Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 48

Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 48
48 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR mikið er lagt í matinn er við hæfi að gefa vínunum svipaða athygli hyggist menn á annað borð bera fram vín með matnum. Veislumatur kallar á veisluvín og óneitanlega setur máltíðin sem heild niður .ef stórfenglegum mat fylgir sviplaust og bragðsnautt vín. Það er því ekki að tilefnis- lausu að margir taka •;~p bestu flöskurnar á árinu einmitt í desembermánuði. Fáir drykkir gefa betri stemmningu og hátíðlegra andrúmsloft en kampavín. Það er hið sígilda upphaf veislu og ekki aðtilefn- islausu. Kampavín lyftir andanum og því fylgir hátíðlegt andrúmsloft allt frá því að tappinn ertekinn úr. Gera verður skýran mun á kampa- víni og freyðivíni. Munurinn er landfræðilegur(kampavín koma einungis frá afmörkuðu svæði í norðurhluta Frakk- •lands)enereinnig greinilegur í gæðum og (því miður) verði. Þurru kampavín in, auðkennd með orðinu Brutá flösku- miðanum, eru þau sem henta best fyrirog með mat. Ljós, þurr \ J eru annar sígildur for- drykkurog einniger það siður hjá mörg- um aðfá sérstaup af jólaákavíti. Hvað fyrir valinu verður fer eftir smekk hvers og eins en kampavín, sérrí og ákavíti eiga það sameiginlegt að framreiða verðurflöskurnarvel kældar. Þegar kemur að máltíðinni sjálfri er það að sjálfsögðu maturinn sem ræður vali vínsins og ekki öfugt nema hjá hörðustu vínáhugamönnum. Hér verða taldar upp nokkrar ágætar samsetningar á algengum réttum og vínum, sem að sjálfsögðu eru einungis viðmiðun. Smekkur hvers og eins er auðvitað hin endanlega viðmiðun, er taka verður tillit til og margar aðrar samsetning- ar koma til greina. Nokkrar samsetningar Reyktur lax er gjarnan dreginn fram í kringum jólin, hér á landi sem annars stað- ar. Með honum kemur ýmislegt til greina. Kampavín ertilvalið með reyktum laxi, ekki • síst ef það hefur jafnframt verið borið fram fyrir máltíð. Hvít Búrgundarvín eru einnig sígild samsetning og vil ég sérstaklega nefna betri Chablis-tegundir, flokkaðar sem Premier Cru eða Grand Cru. Nýjaheimsvín úr þrúgunni Chardonnay, þ.e. vín frá Ástral- íu, Kaliforníu og Chile, eru jafnframt mjög frambærileg og þar að auki töluvert hag- stæðari fyrir budduna en hin frönsku. Humar kallar á mjög svipaðan félags- rskap og reykti lax- inn en jafnframt berað huga að því hvern- ig hann er eldaður. Eftir því sem sósan og með- lætið er þyngra þarf vínið \ sömuleiðis að verða öflugra. Persónulega HÉ myndi ég velja hvítt Wr Búrgundarvín, Chabl- is, Mercurey, Puligny- f Montrachet, Cote-de- Beaune, en ef humarinn er borinn fram án sósu kæmi vandað hvítt Bordeaux-vín til greina eða jafnvel Muscadet- sur-lie. Hangikjöt er eitt af þeim hráefnum erfylgja íslensku jólunum sem hvað erfiðast er að finna heppilegt vín með. Ég hef enn ekki fundið það vín er á fullkom- lega við hangikjöt og raunar fara þessar reyktu, söltuðu kjötafurðir yfirleitt fremur illa með fínleg vín. Það er því besta ráðið að velja þokkalega harðgert vín, er getur tekið við þungum höggum. Chateauneuf- de-Pape er ágætt dæm i en einnig má nefna ódýrari vín úr þrúgunni Cabernet Sauvignon eða spænsk Rioja-vín. Hinir djörfustu gætu reynt Gewurztraminer-hvít- vín frá Elsass í betri kantinum. Hamborgarhryggur er ekki síður höfuð- verkuren hangikjötið. Að mörgu leyti gildir það sama hér en ég myndi einnig íhuga vönduð Beaujolais-vín, ekki síst ef rauðkál, brúnaðar kartöflur og annað gómsætt eru hluti af dæminu. Rjúpur eru aristókratar íslenska jóla- borðsins og þær gera miklar kröfur til vín- anna. Einna best hafa mér líkað vínin frá norðurhluta Rhone-héraðsins með rjúpum, Cote-Rotie og Hermitage. Vönduð rauð Búrgundarvín, hvort sem um er að ræða vín frá Cote-de-Beaune eða Cote-de- Nuits-vín á borð við Chevrey-Chambertin. Bestu Nýja-heimsvínin gætu einnig komið til greina og ódýrari kosturen Rhone-vínin eru vín úr sömu þrúgu, Syrah, frá Ástralíu. Hreindýr er ekki síður gott en beinir augum manns frekar í átt til Bordeaux í vesturhluta Frakklands. Langbest væri að fá vín frá bænum Pauillac en flest önnur góð Bordeaux-vín koma til greina. Bestu framleiðendur Bordeaux mega auðkenna vín sín með skilgreiningunni Grand Cru. Bestu Cabernet Sauvignon-vín Ástralíu, Kaliforníu og Chile gætu einnig komið til álita. Villigæs getur borið nokkuð stórt vín og Þegar kemur aó máltió- inni sjálfri er þaó matur- inn sem ræóur vali vins- ins en ekki öf ugt nema hjá höróustu vináhuga- mönnum. STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON telur upp nokkrar ágætar samsetningar á algeng- um réttum og vinum, sem aó sjálfsögóu eru einung- is viómióun. Smekkur hvers og eins er auóvitaó hin endanlega viómióun. ^Raham's POÍRT ég hef sjálfur verið hrifinn af samsetning- unni gæs og Chateauneuf-de-Pape. Einnig má hugsa sér Bordeaux-vín sem farið er að ná þroska. Villiönd þarf ekki eins kröftugt vín en mikinn fínleika. Rauð Búrgundarvín eða spænsk Gran Reserva-vín frá héraðinu Rioja er það sem ég myndi mæla með. Aliönd ertiltölulega meðfærileg og sveigjanleg hvað vín varðar. Flest góð rauð- vín falla vel að henni, hvort sem er frá Bordeaux, Búrgund, Rioja eða Nýja-heimin- um. Svínalæri getur einnig átt við ýmislegt. Ég myndi velja þokkalegt Bordeaux-vín, Búrgundarvín, Rioja eða jafnvel vín frá Pénedes á Spáni. Kalkún er þeim gæðum gæddur að geta átt við jafnt rautt sem hvítt vín. Rauð Caber- net Sauvignon frá Kaliforníu eða Chile væru að sjálfsögðu tilvalin eða þá Chardonnay- hvítvín frá sömu löndum. Fyrir þá sem vilja franskt væri það Búrgund er best stæði að vígi, jafnt í rauðu sem hvítu. Ris á la mande er mjög vinsæll eftirrétt- ur í jólavertíðinni. Staup af góðu púrtvíni fellur vel að þessum grjónagraut. Ekki þó taka ódýrari púrtvín en LBV (Late Bottled Vintage) og best væri auðvitað að hafa með gott árgangsvín eða Tawny, en helsti munurinn á þeim er að Vintage-púrtvín eru látinn eldast á flöskum en Tawny á tunnum sem gefur þeim ólíkan karakter. Aðrir eftirréttir geta verið það síbreyti- legiraðhættulegter að alhæfa. Púrtvín eða önnur styrkt vín á borð viðSetúbalog Madeira eru góð með flestu en Sauternes- vín og sæt kampavín (démi-sec) meðfín- legum eftirréttum. Vín hentaryfirleittekki með súkkulaði og súr- um ávöxtum. Eftir matinn Fátterjafngotttil að kóróna góða máltíð og staupaf koníaki. Það er hins vegar dýrt á íslandi sem annars staðar og margir sem leyfa sér þennan mun- að einungis í desemb- ermánuði. Koníak skiptist í nokkra gæðaflokka. Koníaker alltaf blandað úr mörgum árgöngum og er það meðalaldur blöndunnar er ræður skilgreiningunni. Til hátíðarbrigða ættu menn að sniðganga VS-koníakið, sem er hið yngsta og mun hrárra en önnur. Þeg- arkomiðeruppí gæðaflokkinn VSOP geta menn verið allör- uggir um að fá vandað koníak en enn betri eru koníök í flokkun- um Napoléon og XO. Eftir því sem blandan verðureldri öðlast koníakið meiri dýpt og það verður mýkra. Morgunblaðið/Kristinn SPIL VIÐ FJOLSKYLDUNA ÞROSKANDI AÐSPILA NJOTTU ÞESS VEGASj Ekta Qárhsttu<pU í ands Las Vcga* og því erbetraaðhafa kvdkt áperuni. SCOTLAND YARD: Hr. X hefur horfíð í London og þitt verk er aðfinnahann. ÆVINTVRALAND: Götnlu aevíntýrin ríf>ast upp þegar þú ferð um aevintýralandið í leit að HALLARDRAUGURINN HÚGÓ: Húgó birtist "Ijóslifandf ogþáer betra að vara sig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.