Það er í innsta eðli mannsins að bjarga sér, en menn fara vissulega misjafnlega að hlutunum. Ymsar tískusveiflur era í áleggsgeiranum og margar hverjar ná því að verða klassískar og njóta vinsælda og virðingar meðan aðrar útfærslur standa á brauðfótum. Enda þekkt að eins dauði er annars brauð. Brauðsneiðarást & Margir eiga sína uppáhalds brauðsneið, sem þeir era búnir að þróa í langan tíma og oftar en ekki er um samsetningu áleggs að ræða sem öðrum þykir ókræsileg til ætis. Þegar þessir uppfinninga- menn era hins vegar búnir að komast að hinni fullkomnu sam- setningu getur sá hinn sami hætt að borða allt annað og lifað í sátt við guð og menn á sinni brauðsneiðarút- færslu það sem eftir er líf- daga. Oft tengist þessari brauðsneiðarást undarlegt hátterni og menn taka upp á því að loka sig af heima í eldhúsi, taka símann úr sambandi og slökkva ljósin eftir að smumingu lýkur. Það hefur verið fullyrt að engin ást sé einlægari en matarástin og má þess vegna leiða að því getum að einskonar ástarsamband mynd- ist milli neytandans og brauð- sneiðarinnar, þar sem unaðsstund torgunarinnar ræður ríkjum og menn vilja fá að njóta í friði eftir brauðstrit dagsins. Greinarhöfundur, ásamt ljós- myndara, fetaði í fótspor liðinna brauðgerðarmanna og sælkera í gamla miðbænum og lét á það reyna hvort einhverja skemmtileg- ar sneiðar leyndust í sælkeraminni nokkurra valinkunnra Islendinga. Uppálralds /*Tt <4^ sneiðin Margir eiga sína uppáhalds brauðsneið. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir og Aslaug Snorradóttir könnuðu brauðsneiðasmekk TUNABANANA yfirþjónsins. nokkurra valinkunnra samborgara. 26 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.