Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 47
[ MORGUNBLAÐIÐ_____________________________________________________________FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 47 MINNINGAR i---------------------------------------------------------------------------------------------- i i ) ) > > I I I I .i j 4 € 1 4 4 4 4 4 \ 4 4 Sortnar þú, ský, suðrinu í og síga brúnir lætur. Eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grætur Virðist þó greið liggja þin leið um Ijósar himinbrautir, en niðri hér æ mæta mér myrkur og vegaþrautir. Hraðfara ský, flýt þér og flý frá þessum brautum harma, jörðu því hver of nærri er oft hlýtur væta hvarma. (Jón Thoroddsen) Elsku Guðrún, Gústi, Sverrrir og Ágúst megi minningin um góða konu lifa, í hjörtum ykkar. Missir ykkar er meiri en orð fá nokkurn tímann lýst. Ásta Dís. Elsku Sara mín, nú ert þú horfin úr lífi mínu til hins góða ríkis. Hvað þú komst mér oft til að hlæja þegar ég var lítil og gerir það enn. Þú varst mér svo kær og góð. Ekki var líf þitt langt, bara 48 ár. Alltaf leyndist eitthvað gott í fjallakistunni góðu hjá ykkur Gústa þegar ég kom í heimsókn. Hún Sara kom hverjum einasta manni til að hlæja. Alltaf var hún kát og glöð við öll tækifæri, í sorg og gleði. Og ef einhver var leiður eða í vondu skapi þá var hann það aldrei eftir að hún kom í heimsókn. Alltaf var hún til staðar þegar það þurfti að gera eitthvað eða halda upp á eitt- hvað. Hún var mjög hjálpsöm og hafði yndi af að hjálpa og taka til. Þegar jólin nálguðust, 19. desember, var hún búin að kaupa jólamatinn og taka til heima hjá sér og pakka jólagjöfunum inn og búin að gera alit tilbúið fyrir jólin. Nú vona ég að guð geymi þig um alla framtíð á jörðu sem á himnum, nú ert þú horfin og þér líður betur. Guð geymi þig ávallt, elsku Sara mín. Mundu að þú verður alltaf í hjarta mínu. Hrefna Líf Ólafsdóttir. Kæra mágkona, þegar ég kom heim föstudaginn þann 20. des. biðu mín skilaboð að hringja í mömmu. Hún færði mér þá sorg- mæddu fregn að þú værir þungt haldin upp á Borgarspítala. Þetta var mikil sorgarfrétt og það á þeim tíma þegar fjölskyldurnar ætluðu að fara að gleðjast saman á einni stærstu hátíð ársins. Svona getur lífið verið miskunnarlaust og þú varst kölluð frá okkur allt of snemma. Aðeins 2 vikum áður vor- uð þið hjónin hjá okkur að líta á yngsta son okkar eftir bílslysið. Eftir heimsóknina átti að fara í bæinn að kaupa jólagjafir og und- irbúa jólin. Næst ætluðum við að hittast með systkinum mínum og mökum í þorláksmessuskötu. I þeim boðum hjá systur varstu alltaf hrókur alls fagnaðar, enda með vestfirskt blóð í æðum og skatan er upphaf að jólahaldi margra Vest- firðinga. Fyrstu kynni okkar hjóna af til- vonandi mágkonu minni voru þegar þú, Gústi og mamma komuð til Þrándheims vorið 1967, en þar var ég að ljúka námi. Gústi var við nám í Stavanger. Við höfðum gamlan bíl til umráða og var þegar ákveðið að fara í ferðalag og sýna ykkur hluta af Noregi, en við höfðum þá búið þar síðan 1964 og ferðast nokkuð um og vildum láta ykkur njóta með okkur. Farið var í sport- vöruverslun og verslað þar til ferða- lagsins. Mér er minnisstætt hversu hress þú varst og tilbúin að fara í tjaldferðalag með okkur. Búnaður- inn var ekki mikill, fimm manna tjald, svefnpokar og eldunaráhöld. Fólkið var ungt og var ekki verið að eyða í neinn óþarfa eins og dýn- ur. Við tjölduðum bara þar sem mjúkt var grasið. Þessi ferð var hin ánægjulegasta. Næst þegar við hittumst var það í brúðkaupi ykkar Gústa 1. júní 1968. Fljótlega fóru börnin að koma hvert af öðru og voru börnin okkar á líku reki og er margs að minnast. Sara var sér- !ega barngóð og hlý manneskja. Alltaf þótti börnunum gott að koma í Kvistalandið og fá nammigott hjá Gústa og Söru. Sara var einnig hress og lífsglöð manneskja. Þegar við hittumst í fjölskylduboðum hafði hún einstaklega skemmtileg orðatiltæki, svaraði stutt og skemmtilega, allir fóru að hlæja og gleðjast með henni. Sara og Gústi dáðu mjög Hamra- garða undir Eyjafjöllum, en þar hafði hann verið í sveit. Við vorum þess aðnjótandi að vera með þeim í gamla bænum og síðar í nýja húsinu. Þar leið þeim hjónum mjög vel og var ætið gaman að koma til þeirra. Sara var mikil húsmóðir og lét heimilið og börnin ávallt ganga fyrir, enda var hún mjög stolt af börnunum sínum og manni. Með Söru mágkonu minni er horfin mæt kona sem mat fjöl- skyldu og vini mikils. Við Dóra og börnin vottum ykk- ur Gústi minn, Sverrir Þór, Guðrún Olga, Aron Már og Ágúst Óskar og öðrum ættingjum Söru og mömmu, okkar innilegustu samúð. Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Daði og Dóra. Elsku Sara. Ég hef verið hálf- gerður heimalningur á heimili ykk- ar Gústa í tæp 19 ár og alltaf stóð fallega heimilið ykkar opið fyrir mér og mínum. Alltaf varstu með áhyggjur af því hvort ég og Guðrún dóttir þín værum svangar og vildum ekki fá eitthvað að borða og aldrei fór maður svangur út af þínu heim- ili. Á skólagöngu okkar varstu allt- af tilbúin að aðstoða okkur og stundum hugsaði ég hvort þú vissir allt því það var sama f hvaða fagi við vorum, alltaf gastu hjálpað og gert torlesið efni skemmtilegt eins og t.d. með sýklana og hvítu blóð- kornin sem þú breyttir í her á móti óvinum og lékst þetta á það tilþrifamikinn hátt að sex ára krakki hefði skilið, enda fórum við lika ávallt fróðari frá þér í prófin. Þegar Þórunn dóttir mín fæddist komstu fram við hana eins og ömmubarnið þitt, barst ávallt vel- ferð hennar fyrir brjósti eins og allra annarra, og oft fengu nú krakkarnir þínir smá skot um það hvenær þú fengir ekta ömmubarn og loks fenguð þið Gústi sólargeisl- ann ykkar hann Aron sem er nú búinn að missa mikið eftir að þú fórst. Mín síðasta minning af þér Sara er þegar þú varst að passa Aron og ég, ísak sonur minn og Guðrún komum til þín að ná í Aron og að venju var sest við eldhúsborðið hjá þér. Þú varst búin að baka tilrauna- smákökur fyrir jólin og gafst strák- unum jógúrt og lékst Grýlu og Leppalúða fyrir þá og mikið var nú hlegið og sungið enda vantaði aldrei gleðina og húmorinn í þig. Elsku Sara, ég mun sakna þess sárt að sjá þig ekki aftur, en ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun ávallt geyma í hjarta mér. Heimili þitt verður aldr- ei eins eftir að þú ert farin en þú skilur eftir þig samrýnda og heil- brigða fjölskyldu þar sem hver og einn gefur öðrum styrk. Guð geymi þig, Sara. Elsku Gústi, Guðrún, Sverrir, Ágúst, Aron ömmustrákur og aðrir aðstandendur, engin orð geta linað sársaukann í hjörtum ykkar og sárin gróa aldrei, en megi Guð gefa ykkur styrk til að læra að lifa með honum, og ég veit að ef Sara fær einhveiju ráðið þarna uppi mun hún ávallt fylgja ykkur og veita ykkur styrk og yl. Hjördís Jónsdóttir og fjölsk. • Fleiri minningargreinar um Söru Bryndísi Olafsdóttur bíða birtingar ogmunu birtast i blað- inu næstu daga. SVANLAUG DANÍELSDÓTTIR + Svanlaug Daní- elsdóttir fædd- ist á Dalgeirsstöð- um í Miðfirði í Húnavatnssýslu, 30. apríl 1916. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðfinna Stefánsdóttir, og Daníel Helgason. Árið 1929 flutti fjölskyldan að Litlahvammi í sömu sveit. Svan- laug lauk gagnfræðaprófi frá Reykjaskóla í Hrútafirði og auk þess stundaði hún nám í Bréfaskóla SÍS eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Árið 1942 hóf hún störf þjá Hjúkr- unarfélaginu Likn og frá árinu 1956 vann hún við Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur þar til hún hætti störfum fyrir ald- urs sakir. Hún keypti sér íbúð í Barmahlíð í Reykjavík og bjó þar, þar til hún flutti að Rjúpna- hæð 1 í Garðabæ þar sem hún bjó með systursvni sín- um Arnari Oskars- syni og fjölskyldu hans. í sumar, eftir að heilsu hennar tók að hraka, flutti hún á Hrafnistu í Reykjavík. Sambýl- ismaður Svanlaug- ar til nokkurra ára var Óskar Guð- mundsson, f. 14. júní 1924, d. 14. júlí 1991. Uppeldissystir henn- ar var Björg Rögnvaldsdóttir búsett á Isafirði. Hennar börn eru Guðfinna Margrét Óskars- dóttir, Stefán Dan Óskarsson, Brynjólfur Óskarsson, Rögn- valdur Þór Óskarsson, Már Óskarsson og Arnar Óskars- son. Útför Svanlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) í dag er kvödd hinstu kveðju Svana frænka. Hún var Frænkan okkar með stórum staf. Þegar við systkinin komumst til vits og ára gerðum við okkur þó óljósa grein fyrir því að til var fleira skyldfólk en Svana ein, en einhvem veginn komst það aldrei með tæmar þar sem Svana hafði hælana. Stóri jólapakkinn var frá henni, í Barma- hlíðinni hjá henni bjuggum við í sumarfríunum þegar við fómm suður. Svana var frænkan sem fór til útlanda að kaupa falleg föt og hluti, enda kunni hún útlensku. Á unglingsárum mínum bjó ég hjá Svönu meðan ég stundaði nám og íþróttir af miklu kappi. Þar tók ég út gelgjuskeiðið margfræga með öllum þeim hamagangi sem því vill oft fylgja. Frænka reyndist mér þá, eins og alltaf, ákaflega vel. Hún saum- aði til dæmis allan minn fatnað af miklu listfengi. Fylgdist svo vel með tískunni, að ég unglingurinn gekk hnarreist og stolt í fötunum þeim. Oft gustaði hressilega í sam- búðinni, enda báðar skapmiklar. Þessi ár voru skemmtileg og lær- dómsrík. Sérstaklega minnist ég ferða okkar að Þingvöllum þar sem við og Pétur Halldórsson, góður vinur hennar til dauðadags, nutum samverunnar og veiðiskapar. Löngu seinna lánaði Svana dætrum mína íbúðina sína meðan þær voru í námi en hún bjó á Isafírði hjá mömmu. Svana var falleg kona og glæsi- leg, smekkleg í klæðaburði, vel máli farin enda vel lesin. Hún var ljóðelsk og skrifaði fallega rithönd. Svana lauk gagnfræðanámi frá Reykjaskóla í Hrútafirði. Það þótti góð menntun meðal kvenna í þá daga. Síðan starfaði hún sem skrif- ari hjá Halldóri Júlíussyni, sýslu- manni Strandamanna. Fékk hún góð meðmæli frá honum. Árið 1942 hóf hún störf hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn í Reykja- vík og þegar Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur tók yfir þá starfsemi 1956 flutti Svana sig þangað. Hún vann öll sín verk af stakri prýði enda sérstaklega samviskusöm með alla hluti. Svana hafði mikinn áhuga á pólitík og fylgdist vel með þjóðmál- um almennt. Ég minnist ákafa hennar, stolti og gleði þegar henn- ar menn, Kristján Eldjám, Vigdís Finnbogadóttir og nú síðast Ólafur Ragnar Grímsson urðu forsetar. Svana frænka bjó yfir sérstæð- um og skemmtilegum persónuleika og hún elskaði ketti. Hún var glöð í góðum vinahópi og blikaði þá vín á glösum. Hún hefur alltaf reynst okkur systkinunum og bömum okkar sér- staklega vel. Elsku mamma mín, ég bið guð að styrkja þig nú þegar þú hefur misst hana systur þína. Hún hefur fengið líkn og hvfld. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðfinna Margrét Óskarsdóttir. Svanlaug Daníelsdóttir er geng- in. Hún lést rúmlega áttræð á sjúkrastofu Hrafnistu í Reykjavík. Við, sambýlisfólk Svanlaugar á Rjúpnahæð 1 í Garðabæ, viljum þakka henni sambúðina á áranum 1992-6. Þá bjuggu þau saman, Svanlaug, Amar systursonur hennar, konan hans Anna Magnea, börnin Sara og Nína og Öskar frændi og kisan Snúlla. Svanlaug reyndist okkur öllum vel. Að hefja sambúð með svo mörgu fólki á gamalsaldri eru við- brigði. Sara er leið yfir því að Svana frænka er dáin. Hún bankaði oft uppá hjá Svönu og fékk að fara í heimsókn í stofuna hennar. Þá gaf Svana henni súkkulaðibita. Þegar Nína fór að labba fylgdi hún á eftir Söra og með tímanum fór hún að geta bankað upp á sjálf. „Bless, Svana mín,“ sagði Nína síðast þeg- ar hún kvaddi Svönu á sjúkradeild- inni á Hrafnistu. Óskar minnist hennar fyrir góðmennsku hennar. Hann fékk aldrei að dusta mott- urnar hennar nema því fylgdi smá- aur í lófann. Snúlla kisa hændist mjög að Svönu og var hennar besta vinkona. Henni fannst gott að sofa í kjöltu Svönu. Hún mjálmaði mik- ið fýrir framan dyrnar, ef þær voru lokaðar inn til hennar, þangað til að opnað var fyrir henni. Og Svana gaf lífi Önnu og Arnars nýja vídd og ómetanlega reynslu af kynnum sínum við heiðarlega og húmoríska manneskju. Við þökkum. Sambýlisfólkið á Rjúpnahæð 1. Ef vér lifum, lifum vér drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. (Róm. 14,8) Okkur langar með örfáum orð- um að minnast frænku og vinkonu okkar Svanlaugar Daníelsdóttur eða Svönu eins og við kölluðum hana alltaf. Það er margs að minn- ast frá liðnum árum, mörg matar- boð, við hjá Svönu eða hún hjá okkur, bfltúrar í Borgarfjörðinn nú í sumar þegar við voram að skoða lóð handa okkur undir sumarbú- staðinn, þar hafði hún ýmislegt til málanna að leggja enda vel að sér^ þegar kom að landinu okkar og íslenskri náttúra eins og í svo mörgu öðra. Það var greinilegt öllum sem kynntust Svönu að þar fór vel menntuð og gáfuð kona. Fyrir nokkram áram dvöldum við ásamt Ole Nordman syni okkar með Svönu frænku í sumarbústað austur í sveit í viku tíma eða svo, fóram við víða um sveitina og kom þá í ljós hversu stórkostlegan far- arstjóra við höfðum því ekki var það íjall, hóll eða þúfa sem Svana. • kunni ekki skil á. Það var gaman , að tala við Svönu frænku og þá sérstaklega þegar kom að.pólitík, því þar hafði hún skoðanir á flestu. Það var mikill hamingjudagur hjá Svönu þegar þjóðin kaus Ólaf Ragnar Grímsson forseta íslands þá var Svana aldeilis glöð með val þjóðarinnar. Svana hélt uppá 80 ára afmælið nú í vor við ágæta heilsu. Þá var hún búsett á Rjúpnahæðinni hjá Önnu og Arn- ari, en þar byggðu þau stórt og fallegt hús öll saman fyrir nokkr- um árum. Það var svo nú í sumar sem þrek Svönu minnkaði og ákvað hún því sjálf að flytja á Hrafnistu í Reykjavík, þar var hún* ánægð og þar leið henni vel. Hún hældi starfsfólki Hrafnistu mikið fyrir góða þjónustu og umönnun. Færam við þeim okkar bestu þakkir fyrir. Það er gamlársdagur núna þeg- ar við skrifum þessi kveðjuorð en einmitt á síðasta gamlárskvöld var Svana hér hjá okkur og Magga frænka líka. Áttum við þar góða kvöldstund saman eins og svo oft áður og eftir. Elsku Svana, við þökkum þér allt. Mamma, amma, við sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margs er að rainnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Bryiyólfur Óskarsson, Selma Olsen og börn. I Byggingaplatan sem allir hafa beðið efrir byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gölf WSaXS'byggingaplatan er eldþolin vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi VÆBfiXS byggingaplatan er hægt að nota úti sem inni ’ÍOTSÍsXSs byggingaplatan er umhverfisvæn ^fflðSXS byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað blint. ÞÞ &co Leitið frekari upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • S: 553 8640 & 568 6KX? 'r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.