Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Hættuástand skapaðist og slökkvilið kvatt að áramótabrennu í Stykkishólmi Kvoðu dælt yf- ir bensíndælur Stykkishólmi - Fljótlega eftir að kveikt hafði verið í áramótabrennu í Stykkishólmi á gamlárskvöld hvessti af suðri svo ýmislegt laus- legt fauk brennandi úr bálkestin- um. Töluverð hætta skapaðist af þessum sökum þar sem bensinstöð er nálægt og var leitað aðstoðar slökkviliðsins. Er vindáttin breyttist byijuðu brennandi pappakassar og annað lauslegt að §úka, m.a. í áttina að og yfir bensínstöðina sem er í út- jaðri bæjarins. Logandi kassar bár- ust víða, m.a. upp á bílskúrsþak sem er í 200-300 metra fjarlægð frá bálkestinum. Skapaðist tölu- verð hætta svo að slökkviliðið var kallað út. Dældi það kvoðu yfir bensíndælur, bensínbíl og planið fyrir framan bensínstöðina. Einnig var dælt vatni á brennuna til að minnka logana. Brennustæðið hefur verið notað í mörg ár og aldrei skapast hætta fyrr, enda aðrar áttir yfirleitt ríkj- andi hér á þessum árstíma. Seinna um kvöldið lægði og gerði besta veður. Friðsamleg áramót Áramótin fóru friðsamlega fram í Stykkishólmi eins og til er ætl- ast. Tveir dansleikir voru haldnir bæði á Hótel Stykkishólmi og veit- ingahúsinu Knudsen. Bæði þar og í heimahúsum fögnuðu Hólmarar nýju ári og þökkuðu fyrir það sem var að kveðja, en það reyndist íbú- um Stykkishólms vel. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Á LEIKFANGASÝNINGUNNI voru m.a. leikföng frá árinu 1936. Sýning á gömlum leikföngum Grundarfirði - Dagana 21.-23. desember var haldin sýning á gömlum leikföngum og vakti hún mikla athygli. Kenndi þar ýmissa grasa, t.d. voru elstu leikföngin frá árinu 1936, s.s. bollastell og kommóða. Þeir sem stóðu að þessari sýn- ingu voru félagar í Unglinga- deildinni Pjakki sem er félags- skapur unglinga á aldrinum 14-18 ára sem hafa áhuga á slysavörnum, björgunarmálum og útivist. Boðið var upp á kaffi og með- læti. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson KÓR Landakirkju á tónleikunum. Jólatónleikar kórs Landakirkju Vestmannaeyjum - Kór Landa- kirkju í Eyjum hélt árlega jólatón- leika sína skömmu fyrir jól. Að vanda var fjölbreytt efnisskrá á tónleikunum og sótti fjölmenni tón- leikana sem haldnir voru í Landa- kirkju. Sigrún Hjálmtýsdóttir var einsöngvari á tónleikunum en einn- ig léku Eva Lind Ingadóttir, Rann- veig Rós Ólafsdóttir og Védís Guð- mundsdóttir á þverflautu og Grettir Jóhannesson á trompet. Guðmund- ur H. Guðjónsson stjórnaði söngn- um og lék á orgel. Verk eftir Hándel, Mozart, Verdi, Bach og Sigvalda Kaldalóns voru meðal þess sem var á efnisskrá tónleikanna. í lok tónleikanna kveiktu allir gestirnir á kertum, risu úr sætum og sungu Heims um ból með kórnum. Tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir og voru áheyrendur geysilega ánægðir í lok þeirra. SIGRÚN Hjálmtýsdóttir söng einsöng á tónleikunum. Morgunblaðið/Alds Hafsteinsdóttir FJÖRUG tískusýningin vakti mikla athygli. Unglingar selja upp tískusýningu í Hveragerði Hveragerði - Tískusýning er ekki bara tískusýning. Það gera þau sér grein fyrir nú krakkarnir í Grunn- skólanum í Hveragerði sem settu upp glæsilega tískusýningu á jólaballi félagsmiðstöðvarinnar Skjálftaskjóls í Hveragerði skömmu fyrir jól. Álls tóku 17 unglingar úr 8., 9. og 10. bekk þátt í sýningunni. Lögðu þau á sig ómælda vinnu við undirbúning og æfingar í tvær vikur en krakkarn- ir sáu sjálf um allt skipulag sýningar- innar. Æfa þurfti hreyfingar á svið- inu, hugsa fyrir hárgreiðslu, málun, fatnaði og öðru sem tilheyrir. Fatn- aður var fenginn að láni hjá verslun- inni Mótor í Reykjavík. Á jólaballið mættu um 120 unglingar, þeirra á meðal var hópur sem sérstaklega var boðið frá Þorlákshöfn. Hljómsveitin Riff Reddhedd lék síðan fyrir dansi fram eftir kvöldi. Bandaríkjamenn á djasshátíð Morgunblaðið/Aldís Hafsleinsdóttir LEIKNI Johns Webers við pianóið vakti athygli. Hveragerði - Góðir gestir gistu Hveragerði um síðastliðna helgi en þá stóð Hótel Hveragerði fyrir djasshátíð. Af því tilefni komu hingað til lands þau Susanne Palm- er og John Weber frá Bandaríkj- unum. John Weber var á ferð hér á landi fyrr á síðasta ári er hann sýndi snilli sína við píanóið á Lista- hátíð. Susanne Palmer er djass- söngkona sem notið hefur vinsælda í Bandaríkjunum. Hún hefur sung- ið með fjölmörgum þekktum djass- sveitum en starfar nú sem söng- kona Absolute-flokksins. Á laugardagskvöldið fengu þau Susanne og John íslenskan liðstyrk en þá bættust þeir Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari í hópinn. Allt sýndi hljómlistarfólkið tilþrif þetta kvöld og vakti leikni Johns Webers við píanóið ekki hvað síst mikla aðdáun viðstaddra. Einnig var gaman að fylgjast með því hversu gott samspilið var á milli þeirra Tómasar og Guðmund- ar og síðan þeirra Johns og Sus- anne, en ómögulegt var að heyra á flutningi þeirra að þau fjögur hittust fyrst þetta sama kvöld. Að tónleikunum loknum klöpp- uðu áheyrendur listamönnunum lof í lófa og greinilegt var að viðstadd- ir skemmtu sér konunglega. Morgunblaðið/Jenný NOKKRIR nemendur Drangsnesskóla með hluta af nýju verk- færunum: Hafþór, Sölvi, Þórdís, Magnús, María, Steinar, Birta, Olafur, Dagbjört, Unnur og Aðalbjörg. Drangsnesskóla berast gjafir Drangsnesi - Útgerðarmenn á Drangsnesi færðu Drangsnesskóla ýmis verkfæri til smíðakennslu að gjöf rétt fyrir jólin. Verkfærin til smíðakennslu í Drangsnesskóla voru bæðin orðin gömul og léleg og voru farin að týna tölunni. Þetta ástand hefur að sjálfsögðu komið niður á smíðakennslu í skólanum og hefur hún legið niðri nú síðustu ár. Nú stendur þetta allt til bóta því skólanum voru færð mörg smíða- verkfæri, allt frá skrúfjárnum upp í súluborvél, svo nú ætti ekkert að vera að vanbúnaði að krakkarnir læri réttu handtökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.