Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.11.1996, Blaðsíða 64
Winslows NT4.0 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Framkvæmda- stjóri VÍB Kostar 13 milljarða að standa utan EMU SIGURÐUR B. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar íslandsbanka, segir að vextir myndu að öllum líkindum lækka, gengi ísland í Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) og gæti 13 milljarða króna vaxtakostnaður sparazt árlega. í erindi, sem Sigurður hélt á aðalfundi Landsnefndar Aiþjóða- verzlunarráðsins í gær, sagðist hann telja erfitt að finna nokkur haldbær rök af hálfu jafnlítillar þjóðar og íslendinga fyrir að reka alveg sjálfstætt myntkerfi. „Án trausts gjaldmiðils, stöðugleika og fasts verðlags getum við ekki vænzt þess að halda samkeppnis- stöðu okkar gagnvart öðrum þjóð- um. Til lengdar mun óskilvirkt myntkerfi leiða til þess að hag- vöxtur verður minni en ella. Þetta er hinn raunverulegi kostnaður sem leiðir af því að standa utan við myntbandalag Evrópu.“ Vaxtamunur gæti lækkað í 1% Sigurður sagði erfitt að mæla kostnaðinn, sem kæmi fram á löngum tíma. Hins vegar mætti mæla einstaka hluta kostnaðar við að standa utan EMU, t.d. áhrif á vexti á innlendum markaði. Lík- legt væri að vextir af ríkisskulda- bréfum til langs tíma væru um þremur prósentustigum hærri hér á landi en í Þýzkalandi, sem yrði að teljast viðmiðun í þessum mál- um. „Þriggja prósenta vaxtamunur gæti hugsanlega lækkað í um eitt prósent með þátttöku í myntkerf- inu. Innlendar skuldir hér nema nú um 650 milljörðum króna og tveggja prósenta vaxtamunur svarar því til um þrettán milljarða króna árlega,“ sagði Sigurður. Aðeins aðildarríki Evrópusam- bandsins geta gengið í Efnahags- og myntbandalag Evrópu. ■ Fá rök/16 Sveitarfélög huga að breytingum á lífeyrissjóðakerfi Skoða stofnun lífeyr- issjóðs sveitarfélaga VILHJ.ÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfé- laga, hvetur til þess að sveitarfélögin skoði vandlega þá hugmynd að stofna sameiginlega eigin lífeyrissjóð. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur vel í hugmyndina. Sveitarfélögin þurfa fljótlega að taka afstöðu til þess hvort þau gerast aðilar að samkomulagi ríkisins og samtaka opinberra starfsmanna um breytingar á Lífeyrissjóði starfs- manna ríksins. U.þ.b. 50 sveitarfélög greiddu í LSR á síðasta ári vegna starfsmanna sinna, en þeim fjölgaði mikið á þessu ári þegar rekstur grunnskólans var færður til þeirra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ræddi þetta mál á fjármálaráðstefnu sveit- arfélaganna sem lauk í fyrradag. „Það er spuming hvort sveitarfélögin vilja veita nýjum starfsmönnum sín- um aðild að hinni nýju A-deild sjóðs- ins. Einnig er spuming hvaða áhrif þessi breyting hefur á starfsemi þeirra lífeyrissjóða sem einstök sveitarfélög greiða iðgjöld sín til. í mörgum þeirra hafa ábyrgðarskuldbindingar safnast upp og sú mun raunin verða áfram að öllu óbreyttu.“ 17,7 milljarðar í umframskuldbindingar Níu sveitarfélög starfrækja sjálf- stæða lífeyrissjóði og vantar samtals 17,7 milljarða í þá svo að þeir geti staðið við skuldbindingar sínar. Verst er staða Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, en um síðustu áramót vantaði 12,8 milljarða í sjóð- inn til að hann gæti staðið við skuld- bindingar sínar ef miðað er við 2% ávöxtun. Staða sjóðsins er í raun heldur verri en staða Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Höfuðstóll LSR nemur 25% af skuldbindingum, en höfuðstóll Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur nemur 20% af skuldbind- ingum. Ljóst er að sveitarfélögin stofna ekki sameiginlegan lífeyrissjóð nema stærstu sveitarfélögin, Reykjavík og Akureyri, séu hugmyndinni fylgjandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagðist fylgjandi því að þessi kostur yrði skoð- aður vandlega. Það yrði að skoða fjár- hagslegar hliðar málsins vel áður en hægt væri að taka afstöðu til þess. ■ Ríkisstarfsmenn/32-33 Morgunblaðið/Ásdís Aðgangsharð- ar brauðætur BÖRNUM í Reykjavík finnst flestum gaman að fara nið- ur að Tjörn og gefa öllum fuglunum þar brauð í gogg- inn. Sumir krakkar fara um hverja helgi og smám sam- an ná þau að kasta molunum lengra út á Tjörn. Stundum tekst það ekki og þá koma fuglarnir upp á bakkann og heimta sitt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins Hugsanlegt að ríkíð leigi aflaheimildir á markaði HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, sagði í ræðu á landsfundi flokksins í gær að greiðslur fyrir aflaheimildir væru allt of háar og hærri en nokkurn hefði getað órað fyrir þegar kvótakerfinu var komið á. Ræða yrði hvemig hægt væri að hafa áhrif á hátt markaðsverð veiðiheim- ilda og það gæti verið nauðsynlegt að gefa það ótvírætt til kynna að handhafar þeirra geti ekki treyst því um alla framtíð að fá alla aukningu afla- réttinda í sinn hlut. „Það má vel hugsa sér að ríkisvaldið leigi hluta þeirra á sama markaði og útvegsmenn versla á. I þessu sambandi má nefna hluta af þeim aflaheim- ildum sem koma til úthlutunar úr norsk-íslenska síldarstofninum og ekki er sérstök veiðireynsla fyr- ir, mjög aukna rækju- og loðnuveiði og e.t.v. hluta af aukningu bolfiskafla síðar meir,“ sagði Halldór. Hann sagði að það gæti haft alvariegar afleiðing- ar fyrir sjávarútveginn og þjóðfélagið í heild að banna framsal veiðiheimilda en hins vegar væri margt að ræða. Hann nefndi að settar hefðu verið takmarkanir á úthlutun á aflaheimildum til þeirra aðila sem ekki nýttu sér rétt sinn ár eftir ár. Nauð- synlegt væri að endurmeta, þessi ákvæði í ljósi reynslunnar og leita leiða til úrbóta. Þá þyrfti að setja skýrari reglur um söluhagnað og afskriftir vegna viðskipta með veiðiheimildir þannig að eðlilegur tekjuskattur sé greiddur vegna þessara viðskipta í sameiginlegn sjóð. Halldór hvatti til opinnar umræðu um þessi mál og sagðist líta á það sem skyldu þeirra sem störf- uðu í stjórnmálum að reyna að finna leiðir, í sam- vinnu við sjávarútveginn, sem geta skapað meiri sátt um aflamarkskerfið og þar með tryggt fram- tíð þess. „Eg geri mér grein fyrir því að margir útvegs- menn eru andvígir þeim hugmyndum sem hér eru viðraðar enda hafa þær sína galla. Hins vegar er ljóst að svigrúm sjávarútvegsins til að skila meiru til samfélagsins fer vaxandi. Ég tel enga ástæðu nú til að ræða um hugsan- lega ráðstöfun tekna sem gætu komið af leigu ríkis- valdsins á veiðiheimildum. En ég vil í því sam- bandi benda á, að sveiflujöfnunarsjóður í fiskveiði- hagkerfi eins og okkar, er afar mikilvægur," sagði Halldór Ásgrímsson. ■ Handhafar/6 Ófrýnilegur hvoftur há- karlsins HELDUR var hann ófrýnileg- ur beinhákarlinn sem skóla- börnin sáu í heimsókn hjá Granda hf. í gær. Þrátt fyrir það veigruðu þau sér ekki við a.ð að skoða glennt gin hans, sem var fullt af smáfiskum. Um sautján hundruð nemend- um 6. bekkjar grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu var boðið að líta í heimsókn til Granda, meðal annars til að kynnast fiskvinnslunni, smakka á fram- leiðslu fyrirtækisins og skoða fiskasýningu. Vinsælastur var beinhákarlinn ógurlegi sem er um 10 metra langur og vegur 3 tonn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.