Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sara Bryndís Ólafsdóttir sjúkraliði fæddist í Reykjavík 1. apríl 1948. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 20. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 29. desem- ber. Síminn hringir, sím- 'talið er stutt en að því loknu er heimurinn ekki sá sami og áður. Mágkona mín, á besta aldri, Sara, hefur kvatt þetta líf. Hinn 20. des- ember er jólaundirbúningur eðlilega í hámarki. Daginn áður höfðu þessi lífsglöðu hjón þau Sara og Gústi gert jólainnkaupin, nú var bara eft- ir að ljúka undirbúningi, svo kæmi hátíðin. Og hátíðin kom en hún hitti okkur misjafnlega. Sá sem gefur okkur lífið að láni spyr ekki alltaf hvenær okkur henti að skila því. Nú hefur höggið riðið á minni fjöl- skyldu. Ótímabært að okkar mati, en við vitum ekki um dulin rök til- verunnar. Döpur hafa jólin verið í Kvistalandi 13, þar sem þessi lífs- glaða dugnaðar- fjölskylda bjó sér heimili. Þannig er það ætíð þar sem höggið ríður hveiju sinni. Eg kom inn í ijölskylduna hennar þegar hún var 5 ára, er ég kynntist elstu syst- ur hennar sem þá bjó á Haðarstíg 6 í Reykjavík. Sara var óskabarn for- eldra sinna, yngst 5 systkina og ólst upp við ástúð foreldra og systk- ina. Svo leið tíminn, hún varð ung kona og giftist miklum mannkosta- manni, Gústafi Þór Ágústssyni raf- - 'virkjameistara, af Víkingslækjar- og Bergsætt. Þau eignuðust þijú böm, Syerri Þór, Guðrúnu Olgu og Ágúst Óskar. Svo kom barnabarnið, Aron Már, sonur Guðrúnar. Það var mikil gleði að vera amma og afí og barnabarninu hampað. Við Gústi urðum miklir mátar og ijölskyldu- böndin voru sterk. Sara erfði mann- kosti foreldra sinna, gáfur og ein- urð. Hún lærði til sjúkraliða og starfaði við það um árabil. Ég sá hana síðast í Kringlunni í desember þegar ég var að syngja þar jólalög með kórfélögum minum. Við ákváð- um að hittast um hátíðimar, en ennþá einu sinni er maður minntur á, að við ákveðum en annar ræður. >Þó þetta sé ekki annað en gangur lífsins, þá eru hinir nánustu sjaldan viðbúnir, sem varla er von. Sjálfur Drottinn kom nú með náð. Styrk hina syrgjandi. Þó einn falli frá, þá heldur lífið áfram. Guð gefi þeim nánustu styrk og trú á lífið. Megi Drottins ljós lýsa þeim. Þannig er minningu hennar best til skila hald- ið. Hún hvíli í Guðs friði. Guðgeir Sumarliðason, Bitru. Ekki veit ég hvernig ég komst í gegnum þessa grein og ekki veit ég hvernig ég á að takast á við ~ -sorgina, mér er búinn hinn mesti harmur í hjarta, hún litla systir mín er látin og ég sakna hennar svo mikið. En það eru fleiri, eiginmaður hennar og blessuð börnin, og auga- steinninn ömmu sinnar Aron Már, þau hafa misst mest, ankerið í lífi sínu, haldreipið trausta. Enga manneskju veit ég sem átti eins mikið af vinum og Sara systir mín, hún var svo félagslynd og skemmtileg. Hús þeirra hjóna alltaf fullt af fólki, fólki að koma, fólki að fara og ég er viss um að sjaldan ,..sátu þau ein að matarborðinu, alltaf fullt af fólki og allir velkomnir, fá heimili veit ég sem rekin eru eins og togaraútgerð, alltaf allt til og svo vel veitt af öllu. Hún Sara var engin meðalmann- eskja, hún var stórbrotin í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún gat, ef hún vildi, verið óvægin, en ein- -:y hvernveginn fyrirgafst henni alltþ'ví hjartað var svo stórt og hún svo umfaðm- andi alla. Sara var vel gefin og greind, hún var líka hagyrðingur góður. Ef þetta hefði verið skrif- að á annarri öld hefði hún fengið þau um- mæli að hún væri kven- skörungur hinn mesti. Við biðjum góðan guð að halda almátt- ugri verndarhendi yfir eiginmann, bömum, bamabami og okkur öllum. Vertu guði falin, elsku systir og mágkona. Katla og Ástvaldur. Vina kær með ljúfa lund, ljós og gleði vinum þínum, svo á einni örskotsstund ertu horfín sjónum mínum. Mig langar til að kveðja þig með fáeinum orðum, elsku vinkona mín. Það er sárt að horfa á eftir kærri vinkonu, sem kölluð er á brott nær fyrirvaralaust á þeim tíma sem jóla- hátíðin er að ganga í garð og jóla- ljósið, sem tákn um gleði og frið á að lýsa upp huga og sál, en í stað ljóssins ríkir minning og í stað gleð- innar, sorg. Leiðir okkar lágu saman fyrir 25 ámm þegar við vorum nágrannar í Fossvoginum og frá þeim tíma hefur aldrei borið skugga á vináttu okk- ar. Þú varst ávallt létt í lund, leyst- ir öll vandamál og á milli okkar ríkti algjör trúnaður. Þegar ég varð fyrir því áfalli að missa manninn minn, þá komst þú til að hugga mig og styrkja. Nú á kveðjustund lít ég yfir farinn veg með þakkiæti fyrir að hafa átt samleið með þér og all- an þann styrk sem þú hefur gefið mér, sem er mér dýrmætur skóli. Ég varðveiti minninguna í hjarta mínu, minningin er ljósið í myrkrinu. Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún og Ágúst. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að gefa ykkur styrk og ljós nú og um alla framtíð. Gróa Siguijónsdóttir. Elsku Sara, í undirbúningi jól- anna, hátíð ljóssins, kom kall þitt svo snöggt. Kvöldið áður varstu hjá okk- ur í kaffi og jólasmákökum, svo sæl og ánægð, allt tilbúið fyrir jólin, bara eftir að skreyta jólatréð. Þessi síðasta stund með þér var dýrmæt og geymist hún í hjörtum okkar. Gott var að koma í Kvistó til þín og Gústa í kaffí. Þangað lá leið margra. Elsku Sara, núna er komið að kveðju- stund sem kom allt of fljótt. Eins og spámaðurinn sagði: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún, Ágúst og Aron. Guð gefi ykkur og öðrum aðstandendum styrk í sorg- inni. Ólafur og Lára. Hvers vegna þú! Hvers vegna svona fljótt! Hvers vegna hún Sara sem hefði átt eftir að gefa svo mik- ið frá sér. Það hlýtur að vera mikil þörf fyrir hana fyrir handan. Á að- ventu jóla, helgustu hátíð kristinna manna kvaddi þetta líf elskuleg vin- kona mín Sara Bryndís Olafsdóttir allt of fljótt. Að dyrum dauði barði, það dimmdi fyrr en varði, svo heima nú er hljótt. Sá hneig er hlífa skyldi og hlýja okkur vildi. Oft viðsjál reynist vetramótt. (Magnús Einarsson) Elsku vinkona Sara! Það er erfitt að sitja og skrifa minningargrein um þig, ekki vegna þess að það sé ekki af nógu að taka heldur vegna þess að minningarnar hrannast upp. Hvort heldur sem er frá ferðalögum erlendis, hringferðir um landið, í sumarbústaðinum í Hamragörðum eða á ljúfum kvöldstundum heima. Alltaf var Sara miðpunkturinn í öllu. Söru kynntist ég fyrst fyrir 15 árum, þegar hún heimsótti okkur hjónin til Lúxemborgar ásamt systur minni sem þá hafði greinst með krabba- mein. Þá komu sérstakir eiginleikar Söru í ljós, hvað hún var lagin við að koma fólki í gott skap þegar á bjátaði. Eftir að systir mín féll frá, þá sannaðist það sem hún var búin að segja: „Þið Sara eigið eftir að verða vinkonur því þið eigið svo margt sameiginlegt". Sú umhyggja sem Sara og Gústi sýndu foreldrum mínum eftir andlát Óllu verður mér ógleymanlegt. Sara var myndarleg kona og sérstakur persónuleiki sem enginn gleymir sem kynntist henni. Hún var alltaf hress og kát, vel greind og vel máli farinn. Hún átti auðvelt. með að setja saman vísur og sendi okkur oftar en einu sinni ljóðræn bréf. Fyrir hönd móður minnar og allr- ar minnar fjölskyldu sendum við þér, Gústi minn, Guðrúnu, Sverri, Ágústi og Aroni litla ömmudrengn- um og öllum nánustu ástvinum ykk- ar okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Við gleymum aldrei, aldrei þér. Þin vinkona, Pálína Óskarsdóttir. Minningarbrot um Söru frænku sem var mér svo kær. Miðvikudagur 18. desember. Ég er að snúast í bænum fyrir jólin. Mig langar í kaffi, og auðvitað er best að fara niður í Kvistó, Sara er alltaf heima og gott að slaka á yfir kaffibolla hjá henni. Hún var með flensu og ömmustrákurinn sagðist líka vera „slappur" eins og amman og vildi bara vera hjá henni en ekki á leik- skólanum. Fimmtudagur og ég þarf að kaupa restina af jólagjöfunum og koma sumum í póst, svo ég fer aftur til Söru. Þar pökkuðum við ömmurnar inn gjöfum og skrifuðum á merkimiða á meðan barnabörnin okkar Aron Már og Kristín Viðja léku sér. „Við ömmurnar" var það sem Sara kallaði okkur, við vorum báðar að upplifa þessa tilfínningu í fyrsta sinn og nutum þess út í æsar. Við vorum báðar mikið með barna- börnin og oft var hringt á milli og spurt, er Viðja hjá þér? Þá ætla ég að koma með Aron og leyfa þeim að leika sér saman, eða ég fór með Viðju í Kvistó til þeirra. Þangað er gott að koma og þar hittast allir, frænkur, frændur og vinir. Alltaf líf og ijör hjá Söru og Gústa og þessa gestrisni hafa börnin þeirra erft í ríkum mæli. Þó að Sara sé móður- systir mín er hún meira eins og systir, því aðeins fimm ár eru á milli okkar og alltaf hefur verið mikill samgangur. Við vorum nokk- uð samstiga í barnamálum, því hún var rétt orðin tuttugu og eins árs og nýbúin að eiga sitt fyrsta bam þegar ég átti mitt fyrsta og hún gat sagt öllum að hún væri orðin ömmusystir, og ekki var hún búin að vera amma í rúmt ár þegar ég varð amma og hún sagði öllum hlæj- andi: ég er orðin langömmusystir. Hégómi og pukur voru henni víðs- fjarri. Hún var lífsglöð og opinská. Góð frænka og vinur. Hennar skarð verður aldrei fyllt, nema með góðum minningum. Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún, Ágúst og Aron, Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar, þið vitið að hug- ur okkar allra er hjá ykkur og henni sem var langflottust. Sigrún Guðgeirsdóttir. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættaijörð. SARA BRYNDIS ÓLAFSDÓTTIR Frá æsku varstu gædd þeim góða anda sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. (Davíð Stef.) Aðventan skartaði sínu fegursta nú, sem endranær. Fegurð aðvent- unnar er sú fegurð sem við sjálf eigum innra með okkur og sá frið- ur, sem í okkur býr þá, er okkar. En skyndilega skynjuðum við ekki þessa fegurð né friðinn, hvort tveggja var truflað á svo miskunn- ariausan hátt. Svo óviðunandi. Okk- ur bárust fréttir af andláti Söru. Sara, sem elskaði þennan árstíma og hún kunni að njóta fegurðar og friðar þesssa tíma. Enn einu sinni erum við minnt á að við ráðum engu, allt er fallvalt. Kynni okkar Söru hófust fyrir 15 árum, þegar sameiginleg vinkona okkar kom með Söru til mín og kynnti okkur. Þessi kynni urðu upp- haf langrar og traustrar vináttu. Vináttu sem alltaf var til staðar, þó ekki hafi alltaf verið óslitið sam- band. Því þannig var Sara, hún breiddi sinn mjúka og hlýja faðm yfir þá sem voru vinir hennar, og þess naut ég í svo ríkum mæli. Sara var mjög tilfmninga- og skilingsrík manneskja, hún kunni það sem ekki öllum er gefið, hún kunni að hlusta. Hún kunni að gleðjast með sínum, og hún kunni að syrgja. Aldrei veigraði hún sér við að taka þátt í sorgum og raunum, þá hafði hún styrk til handa öðrum. Sara gaf, hún gaf mikið af sjálfri sér. Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún Olga, Ágúst og litli ömmudrengurinn, við fjöl- skyldan sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær, núna mátt þú höfði halla, við herrans bijóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H.J.) Elsku Sara, við þökkum þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að vini. Randý og fjölskylda. Það er erfitt að trúa því að hún Sara vinkona mín sé dáin. Sara sem alltaf var með glens á vör og glettni í augunum. Tilbúin að sjá það sem brosa inætti að, og gerði lífið létt- bærara. Allir hlutir urðu auðveldir í nær- veru hennar, alltaf var hún tilbúin að leggja öðrum lið. Henni þótti það ekki tiltökumál að hrista fram úr erminni eitt stykki veislu fyrir tugi manns ef svo bar undir. Það sýndi sig best, hve fljót hún var að bjóða fram hjálp sína þegar henni þótti lítið liggja við. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Söru til margra ára, þó svo að hversdagserillinn gerði það að verkum að við hittumst sjaldnar síðari árin en við hefðum viljað. Mér er það minnisstætt hvernig við kynntumst. Ég sautján ára sveitastelpa ný- komin með kærasta og lítið barn að byija búskap á Grettisgötunni, langt frá allri minni fjölskyldu í sveitinni. í sama húsi bjó þá Guð- rún Þorsteinsdóttir móðir Söru. Rétt fyrir fyrstu jólin mín þarna var bankað hjá mér, fyrir utan dyrnar stóð Sara sem kynnti sig fyrir mér og sagðist vera að baka með mömmu sinni fyrir jólin. Sjálf væri hún nýbyijuð að búa á Hring- brautinni með kærastanum, honum Gústa. Þær væru að baka kanel- tertu og hún væri að athuga hvort ég vildi ekki koma upp og baka með þeim eina fyrir mig í leiðinni, það væri svo gaman að vera saman að vinna hlutina. Svona voru þær mæðgur báðar. Sjálfsagt fundist þessi stelpa eitthvað einmana svona rétt fyrir jólin og viljað leggja sitt af mörkum til þess að gera mér dagamun. Oft var hlegið að ótrúlegum uppátækjum Söru, hláturinn og gleðin var snar þáttur í öllu lífi hennar. Hvað vorum við ekki oft búin að ákveða að láta verða af því að fara saman austur undir Eyjafjöllin á þorrablót, þú, Gústi, ég og Diddi og nú á þorra átti að verða af þeim draumi okkar. Eyjafjöllin löðuðu þig eins og svo marga aðra sem þangað leggja leið sína, og margar góðar stundir áttir þú í Hamragörðum ásamt Gústa og krökkunum. Elsku Sara mín, kveðjustundin kom allt of fljótt. Hvern hefði átt að gruna að þú svona ung og táp- mikil hyrfir svona skyndilega á brott frá okkur. Elsku Gústi, börn, tengdabörn og ömmudrengur, megi Guð al- máttugur gefa ykkur styrk í þess- ari miklu sorg. Minningin um góða eiginkonu, móður og ömmu mun lýsa ykkur um ókomin ár. Kristín Á. Guðmundsdóttir. Það er alltaf áfall að frétta af fráfalli einhvers fyrir aldur fram, en þegar það er besta vinkona og nágranni til 17 ára, þá verður til- veran óraunveruleg. Þegar mér var sagt að Sara hefði fengið hjarta- áfall og skömmu seinna látist, þá var fyrsta hugsunin: hversvegna hún? Það flugu minningar í gegnum hugann og það rifjuðust upp fyrir mér okkar fyrstu kynni. Synir okk- ar voru búnir að ákveða að við ættum að hittast og buðu henni heim til mín án þess að láta mig vita. Þeir sögðu að ég væri að búa til pizzu fyrir hana. Hún kom í þeirri góðu trú að ég vissi allt um brallið í strákunum og vorum við hálfvandræðalegar til að byija með, en það stóð ekki lengi. Upp frá þessum degi var óijúfanlegt vin- áttuband á milli okkar og fjöl- skyldna okkar. Það voru forréttindi að fá að kynnast Söru, þessum stór- brotna persónuleika sem hún var. Það var alveg sama hvar hún fór, það sópaði alls staðar að henni. Það var alltaf gleði í kringum Söru, hún hafði þetta einstaka lag á að láta fólki líða vel nálægt sér, enda var aldrei tómt hús hjá henni. Til henn- ar sóttu bæði vinir og vandamenn. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og hélt þétt utan um sína, enda sóttu eiginmaður og börn styrk sinn til hennar. Svona vildi hún hafa þetta og þegar barnabarnið fædd- ist, þá var mikill gleðidagur. Hann Aron sinn vildi hún hafa hjá sér og var alltaf tilbúin að passa hann og voru það hennar bestu stundir. En það var ekki bara fjölskyldan sem sótti styrk til hennar, heldur allir hennar vinir, ungir sem aldnir og alltaf var hún tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Hún var mjög einlæg manneskja og var ekki að mikla vandamálin fyrir sér heldur talaði um þau umbúðalaust. Það var gott að leita til hennar á erfið- um stundum. Það var ósjaldan, sem Sara og Gústi buðu í grill úti í garði og alltaf bættust óboðnir í hópinn og voru auðvitað boðnir velkomnir. Alltaf var glatt á hjalla, en ef einhver kvartaði yfir kulda og vildi færa sig inn, þá var Sara fljót að svara því til að sumarið skyldi nota úti við og þá voru fólki bara færðir sokkar, peysur og í versta falli ullarteppi. Sara talaði ekki bara um að heimsækja eða bjóða heim fólki, hún framkvæmdi það sem hún talaði um. Það er því margt eldra fólk, sem hún hlúði að, sem syrgir hana sárt í dag. Sara trúði því einlæglega að sálin lifði áfram eftir líkamsdauðann. Við sátum oft marga klukkutíma í senn og veltum fyrir okkur leyndardóm- um lífs og dauða. Núna þegar Sara gengur inn í aðra vídd, mun henni verða svo miklu auðveldara að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Elsku Gústi, Sverrir, Guðrún, Ág- úst, Aron og tengdabörn, megi guð létta ykkur missinn og sorgina. „Því hvað er það að deyja annað en standa í blænum og hverfa inn í sólskinið.“ (Kahlil Gibran). F.h. fjölskyldunnar á Kvista- landi 23 og Grenigrund 14. Rósa Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.