Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 33 ARAMOT * * Nýársávarp forseta Islands, herra Olafs Ragnars Grímssonar Mannauður og menntun Góðir íslendingar. Við hjónin óskum ykkur öllum gleðilegs árs og þökkum samfylgd og hlýhug á liðinni tíð. Stuðningur þjóðarinnar hefur verið okkur mik- ils virði og veitt okkur þrótt til að axla nýjar skyldur. Hvatning ykkar og góðar óskir hafa fylgt okkur til I3essastaða. Á þessum tíma árs býr ísland að sérstæðri fegurð. Þótt birtan vari skamma stund sveipar hún oft heimabyggðir í heillandi hjúp ævintýra og dulúðar. Við eigum öll rninningar frá slíkum dögum. Á Bessastöðum slær vetrarsólin gylltum bjarma á nes og tjarnir. Túnin eru í skartklæðum og fjalla- hringurinn er búinn tign og glæsi- leika. Stundum gera veðurguðirnir sig þó heimakomna og sækja að staðnum með kröftugum storm- hviðum. Verður þá fátt um skjól á berangri Bessastaða. Hér hefur sagan leikið á marga strengi og enn óma tónar fyrri tíma um setrið allt. Sérhver morgun- stund á þessum stað er áminning um atorku landsmanna og sterkar rætur sem gert hafa Islendingum kleift að halda áttum i aldanna rás. Á liðnu sumri fannst hér lang- eldur frá landnámstíð, traust stein- hleðsla sem hlaðin var skömmu eftir að Ingólfur Arnarson hóf búskap í nágrenninu. Vösk sveit ungra fornleifafræðinga gróf upp þetta eldstæði frá árdögum Is- landsbyggðar og einnig stéttir, steinhleðslur og smiðjúgólf frá tím- um hins forna þjóðveldis, öldum Sturlunga og hinnar kaþólsku kirkju. Fyrr var talið að Snorri Sturlu- son hefði verið fyrsti bóndinn á Bessastöðum. Nú vitum við að saga íslendinga í rösk 1.100 ár hefur skilið hér eftir sig ijölmörg önnur verksummerki. Fornminjar á Bessastöðum og aðrar þjóðarger- semar sem hér eru varðveittar þurfa að vera sýnilegar og að- gengilegar öllum landsmönnum. Það er ekki aðeins með rann- sóknum á fyrri öldum sem ungir fræðimenn og rithöfundar veita okkur nýja sýn á sögu okkar og uppruna. Um þessi jól komu út margar bækur sem varpa nýju ljósi á vanda þess og vegsemd að vera íslendingur. Þær marka nýja drætti í sjálfsmynd þjóðarinnar og leggja drög að umsköpun hennar. Áræði og dirfska einkenna þessi verk. Þau sýna hugmyndaauðgi og hæfni nýrrar kynslóðar sem óhrædd tekur á arfleifð fyrri tíma pg færir hana í klæði sem hæfa íslendingum á tíð breyttrar heims- myndar. Aðferðir höfundanna eru vissu- lega ólíkar en einkennast þó allar af frumleika og skarpskyggni. Einn býr til spegil úr umsögnum erlendra ferðalanga á fyrri öldum og dregur þannig fram margt úr fari forfeðra okkar og formæðra sem við höfðum af skammsýni lítt haldið til haga en kann að vera hollt að hafa að veganesti á kom- andi tíð. Annar klæðist dulargervi heims- mannsins sem grannskoðar ís- lenskt samfélag með gamansömu ívafi en vekur okkur þó smátt og smátt til alvarlegrar íhugunar um lögmál og kennisetningar sem við höfum til þessa talið í fullu gildi en geta reynst okkur íjötur um fót í harðri glímu þjóðanna. Sá þriðji sækir nýjan skilning á íslenskum samtíma í skjalasöfn erlendra ríkja og bræðir þannig klakabönd kalda stríðsins. I stað víggirðinga frá fyrri tíð, sem oft voru dregnar um þjóðfélagið þvert, eru með margvíslegum vitnisburði opnaðar dyr að nýjum skilningi á Herra Ólafur Ragnar Grímsson mikilvægu skeiði í samtímasögu Islend- inga. Þjóð sem fær í hendur á sömu jólahá- tíð skáldskap og fræðirit sem á svo skarpan hátt bæta nýjum dráttum í sjálfsmynd hennar getur vissulega glaðst yfir fijóum sköpun- arkrafti ungrar kyn- slóðar. Auk þeirra þriggja verka sem hér eru nefnd hafa mörg önnur gert þessa jóla- hátíð að sannkallaðri hugmyndaveislu. Ný kynslóð lætur til sín taka og ætlar sér stóran hlut í umsköp: un íslenskrar sjálfsvitundar. í fyrsta sinn frá landsnámstið geng- ur fram á sviðið sveit ungra karla og kvenna sem veit að hún getur haft heiminn allan að athafna- svæði og haslað sér völl hvar sem er á jarðarkringlunni. Hún vill þó greinilega eiga ísland áfram að heimkynnum ef henni tekst að ryðja hér nýjar brautir i viðskiptum og verkkunnáttu, vísindum, fræða- starfi og listum. Það er ekki jafn sjálfgefið og fyrr að nýjar kynslóðir telji eðlilegt að búa alla sína ævi á Islandi og gera okkar fa_gra land að ættjörð barna sinna. Islenska þjóðin á nú í fyrsta sinn í harðri samkeppni við heiminn allan um hug og hjörtu æsku landsins. Úrslitum getur ráðið í þeirri glímu að þau sem nú ráða för í þjóðmálum og viðskiptalífi og reyndar allir sem forræði hafa í stofnunum og samtökum átti sig í tæka tíð á nauðsyn þess að opna nýjum kynslóðum braut til áhrifa á öllum sviðum þjóðfélagsins, skapa ungu fólki aðstöðu til að geta nú þegar hafist handa við að umskapa Island. Aðeins á þann hátt getum við virkjað sköpunarkraft nýrrar kyn- slóðar og tryggt þjóðinni sigur í þessari sjálfstæðisbarátttu íslend- inga, baráttu sem enn mun harðna á nýrri öld. Þeir sem efast um réttmæti þess að veita ungu fólki aðstöðu til úr- siitaáhrifa ættu að líta til sögu okkar fyrr á öldinni og gaumgæfa einnig framgöngu þeirra íslend- inga sem náð hafa heimsathygli á síðustu misserum. Ung var sú sveit sem gaf sjálf- stæðishreyfingu þjóðarinnar nýjan kraft um síðustu aldamót. í glím- unni við heimskreppuna nokkrum áratugum síðar var forystan í höndum þeirra sem ekki höfðu náð fertugsaldri. Um þessar mundir er enn yngra fólk að hasla Islandi völl í höfuðborgum heimsviðskipta og lyfta grettistaki landi og þjóð til heilla með táknmáli tóna og mynda. Nýjungar sem skipt hafa okkur íslendinga sköpum á síðustu árum á sviðum tækni og lista, vís- inda og viðskipta eru flestar sprottnar úr verkheimi þessarar ungu kynslóðar. Örlög íslands á næstu öld munu einkum ráðast af því hve fljótt hún fær svigrúm til að ryðja nýjar brautir landi og lýð til heilla. Það eru mannauðurinn og menntunin sem ráða mestu um samkeppnishæfni og lífskjör þjóða í framtíðinni. Niðurstöður alþjóðlegrar rann- sóknar um kunnáttu nemenda í raungreinum hljóta að vera okkur íslendingum áfall og áhyggjuefni. Þær ættu að vekja okkur til vitund- ar um breytta heimsmynd og raun- verulega stöðu okkar. Við höfum talið okkur trú um að við værum í fremstu röð ásamt frændþjóðum okkar á Norðurlöndum. Nú kemur í ljós að þjóðir í Asíu skara fram úr Norðurlöndum öllum. Úrelt heimssýn hefur hingað til haldið hug- anum svo föngnum að margir hafa með nokkru yfirlæti litið niður á skipan menntamála í Asíu. Fyrir nokkrum árum var vakin athygli á því hér heima að líklega mætti margt af Asíu- þjóðum læra. Nú blasa staðreyndirnar við. Við verðum að líta með hrein- skilni í eigin barm. Allir sem bera ábyrgð i menntamálum á íslandi þurfa að lýsa sig reiðbúna að endur- skoða eigin verk, meta kenningar og skipulag, starfshætti og kennslugögn með opnum huga, fús- ir til breytinga og nýrrar sóknar. Þótt margt megi reyndar bæta án nýs íjármagns er menntunin tvímælalaust arðvænlegasta fjár- festingin. Þjóðir sem vanrækja þá undirstöðu úrskurða eigin lífskjör úr leik á samkeppnisvelli veraldar- innar. Þær eiga á hættu að ein- staklingar og fjölskyldur taki ein- faldlega ákvörðun um að flytja burt og búa til langframa þar sem betri kjör eru í boði. Menntakerfið fóstrar ekki að- eins mannréttindi hverrar kynslóð- ar heldur einnig auðlegð landsins og sjálfstæði þjóðarinnar á. nýrri öld. Menntunin færir okkur íslend- ingum einnig aukinn kraft í glím- unni við náttúruöflin eins og dæm- in sýndu á liðnu ári. Oft er borið við skorti á fjármun- um þegar umbætur í skólum lands- ins ber á góma. Valdastofnanir bregðast skjótt við og binda millj- arða í nýjum virkjunum séu verk- smiðjur í boði. Slík viðbrögð geta verið eðlileg en jafn nauðsynlegt er að hafa hugfast að menntun, hæfni og kunnátta unga fólksins er hverri þjóð betri fjárfesting en nokkuð annað. Um slika niður- stöðu ríkir sátt í samfélagi hagvís- indanna. Við Islendingar verðum að ákveða fjármögnun og skipulag menntamála í samræmi við þau sannindi. Ella verðum við einfald- lega úr leik í gæðakeppni þjóðanna. Hin góðu gildi sem við höfum hlotið í arf eru dýrmætt veganesti á langri leið. Við leitum öll að okkar Völundi líkt og börnin í jóla- dagatali Sjónvarpsins. Hin raun- verulegu verðmæti, lyklarnir sem best duga í lífinu, eru eins og í jólaleiknum trúnaðurinn og traust- ið, vináttan og kærleikurinn. Um- hyggjan í garð annarra er leiðar- Ijósið sem skín úr boðskap Bibl- íunnar. Þegar fátæktin verður í vaxandi mæli smánarblettur á ís- lensku samfélagi eigum við í krafti hinna góðu gilda að gefa hverjum og einum kost á að verða sinnar gæfu smiður, leita líkt og börnin að Völundi nýrrar veraldar. Siðaboðskapur kristninnar og íslensk þjóðmenning fela í sér þá kröfu að hver og einn geti fram- fleytt sér og sínum á sómasamleg- an hátt, látið börnum í té vandað uppeldi og treyst því að sjúkir og aldraðir fái þá umönnun sem hæf- ir sóma okkar og heiðri. Sú fram- för sem einungis birtist í hagtölum en færir ekki líf fólksins í betra horf er harla lítils virði. Velferð sérhvers einstaklings er í raun markmiðið með viðleitni samfé- lagsins við að bæta lífskjörin í land- inu. Við verðum að fara að temja okkur að hugsa og starfa saman með langtímahag að leiðarljósi. Okkur tókst í sameiningu að ráða niðurlögum verðbólgunnar eftir áratuga stríð þegar loksins var lit- ið til lengri tíma. Við höfum öðrum þjóðum betur varðveitt fiskistofna og ekki látið ágreining um skipulag veiða draga úr varðveislu auð- lindarinnar. Við höfum sýnt og sannað að okkur tekst að hemja átök og ná áttum. Við njótum virðingar víða um veröld vegna hollustu okkar við mannréttindi, lýðræði og friðsam- lega sambúð allra manna. Við ógn- um engum og efnum hvorki til ófriðar né átaka. Við getum vísað veginn í varðveislu umhverfis, náttúru og auðlinda. Við eigum í ríkum mæli þá eiginleika sem verð- mætastir eru í framtíðinni. Vandinn býr í okkur sjálfum. Spurningin snýr að gæfu og getu í eigin garði. Það birtir nú óðum dag frá degi um strendur landsins, fjöll og dali. Megi hækkandi sól gefa ættjörð okkar nýjan þrótt og íslendingum áræði og þor á framtíðarbraut. Megi bjarmi nýs árs færa ykkur öllum farsæld og frið. Jr itn L7 nanrií breimslii sei á dag í 8 vikur Byrjaðu nýja árið á léttu nótunum með að skrá þig á 8 vikna fitubrennslunámskeið í Baðhúsinu sem hefst 8. janúar nk. Næstu 8 vikurnar ætlum við að taka lífinu létt og brenna afgangana af árinu sem er að líða á árangursríkan og skemmtilegan hátt. Morgun-, dag- og kvöldhópar 3 sinnum í viku. Þess á milli getur þú æft í tækjasalnum eða mætt í opna tíma að vild. Ath. takmarkaður hópur á námskeið. Pantaðu núna í síma 588 1616. Gleðilegt nýtt ár. Nýr erótitksaliuiF! jL Nú eru 2 eróbikksalir í Baðhúsinu sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreyttari tímatöflu en áður. Ný tímatafla tekur gildi 6. janúar nk. og verða i boði nýjir og skemmtilegir tímarm.a. jóga. Komdu við i Baðhúsinu og taktu nýja timatöflu fyrir nýtt ár. W\8\8',WVÍ4 hV6ria k°mu' heilóulind þyrir kcnur ÁRMÚLA 30 SfMI 588 1616
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.